Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ?

peningarSvarið er já, eða þannig...   

Margir hafa vanið sig á að vera með yfirdráttarlán í hverjum mánuði. Skulda tugi eða hundruð þúsunda um hver mánaðamót og greiða af því láni hæstu vexti sem eru á markaðnum. Freistandi er fyrir ístöðulausa að taka gylliboðum bankanna sem hljóma t.d. „Debetkorthafar geta fengið allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild án heimildargjalds".  Jafnvel eru í gangi tilboðsvextir fyrstu mánuðina. Fjótlega sökkva menn í skuldafenið og eru í mínus um hver mánaðamót. 



Vextir af almennum yfirdráttarlánum í dag eru um 24%. Bankarnir græða,  þú tapar.

 

Hvernig er þá hægt að greiða 33% lægri vexti?

Yfirdráttarlán eru sögð vera til að jafna út sveiflur.  Það er hægt að jafna út sveiflur á annan hátt.  Í stað þess að vera sífellt með að jafnaði tugi eða hundruð þúsunda í mínus, reynir maður að vera með samsvarandi upphæð í plús á reikningnum. Ekki á venjulegum debetkortareikningi, heldur innlánsreikningi sem gefur sæmilega vexti.  Með því að skoða vaxtatöflur bankanna er hægt að finna óbundna innlánsreikninga sem gefa t.d. 9 prósent vexti. Jafnvel meira. Munurinn á 24% yfirdráttarvöxtum og 9% innlánsvöxtum er 33%!   

 

Að snúa mínus í plús og njóta frelsisins: 

Með smá aðhaldi er hægt að greiða upp yfirdráttarlán og snúa mínus í plús. Greiða mánaðarlega inn á góðan innlánsreikning ákveðna upphæð, t.d. 10.000 krónur, og áður en maður veit af er þar kominn sjóður sem er jafnhár yfirdráttarláninu sem maður er að jafnaði með í hverjum mánuði. Þegar svo er komið er hægt að fara að huga að því að nota þann sjóð til að jafna út sveiflur, í stað þess að nota dýra yfirdráttarlánið. Það er ekki flóknara en þetta.   Vaxtamunurinn sem er 33% fer þá virkilega að vinna með manni .

Svo er auðvitað gott að halda áfram að greiða smávegis inn á hávaxtareikninginn í hverjum mánuði. Nota hluta af vaxtamuninum til þess. Þannig sígur innistæðan uppávið og smám saman myndast sjóður sem gott er að vita af. Skapar öryggi. Maður er orðinn frjáls!

 

Ráðgjafar bankanna geta örugglega gefið holl ráð í þessum málum, og fundið hentuga innlánsreikninga sem gefa góða vexti, og eru ekki með ákvæði um lágmarksupphæð eða bundnir til ákveðins tíma.  Þeir geta janvel aðstoðað þig til að finna sparnaðarleið sem gefur meiri ávöxtun en 9%. Ávinningurinn verður þá þeim mun meiri.

Með útsjónarsemi gætir þú hugsanlega náð enn meiri mun en 33%! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki nokkra sem veitti ekki af að lesa þennan pistil... 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottur pistill Ágúst minn, ættir að birta þetta í blöðunum.  Margur hefði gott af. Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 12:49

3 identicon

Sæll Ágúst

Þetta er nú einn besti pistill til íslensks almennings sem ég hef séð lengi.

Reyndar er hægt að fá 7 til 14% innlánsvexti á debetkortareikningum hjá nb.is og 12 til 14 hjá S24.is sem mér finnst að almenningur gæti skoðað. Þannig gæti fyrirsögn þín verið að lækka yfirdráttavexti um 31 til 38% vexti.

Gaman að sjá að fleiri eru að skoða kjörin sem hægt er að nýta sér hjá bönkunum, en við íslendingar höldum með bankastofnunum okkar einsog fótboltalið og þannig komum við í veg fyrir samkeppni. Fólk ætti að skoða möguleikana sem netbankarinir bjóða.

Hvenær hefur maður ekki heyrt fólk segja minn banki er bestur án frekari rökstuðnings (eins og þegar maður hvetur fótboltalið sitt), sem mér finnst lýsa fávisku og hollustu þræls við húsbónda sinn.

Virkjum samkeppni á bankamarkaði og förum þar sem bestu kjörin fást................

gfs (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:07

4 identicon

Auglýsingar frá fjármálafyrirtækjum þar sem talað er um að "græða" eða "spara" með lægri yfirdráttarvöxtum eru frekar vafasamar.

En það er semsagt hægt að lækka yfirdráttarvexti um 100% (með því að skulda ekki á yfirdráttarvöxtum :))

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 13:09

5 identicon

Sæll Ágúst

Flottur pistill.

Er einmitt að fara gera þetta eftir mörg ár með hundruði þúsunda í mínus. Það er alveg ólýsanlega þægileg tilfining.

V (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 17:08

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir öll kommentin.

Það eru ekki mörg ár síðan ég hætti að miklu leyti notkun kreditkorta og sagði upp yfirdráttarheimildinni. Fór úr mínus í plús. Ég kannast því vel við hve mikill munur það er að eiga fyrir því sem maður kaupir. Vera ekki sífellt að greiða eftirá, hvort sem það eru yfirdráttarskuldir eða fyrir notkun á kreditkortum. Maður finnur vel fyrir frelsinu. Eins og að losna úr álögum.

 

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

gott ráð, ég hef sjálf áhveðið þetta. er búin að vera borga niður mastercard og yfirdrátt núna í 2 ár, og hef lifað mjög sparsamt.
En er aaaalveg að vera búin og þá fer ég í það að spara:)

Heiðrún Klara Johansen, 19.1.2008 kl. 18:01

8 Smámynd: Ævar Austfjörð

Þetta er góður pistill og morgum hollt að lesa, þar á meðal mér en þú kemur inn á að ráðgjafar bankanna gætu gefið góð ráð, það er reyndar rétt, þeir ætu að geta það, þeir bara fá ekki greidd laun fyrir að gefa meðaljóninum góð ráð. Þeir eru í vinnu til að fá fólk til að borga bankanum gjöld.  meðaljóninn er mjög lítils virði fyrir bankan nema hann skuld slatta. það er ekki fyrr en bankainnistæðan er farin að hlaupa á milljónum eða jafnvel tugmilljónum sem bankarnir fá svipaðar  tekjur af umsýslugjöldum.

þannig er nú það 

Ævar Austfjörð, 19.1.2008 kl. 18:58

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Ævar.

Reynsla mín af ráðgjöfum bankanna er almennt góð. Ég held að þeir ráði manni heilt, en það er áríðandi að spyrja réttra spurninga og hlusta á hvað þeir hafa að segja, og spyrja síðan frekar. Þannig hef ég upplifað mjög jákvæð samskipti við ráðgjafana.
 

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2008 kl. 19:33

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það hlýtur að vera langhagstæðast að leggja launin inn á þann reikning sem yfirdrátturinn er fyrir, í þeim tilgangi að minnka yfirdráttinn.

Ég er reyndar með 18,5% yfirdráttarvexti á launareikning mínum. Ég myndi þannig tapa á því að leggja launin mín inn á reikning með 10-13% vöxtum, en borga um leið 18,5% yfirdráttarvexti af sömu fjárhæð! Þar með er ég að borga 5-8% hærri útlánavexti en ég þarf. 

Theódór Norðkvist, 19.1.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Allt rétt og gott og blessað en við erum í hagkerfi sem byggist á einnotahlutum og eyðslu og framleiðsla skuldapappíra er mikilvægasta framleiðslustarfsemi landsins. Þannig að ef tugþúsundir færu að góðum ráðum Ágústs (flestir geta það raunar ekki þar sem þeir eru þegar á kafi í óviðráðanlegu skuldafeni) myndi þetta skuldakerfi gjörsamlega hrynja.

Baldur Fjölnisson, 19.1.2008 kl. 21:46

12 identicon

Já því miður er framleiðsla peninga (skulda) mikilvæg í þessu hagkerfi okkar, en svo á ekki að vera, heldur þar sem raunverulegur auður verður til, td í sjávarútvegi, ál (sem milliliður), hugvit (td í tölvu og þekkingarbransanum).  Látum þá bara skuldakefið hrynja, styrkar stoðir heimilana (sterk eiginfjárstaða, sparnaður) hlítur að vera almenningi og þar af leiðandi þjóðfélaginnu í heild að vera til góðs til langs tíma litið.  En það er svo annað mál að ráðamenn þjóðrainnar eru sennilegast skammsýnasta fólkið gangandi á þessu landi.  Með skuldasöfnun selur þú sál þína djöflinum........

gfs (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 01:10

13 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ekki veitti mér af að fá svona ráðgjöf... ég veit færra en fátt í þessum málum og er einmitt að reyna að greiða niður yfirdrátt, gengur illa

Guðríður Pétursdóttir, 20.1.2008 kl. 01:20

14 identicon

Ég er að vinna hjá einum bankanum og við erum mjög dugleg við að láta viðskiptavini vita hvernig þeir geta fengið betri kjör, lækkað yfirdráttarvextina sína og fengið bestu innlánsvextina, en ég geri það samkvæmt stefnu bankans. Maður er jafnvel að benda fólki á hluti sem það þarf að fara huga að og svo kemur það hundóánægt og skammar mann þegar það er búið að klúðra málunum og einhver út í bæ búin að fylla þá af alskona vitleysu um bankana og hvernig þetta "allt saman er". Að mínu mati er hægt að fá ótrúlega góð kjör hjá íslensku bönkunum, mikið betri en kjör sem ég hef séð t.d. í Bretlandi, svo eru þjónstugjöldin með því lægsta hérna á íslandi. Málið er að flestir bankar eru með vildarkerfi og maður þarf að vinna sig upp í þeim og þá getur maður farið að byðja um fín kjör, og maður þarf ekki að vera milli til að geta það, bara kunna á kerfið.

Já, svo er líka sniðugt að nota kredetkort ef "sveiflan" er aðeins til eins mánaðar, engir vextir fyrr en greiðslur fara í vanskil svo eru eingin færslugjöld en það getur munað tugum þúsunda á ári ef maður er að jafnvel að renna krotinu í gegn posan oft á dag, og maður getur jafnvel geymt mánaðarlaunin út mánðinn og safnað vöxtum af laununum á meðan. Ég geri það, passa bara upp á eyðsluna, borga allt með kredetkortinu mínu, reikninga og alles og borga svo kredetkortareikninginn í byrjun hvers mánaðar með launum sem ég fékk í síðasta mánuði. Svo getur maður líka safnað krónum eða punktum(smb punkta glitnis og krónur landsbankans) með því að nota kredetkortið en það getur jafnast á við 2-4% endurgreiðslu(þar fer prósentan eftir kortun og hversu "góður" viðskiptavinur maður er. 

Ég verð að segja það að ég hef náð að gera töluvert meira við peningana mína eftir að ég fór að kynna mér þjónstu bankana betur. 

Þjónustufulltrúi í banka (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 03:17

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir mjög áhugavert innlegg Þjónustufulltrúi. Ef ég leyfi mér að draga það saman í nokkra punkta til minnis: 

1) Þjónustufulltrúarnir eru duglegir við að benda viðskiptavinum á bestu kjör varðandi yfirdráttarvexti og innlánsvexti.

2) Sumir viðskiptavinanna hlusta ekki á ráðleggingarnar. Telja sig vita betur.

3) Maður þarf að kunna á kerfið til að geta beðið um góð kjör og vita um vildarkerfi sem eru í gangi. Ótrúlega góð kjör eru í gangi hjá bönkunum ef menn kunna að nýta sér þau.   Nota þjónustufulltrúana.

4) Hægt er að notfæra sér kreditkortið á skynsamlegan hátt til að hagnast. Geyma launin í mánuð og safna vöxtum áður en kortið er greitt. Nota kortið til að safna punktum. 



Þetta er mjög áhugaverðar athugasemdir sem þegnar eru með þökkum. Liður 4 gengur þó varla upp nema maður sé ekki sokkinn í skuldafen yfirdráttalánanna, sem pistillinn fjallaði um. Einnig þurfa menn að gæta þess hafa alltaf gott yfirlit yfir stöðuna, en það er auðvelt í dag með hjálp tölvunnar.

Ég held að það sé hægt að læra mikið af þjónustufulltrúum bankanna ef rætt er við þá af skynsemi og ef viðkomandi er reiðubúinn að taka til í eigin ranni. Möguleikarnir eru margir en kerfið flókið. 

Sem sagt: Ræða við þjónustufulltrúa, losa sig úr yfirdráttarfjötrunum, koma sér upp varasjóði á góðum vöxtum og nýta kreditkortið til að hagnast enn frekar. 

Ágúst H Bjarnason, 20.1.2008 kl. 09:19

16 identicon

Svo ekki sé minnst á það ef maður setur peninginn inn á peningamarkaðssjóðina hjá bönkunum sem eru að skila yfir 15% ávöxtun! Erum við þá ekki komin upp í tæp 40%?

bankakona (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:39

17 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Skelltu þessu í blöðin maður...engan væskilshátt..þú ert með réttu spurningarnar..og réttu svörin.

Rúna Guðfinnsdóttir, 21.1.2008 kl. 17:25

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er líklega rétt hjá þér Bankakona, það er jafnvel hægt að ná næstum 40% mun

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2008 kl. 06:14

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rúna, ég veit ekki hvað ég geri. Kanski væri ekki þörf á því

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2008 kl. 06:15

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fífí ég sé á bloggi þínu Fífí og fjármálin að þú hefur skrifað mikið um þessi mál. Góðir pistlar!

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2008 kl. 06:15

21 identicon

Góður pistill hjá þér.

Ég er svo fegin að vera ekki með yfirdrátt. Borgaði hann upp fyrir um ári síðan og ætla aldrei að fá mér aftur. 

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 08:54

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bryndís. Trúlega er langbest að sleppa þvi alveg að vera með yfirdrátt.  Einhver minntist á það við mig um daginn að gott sé að vera með örlitla yfirdráttarheimild til að koma í veg fyrir að lenda á FIT (færsluskrá innistæðulausra tékka) verði manni á að fara aðeins undir núllið, en það er auðvitað matsatriði. Ég er sjálfur ekki með neina heimild. 

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband