Laugardagur, 26. janúar 2008
Leshringur@ og Viltu vinna milljarð? eftir Vikas Swarup
Frá stofnun Leshringsins á Moggablogginu hefur undirritaður verið virkur félagi og haft bæði gagn og gaman af. Leshringurinn tekur fyrir eina bók í senn, les hana í um mánuð, kemur síðan saman á vefnum og ræðir bókina frá ýmsum sjónarhornum. Eftirfarandi er byggt á umsögn bloggarans um bókina Viltu vinna milljarð eftir Vikas Swarup sem tekin var fyrir í nóvember s.l. Eiginlega má segja að þessar hugleiðingar fjalli bæði um þá bók og vinnubrögðin sem tíðkast í Leshringnum. Kynning á hvoru tveggja.
Það skemmtilega við Leshringinn er að maður les bækur sem manni kæmi sjálfsagt aldrei til hugar að opna. Sumar drepleiðinlegar, aðrar skemmtilegar eða áhugaverðar. Stundum reyfara eftir óþekkta höfunda og stundum bókmenntaverk eftir þekkta höfunda. Bækur sem maður gleymir strax að lestri loknum og bækur sem vekja mann til umhugsunar. Allt þar á milli. Fjölbreytnin er mikil. Þannig á það að vera. - Svo fer það auðvitað eftir hugarfarinu þegar maður nálgast nýja bók hvernig maður metur hana.
Að lestri loknum er mikilvægt er að gefa sér smá tíma til að melta bókina áður en umsögn er sett á blað og umræður á spjallrás Leshringsins hefjast. Hugleiða innihaldið, stílinn og bakgrunn sögunnar. Punkta hjá sér það sem kemur í hugann. Færa sjónarhólinn til og skoða betur. Oft öðlast maður meiri skilning þegar maður hefur haft næði til að íhuga efnið á þann hátt.
Stundum er maður búinn að kynna sér höfundinn og umsagnir áður en bókin er lesin, en það er ekki alltaf nóg. Maður skilur bókina betur meðan hún er lesin ef maður hefur kynnt sér höfundinn áður, en höfundinn betur eftir að hafa lesið bókina. Það er sem sagt um nóg að hugsa, áður en bókin er lesin, meðan hún er lesin og eftir að hún hefur verið lesin. Það eru einmitt svona pælingar sem gera svona lestur í leshring áhugaverðan
Bókin Viltu vinna milljarð? eftir indverska höfundin Vikas Swarup lýsir á átakanlegan hátt, en jafnframt skemmtilegan, uppvaxtarárum fátæks munaðarlauss drengs á Indlandi. Líf hans er að mörgu leyti ævintýri líkast þar sem hann vinnur milljarð í spurningakeppni, en inn í söguna fléttast frásögn af lífi hans sem sjaldnast er dans á rósum. Frásögnin er mjög lipur og nánast spennandi. Heldur manni vel við efnið. Mjög myndræn. Þýðing Helgu Þórarinsdóttur er mjög góð.
Við lestur bókarinnar lifir maður sig inn í indverskt samfélag, fyrst og fremst samfélag hinna efnaminni og lægst settu. Einhvern vegin náði bókin að heilla mig og ég fann fyrir samúð með söguhetjunni sem sýnir mikla sjálfsbjargarviðleitni. Það kom mér sífellt á óvart að Ram Mohammad Thomas er bara barn, en sýnir samt óvenju mikinn þroska. Það leiðir hugann að götubörnunum á Indlandi og víðar um heim, börn sem ganga meira og minna sjálfala og eiga oftar en ekki hvergi heima. Börn sem verða að sýna mikla útsjónarsemi til að komast af.
Sagan er svo myndræn að ég átti oft auðvelt að ímynda mér sögusviðið og var eiginlega á ferðalagi fram á aftur um Indland í samfylgd hinna fátæku. Ég er mikið búinn að flakka um Indland á netinu eftir lestur bókarinnar og komið víða við, m.a. í þjóðargerseminni Taj Mahal, og Dharavi stærsta fátækrarhverfi Asíu. Stöðum þar sem sagan gerist meðal annars. Indverskur matur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Fann öll afbrigði kryddsins sem kitlar bragðlaukana meðan ég las. Maður bókstaflega finnur lyktina og heyrir indverska tónlist í fjarska.
Mörg atriði í bókinni koma manni skemmtilega á óvart. Maður fer að trúa því að örlaganornir hafi spunnið lífsþráð piltsins, allt þar til það kemur fram í bókarlok að lukkupemingurinn var ekki allur þar sem hann er séður. Þetta vekur mann svo sannarlega til umhugsunar um það hvernig það er fyrst og fremst maður sjálfur sem ræður sínum örlögum. En leyndarmál peningsins kemur ekki fram fyrr en á síðustu blaðsíðunni. Maður bókstaflega missir bókina úr höndum sér þá! Hvar voru vinkonurnar Urður, Verðandi og Skuld allan tímann? Eigi má sköpun renna, segir einhvers staðar. Er það endilega víst? Ég held ekki. Hver er sinnar gæfu smiður.
Sjálfsagt er hægt að njóta bókarinnar á fleiri en einn hátt. Hún er góð afþreying, en hún vekur mann einnig til umhugsunar örbirgð og lífsbaráttu hinna fjölmörgu munaðarlausu götubarna í heiminum.
Bókin hefur ef til vill ekki mikið bókmenntarlegt gildi. Hún er frumraun höfundarins og skrifuð er honum leiddist eitt sinn er hann var fjarri fjölskyldu sinni. Hugmyndin er góð og vel spilað úr henni. Ef til vill mætti flokka hana meðal spennusagna eða reyfara, en það gefur henni gildi að hún er óvenjuleg og gefur sérstaka sýn inn í framandi heim götubarnanna á Indlandi. Það er einnig áhugavert að kynnast höfundi frá þessum heimshluta. Hver veit nema Swarup eigi eftir að skrifa fleiri bækur. Frumraunin lofar góðu.
Stofnandi og ötull stjórnandi Leshringsins, Marta B Helgadóttir, á mikinn heiður skilinn fyrir framtak sitt hér á Moggablogginu. Frábær hugmynd að stofna leshring sem alfarið fer fram á vefnum. Líklega hefur það ekki verið gert áður.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Alla veganna ein af þeim skemmtilegri sem ég las á síðasta ári, þær voru því miður ekki jafn margar og oft áður.
Sverrir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:28
Kannski ætti ég að ná mér í eitt eintak og lesa.
Marinó Már Marinósson, 26.1.2008 kl. 21:34
Þessi bók er ágæt lesning en, þrátt fyrir það, tiltölulega ofmetin.
GK, 26.1.2008 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.