Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Fasteignagjöld hækka óheyrilega milli ára. 14% - 20%
- Fasteignagjöld af miðlungsíbúð í Reykjavík hækka um 14%.
- Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis í Reykjavík hækka um 20%
- Fasteignagjöld af sumarhúsum og sumarhúsalóðum í uppsveitum hækka um 20%
- Þetta er þrefalt meira en hækkanir á almennu verðlagi og launum.
Þannig er þetta víða um land. Álagningaseðlar hafa ekki enn verið bornir út, þannig að fólk er ekki farið að átta sig á þessum ósköpum. Hvað er á seyði? Eru sveitarfélögin alveg úti að aka og gjörsamlega stikkfrí? Þessi hækkun er með öllu óskiljanleg og gjörsamlega út í hött.
Sjá upplýsingar á vef Fasteignamats ríkisins hér.
Ég vona bara að þetta sé tómur misskilningur hjá mér.
Er mig að dreyma, eða er þetta rétt?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta endurspeglar bara hina raunverulegu verðbólgu. Það er ekkert að marka reikningskúnstir einhverra opinberra blýantanagara. Það stýrist allt af pólitískum hagsmunum og áróðri.
Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 19:03
Ji hvað hann Baldur hér fyrir ofan er líkur honum Georg Bush
En Ágúst takk fyrir síðast. Gaman að hitta þig þarna um daginn
Bryndís R (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:10
Það vantar alltaf meiri pening í rekstur sveitarfélaganna þannig að þeir mjólka okkur til blóðs. Kær kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 20:36
Maður spyr sig: hvenær ætlar almenningur að rísa gegn þessum yfirgangi og hroka? Er bara eitt í stöðunni, að kjósa yfir sig á 4ja ára fresti sömu FramsóknarÍhaldsSamfylkinguna?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 10.1.2008 kl. 20:47
Já fáránlegt að Reykjavík lækki ekki prósentuna. Kannski ekki að undra, vinstrimenn. Verst að ég er ekki viss um að fyrri meirihlutinn hefði lækkað heldur
Þorsteinn Sverrisson, 10.1.2008 kl. 21:27
Það kemur ekki fram í pistlinum hvernig þú reiknar út þessa prósentutölu, er það útfrá hækkun í krónutölu eða sem hlutfall af verðmæti eignar? Eignir hafa hækkað mikið að verðmæti...
Marta B Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 22:42
Sæl Marta.
Á vef fasteignamats ríkisins www.fmr.is er auglýsing um nýtt fasteignamat. Þar stendur "Fasteignamat er framreiknað árlega og á að endurspegla gangverð fasteigna í nóvember síðastliðnum".
Einnig kemur þar fram að matsverð íbúðahúsa í Reykjavík hefur hækkað um 12% og verður framreikningsstuðull samkvæmt því 1,12. (Framsetningin á vefsíðu FMR er reyndar ansi ruglingsleg finnst mér).
Í pistlinum hjá mér er notuð talan 14% í stað 12% og er það vegna þess að ýmis gjöld sem tengjast fasteignagjöldunum hafa hækkað miklu meira. Sorphirðugjaldið í Reykjavík hefur þannig hækkað um yfir 30%.
Í Vefþjóðviljanum www.andriki.is er í pistlinum 8. janúar mjög góð samantekt á þessum gjöldum, og ennbetri á undirsíðunni "Sneið til stjórnvalda" þar sem þetta er allt saman reiknað fyrir dæmigerða 90 fermetra íbúð.
Sum sveitarfélaög, mig minnir m.a. Garðabær og Seltjarnarnes, hafa lækkað álagningaprósentu fasteignagjalda til að minnka áhrif hækkunar húsnæðisverðs milli ára.
Mér finnst 14% hækkun fasteignagjalda ansi mikil, t.d. ef tekið er mið af verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er aðeins 2,5%.
Svo er það annað. Verð á fasteignum hefur rokið upp. Við höfum auðvitað ekki notið þess á neinn hátt, þar sem við eigum okkar húsnæði og ætlum ekki að selja það. Þetta er eins og með hlutabréfinn. Hugsanlegaur hagnaður myndast ekki fyrr en við sölu.
Ágúst H Bjarnason, 10.1.2008 kl. 23:51
Já ekki veitir af, það verða að vera til peningar fyrir öllum þessum jarðgöngum svo hægt sé að hreinsa til í 101 og byggja glerhallir, ekki er hægt að bæta 20,000 - 30,000 manns við núverandi umferðateppur. Ja ég segi bara svona ég veit að ríkið á að borga öll þessi jarðgöng . En vissir þú Ágúst það eiga að koma jarðgöng frá 101 og næstum inn í Garðabæ.
Sturla Snorrason, 11.1.2008 kl. 00:10
... og svo hækkar verðbólgan, sem hefur áhrif á verð húsnæðis, sem áfram veldur hækkun fasteignagjalda á næsta ári - glæsilega að verki staðið hjá fulltrúum okkar í sveitarfélögunum - sannir mannvinir!
Ólafur Als, 11.1.2008 kl. 06:52
Í blöðunum í dag má sjá eftirfarandi:
Í Hafnarfirði liggur fyrir tillaga bæjarstjóra um að lækka álagningastofna íbúðarhúsnæðis þannig:
Fasteignaskatur úr 0,27% í 0,24%, lóðaleiga úr 0,295% í 0,27% og vatnsgjald úr 0,119% í 0,115%.
Þetta er umtalsverð lækkun sem gerð er vegna þess að fasteignamatið hefur hækkað um 12%. Lækkunin er um 10%.
Í Grindavík liggur fyrir tillaga um 16-20% lækkun.
Í Reykjavík er haft eftir borgarstjóra að engar lækkanir eru fyrirhugaðar.
Ágúst H Bjarnason, 11.1.2008 kl. 08:07
Fasteignagjöld af sumarhúsum og sumarhúsalóðum í uppsveitum hækka um 20% eftir því sem ég best fæ séð. Hef ekki komið auga á annað en að hækkun fasteignamats muni koma fram af fullum þunga. Fyrir ári var einnig veruleg hækkun, þannig að á fáeinum árum hefur hækkunin verið óheyrileg.
Ágúst H Bjarnason, 11.1.2008 kl. 08:11
Ragnar. Ég get ekki litið á það sem launahækkun hjá mér ef fasteignamatið á húsnæðinu mínu hækkar vegna þess að einhverjir aðrir en ég voru að kaupa eða selja húsnæði á síðasta ári. Ef ég sel til að kaupa annað húsnæði, þá hefur það hækkað jafn mikið og mitt, þannig að ég hef ekkert hagnast. Hagnaður kemur ekki fram fyrr en húsnæðið er selt endanlega og ekkert húsnæði keypt í staðinn. Þess vegna er þetta skattahækkun í raun.
Ágúst H Bjarnason, 11.1.2008 kl. 11:29
Hafa verður í huga að annars vegar er um að ræða hækkun á því verði sem hægt er að fá fyrir fasteignirnar í sölu miðað við þær sölur á svipuðum eða eins fasteignum á tímabilinu og hins vegar er þá um að ræða að sú tala er síðan stofn skattlagningar hjá sveitarfélögum. Þú bendir síðan réttilega á Ágúst að sum sveitarfélög "leiðrétta" hækkað fasteignamat með lækkun fasteignagjaldaprósentunnar. Eitt vandamálið í þessu er það að hækkun fasteignagjaldanna hjá FMR er ekki birt fyrr en í lok árs en þá á allri fjármálavinnu sveitarfélaga næsta árs að vera lokið. T.d. fjárhagsáætlun og gjaldskrárvinnu (breytingum sem taka þá gildi um áramót).
Ragnar Bjarnason, 13.1.2008 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.