Þriðjudagur, 11. desember 2007
Hinrik Hinriksson frá Iðu flaug yfir Hvítá fyrir 300 árum...
Fyrir um 300 árum, eða snemma á 18. öld var unglingspiltur á Iðu í Skálholtssókn, sem Hinrik Hinriksson hét. Hann var frábær að hagleik og hugviti. Hann reyndi að búa sér til flugham, og voru vængirnir úr fuglavængjum. Honum tókst þetta svo vel, að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið stuttan spöl. En jafnvæginu átti hann erfitt með að halda, höfuðið vildi snúa niður, en fæturnir upp. Samt áræddi hann að fljúga yfir Iðu frá Skálholtshamri, en þar er áin mjó, og tókst honum það. Nú fundu menn sér skylt að stemma stigu fyrir fífldirfsku hans, og var hamurinn tekinn af honum og eyðilagður, en honum harðbannað að búa til annan.
Sagan er sögð skráð af Brynjúlfi Jónssyni (1838-1914) fræðimanni frá Minna-Núpi eftir aldraðri konu.
Kunna einhverjir betri skil á þessari frásögn? Er eitthvað sannleikskorn í henni? Það skiptir kannski ekki öllu máli, því skemmtileg er hún.
Hinrik flaug sem sagt langt á undan Otto Lilientahl og Wright bræðrum. Var Hinrik frá Iðu fyrstur mennskra manna til að fljúga með vængjum? Er ekki kominn tími til að heiðra minningu Hinriks ásamt því að halda upp á 300 ára afmæli flugs á Íslandi, og jafnvel víðar?
15. des: Gátan um flughaminn og flugkappann leyst? Sjá athugasemd #29 !
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt 15.12.2007 kl. 09:24 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Ágúst,
Ég hef lengi vitað af þessari sögu en því miður litlar sem engar heimildir fundið. Þar sem að ég er áhugamaður um allt sem tengist flugi þá vil ég endilega fá allt sem tengist þessu flugi upp á yfirborðið.
Svo átti ég heima ekki langt frá þessum stað í nokkur ár.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.12.2007 kl. 07:46
Helvíti hefur hin aldraða kona verið stríðin. Íslendingabók Kára Klóns Stefánssonar og samstarfsaðila hans inniheldur engar upplýsingar um flugkappa með þessu nafni, þótt að bókin sé sett saman af hagleik og hugviti.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.12.2007 kl. 07:47
Ég hef fundið fáeinar frásagnir á netinu með hjálp Google. Meira og minna samhljóða. Gaman væri að finna fleiri heimildir.
Ágúst H Bjarnason, 11.12.2007 kl. 08:11
Friðrik Þór Friðriksson gerði stuttmynd um þessa sögu.
Hún var kannski frekar skáldleg, en hann hefur líklega grafið upp nokkrar heimildir um málið.
http://www.imdb.com/title/tt0461504/
ÁG
Ágúst Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:07
Orti ekki Þórarinn Eldjárn kvæði um efnið?
Jón Valur Jensson, 11.12.2007 kl. 15:45
Þessi sögn er án efa í safni Brynjólfs frá Minna-Núpi. Hún er birt í Þjóðsagnasafninu með hann sem heimildarmann.
Ellismellurinn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:35
Það var hann Hinrik Hinriksson
af hugviti flugham sér bjó
úr fimmhundruð fuglavængjum
og fló - eða einhvern veginn svona byrjar ið ljómandi kvæði.
Þ. (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 21:47
Ég flaug sem barn og gleymi því aldrei.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 23:40
Er þetta samt ekki bara þjóðsaga? Er ekki alveg jafn mikið sannleikskorn í þessu og í flugi Íkarusar og föður hans?
Einar Þór (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 02:44
Það er gaman að frétta að Friðrik Þór hafi gert stuttmynd um Hinrik og Þórarinn Eldjárn jafnvel ort kvæði um strákinn. Það er aldrei að vita hvort sannleikskorn leynist í sögunni. Menn hafa örugglega oft reynt að smíða sér vængi og reynt að fljúga.
Í sögunni segir "En jafnvæginu átti hann erfitt með að halda, höfuðið vildi snúa niður, en fæturnir upp". Eiginlega styður þetta frásögnina, því erfitt er að halda jafnvæginu ef stélið vantar.
Ágúst H Bjarnason, 12.12.2007 kl. 07:16
Jájá, var ekki Sleipnir með 15 lappir og Óðinn með hrafn sem gat talað? Þetta eru bara íslendingarsögur....
Siggi Lee Lewis (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:15
Það finnast margir góðir hugvitsmenn af Suðurlandinu í dag. Það er ekki ólíklegt að einhverjir íslenskir ofurhugar hér á öldum áður hafir reynt ýmislegt fyrir sér á þessum nótum. Á þessum tíma gátu menn í einsemd sinni skrifað Íslendingasögurnar við erfiðar aðstæður og í dag eru þær taldar merkilegt framlagt til heimsbókmenntanna.
Þekktur var maður sem var uppi á 12 öld sem bar nafnið Stjörnu-Oddi (Helgason) og bjó norður í landi. Hann gerði merkar uppgötvanir á sviði stjörnufræðinnar.
Svo eru til nokkrar skemmtilegar sögur af íslendingum úr nútímanum sem hafa smíðað mótorlaus flygildi og flogið þeim. Eitt flygildið var smíðað eftir erlendri áfengisauglýsing eða mynd sem birtist í erlendu tímariti fyrir mörgum árum... og því var flogið :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 12:51
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur Púkinn ekki fundið neinn mann með þessu nafni á þessum slóðum á þessum tíma. Hans er ekki getið í manntalinu 1703, né heldur nokkurs annars Hinriks sem væri sennilegur faðir hans, og ekki heldur í manntalinu 1729. Ekkert finnst heldur í ættartölubókum Espólíns eða neinu öðru ættartölutiti sem Púkinn á - enginn Hinrik á Iðu...því miður, því sagan er skemmtileg.
Púkinn, 12.12.2007 kl. 14:09
Sælir
Ég fann Word skjal hér:
www.fludir.is/index.php?option=com_docman&task=doc_download&gid=67
Sagan um Hinrik er á blaðsíðu 13. Þar stendur m.a. "...Sumir segja að nafn hans hafi verið Hermann Hermannsson og að hann hafi flogið allt ofan af Vörðufelli og yfir Hvítá." Eitthvað er nafn Hinriks á reiki...
Það er ekki amalegt að hafa m.a fornleifafræðing, ljósmyndara, flugmann, kvikmyndagerðarmann, guðfræðing, tölvunar- & ættfræðing, o.fl. til aðstoðar við leitina af Hinrik
Við höldum leitinni ótrauðir áfram !
Ágúst H Bjarnason, 12.12.2007 kl. 17:07
Það gekk eitthvað illa með slóðina að Word skjalinu. Hér er hún aftur:
www.fludir.is/index.php?option=com_docman&task=doc_download&gid=67
Ágúst H Bjarnason, 12.12.2007 kl. 18:19
Ég er alinn upp á næsta bæ við Iðu (hinu megin við Hvítá) og man vel eftir að hafa heyrt talað um Hinrik og flug hans. Ég veit þó ekki frekar en aðrir hvort þær sögur eru sannar né heldur veit ég hvort þeir sem sögðu mér studdust við aðrar heimildir en Brynjúlf frá Minna Núpi. Að Hinrik sé ekki í Íslendingabók sannar tæpast mikið. Þar eru varla allir sem lifað hafa í landinu.
Mér skilst að búnaður Hinriks hafi verið meira í ætt við svifdreka en flugfél og því skyldi svo sem ekki mögulegt að komast á svifdreka yfir Hvítá, t.d. af hólunum við Iðu?
Atli Harðarson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:55
Ég las einu sinni í sögubókinni minni í skólanum um Íkaros og föður hans(sem ég man ekki nafnið á þessa stundina). En það var þannig að faðir hans átti að hafa búið til vængi úr vaxi en Íkaros flaug of nálægt sólinni og vængirnir bráðnuðu...þetta á að hafa gerst fyrir eitthvað meira en 3000 árum síðan þannig við gætum lengt getum haldið uppá eldri afmælisdag ef hægt er að trúa þessu.:D
bara vafrari (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 22:39
Sæll Atli. Það er fróðlegt að heyra frá manni sem alinn er upp á næsta bæ við Iðu. Mér þykir eins og þér líklegt að "flughamurinn" hafi verið meira í ætt við svifdrekavæng, en ekki gerður úr fuglavængjum eins og sagan segir.
Fyrir fáeinum árum var ég að spjalla við Ragnar Sæ Ragnarsson þáverandi sveitarstjóra Bláskógabyggðar og stakk því að honum að gaman gæti verið að halda upp á 300 ára afmælið í túninu á Iðu. Fá menn úr svifdrekafélaginu til að svífa yfir Hvítá frá hólnum við Iðu. Ragnar sýndi þessu áhuga. Ég minntist einnig á þetta við félaga mína í flugmódelfélaginu Þyt sem voru hrifnir af hugmyndinni og tilbúnir að taka þátt.
Ágúst H Bjarnason, 13.12.2007 kl. 08:42
Sæll Ágúst. Alltaf gaman að lesa pistlanna þína. Svo er ég líka áhugamaður um allt er viðkemur flugi.
Marinó Már Marinósson, 13.12.2007 kl. 15:56
Takk fyrir kveðjurnar Marinó. Sjálfur hef ég lengi verið áhugamaður um flug, enda hefur sagan um Hinrik lengi heillað mig. Það hafa örugglega margir glímt við að líkja eftir flugi fugla hér áður fyrr, ekki bara Leonardo Da Vinci.
Ágúst H Bjarnason, 13.12.2007 kl. 16:09
Ég var einmitt að pæla í því hvort maður með þessu nafni fyndist í manntölum eða ættaskrám og Púkinn hefur svarað því. Það útilokar strangt til tekið ekki söguna því hugsanlega gæti nafnið hafa misfarist.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2007 kl. 17:34
Er smeykur um að við þurfum að bíta í það súra epli að þessi saga sé uppspuni. Það er í sjálfu sér alls ekkert einsdæmi að menn fyrr á öldum hafi látið sig dreyma um að fljúga en ætli það hefði farið svona leynt ef einhverjum hefði í raun tekist að fljúga, t.d yfir Hvítá. Ætli slíkra stórmerkja væri ekki a.m.k. getið í öllum annálum. Eins er það ekki svo dauðeinfalt að búa til svifdreka úr engu, sérstaklega í samfélagi sem var á eins lágu stigi tæknikunnáttu og Skálholtssókn f. 300 árum. (Margir frumkvöðlar flugsins fórust við tilraunir sínar).
Hins vegar bendir athugasemdin um að "flugmanninum" hafi hætt við að steypast fram yfir sig, til þess að brjóstvit sögumannsins hafi haft að geyma nokkurn skilning á flugeðlisfræði. Ekki kemur þó fram hvort hann hafi skilið mestu uppgötvun fluglistarinnar, þeas að það skuli herma eftir þeim fugli sem svífur en ekki þeim sem blakar vængjunum.
Hólmgeir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 18:38
Hugsanlega er þetta eftir allt saman bara sú tegund af flugi sem kallast hugarflug ?
Ágúst H Bjarnason, 13.12.2007 kl. 20:34
Læt nú bara Simmann duga og svo skreppa af og til út á flugvöll.
Marinó Már Marinósson, 13.12.2007 kl. 23:27
Sæll Gústi.
Alltaf skemmtilegar pælingar hjá þér ég er þó ekki með neitt nýtt til málanna að leggja. Gaman að vita hvað kemur út úr þessu hjá ykkur öllum Ég fylgist með
Rúna Guðfinnsdóttir, 13.12.2007 kl. 23:58
Hugarflug er vissulega mikilvægur þáttur í öllum verkum. Reyndar sá ég á Wikipediu að því er haldið fram að hinir og þessir hafi flogið aftur í grárri forneskju. Kannski á Hinrik vel heima í þeim félagsskap (þó heimildirnar virðist etv heldur traustari).
Hólmgeir Guðmundsson, 14.12.2007 kl. 19:30
Athugasemdirnar frá ykkur hafa verið mjög áhugaverðar. Við erum ekki miklu nær um Hinrik. Og þó. Sagan um hann lifir með þjóðinni og er vel þekkt í uppsveitum Árnessýslu. Einnig víðar. Það er víst, að alltaf hafa verið til menn sem hefur langað til að fljúga um loftin blá og leitað leiða til að láta drauminn verða að veruleika. Þannig maður var Hinrik.
Á myndinni eru tveir ungir drengir sem smíðuðu sér vængi úr pappa. Ánægjan skín úr andliti þessara 4 ára gutta, en myndin af Ragnari og Sigurði er tekin árið 1979. Sumir kunna vel að varðveita barnið í sjálfum sér fram á fullorðinsár og kunna að láta drauminn rætast. Í næsta bloggi verður fjallað um eina tegund flugs sem er sambland af hugarflugi og alvöru flugi. Hvað skyldi það vera? Svarið kemur í ljós á morgun.
Ágúst H Bjarnason, 14.12.2007 kl. 20:44
Gátan um Flughaminn er leyst!
Í kvöld hafði Þorkell Guðnason samband við mig og skýrði mér frá því að hann hefði unnið að ítarlegri rannsókn á málinu síðan 1998 með aðstoð fróðra manna.
Niðurstaðan sé að flugmaðurinn hafi verið Hemingur Hemingsson ("Hemmi") sem skráður er sem 15 vetra piltur í Árnessýslu árið 1703 er manntal var fyrst tekið á Íslandi. Þorkell sendi mér með tölvupósti ýmis gögn sem styðja þetta mál á mjög sannfærandi hátt. Það kom mér skemmtilega á óvart hve mikla vinnu Þorkell hefur lagt í málið og hvað niðurstaðan er sannfærandi.
Sveitarfélagið Bláskógabyggð hefur samþykkt að tryggja staðsetningu táknræns listaverks sem komið verði fyrir á Skálholtshamri við norðurendann á Iðubrú við Laugarás. Í raun strandar einungis á að afla fjár til verkefnisins.
Nú er verið að vinna að frekari kynningu á þessu verkefni og mun það væntanlega verða kynnt nánar hér á bloggsíðunni í sérstökum pistli innan skamms, ásamt ítarlegri umfjöllun á vefsíðu svo ykkur gefst svolítill tími til þess að hugleiða hvernig þið getið aðstoðað við fjármögnunina. Á meðan unnið er að kynningunni verður ekki fjallað meira um smáatriði hér.
Sem sagt, ég hafði næstum gefið upp alla von í kvöld þegar þessi ánægjulegu tíðindi bárust.
Ágúst H Bjarnason, 15.12.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.