Vetrarsólstöður, hænufetið, tíminn og jólakveðja


Enn og aftur er sólin lægst á lofti og nýtt ár hefur göngu sína innan fárra daga. Enn og aftur hefur jörðin nýja hringferð um sólina.  
 

Á morgun fer daginn að lengja aftur um eitt hænufet. Hve stórt er þetta hænufet? Því er svarað í Almanaki Háskólans. Fyrsta skref hænunnar er aðeins 9 sekúndur, síðan 27 sek, svo 44 sek, ... og ekki líður á löngu áður en vorið er komið.

Tempus fugit;   tíminn líður!      

Aldrei virðist vera nægur tími.


Skyldi vísindamönnum einhvern tíman takast að hægja á tímanum?  - Varla, og því verðum við bara grípa til okkar ráða.

Er ekki kominn tími til að gefa sér tíma til að dást að undrum lífsins og náttúrunnar? Gefa sér tíma til að lesa góðar bækur? Gefa sér tíma til að sinna hugðarefnum sínum?    -  Gefi maður sér tíma til þess, þá líður ekki langur tími þar til manni finnst tíminn líða hægar!  Við getum gert það sjálf sem vísindamönnum tekst ekki, við getum hægt á tímanum!

anchristmastree

 

Hvað finnst þér lesandi góður. Finnst þér þú hafa nægan tíma til að sinna þínum hugðarefnum, vinum og fjölskyldu?

 

Jólin eru hátíð ljóss og friðar.
Nú skulum við njóta þess að eiga góðar stundir um hátíðarnar.

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar
gleðilegra jóla.
   
Wizard

 Vetrarsólstöður eru í ár 22. des. kl. 06.08.

Sjá nýjar myndir í athugasemdum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðileg jól sömuleiðis til þín og þinna og takk fyrir ánægjulegt blogg-ár.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2007 kl. 02:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk kærlega fyrir kveðjuna og takk fyrir ánægjuleg blogg kynni á árinu.  Njóttu hátíðarinna vel með þér og þínum.  Kær kveðja.

            3D Santa       

Ásdís Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðileg jól sömuleiðis og njóttu hátíðanna vonandi með bók við hönd.

Takk fyrir bloggvináttuna 

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þakkas ykkur öllum fyrir kveðjurnar, Gunnar, Tinna, Ásdís og Ása

Ágúst H Bjarnason, 22.12.2007 kl. 22:27

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðileg jól og takk fyrir bloggið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.12.2007 kl. 23:47

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mars og tunglið í Ljósaskiptunum um kl 10 að morgni Þorláksmessu. Séð yfir Arnarnes í átt að Seltjarnarnesi.


Ágúst H Bjarnason, 23.12.2007 kl. 12:56

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ekki komst sólin hátt yfir sjóndeildarhringinn í dag þegar hún var hæst á lofti.

    
 

Ágúst H Bjarnason, 23.12.2007 kl. 14:21

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

En tuglið var á sama tíma yfir Esjunni.

    
 

Ágúst H Bjarnason, 23.12.2007 kl. 14:32

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Um klukkan 17:45 mátti sjá Mars nærri tunglinu. Í nótt hverfur Mars í smá stund bak við tunglið.

    

Ágúst H Bjarnason, 23.12.2007 kl. 19:01

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Enn ein mynd af tunglinu og Mars frá klukkan 17:45.

    
 

Ágúst H Bjarnason, 23.12.2007 kl. 19:04

11 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Gleðileg Jól og gott og farsælt komandi ár. Ég hef nægan tíma, það kemur alltaf ný mínúta sama hvað ég geri. :)

Birgir Þór Bragason, 23.12.2007 kl. 20:31

12 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

gleðileg jól

Guðríður Pétursdóttir, 23.12.2007 kl. 22:58

13 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Gleðileg jól og takk fyrir mjög fróðleg og skemmtileg blogg.

Finnur Hrafn Jónsson, 24.12.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband