Himnaríki og helvíti

Jón KalmanEkki er ætlunin að fjalla um trúmál í þessum pistli, heldur bókina Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Bókina sem var kjörin besta íslenska skáldsagan árið 2007 af bóksölum.

Ég las bókina um jólin og er þetta ein allra magnaðasta bók sem ég hef lesið. Ég hef sjaldan lifað mig inn í skáldsögu eins og undanfarna daga. Bókin beinlínis dró mig inn á sögusviðið og leið mér stundum eins og ég væri viðstaddur. Jafnvel um borð í sexæringnum fann ég fyrir nístandi kuldanum. Þetta er bókin þar sem ljóð í Paradísarmissi er örlagavaldurinn mikli, og einn stakkur skilur milli lífs og dauða.

Textinn er einstaklega myndrænn og meitlaður. Persónulýsingar skýrar, og síðast en ekki síst er atburðarásin þannig að bókin heldur manni svo sannarlega við lesturinn. Bók sem vissulega er hægt að mæla með.

 

Í kynningu forlagsins segir:

"Sagan gerist fyrir meira en hundrað árum, fyrir vestan, inni í firði, á milli hárra fjalla, eiginlega á botni heimsins, þar sem sjórinn verður stundum svo gæfur að það er hægt að fara niður í fjöru til að strjúka honum.

Strákurinn og Bárður róa um nótt á sexæringi út á víðáttur Djúpsins að leggja lóðir. Þar bíða þeir fram á brothættan morgun eftir fiskinum sem hefur synt óbreyttur um hafið í 120 milljón ár. Þótt peysurnar séu vel þæfðar smýgur heimskautavindur auðveldlega í gegn. Það er stutt á milli lífs og dauða, eiginlega bara ein flík, einn stakkur.

Jón Kalman Stefánsson hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda: Fyrst fyrir bókina Sumarið bak við brekkuna, svo Ýmislegt um risafurur og tímann og nú síðast fyrir Sumarljós og svo kemur nóttin, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2005".

 

Bloggaranum fannst það ánægjulegt að langafi hans kom við sögu framarlega í bókinni, en á bls. 19 er minnst á kennslubók Jóns Ólafssonar í enskri tungu. Um enskukver Jóns "English made easy" og "Vesturfara túlkur" er fjallað aftarlega í grein Steinunnar Einarsdóttur "Þegar Íslendingar fóru að læra ensku". Svo er það spurning hvort "Lárus sýslumaður" sem kemur oftar en einu sinni fyrir  í sögunni sé Lárus H. Bjarnason sem var um skeið bæjarfógeti og sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, þ.e. afabróðir bloggarans, en þetta eru nú bara persónulegar hugrenningar sem vöknuðu við lestur þessarar ágætu bókar.

 

Á vefsíðu útgáfufyrirtækisins Bjarts er skýrt frá nýlegu bréfi Gallimard útgáfunnar:

Þar segir svo m.a. í lauslegri þýðingu (leturbreytingar eru mínar):

Það er mér mikil heiður, fyrirgefið  mikil, mikill  heiður, að geta loks sagt ykkur að við hjá Gallimard höfum ákveðið að kaupa þýðingarréttinn á bók Jóns Kalmans Stefanssonar, Himnaríki og helvíti.  Jon Kalman er höfundur sem á heima á útgáfulista okkar. Hann er frábær viðbót fyrir okkur, fyrirtæki sem getur státað af að hafa gefið út helstu risa heimsbókmenntanna. Nú er komið að Jóni Kalman Stefánssyni. Þegar við hjá Gallimard tökum höfund um borð  þá er það til að fara í langa og skemmtilega siglingu. Útgáfan okkar er eins og glæst listisnekkja. Við siglum ekki í höfn fyrr en við höfum látið alla lesandi borgara Frakklands og helst allan heiminn  vita að Jon Kalman er eitt af stærstu nöfnum evrópskra nútímabókmenntanna.

 

Það er eitthvað mikið að gerast!  Gaman verður að fylgjast með Jóni Kalman á næstu árum.

Hver veit nema Leshringurinn taki fyrir einhverja af bókum Jóns Kalman í framtíðinni? Það væri áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta. Mér sýnist að þarna séu áhugaverður höfundur á ferð. Hann hefur einhvernvegin alveg farið fram hjá mér. Ætla endilega að ná mér bók eftir hann á nýju ári.  Takk kærlega og kær kveðja til þin    Ball Drop 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Ágúst, ég las þessa bók eimitt um jólin enn ég hef líklega ekki lesið hana með réttu hugarfari, mér fannst þetta bara vera Sjálfstætt fólk sem búið var að heimfæra yfir á sjómenn og stytta. Ég er að hugsa um að lesa hana aftur.

Enn það er ábyggilega gaman að lesa svona bók og þekkja þar persónur eins og þú ert að upplifa.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.12.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Högni.

Takk fyrir þitt innlegg í umræðuna. Að bókin sé bara Sjálfstætt fólk hlýtur eiginlega að vera hrós :-)

Ég las bókina tiltölulega hægt, ekki í einum rykk, og íhugaði efnið annað slagið. Gaf mér sem sagt tíma til að njóta hennar og upplifa. Ég sá fyrir mér fjöllin og firðina á Vestfjörðum og fannst tengingin við Paradísarmissi, sem var örlagavaldurinn mikli í sögunni, alveg mögnuð.

Hugsanlega skiptir það máli hvernig maður les svona bækur. Þar sem við erum báðir í Leshringnum, þá held ég að við vitum vel hve góð áhrif hann hefur haft á lestrarvenjur okkar. Að setjast niður, eins og við höfum gert í lok hvers verkefnis í Leshringnum, og skrifa umsögn um bókina, gerir það að verkum að maður fer að hugleiða betur efni sögunnar og stílinn, les sér til um höfundinn og jafnvel sögusviðið.

Ágúst H Bjarnason, 31.12.2007 kl. 00:16

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég hef lesið allt sem Jón Kalman hefur skrifað og verið meira og minna hugfangin af því öllu. Í mínum huga er hann einn af snjöllustu núlifandi íslenskum rithöfundum. Ég hlakka mikið til að lesa þessa bók, og ekki minna eftir að hafa lesið pistil þinn, Ágúst! Takk fyrir það.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Guðný Anna. Takk fyrir kommentið. Ég er ekki eins duglegur að lesa og þú, því þetta er eina bókin eftir Jón Kalman sem ég hef lesið. Vonandi ekki sú síðasta!

Ágúst H Bjarnason, 8.1.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband