Vestmannaeyjagosið: Fundust smáskjálftar í Eyjum dagana fyrir gos?

volcanic_islandÉg var staddur í Vestmannaeyjum dagana fyrir gos og rétt nýfarinn þaðan þegar gosið hófst.  Ég varð oft var við titring þessa vikuna og taldi hann vera af eðlilegum ástæðum, en það var ekki fyrr en skömmu eftir gos þegar ég var aftur þar á ferðinni að ég komst að raun um að ástæðan gat ekki verið sú sem mig hafði grunað. Þá kom mér í hug að um smáskjálfta eða gosóróa hefði verið að ræða. Það var svo ekki fyrr en 23. október 2000 að ég sendi Dr. Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi eftirfarandi tölvupóst, en hann var þá forstöðumaður Náttústofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Ég hafði þá skömmu áður hitt Ármann við Geysi og spjallað við hann um óskyld mál.  Hér fyrir neðan er hluti úr bréfaskiptum okkar. Svar Ármanns er mjög fróðlegt eins og vænta má.

(Ég vona að Ármann fyrirgefi að ég vitni í bréfaskriftir okkar, en eins og hann segir,  þá er gott að fá svona reynslusögur því þær geta komið að gagni síðar. Þess vegna væri gott að fá athugasemdir frá þeim sem kunna að segja frá einhverju í þessum dúr).

 

Sæll Ármann
...
Ég sá á síðu þinni http://www.nattsud.is  áskorun um að segja frá reynslu af eldgosum. Hér er ein stutt:

Ég var í Vestmannaeyjum alla vikuna fyrir gos og fór þaðan tveim dögum áður en ósköpin byrjuðu. Ég var að reyna að koma lagi á fjargæslubúnað vatnsveitunnar, en miðstöðin var staðsett í húsnæði símans og útstöðinn í dælustöðinni uppi á landi. Milli lands og eyja var notað VHF radíósamband.

Miðstöðin var tekin niður eftir að gosið byrjaði og sett aftur upp í kjallara ráðhússins eftir gos, og dvaldist ég þá aðra viku í Eyjum. Magnús var bæjarstjóri fyrir gos og Páll bæjartæknifræðingur.

Það sem mér hefur lengi þótt áhugavert varðandi vikuna fyrir gos er að hugsanlega hef ég orðið var við gosóróa eða smáskjálfta án þess að gera mér grein fyrir því þá.

Ég stóð í nokkra daga fyrir framan skápinn með fjargæslubúnaðinum og var að rekja merkin sem skiluðu sér ekki með sveiflusjá. Annað slagið fann ég titring í gólfinu eins og vél væri í gangi í húsinu. Þetta var mjög greinilegt og veitti ég þessu athygli nokkrum sinnum. Ég dró þá ályktun, að sjálfsagt væri þetta vararafstöð í kjallaranum sem verið væri að prófa, og fannst ósköp eðlilegt að svo væri í símstöð. Eftir að gosið hófst fór þetta að rifjast upp og mér komu í hug smáskjálftar.

Þegar ég kom til Eyja eftir gos og við vorum að setja búnaðinn aftur upp minntist ég á þetta við starfsmann símans. Hann kvað þetta ekki hafa geta verið dieselstöð, þar sem engin dieselrafstöð hefði verið í húsinu. Nú veit ég ekki hvort þetta er rétt hjá honum, en oft síðan hefur mér komið til hugar að þetta gætu hafa verið smáskjálftar og kvikan byrjuð að streyma upp. Ég veit ekki heldur hvort menn hafi orðið varir við þetta á mælum.

Sagan er stutt og kanski ómerkileg :-)

Bestu kveðjur

Ágúst Bjarnason 

 

--- --- ---

 

Sæll Ágúst og þakka þér fyrir síðast,
....
Saga þín af reynslu fyrir gos í Eyjum er mjög merkileg, einkum fyrir það að þú hefur verið að finna titring allt að viku fyrir gos. Ljóst er að tveim dögum fyrir gos var all mikið um smá kippi hér í Eyjum og gerðust þeir harðari eftir því sem leið nær gosi. Einna stekrastir voru þeir um 2 klst fyrir gos.

Skjálftar sem greindir voru á mælum fyrir gosið voru ávalt taldir eiga uppruna sinn á Torfajökulssvæðinu, en sá galli fylgdi gjöf Njarðar að aðeins voru tveir skjálftamælar í gangi á þessum tíma, skurðpunktar mælanna voru því tveir, annar í Torfajökli og hinn í Eyjum. Vegna þess að Torfajökull er mun virkara svæði en Eyjar var talið að þar ættu sér stað einhver kvikuumbrot. Menn komust að sjálfsögðu að því þegar að fór að gjósa að skjálftarnir tengdust allir Eyjum en ekki Torfajökli.

Það er ávallt gott að fá svona reynslu sögur því þær geta til að mynda gefið okkur von um að með því mælaneti sem uppi er í dag getum við séð fyrir kvikuhreyfingar hér í Eyjum með allt að viku fyrirvara. Fyrirvari eldgosa er þó mismunandi á milli eldstöðva. Þannig er til að mynda Hekla eitt af undrum heims því hún verður ekki skjálftavirk fyrr en nokkrum mínútum fyrir gos.

Bestu kveðjur ...

Ármann.

 

Eftir 35 ár er mér enn í fersku minni  titringurinn sem ég fann fyrir annað slagið, en er ekki ennþá viss um ástæður hans.  Fróðlegt væri að frétta hvort fleiri telji sig hafa orðið vara við svipaðan titring og hér er lýst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman og fróðlegt að lesa þetta.  Hekla ætlar semsagt ekki að hafa neinn fyrirvara á þessu, skellir þessu bara yfir óforvarendes. Hafðu það gott. kveðja af Hekluvakt.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sæll Ágúst og takk fyrir góðar og fróðlegar bloggfærslur. Reyndar var gamli sjálfmenntaði jarð og náttúrufræðingurinn Einar H. Einarsson á Skammadalshóli sá eini sem hafði Vestmannaeyjasvæðið grunað um þennan óróa. Hann var lengi með jarðskjálftamæli vegna Kötlu og var með ólíkindum glöggur á þessa hluti.  Vil nota tækifærið og þakka þér fyrir vefsíðuna um eldflaugaskot Frakkanna forðum. Ég  gæti átt eitthvað sem þér þætti fengur að um það málefni.

Þórir Kjartansson, 24.1.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Þórir. Takk fyrir fróðleikinn um Einar. Varðandi vefsíðuna um eldflaugaskot Frakkanna á Íslandi þá er auðvitað mikill fengur í að safna saman sem mestu um það mál.

Ágúst H Bjarnason, 24.1.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Alltaf gaman lesa skrifin þín, Ágúst. 

Marinó Már Marinósson, 24.1.2008 kl. 17:22

5 identicon

Fróðleg færsla

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:01

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Skemmtileg og fróðleg saga. Menn eiga að vera vakandi fyrir náttúrunni. Það er svo margt sem við vitum ekki.

Júlíus Valsson, 25.1.2008 kl. 10:51

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Athyglisvert, (sem og flest annað hér) takk fyrir.

Ragnar Bjarnason, 25.1.2008 kl. 21:37

8 identicon

Sæll ég varð var við látíðni hljóð eftir skjálfta sem urðu á selfossi í november 2007 það heyrðu það ekki fleirri enn ég, var sem bassa dunur sem heyrast frá græjum sem menn hafa sett í bíla með mjög dimmum bassa . fór í heyrnar mælingu hjá lækni vegna slæms kvefs og þá kom í ljós að ég heyrði mjög lága tíðni .þannig að það var ekkert skrítið að ég heyrði hljóð sem aðrir heyrðu ekki heyrði í viku eftir hrinuna svona bassa dyn sem dó svo út . heyrði líka þegar skjálftarnir voru að koma gat alltaf sagt konunni að skjálfti væri að koma áður enn hann kom heyrði hvernig skjálftarnir ferðuðustu hratt eftir landinu og tóku kanski beygju .

Barni P Magnússon (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband