2009 verður ár stjörnufræðinnar á 400 ára afmæli stjörnusjónaukans

galileo_sustermansÁhugaverð frétt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segir meðal annars:

 

Árið 2009 verður alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar samkvæmt tillögu sem Ítalía heimaland Galíleós Galíleís sem samþykkt var á alsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.

...

Einar H. Guðmundsson prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands er formaður íslensku IYA2009 landsnefnarinnar og tengill hennar við alþjóðasambandið.

Hann segir af þessu tilefni:


„Hér á landi verður haldið upp á Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 með margvíslegum hætti. Meðal annars er fyrirhugað að bjóða almenningi að hlýða á fyrirlestra um það sem efst er á baugi í stjarnvísindum nútímans.

Mönnum mun einnig gefast kostur á fræðslu um stjörnusjónauka og þátttöku í stjörnuteitum þar sem stjörnuhiminninn verður skoðaður. Þá er verið að vinna úr hugmyndum um samvinnu stjarnvísindamanna og stjörnuáhugamanna við kennara og nemendur í skólum landsins.

Einnig er ætlunin að fræða landsmenn um sögu stjarnvísinda á Íslandi. Það er mikið ánægjuefni að Ísland skuli hafa stutt þessa tillögu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og þannig tekið undir það viðhorf að raunvísindi séu einn af hornsteinum nútíma samfélags."

 

Það rifjast upp að fyrir allmörgum árum störfuðum við Einar sem sumarmenn á Háloftadeild Raunvísindastofnunar hjá Þorsteini Sæmundssyni stjörnufræðingi, þar sem unnið var að rannsóknum á m.a. norðurljósum og segulsviði jarðar.

Myndin er af Galíleó Galíleí. 

Krækjur:

Stjörnuskoðunarfélagið

Stjörnufræðivefurinn

Vefsíða stjörnufræðiársins 2009 

 

Sjá fréttina í Morgunblaðinu:


mbl.is 2009 verður ár stjörnufræðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf gaman af stjörnufræði og geimpælingum finnst mér.   Blast Off 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.12.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ásdís. Náttúran og himingeimurinn hafa alltaf heillað mig. Ég var varla orðinn táningur þegar ég smíðaði mér lítinn stjörnukíki sem stækkaði 50 sinnum. Með honum sá ég tungl Júpiters og gígana á tunglinu okkar. Sjónaukinn var bara pappahólkur með litlu stækkunargleri í neðri endanum (augngler) og gleraugnalinsu í efri endanum. Meira þurfti ekki til að komast út í geiminn ...   Hugurinn bar mig hálfa leið, og gerir enn í dag.

Ágúst H Bjarnason, 20.12.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega eru fallegar myndirnar í færslunni um mars.  Ég er búin að vera með mars sem desktop mynd síðan þú birtir hana. Merkilegt með 21/22, taldi mig svo vissa en ég ætla að hringja í pabba á morgun og spyrja hann, annars trúi ég þér sko alveg.   Comet 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 00:13

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Heillandi pælingar. Norðurljósin hafa alltaf einhverskonar dáleiðsluáhrif á mann, ekki hægt að hætta að horfa á þau ef maður byrjar.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 00:17

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæl Marta.

Oft hef ég verið nánast dáleiddur af norðurljósunum. Stundum reynt að taka myndir af þeim eins og sést í myndaalbúminu.  Þó er það þannig að fallegastur er stjörnuhimininn þegar hvorki sjást norðurljós né tungl. Allt kolsvart nema tindrandi stjörnur og vetrarbrautin eins og silkislæða þvert yfir himininn. Þá er gaman að vera einn í heiminum, aleinn með sjálfum sér og náttúrunni

Ágúst H Bjarnason, 21.12.2007 kl. 02:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

http://dingo.care-mail.com/cards/flash/5409/galaxy.swf  kíktu á þennan link, fékk hann sendan frá Arizona.  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2007 kl. 12:33

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir sendinguna Ásdís. Þetta er reglulega skemmtilegur söngur um alheiminn. Maður finnur virkilega til smæðar sinnar. Eins og fram kemur í textanum þá eru líkurnar á því að við séum hér og nú ótrúlega litlar   Skemmtilegar pælingar.

Ágúst H Bjarnason, 21.12.2007 kl. 12:51

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Langar til að óska þér gleðilegra jóla Ágúst.  Takk fyrir frábæra "viðkynningu" á blogginu.

Marta B Helgadóttir, 21.12.2007 kl. 18:14

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir kveðjurnar Marta og sömuleiðis kærar þakkir fyrir einstaklega ánægjulega viðkynningu.  Gleðileg Jól. 

Ágúst H Bjarnason, 21.12.2007 kl. 18:37

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband