Hákon Bjarnason efnilegur píanóleikari. Stjarna morgundagsins.

 

Hákon Bjarnason píanóleikariÍ gćr hlustađi ég á ungan frćnda minn leika einleik á píanó međ Sinfóníuhljómsveitinni. Ţeir sem hafa fylgst međ Hákoni Bjarnasyni, sem fćddur er 1987, vita ađ ţar er enginn međalmađur á ferđ ţó ađeins sé hann tvítugur ađ aldri. Dúx frá MH 2005 yngstur nýstúdenta og međ langflestar einingar, um ţađ bil ađ ljúka háskólaprófi, sigurvegari í ýmsum einleikarakeppnum, Íslandsmeistari í Karate, o.s.frv. Ţađ er ekki lítiđ sem ţessi hógvćri og ljúfi drengur hefur afrekađ!

Hákon er nemandi Halldórs Haraldssonar í Listaháskóla Íslands. Síđastliđna haustönn var Hákon í skiptinámi viđ Sibeliusar-akademiuna í Helsinki. Hákon hefur unniđ til verđlauna í öll ţrjú skiptin sem píanókeppni Íslandsdeildar EPTA hefur veriđ haldin. Tvisvar sinnum hefur hann hlotiđ fyrstu verđlaun og einu sinni ţriđju.  Í vor mun hann ljúka bakkalárprófi frá Listaháskóla Íslands og vćntanlega halda utan til framhaldsnáms í haust.

 Ađ sjálfsögđu ţarf ekki ađ hafa mörg orđ um frammistöđu Hákonar. Hún var einfaldlega stórfengleg, eins og frammistađa hinna ungu einleikaranna sem einnig léku međ Sinfóníuhljómveitinni.  Ţađ kom skemmtilega á óvart hve glćsilegt og hćfileikaríkt unga fólkiđ sem lék einleik međ Sinfóníuhljómsveitinni er.  Hákon, Theresa, Arngunnur og Páll eru örugglega stjörnur morgundagsins.

Ţađ var einstaklega ánćgjulegt ađ sjá ţennan unga pilt, Hákon Bjarnason, ganga inn á sviđiđ í upphafi tónleikanna klćddan kjólfötum og setjast af sama öryggi og ţekktustu píanóleikarar viđ hljóđfćriđ og leika af fingrum fram Píanókonsert nr.1 eftir Sergej Prókofíev, sem  bćđi er flókinn og hrađur.

Ţar sem ég er auđvitađ mjög montinn af frćnda mínum er vonandi í lagi ađ kynna ađeins hvernig viđ tengjumst. Alnafni minn og afi Ágúst H. Bjarnason prófessor (1875-1952) var langafi Hákonar.  Ágúst var sonur Hákonar Bjarnasonar kaupmanns á Bíldudal (1828-1877) sem rak ţar verslun og ţilskipaútgerđ. Föđurbróđir  minn Hákon Bjarnason skógrćktarstjóri (1907-1989) var afi Hákonar píanóleikara. Viđ getum rakiđ ćttir okkar til vestfirskra galdramanna og ofurmenna, en ljóst er ađ Hákon ungi er einn slíkur ţegar píanóiđ er annars vegar. 

 

Af vefsíđu Sinfóníuhljómsveitarinnar:

Sigurvegarar í einleikarakeppni Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskólans flytja einleiksverk.
Tćkifćri til ađ kynnast stjörnum morgundagsins.

Hljómsveitarstjóri: 

Kristofer Wahlander

Einleikari: 

Hákon Bjarnason

Einleikari: 

Theresa Bokany

Einleikari: 

Arngunnur Árnadóttir

Einleikari: 

Páll Palomares

 

Höfundur 

 

Verk

Sergej Prókofíev: 

Píanókonsert nr.1

H. Wieniawski: 

Fiđlukonsert nr. 2

Claude Debussy: 

Premier Rhapsody f. klarinett og hljómsveit

Jean Sibelius: 

Fiđlukonsert

 

 

Úr frétt Morgunblađsins frá 2005:

mbl.is | 23.12.2005 | 08:18      Átján ára piltur dúx í MH: Stefnir á feril í tónlist

„Ég hef alltaf haft mestan áhuga á raungreinum eins og stćrđfrćđi og eđlisfrćđi og svo auđvitađ tónlist," segir Hákon Bjarnason, sem útskrifađist dúx frá Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ nú á miđvikudag. Hákon, sem brautskráđist frá náttúrufrćđideild, er fćddur áriđ 1987 og er ţví átján ára. Hann var yngstur nýstúdenta og međ langflestar einingar, auk ţess sem hann var međ óađfinnanlega skólasókn allan námstímann.

...

Auk ţess ađ vera dúx skólans fékk Hákon verđlaun fyrir árangur í stćrđfrćđi og var međ ađaleinkunn í kringum 9,3. Hákon segir lykilatriđiđ í árangrinum vera ţađ ađ hann lćrđi ţađ sem hann hafđi brennandi áhuga á. "Ég hef getađ valiđ mér ţađ sem mér ţykir skemmtilegast í skólanum og ţurfti ekki ađ taka mikiđ af aukafögum sem ég hafđi ekki áhuga á vegna ţess ađ tónlistin gildir stóran hluta af einingafjöldanum," segir Hákon, sem hefur ţegar hafiđ nám viđ Listaháskólann á tónlistarbraut. "Ţar er ég á hljóđfćraleikarabraut, ţar sem tekur ţrjú ár ađ taka Bachelor of Music-gráđu. Síđan hef ég velt ţví fyrir mér ađ fara til útlanda ađeins fyrr sem skiptinemi á vegum skólans. Hvort sem ég klára hérna eđa úti stefni ég á meistaragráđu í hljóđfćraleik úti."

Hákon stefnir á feril í píanóleik og hefur m.a. tekiđ ţátt í keppnum á ţví sviđi. Ţá hefur hann einnig veriđ virkur í félagslífinu í MH. Tók hann m.a. ţátt í uppsetningu á leikritinu Martröđ á jólanótt, en ţar lék hann á hljómborđ og útsetti nokkur lög fyrir hljómsveitina. Einnig hefur Hákon tekiđ ţátt í lagasmíđakeppninni Óđrík Algaula, ţar sem hann lék á píanó í lögum vina sinna.

Píanóiđ er ţó ekki eini afrekastađur Hákons, en hann ćfđi karate fyrir nokkrum árum og tók svarta beltiđ í ţeirri íţrótt. Ţá varđ hann Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. "Ţađ hjálpar til ađ vera í góđu líkamlegu formi og hefur líka mikiđ ađ gera međ agann," segir Hákon, sem ţó hćtti fyrir tveimur árum sökum tímaskorts."

Ađ auki syngur Hákon međ Hamrahlíđarkórnum, en hann mun einmitt syngja í Dómkirkjunni á ađfangadagskvöld.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Var einmitt ađ lesa um drenginn í blöđunum.  Greinilega snillingur hann frćndi ţinn. Til hamingju međ hann.

Ásdís Sigurđardóttir, 11.1.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk Ásdís.

Ágúst H Bjarnason, 11.1.2008 kl. 18:50

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Íslendingar -til hamingju međ alla okkar ungu og efnilegu listamenn. Líka merkilegt, hvađ tónlist og stćrđfrćđi eiga oft vel saman...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 11.1.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann er líka frćndi minn og ég er líka montinn af honum. Ađ vera svona jafnvígur til munns og handa er sjaldgćft finnst mér og margir eru bara á einu sviđi. Ekki hann frćndi okkar, sem allt virđist opiđ fyrir. Ţađ bjargar honum ađ hann virđist ekkert uppnćmur fyrir ţessu sjálfur heldur er af hjatrta lítillátur, háttprúđur og hógvćr ungur mađur. 

Halldór Jónsson, 11.1.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Til hamingju Ágúst međ frábćran árangur frćnda ţíns, Hákonar Jónssonar Bjarnason

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.1.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Viđ megum vera mjög stolt af okkar tónlistarfólki og öđrum listamönnum. Viđ eigum frábćra listamenn á öllum sviđum og nokkra framúrskarandi sem eru á heimsmćlikvarđa.

Svo er ţađ allir okkar ungu og efnilegu listamenn sem eru í námi...  

Ágúst H Bjarnason, 12.1.2008 kl. 17:39

7 identicon

Frábćr árangur hjá frćnda ţínum. Til hamingju međ hann

Bryndís R (IP-tala skráđ) 13.1.2008 kl. 09:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband