Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Gömlu góðu vindstigin.
Margir eiga erfitt með að venja sig við mælieininguna metra á sekúndu (m/s) fyrir vindhraða og líkar best við gömlu góðu vindstigin. Af einhverjum ástæðum skynjar maður miklu betur hvað átt er við með gömlu einingunum en þeim nýju. Ástæðan er líklega sú að vindstigin taka mið af áhrifum vinds á landi og sjó.
Vissulega hefur gamli Beaufort skalinn fyrir vindstig ýmsa ókosti. Hann er ólínulegur og nær ekki nema upp í 12 vindstig, þó svo að menn hafi stundum framlengt hann upp í 14 vindstig eða jafnvel hærra.
Til að tengja saman vindhraða (v) í m/s og vindstig (B) má nota þessa nálgunarformúlu:
v = 0.836 B3/2 m/s
Það sem heillar bloggarann mest varðandi gömlu góðu vindstigin er tengingin við náttúruna. Með því að horfa í kring um sig og gæta að öldum á vatni, hvernig tré hreyfast, fánar blakta, o.s.frv., er hægt að fara nærri um vindstigin. Sjá töfluna hér fyrir neðan.
Gömlu góðu orðin logn, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður, fárviðri heyrast nú sjaldan, en oft er í veðurlýsingum sjónvarps talað um strekkingsvind, hvað sem það nú er. Getur verið að ástæðan sé sú að menn séu hættir að gá til veðurs, heldur láti nægja að sitja inni á kontór og lesa af stafrænum vindhraðamælum?
Mikið væri nú ánægjulegt ef veðurfræðingar notuðu þessar einingar jafnhliða, þ.e. metra á sekúndu og vindstig, eða að minnsta kosti orðin andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi ... og þá samkvæmt hinni gömlu hefð.
Hvað finnst þér? Vindstig, m/s, km/klst eða hnútar, - eða m/s ásamt gömlu orðunum?
Gamli góði skalinn fyrir vindstig er kenndur við Sir Francis Beaufort (1774-1857) sem myndin er af.
Samanburðartafla fyrir vindhraða.
Þumalputtareglur:
Deila með 2 í hnúta til að fá því sem næst m/s.
Deila með 2 í m/s til að fá gróft vindstig. Ónákvæmt þar sem Beaufort skalinn fyrir vindstig er ólínulegur.
Veðurhæð | Meðalvindhraði | Miðgildi meðalvindhraða | |||||
Vindstig | Heiti og lýsing á áhrifum | m/s | km/klst | hnútar | m/s | km/klst | hnútar |
0 | Logn | 0-0,2 | < 1 | < 1 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
1 | Andvari. Vindur hreyfir reyk. Gárur á vatni. | 0,3-1,5 | 1-5 | 1-3 | 0,8 | 3,0 | 1,6 |
2 | Kul. Vindur finnst á húð. Lauf skrjáfa. Litlar smáöldur. | 1,6-3,3 | 6-11 | 4-6 | 2,4 | 8,5 | 4,6 |
3 | Gola. Lauf og smágreinar slást til. Stórar smáöldur. | 3,4-5,4 | 12-19 | 7-10 | 4,3 | 15,6 | 8,5 |
4 | Stinningsgola (blástur). Ryk og laus pappír fýkur til. Litlar greinar hreyfast. Litlar öldur. | 5,5-7,9 | 20-28 | 11-16 | 6,7 | 24,1 | 13,0 |
5 | Kaldi. Minni tré svigna. Miðlungsstórar, langar öldur. Dálítið löður og úði. | 8,0-10,7 | 29-38 | 17-21 | 9,3 | 33,6 | 18,2 |
6 | Stinningskaldi. Stórar greinar hreyfast. Erfitt að nota regnhlíf. Stórar hvítfyssandi öldur og úði. | 10,8-13,8 | 39-49 | 22-27 | 12,3 | 44,2 | 23,9 |
7 | Allhvast. Heil tré hreyfast. Erfitt að ganga móti vindi. Sjór hrannast upp og löðrið myndar rákir. | 13,9-17,1 | 50-61 | 28-33 | 15,5 | 55,7 | 30,1 |
8 | Hvassviðri. Sprek brotna af trjám, Vindurinn tekur í bíla á ferð. Nokkuð háar hvítfyssandi öldur og særok. Löðurrákir. | 17,2-20,7 | 62-74 | 34-40 | 18,9 | 68,1 | 36,8 |
9 | Stormur. Minni skemmdir á mannvirkjum. Háar öldur með þéttu löðri. Ölduhryggir hvolfast. Mikið særok. | 20,8-24,4 | 75-88 | 41-47 | 22,6 | 81,3 | 43,9 |
10 | Rok. Tré rifna upp. Töluverðar skemmdir á mannvirkjum. Mjög háar öldur. Yfirborð sjávar er hvítt og haugasjór. Skyggni minnkar. | 24,5-28,4 | 89-102 | 48-55 | 26,4 | 95,2 | 51,4 |
11 | Ofsaveður. Almennar skemmdir á mannvirkjum. Gríðarlega stórar öldur. | 28,5-32,6 | 103-117 | 56-63 | 30,5 | 109,8 | 59,3 |
12 | Fárviðri. Miklar almennar skemmdir á mannvirkjum. Risaöldur. Loftið fyllist af löðri og úða. Hafið er alveg hvítt. Mjög lítið skyggn | >= 32,7 | >= 118 | >= 64 | ... | ... | ... |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Menntun og skóli | Breytt 23.1.2008 kl. 09:57 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Er alveg á sama máli með m/s og væri kannski betra að fara út í km frekar en beaufort skalann. Kílómetrar á klukkustund er mælieining sem allir þekkja í dag. Hnútar voru í uppáhaldi hjá mér persónulega en var mikið í bátaskaki og fluginu. Km takk í dag. Veðurstofan bara hlustar ekki á fólk. kv v
Valdimar Samúelsson, 22.1.2008 kl. 17:17
Ég er nú orðinn vanur m/s en það tók smá átak að verða það. Hugsa alltaf hlýlega til vindstiganna en hef svo sem afgreitt það bara sem netta rósrauða fortíðarhyggju og rómantík. Annars man ég eftir að hafa séð vindstigaskalann mest hækkaðann upp í 17 vindstig.
Ragnar Bjarnason, 22.1.2008 kl. 20:09
Ef maður sleppir laufblaði í 10 metrum á sekúntu hefur það fokið 10 metra frá manni eftir eina sekúntu, ágætt að hafa það í huga til að átta sig á þessum skala. Annars var gamla vindstigakerfið einfalt og ágætt.
Emil Hannes Valgeirsson, 22.1.2008 kl. 21:42
Vindstigin eru best. Takk fyrir færslu.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 22:36
Maður er kannski eitthvað að byrja að átta sig á þessum metrum á sekúndu. En ég er sammála Valdimar hér að ofan -- myndi átta mig betur á km/klst en m/sek.
Sigurður Hreiðar, 23.1.2008 kl. 09:58
Ég sakna þess að í veðurlýsingum er alveg hætt að nota gömlu góðu orðin sem eiga sér samsvörun í vindstigum, þ.e. logn, andvari, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvasst, hvassviðri, stormur, rok, ofsaveður, fárviðri.
Nú heitir það bara logn, strekkingsvindur eða hvassviðri, ef ég man rétt.
Ágúst H Bjarnason, 23.1.2008 kl. 10:03
Þaðer vissulega söknuður í gömlu heitunum. Þau eru í mínum huga jafn gild og áður.
En til að vita hvort það sé hvasst eða ekki þá hef ég notast við þessa heimatilbúnu formúlu:
1-10 m/s frekar hægur vindur
11 - 20 m/s allnokkur vindur
20 - 30 m/s rok og hvassviðri
30 m/s < bandbrjálað veður.
B Ewing, 23.1.2008 kl. 11:54
Æjá - ég hef einhvern veginn aldrei vitað hvernig veður er, síðan þessu var breytt......
Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 19:38
Ég held að þetta sé fyrst og fremst vanaatriði. Manni finnst það gott sem maður er vanur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2008 kl. 19:58
Það væri eðlilegast að nota þá mælieiningu sem flestir þekkja í dag og hafa góðan skilning á. Sú eining er eðlilega km/klst. Hvort er maður fljótari að skilja og meðtaka 30 m/s eða 108 km/klst?
Mér er minnisstætt þegar veðurstofan var að rökstyðja valið á m/s. Þá var talað um að veðurfræðingar heimsins notuðu almennt þá einingu í sínum fræðistörfum og því eðlilegt að nota hana víðar. Í töflureiknum nútímans þá skiptir svosem litlu máli hvaða eining er sett í dálkana því það er augnabliksverk að umreikna í þá einingu sem hverjum sýnist. Hin röksemdin sem ég man sérstaklega eftir var að vindhviður stæðu oft afar stutt og því væri hentugt að nota hraða á sekúndu. Í mínum huga þá er km/klst engu síður góður mælikvarði á augnablikshraða þótt tímaeiningin sé klukkustund.
Þegar verið er að kynna veðurspá þá er væntanlega verið að koma hlustendum og áhorfendum í skilning um hvernig veðri megi búast við og það er sérstaklega áríðandi ef vont veður er fyrirsjáanlegt. Er þá ekki rétt að nota auðskiljanlegar einingar?
Það er vissulega miður að veðurlýsingarorð séu að týnast úr málinu en það er eðlileg afleiðing þess að þau eru ekki notuð dags daglega. Oft velti ég því fyrir mér þegar einhver veðurkynnirinn blandar saman lýsingarorðum og fær út orð svipað því sem þú nefnir, strekkingsvindur, hvort veðurfræðiþekkingin sé álíka mikil á öðrum sviðum og hvort viðkomandi skilji einfaldlega og hafi tilfinningu fyrir metrum á sekúndu.
Hjörtur Erlendsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:05
Fannst og finnst enn 11 vindstig vera eiginlega mildari vindur en 30 m/s
Kannski er strekkingsvindur bara skilaboð frá veðurfræðingum um að vindurinn verði á bilinu 10 - 25 m/s
Marinó Már Marinósson, 24.1.2008 kl. 21:29
Allflestir hafa miklu meiri tilfinningu fyrir mælieiningunni km/klst en m/s. Í reynd má kannski segja að nánast allir skynji km/klst, en hafi ekki neina tilfinningu fyrir m/s. Eini kosturinn við m/s er að sú mælieining er "vísindalegri", en það skiptir almenning ekki nokkru máli. Þeir sem vilja geta auðveldlega breytt km/klst í m/s.
Kosturinn við vindstig er einmitt sá að skalinn er ólínulegur. Hann er ólínulegur vegna þess að hann segir til um áhrif vindsins á okkur, náttúruna og mannvirki. Þessi áhrif eru ólínulegt fall af vindhraðanum. Þess vegna skynjum við vel "vindstigin".
Hugsum okkur að jarðvísindamenn vildu verða álíka vísindalegir og veðurfræðingar og færu að gefa upp styrk jarðskjálfta í m/s2, þ.e. gefa upp hröðunina í metrum á sekúndu í öðru veldi, í stað þess að nota Richter skalann. Það væri betra fyrir hönnuði mannvirkja, en örugglega ekki fyrir almenning.
Ágúst H Bjarnason, 25.1.2008 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.