Spaugstofan í gær var ósmekkleg

spaugstofanMér fannst Spaugstofan fara yfir strikið í gærkvöld. Ég átti vissulega von á að efniviðurinn væri atburðir undanfarinna daga og hefði hæglega mátt gera góðan þátt, en í gær blöskraði mér. Ólafur átti við veikindi að stríða um skeið en hefur vonandi komist til heilsu.

Vissulega voru góðir kaflar í Spaugstofunni, en oft var farið yfir strikið. Við verðum að hafa í huga að Ólafur á börn og fjölskyldu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Borgarstjórinn sjálfur hlýtur aftur á móti að þola svoan ágjöf, annars væri hann varla í pólitík.

Ágætt viðtal er við Ólaf í 24 stundum í gær þar sem hann ræðir opinskátt um veikindin við Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Það hendir marga að lenda í tímabundnum veikindum eins og Ólafur og þykir ekkert tiltökumál. 

Vonandi eru þetta ekki dauðakippir Spaugstofunnar, en hún er orðin það léleg að tími er kominn til að hún fái að hvíla sig á langlegudeildinni. Og þó, annar kostur í stöðunni er að Spaugstofumenn hugsi sitt ráð og vandi sig ögn meira.

Ég er ekkert yfir mig hrifinn af núverandi borgarstjórnarmeirihluta, en það kemur málinu bara ekkert við.  Það er sjálfsagt að gera grín að þeim sem sitja við stjórvölinn og er efniviðurinn nægur. Það er bara ekki sama hvernig það er gert.

 

Hér er Spaugstofan umrædda. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki sammála þér mér fanst spaugstofan standa sig mjög vel í gær.

Þó fannst mér þeir sem mest var gert grín af, standa sig betur en spaugstofnan í fíflalátum sínum í vikunni sem leið.

Þetta finnst mér.

gudmnuduroli (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Jóhannes Krog

Tær snilld og vonandi bara fyrsta ver í þessum farsa (af nóg er að taka).  Við þurfum engar áhyggjur að hafa því á meðan þessir herrar eru við stjórn mun borgin leika á reiðiskjálfi og húmoristar landsins fara offari í umfjöllun sinni.

Jóhannes Krog, 27.1.2008 kl. 13:31

3 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Aðeins þau atriði þar sem hnífum var stungið í bak á ógnvekjandi hátt í líkingu hryllingsmynda fékk mig til að hugsa hvort þeir væru á mörkunum. Veit ekki hvort það var sagt í kynningunni að atriði í þættinum gæti valdið óhug hjá börnum en það átti allavega við... Fannst þetta góður þáttur á mælikvarða spaustofunnar.

 Grínið um veikindin voru góð og áttu allveg rétt á sér.

Stefán Þór Steindórsson, 27.1.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Greinilegt að menn eru ýmist 0% sammála mér eða 100% sammála.

Ég átti von á því.  Það voru vissulega margir góðir kaflar í Spaugstofunni, eins og fram kemur í pistlinum, en að mínu mati gersamlega ófært að velta sér upp úr veikindum Ólafs eins og gert var. Við verðum að hafa í huga að hann á börn og fjölskyldu. 

Jæja, kannski var ég einum of stóryrtur í garð Spaugstofumanna, en ég fer ekki ofan af því að mér ofbauð á köflum.  

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 13:56

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég sá ekki Spaugstofuna í gær en hef verið að vafra um bloggið og mörgum er greinilega mjög misboðið.

Að ræða um veikindi einhvers ákveðins manns og sérstaklega ef um er að ræða andleg veikindi hlýtur að vera mjög erfitt fyrir þann sem hefur verið veikur og fjölskyldu hans.  Það er m.a. vegna þess að enn ríkja fordómar í garð þeirra sem hafa þjáðst af slíkum veikindum. Því skyldi maður ætla að hér væri ekki um að ræða efnivið í grín. 
 
Svona lasleiki getur hent alla einhvern tímann á ævinni en það er e.t.v. ekki fyrr en fólk lendir í því sjálft sem það getur sett sig í þessi spor.

Mér finnst þetta samfélag vera að fara æ meira í þessa átt, þ.e. ekkert virðist vera heilagt lengur. Það sem lengi vel var álitið prívat mál er nú stundum bara sett á torg og japplað á.

Við megum ekki missa sjónar af tillitssemi í garð hvers annars en fram til þessa finnst manni sem þessi þjóð hafi einmitt verið svo rík af.
 
Segir þetta annars ekki mest um handitshöfundinn (höfundana) og ritstjóra Spaugsstofunnar og þeirra húmor (gálgahúmor) ef húmor er hægt að kalla?
Hvað með  leikarana,  hafa þeir ekki örugglega eitthvað líka um þetta að segja?

Kolbrún Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 13:56

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Það sem ekki drepur Ólaf, það styrkir hann. Ef hann hefur ekki nægilega þykkan skráp til að þola einhver ósmekkleg spaug þá er hann ekki nægilega hraustur til að takast á við borgarstjóraembættið.  Það er því ágætt að það reyni sem fyrst á hann, verra ef hann snappar á ögurstundu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2008 kl. 14:04

7 identicon

Málið er ekki bara hvort Ólafur þoli grínið, hér er verið að særa aðstandendur líka.  Geðhjálp á greinilega mikið starf fyrir höndum að minnka fordóma gagnvart geðsjúkdómum. 

þröstur Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:09

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fróðlegt væri að vita, hvort þeim sem fannst Spaugstofan á laugardag fyndin, fannst einnig að Ármótaskaupið síðasta hafi verið fyndið. Mér fannst hvort tveggja afspyrnu leiðinlegt. Það er svo allt annað mál, hvort gengið hafi verið of langt í að gera grín að sjúklingum. Að vera sjúklingur er ekkert grín og þeir sem þekkja til alvarlegra veikinda hafa þau ekki að spaugi.

Undirrótin að þessari meinvillu Spaugstofunnar hlýtur að liggja í ofstækisfullri afstöðu til stjórnmála. Menn sjást ekki fyrir í bræði sinni. Vonbrigði Dags Bé og félaga voru ofsafengin og einkennandi fyrir þá sem telja sig rétt-borna til valda. Samt blasir við öllum, að fall Rauða hópsins var engum að kenna nema þeim sjálfum.

Rauða fylkingin var of sundurleit til að geta nýtst til nokkurra verka og þetta erindisleysi birtist vel í skorti á málefnasamningi. Líklega hefur aldreigi áður skeð í landinu, að meirihluti í bæjarstjórn hafi ekki verið búinn að koma sér saman um málefna-samning eftir rúma 100 daga stjórnar-setu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2008 kl. 15:20

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einar og Bjarni: Ég efast ekki um að Ólafur hefur nægilega þykkan skráp til að þola þetta, þó honum sárni væntanlega.

Kjarni málsin er að það er ekki verið að ráðast að Ólafi einum. Það er ekki síður verið að ráðast að fjölskyldu hans.

Í Spaugstofunni kom einnig fram mikil vanþekking. Þunglyndi á ekkert skylt við það sem sýnt var í þættinum. Alls ekkert. Þunglyndi hefur oft tengst dugnaðarforkum, svo sem listamönnum og framkvæmdafólki á ýmsum sviðum. Ég man ekki betur en Churchill, Napóleon og Lincoln hafi átt við vægt þunglyndi að stríða, svo nokkur stórmenni sögunnar séu nefnd. 

Kolbrún. Takk fyrir ggott innlegg í umræðuna.

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 15:27

10 identicon

Góð spaugstofa í gærkvöldi.Það eina sem var á brúninni var hvernig þeir sýndu Ólaf sem mjög geðveikan mann,ekki vegna Ólafs sjálfs heldur vegna  fólks sem þjáist af geðveiki  og aðstandanda þeirra.Ólafur er í pólitík og er sjálfviljugur í sviðsljósinu og verður því að sætta sig við alla umfjöllun um sig og sína persónu hvort sem hún er góð eða slæm,verðskuldug eða ekki.Og  mátti hann ekki reikna með fyrst hann ekki vildi ræða veikindi sín að eitthvað svona kæmi fram.Kjell Ingi Bondavik fyrrverandi forsetaráðherra Noregs talaði hreint út um sín geðrænu veikindi þegar hann kom til baka úr veikindafríi og naut virðingar fyrir.Enda er hann heiðarlegur stjórnmálamaður sem kemur beind fram og er lítið fyrir baktjaldamakk.Þannig ef sannleikurinn svíður þegar hann er setur fram í grínformi þá ættu kjörnir fulltrúar að fara að ath.sinn gang og skoða með opinn huga hvort þeir séu á réttri braut og hvort störf þeirra séu í þágu fólksins sem kaus þá til að vera þeirra fulltrúar eða hvort þeir eru þar sem þeir eru vegna áhuga á eigin og sinna vinna rassgati og engu öðru.

Nonni (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:30

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér fannst Spaugstofan ósmekkleg, dónaleg og alls ekkert fyndin.. - frekar spælandi því efniviðurinn var góður og skrifaði Hallgrímur Helgason bráðfyndna grein nýlega um sömu atburði en tókst það án þess að sýna þennan dónaskap og smekkleysu.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2008 kl. 15:37

12 identicon

Mér finnst Spaugstofan yfirleitt ömurleg. En í gær var bara gaman:)

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:48

13 Smámynd: Snorri Bergz

Og til viðbótar við það sem nefnt hefur verið hér fannst mér of mikið gert úr hnífa- og fatamáli Binga.

Annað; Spaugstofumenn eru, að mér skilst, meira eða minna samfylkingarmenn. Spurning hvort þeir séu nú, eins og oft áður, kannski e.t.v. að láta vaða um of á pólítíska andstæðinga sína?

Ég man ekki eftir mörgum bröndurum um kratana, þó oft hafi verið tilefni til.

Snorri Bergz, 27.1.2008 kl. 15:50

14 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þeir voru nú assgoti sniðugir í gær Gústi, þú verður að viðurkenna það!!! En þeir fóru vel og rækilega yfir strikið með Ólaf. ( Þó í laumi dáðist ég að gervi mannsins sem lék hann, var sem sjálfur Ólafur væri kominn)  Hnífstungurnar voru bara grín og ekkert að þeim.

Maður gerir varla grín að svo alvarlegum hlut sem sjúkdómur Ólafs er. Eins og ég sagði á annarri síðu, ef hann hefði fótbrotnað eða fengið botnlangakast þá væri það saklaust. 

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:33

15 identicon

Sæll Ágúst

mér fannzt bara ekkert að þessum þætti, og með skárri þáttum í langan tíma. Þetta er ekki verra en drottningarviðtölin sem olafur hefur verið að láta taka við sig um helgina. maður getur orðið geðveikur af því að lesa velgjuna sem þar er skrifað.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 18:33

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Völvan okkar á Vikunni segir að það verði slökkt á Spaugstofunni á árinu. Ég er yfirleitt frekar vantrúuð á svona spádóma þótt ég hafi gaman af þeim ... völvunni tókst reyndar að spá fyrir um lætin í borgarstjórn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.1.2008 kl. 19:02

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Auðvitað voru mjög góðir kaflar í Spaugstofunni, en það sem fór verulega fyrir brjóstið á mér var umfjöllunin um Ólaf og veikindi hans.

Í pistlinum stendur: "Vissulega voru góðir kaflar í Spaugstofunni, en oft var farið verulega yfir strikið. Við verðum að hafa í huga að Ólafur á börn og fjölskyldu".  Sem sagt, mér var ekki sama aðstandenda hans vegna hvernig fjallað var um hann.

Svo virðist vera að mörgum finnst það ekki skipta máli, það verður bara þá svo að vera. Kannski er þetta tíðarandinn í dag.

Annars horfði ég á Spaugstofuna aftur í kvöld og hafði ánægju af öllu nema umræddu atriði um Ólaf. Hnífstungurnar fóru ekkert fyrir brjóstið á mér, enda bara grín.

"Aðgát skal höfð í nærveru sálar". Það finnst mér eiga við hér. Ólafur er í stjórnmálum og þolir svona vafalítið vel, en hvað með aðstandendur hans?

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 19:48

18 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mér finnst ekki hægt að bera saman sprellið með Binga og Villa eða Ólaf. Bara alls ekki. Mér fannst hér um árið allt hið fyndnasta mál þegar Forsetinn handleggsbrotnaði og gert var stólpagrín að því. Ef hann hins vegar hefði orðið veikur á sinni, þá væri ekki við hæfi að hlægja. Ekki man ég eftir að gert væri grín að Margréti Frímannsdóttur sköllóttri, þegar hún var að kljást við veikindin???

"Jááá...en hún var með krabbamein" segið þið!.

En hugsýki, þunglyndi, geðhvarfasýki, geðklofi...þetta eru allt krabbamein huga og sálar, stundum fer vel..en því miður fer oft illa og ekki þess eðli að gert sé grín að,  frekar en krabbameini!

Rúna Guðfinnsdóttir, 27.1.2008 kl. 20:16

19 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég hafði ekki heyrt neitt um veikindi Ólafs þegar ég horfði á þáttinn og sá þess vegna ekkert athugavert við þetta. Mér fannst þátturinn reyndar almennt drepfyndinn og sá besti í langan tíma. En ég sé það eftir á að ef rétt er að Ólafur hafi átt við einhver geðræn vandamál að etja er nú ekki fallega gert að gera grín að því. En allar þessar hnífastungur - einhvern veginn varð það ekki gamalt þótt þeir notuðu það út í gegnum allan þáttinn. Mér fannst grínið á mafíósan Davíð, Villa hinn gleymska og Hnífa-Binga bara alveg frábært.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.1.2008 kl. 20:28

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir þitt ágæta innlegg Rúna.

Á vef Landlæknisembættisins er grein sem nefnist "Þjóð gegn þunglyndi". Fordómar eru svo miklir og vanþekking mikil, eins og berlega kom fram í Spaugstofunni, að ég ætla að stelast til að afrita kafla úr þessa grein:

"Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur lagst á alla. Þunglyndi fer ekki í manngreinarálit, allir geta orðið þunglyndir, ungir og aldnir, konur og karlar, óháð stétt og stöðu. Á Íslandi þjást 12-15 þúsund manns af þunglyndi á hverjum tíma. Þótt þunglyndi sé svo algengt gerir fólk sér oft sér litla grein fyrir eðli sjúkdómsins og þar gætir oft misskilnings. Þunglyndi er ekki merki um dugleysi, ekki fremur en sykursýki eða of hár blóðþrýstingur...."

 

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 20:31

21 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ég er fegin að ég sá ekki Spaugstofuna, hún er líka orðin svo léleg. En ef þetta er það sem þeir reyna að upphefja sig á ... ja þá er tími til kominn að þeir fái hvíldina. Tek undir með Rúnu og góð síðasta færslan hjá þér Ágúst.

Erna Bjarnadóttir, 27.1.2008 kl. 20:48

22 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég hef ekki horft á Spéstofuna undanfarin misseri, en gerði undantekningu í gærkvöldi - vildi sjá, hvernig þeir spédrengir tækju á málum.  Átti ekki von á að þeir myndu brillera og mér varð endanlega ljóst hversu flatir og innantómir og langþreyttir þeir eru; það sama gildir um þá stjórnmálamenn, sem endalaust er verið að spéspegla.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.1.2008 kl. 21:20

23 identicon

Ef eitthver ykkar mundi veikjast andlega lenda td í slæmu þunglyndi munduð þið þá vilja láta hæðast að ykkur? Það er bara lína sem menn fara ekki yfir,enn þeim þessum kjánum er það auðvitað ekki ljóst. Núna legg ég til að það veriði farið að gera smá grín að fórnarlömbum nauðgana! Hvernig líst fólki á það?

óli (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 21:47

24 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér fannst þátturinn í heild allt í lagi og bara nokkuð góður.  Frábærleikur hjá þessum unga leikara sem lék Ólaf. Ólafur er ekki fyrsti stjórnmálamaðurinn í sögunni til að fá á sig grín og heldur ekki sá fyrsti sem á fjölskyldu....

Marta B Helgadóttir, 27.1.2008 kl. 21:59

25 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er greinilegt á umræðum á Moggablogginu í dag að skoðanir á þættinum í gær eru skiptar.   Eitt er þó víst, ég gæti ekki hugsað mér að starfa í stjórnmálum

Ágúst H Bjarnason, 27.1.2008 kl. 22:13

26 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

sá'ann ekki, þáttinn sum sé.. ég styð ekki að gert sé grín að andlegum veikindum fólks... eða veikindum yfir höfuð

Guðríður Pétursdóttir, 28.1.2008 kl. 00:24

27 identicon

Ég veit það ekki en mér finnst spaugstofan mega segja allt. Þeir mega gera grín af jesú, Þjóðsöngnum og mér finnst þeir alveg mega gera grín af Óla.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 01:17

28 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er nokkurn vegin sama hvað Soaugstofan hefur boði uppá að ekkert hefur getað farið yfir strikið gagnvart öllum okkar helstu og venjulegustu stjórnmálamönnum - Þeir þakka fyrir að fá að vera með í Spauginu - teldust ekki mikils megnugur ef þeir fengju ekki við og við sómasamlega og krassandi háðsrispu í Spaugstofunni, - og við höfum alls engar áhyggjur af þeim í því sambandi - við vitum að þeir rísa undir spaugi - ef lítið eða ekkert er til í því hittir það framhjá og verður því léttbærara fyrir þann sem fær gusuna - sé hún réttmæt eða eigi rætur í þektum veruleika stjórnmálamannsins einfaldlega ætlumst við til þess að okkar menn láti sér ekki svíða hressa sturtu. Ég sé sjálfur enga ástæðu til að ætla að ekki gildi það sama um Ólaf og alla aðra burðugustu leiðtoga okkar - að þeir rísi undir gríni Spaugstofunnar

- af hverju halda sumir að Ólafur einn manna geri það ekki?

Helgi Jóhann Hauksson, 28.1.2008 kl. 06:52

29 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Helgi, eins og fram kemur í pistlinum og athugasemd minni #22 þá beindust áhyggjur mínar ekki að því hvernig Ólafur tæki spauginu, heldur aðstandendur hans. Kannski voru það óþarfa áhyggjur?

Ágúst H Bjarnason, 28.1.2008 kl. 06:58

30 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég í alvöru alvöru þá trúi ég því ekki að Sjálfstæðisflokksmenn hafi gert að borgarstjóra mann sem ekki rís 100% undir því að gert sé grín að veikindum hans hver sem þau eru. - Og síst sem starfandi læknir sem með djupum skilningi á eðlu sjúkdóma ber ekki fordóma til þeirra. Hraustur heilbrigður borgarstjóri með lækningaleyfi er ekki viðkvæmur fyrir því hvers eðlis veikindin hans voru - já þau voru því þau eru nú liðin hjá. - Ekki nýða Ólaf svona niður með því að tala um hann eins og hann rísi ekki undir að gert sé kraftmikið Spaugstofugrín að veikindum hans eða öðru, - læknirinn sjálfur. - Íí alvöru þið sem „vorkennið“ Ólafi hér eruð að grafa undan honum og láta sem hann þoli ekki það sama og allir aðrir borgarstjórar þola með glans. - Það er engin hætta á að Sjálfstæðisflokkur hafi falið völd borgarinnar í hendur manni sem rís ekki undir því sem hver annar borgarstjóri þarf að geta gert.

Helgi Jóhann Hauksson, 28.1.2008 kl. 07:08

31 Smámynd: Number Seven

Vildi gjarnan fá að segja hér nokkur orð. 

 Í fyrsta lagi hefur spaugstofan í gegnum árin oft talað mjög persónulega um menn og málefni.  Til að mynda var iðulega gert grín að Halldóri Ásgrímssyni sem hálfgerðum heimskingja.  Ekki var það talið ósiðlegt var það?

Í öðru lagi hefur verið gert grín af veikindum fólks í spaugstofunni áður.  Til að mynda var Örn Árnason í samskonar klæðnaði þegar hann lék Davíð Oddson þegar hann lennti í sínum veikindum.  Ekki var það talið ósiðlegt var það?

 Í þriðja lagi - og hérna komum við kannski að máli málana.  Þunglyndi.  Af hverju má ekki ræða um það eins og aðra sjúkdóma?  Er það háð öðrum lögmálum?  Er ástæða til fyrir að fela það eitthvað frekar en að menn hafi verið skornir upp við botnlangabólgu?  Hversu mikil er hræsni fólks sem talar hér um ósiðlega framkomu spaugstofunnar?  Af hverju má ekki ræða um þunglyndi eða gera grín að þunglyndi?  Hvers vegna er það tabú í okkar þjóðfélagi að fjalla um þunglyndi þegar um er að ræða einkenni sem hrjáir 15-20% fólks einhverntíma á lífsleiðinni?

Sjálfur hef ég átt við þunglyndi að stríða.  Ekki ætla ég að gera á nokkurn hátt lítið úr veikindum þess sem lendir í þeim andskota.  Hins vergar ná margir sér upp úr þeim og komast til fullrar heilsu með hjálp sérfræðiaðstoðar og lyfja.  Hitt er annað mál að þunglyndi eru andleg veikindi.  Það þarf vonandi ekki þunglyndissjúkling til að skýra fyrir fólki að andlegt álag, stress og ónóg hvíld eru þættir sem ýta undir þessa "tilfinningu".  Allt eru þetta þættir sem ég þarf að huga að og veit mæta vel sjálfur að langtíma álag eykur líkurnar á endurteknum veikindum.  Sjálfur þekki ég þá daga þegar maður "dettur örlítið niður" og einnig þá daga þegar maður kemur sér ekki fram úr rúminu. 

 Ég ætla ekki að dæma það hér hversu viturlegt það var af Ólafi að taka að sér starf borgarstjóra.  Hins vegar vona ég að þetta verði til þess að umræðan um þunglyndi aukist í kjölfar þess og hún verði opin og hreinskilin.  Og hvað bannar þá að gera grín af því eins og hverju öðru. Ósiðlegt að gera grín að botnlangabólgu?  Kannski.  Hinsvegar var ekki verið að gera grín að sjúkdómnum heldur fyrst og fremst persónunni.  Ég hlæ reglulega að vitleysunni í sjálfum mér.  Það er ekki eins og þunglyndissjúklingar geti ekki hlegið eða hafi ekki húmor.  Raunar er það besta "lækningin" Ef fólk er hinsvegar að aðgreina það þegar um andleg veikindi er að ræða í stað líkamlegra, þá ætti það kannski að velta fyrir sér eigin hræsni.  Eða þá að viðurkenna það að andlegir sjúkdómar hafa áhrif á persónu manna meira en líkamlegir sjúkdómar. 

Ég óska Ólafi velfarnaðar í starfi þrátt fyrir augljósa eiginhagsmunasemi í þessum meirihlutaviðræðum sem sannast kannski helst á því að hann situr nú einn og yfirgefin, með nánast ekkert bakland til að styðja sig í þeim mikilvægu málum sem framundan eru.  Það er hans mál.  Ekki mitt.  Ég hef nóg með mig.

Spaugstofan er ekki hafin yfir gagnrýni.  Hins vegar finnst mér engin ástæða til þess að gagnrýna hana meira eftir þennan þátt heldur en aðra þætti. 

Number Seven, 28.1.2008 kl. 10:19

32 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þegar menn kveikja elda allt í kringum sig eins og Ólafur hefur núna gert í borgarpólitíkinni, þá verða menn að geta tekið þeim reyk sem af því skapast.  

Marta B Helgadóttir, 28.1.2008 kl. 15:09

33 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég held að ég verði að taka undir þessi orð þín varðandi eldinn og reykinn. Þegar ég skrifaði pistilinn var mér efst í huga fjölskylda Ólafs, en í niðurlagi pistilsins stendur m.a "Ég er ekkert yfir mig hrifinn af núverandi borgarstjórnarmeirihluta...".  Borgarstjórinn ætti auðvitað að þola vel alla gagnrýni, en ég verð að viðurkenna að mér fannst Spaugstofan fara yfir strikið. Hugsanlega vegna þess að ég sá ekki fyrrihluta þáttarins. Í gær horfði ég á hann aftur og sá hann þá í nokkuð öðru ljósi.

Nú verðum við bara að vona að hægt sé að slökkva alla elda sem kveiktir hafa verið í óðagoti þannig að eitthvað fari að rofa til. Ég er reyndar ekkert mjög bjartsýnn á að það takist.  

Ágúst H Bjarnason, 28.1.2008 kl. 15:26

34 identicon

Ég náði nú ekki alveg þeirri skýringu Karls Á. Úlfssonar í Kastljósi gærkvöldsins, að gríninu hefði í raun verið beint að fjölmiðlum fyrir umfjöllun þeirra á heilsufari Ólafs F. Magnússonar. Afburðaléleg afsökun að mínu mati, en margt er reynt. Það er bara einu sinni þannig að þegar búið er að rappa upp á bak, þá nægir ekki að skipta bara um brókina. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 11:24

35 identicon

Sæll Ágúst.  Spaugstofan hefur alla tíð verið vinsæl í mínum ranni.  Ég hef  yfirleitt haft mikla ánægju af þáttunum.  Þessi umræddi þáttur,  þar sem þeir m.a. gera út á geðsjúkling í gervi Ólafs F. Magnússonar er aftur á móti sá aumasti og mest niðurlægjandi þáttur, sem ég séð með þessum ágætu mönnum.  Hvernig þætti mönnum að gera grín að  krabbameinssjúklingi?  MS sjúklingi? Nú eða einhverjum, sem hefur orðið fyrir þeirri ógæfu að veikjast af erfiðum sjúkdómi?  Alveg sama hvort fólk fer sjálfviljugt í sviðsljósið eða ekki,  þá er að mínu viti ekki sjálfgefið að ráðast megi opinberlega að einkalífi þess. .  Eða á  e.t.v. að útiloka fólk frá því að láta til sín taka á opinberum vettvangi ef það treysti sér ekki til að þola að  yfirstaðin veikindi þess séu höfð að háði og spotti?  Er það veruleikinn, sem við viljum búa við? Eru þetta kannski hreinræktaðir fordómar, sem koma fram í þessum þætti þeirra spaugstofumanna?  Fordómar gagnvart geðsjúkdómum?  Kveðja. 

Auður (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:09

36 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Spaugstofan gekk kannski of langt. Að mínum dómi var feluleikur Ólafs með veikindi sín mjög fordómavænn í garð fólks með geðræna kvilla. Það ætti að vera aðalatriðið í þessu máli en ekki grín Spaugstofunnar sem var einmitt of groddalegt til að vekja upp fordóma. Ef Ólafur hefði brugðist öðru vísi við hefði hann líklega sloppið við Spaugstofuna. Hann hefur engan varamann ef hann veikist og þá hlaut talið að berast að því hvað skeði ef hann yrði veikur og þá kom upp úr dúrnum að hann hafi verið í löngu veikinadaleyfi. Þar með var málið komið  af stað og málið var hans eigin viðbrögð fyrst og fremst. En ég hrósa því samt ekki að gert sé gys að veikindum fólks. En þetta mál verða menn að sjá í réttu samhengi.  Leyfi mér að benda á það sem ég hef b loggað um það. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.1.2008 kl. 20:06

37 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður.

Þú hefur bloggað mjög vel um þetta mál og vakið athygli á því. Þessu umræða sem fór af stað er vafalítið jákvæð að einu leyti, því hún fékk fólk til að hugsa, þar á meðal mig. Ég var tiltölulega fáfróður um sjúkdóminn en hef fræðst mikið undanfarna daga. Þökk sé þér og öðrum sem hafa fjallað um hann af þekkingu og nærgætni.

Ágúst H Bjarnason, 30.1.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband