Sökktu sólblettir Titanic? Grein á vef NOAA - Bandarísku haf- og loftslags- stofnunarinnar.

sunclimate_4Fyrirsögnin  hljómar vissulega fáránlega, en eins og allir vita þá sökk Titanic vegna áreksturs við hafís. En hvernig stóð á hafís á þessum suðlægu slóðum? Grein á vef hinnar þekktu rannsóknarstofnunar NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration)  ber nafnið The Sun-Climate Connection - Did Sunspots Sink the Titanic?

Þar er vísað til þeirrar staðreyndar að hafís var á siglingaleið Titanic á sama tíma og sólblettir voru í lágmarki. Hafís hefur ekki sést þar eftir að virkni sólar fór að aukast og sólblettum að fjölga.   Þessi áhugaverða og auðlesna grein er hér.

Greinin hefst á umfjöllun um hlýnun andrúmslofts á síðustu öld, en hlýnumin er talin vera bæði af völdum náttúrunnar og af mannavöldum. Tveim spurningum er varpað fram:

1)      Af hve miklu leyti er hlýnunin af mannavöldum?

2)      Hvernig hefðu loftslagsbreytingar orðið hefði maðurinn hvergi komið þar nærri?

Til þess að geta svarað fyrri spurningunni verða vísindamenn að hafa svar við seinni spurningunni, segir í greininni.

 

Þar sem sólin er eini hitagjafi jarðar (fyrir utan jarðhitann sem er hverfandi) er augum beint að breytingum í sólinni. Bent er á að yfir eina 11 ára sólsveiflu breytist heildarútgeislun sólar um aðeins 0,1%, en frá 17. öld um 0,5%. (Nú skulum við hafa í huga að sólin hitar jörðina frá alkuli upp í +15° að meðaltali, eða um tæpar 300°. Lítil breyting í orkustreymi frá sólinni getur því haft allnokkur áhrif á hita lofthjúpsins).

sunclimate_2Í greininni kemur einnig fram að þessi 0,1% - 0,5% breyting er miðuð við heildarútgeislun frá sólinni, en miklu meiri breytingar í útgeislun verða í útfjólubláa hluta litrófsins. Þar getur útgeislunin breyst 100 til 1000 falt yfir eina sólsveiflu !   Útfjólubláa ljósið hefur fyrst og fremst áhrif á efstu lög lofthjúpsins.   Sjá myndina hér til hliðar, en hún sýnir hvernig ásýnd sólar breytist á sex ára tímabili þegar hún er skoðuð með myndavél sem er næm er fyrir útfjólubláu ljósi.

Þar sem greinin er skrifuð árið 2001 er ekki fjallað um hinar nýju kenningar Henriks Svensmark um  samspil breytilegrar virkni sólar, geimgeisla, skýja og þar með hitafars. (Sjá bloggið "Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....")

 

 

sunclimate_3bÍ greininni frá NOAA er mynd sem sýnir samsvörun milli fjölda sólbletta og hitastigs á síðustu öld. Samsvörunin er sláandi, eins og sést á myndinni hér til hliðar. Rauði ferillinn er fjöldi sólbletta, en blái ferillinn hitastig við yfirborð jarðar.

 

Nú, síðan eftir þessa kynningu víkur sögunni aftur að Titanic árið 1912, en eins og kunnugt er rakst skemmtiferðaskipið á ísjaka sem var á siglingaleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Á þessum árum mátti oft sjá ís á þessum suðlægu slóðum, en hann var mjög varasamur skipum, sérstaklega að nóttu til, því skip voru auðvitað ekki með ratsjá á þeim tíma.

Að sjálfsögðu voru það ekki sólblettirnir sem sökktu Titanic, en líklegt er að rekja megi hina köldu veðráttu sem ríkti þegar Titanic rakst á borgarísjakann langt suður í höfum til lítillar virkni sólar, en fáir sólblettir eru einmitt til marks um það. Með hlýnandi loftslagi (og fjölgandi sólblettum) hætti ís reka þangað suðureftir.

 

Lesendum þessa pistils er eindregið bent á að lesa greinina sem er á vef NOAA hér. Þar er auðvitað fjallað mun betur um málið en í þessari stuttu kynningu.

 Krækjur:

The Sun-Climate Connection - Did Sunspots Sink the Titanic?

NOAA Research 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með Kristni.   Takk fyrir.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er merkileg pæling.  Sé að þarna er mikillækkun í kringum 1908 og síðan hækkun, sem svarar til einhverrar ónákvæmni ef við tökumu mið af 1918. Einnig virðist hitafylgnin vera í ósamræmi þarna á milli 65 og 75 ca.  Þeir sem hafa reynt að andmæla ríkjandi hugmyndum um orsakir Global Warming hafa bent á þetta, sem er þó viðurkenning á að hitastigið fer hækkandi.  Hér er merkilegur fyrirlestur um þróun þessa GW máls og hvernig reynt er að láta líta út fyrir að einhver alvarlegur debatt, sé um þetta í vísindasamfélaginu.   Einnig er umræða um að við megum vænta ísaldar vegna minnkandi sólblettavirkni og er það byggt á því að 11 ára sveiful í virkni, séu komnar töluvert fram yfir síðasta söludag, ef svo má segja.  Hér er pæling um það. Væri gaman að heyra þitt álit á málflutningnum.

Annað, sem ég er að pæla í:  Hvernig er þessi geislun mæld? Er það hér á jörðu niðri eða er eitthvað sólar observatory, sem fylgist með blettavirkni?  Í tengslum við það langar mig að benda á apparat, sem Bandaríski herinn hefur undir rós, sett upp í Alaska, Finnlandi, Íslandi og víðar og kallast HAARP. (Meira hér og hér.)

Þetta er búnaður, sem byggir á hugmyndum Tesla og hefur áhrif á geislahvolfið og segulmagn.  Veldur hitnun og geislun á jörðu niðri og það ekki á neinum smá skala. Lestu þetta og segðu mér hvað þér finnst.  HAARP heitir SuperDARN hér og má finna netin í Þykkvabæ og við Stokkseyri (jafnvel víðar) og eru sett upp´undir yfirskyni norðurljósarannsókna.  Það er nokkuð örugglega dulbúningur.  Mér finnst þetta annsi óhuggulegt að fokka svona í þessu og margir líkja þessu við Pandórubox, þar sem afleiðingarnar eru ófyrirséðar og áhrifin geta orðið skelfileg.  Menn eru afar tvísaga um þetta, þ.e. stofnanir hersins og aðrir vísinda menn um heiminn. 

Erum við að hafa þessi áhrif meðvitað?  Hvers vegna er hlýnum mest á og yfir þeim svæðum, þar sem þessi apparöt eru? Hvort er á undan, hænan eða eggið hér? (Hér er svo önnur opinber síða)

Bara svona pæling.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má einnig nefna að eitt af einkennum við notkun þessara apparata eru skýjamyndanir, sem minna á glitský en hafa ákveðin einkenni, eins og rendur eða rifflur, sem kallast modulation. Hér er t.d. eitt slíkt í Víkurfréttum.  Hér er svo smá myndband, sem ekki málar fallega mynd af fyrirbrigðinu.  Ef menn hæðast að sólblettatengslum og co2 tengslum á víxl, þá hæðast þeir vafalaust að þessu líka.  En ég tel að þetta sé vel vert umhugsunnar, sérstaklega með vitneskju um upprunann og operatorinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2008 kl. 21:06

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gamall þáttur frá CBS.  Eitt og Tvö. Spurningin er hvað í andskotanum þetta er að gera hérna fyrst Evrópusambandið hefur kallað eftir rannsókn á þessu. Hvað kom út úr því?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn fróðlegt og skemmtilegt að lesa síðuna þína, maður kemur ekki að tómum kofanum.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón Steinar

Þetta eru margar spurningar og miklar pælingar hjá þér.

Ef ég reyni að draga út efnisatriðin sem þú beinir til mín, þá eru þau þessi:

1)      Ósamræmi milli fjölda sólbletta á myndinni milli áranna ´65 og  ´75

2)      Umræðan um yfirvofanfi kólnun á næstu árum

3)      Hvernig er þessi geislun mæld? Þá átt þú væntanlega við heildarútgeislun sólar svo og talningu sólbletta.

4)      HAARP og Super Darn; hvers vegna er hlýnun mest þar sem þessi tæki eru.

Ég skal reyna að svara einhverju af þessu þó að ég sé alls ekki fagmaður á þessu sviði.

1)      Ósamræmi milli fjölda sólbletta á myndinni milli áranna ´65 og  ´75:
Á vefsíðu NOAA er annar ferill sem sýnir samsvörun milli lengdar sólsveiflunnar og hitfars. Þar er miklu betri samsvörun og falla ferlarnir nánast saman, ekkert síður á því árabili sem þú nefnir. Sjá umjöllun um þetta á gömlu vefsíðunni minni hér  og hér Það er einmitt þess vegna sem margir nota frekar lengd sólsveiflunnar (~11ár) eða lengd segulsveiflunnar (~22ár) sem mælikvarða á virkni sólar en sólblettatöluna.

 

2)      Umræðan um yfirvofanfi kólnun á næstu árum:
Það er vel vitað að virkni sólar gengur í bylgjum. Sjá „Solar variation“ á Wikipedia hér. Sveiflurna eru: 11 ára Schwabe, 22 ára Hale, 87 ára (70-100 ára) Gleissberg, 210 ára Suess og 2300 ára Hallstatt. Þar sem þetta eru nokkuð reglulegar sveiflur ætti að vera hægt að nota þær til að spá fyrir um virkni sólar í framtíðinni. Það hefur þó nokkuð vafist fyrir mönnum.  Margir eru þó á þeirri skoðun að eftir fáeina áratugi verði orðið merkjanlega haldara en í dag, og hafa sumir nefnt að kaldast verði um árið 2030. Sumir halda því fram að við séum nú um það bil að ganga inn í þetta kuldatímabil. Ef svo er þá verður spennandi að fylgjast með, en hugsanlega óþægilegt fyrir okkur Íslendinga. Það eru fyrst og fremst stjarneðlisfræðingar sem eru á þessari skoðun, en þeir vita að sólin er stjarna með breytilega útgeislun.  Í stjörnuathugunarstöðinni í Armagh á Írlandi hefur verið fylgst með lofthita síðan 1796 og hann borinn saman við lengd sólsveiflunnar. Samsvörun er sláandi. Þarna er hugsanlega komið tæki til að nota til að spá fyrir um hitafar ef lengd sólsveiflunnar er þekkt. Nú er sólsveiflu #23 að ljúka og sólsveifla #24 að hefjast.  Mörkin eru enn óljós og trúlega er sólsveifla #24 ekki hafinn ennþá þó svo að smá merki um slíkt hafa sést. Þegar við vitum endanlega lengd sólsveiflu #23 getum við borið hana saman við lengd sólsveiflu#23 og aðrar eldri sólsveiflur og reynt að nota það til að spá fyrir um allra næstu ár. En, botninum verður ekki náð fyrr en eftir tvo áratugi, ef spádómar sumra rætast.  Sjá vefsíðuna „Öldur aldanna“
 

3)      Hvernig er þessi geislun mæld?
Virkni sólar er mæld á ýmsa vegu. Með talningu sólbletta eftir ákveðnum reglum til að finna sólblettatöluna, Með mælingu á útvarpsbylgjum frá sólinni,  með mælingum á orkustreymi frá sólinni með gervihnöttum, með mælingum á breytingum á jarðsegulsviði, með mælingum á samsætum ýmissa efna til að meta virkni sólar langt aftur í tímann, o.s.frv.  Það yrði allt of langt mál að reyna að útskýra þetta allt hér, en mikill fróðleikur er á netinu. Til dæmis á Wikipedia síðunni sem ég vísaði á áðan.

 

4)      HAARP og Super Darn
Ég hef alltaf litið á SuperDarn við Stokkseyri og í Þykkvabænum sem tæki til að fylgjast með norðurljósabeltinu eða jónahvolfinu. Stöðin við Stokkseyri er rekin af franskri rannróknarstofnun og stöðin í Þykkvabæ af breskri.  Ég get ekki séð að þarna fari neitt fram í líkingu við það sem sést á myndböndunum sem þú vísaðir á. Ég vann í tvö sumur á háskólaárunum á Háloftadeild Raunvísindastofnunar og kom þá nálægt passífum tækjabúnaði fyrir þessar rannsóknir. Þarna er um að ræða aktífan búnað eða ratsjá sem sendir stefnuvirkan geisla í átt að norðurljósabeltinu til að mæla endurkastið. Ég er nokkuð viss um að hægt sé að fá upplýsingar um þennan búnað á Háloftadeild Raunvísindastofnunar. 

Ágúst H Bjarnason, 10.2.2008 kl. 10:43

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jón Steinar:  Hér sést hvernig samsvörun er á milli hitamælinga sem gerðar hafa verið í stjörnuathugaunarstöðinni í Armagh á Norður-Írlandi og lengdar sólsveiflunnar. Samsvörun er mjög mikil. Þegar við vitum endanlega lengd sólsveiflu #23 sem er að ljúka núna, þá getum við hugsanlega spáð fyrir um næsta áratug með hjálp þessa ferils ?

Myndin er úr  grein efttir  Butler og Johnson.

Ágúst H Bjarnason, 10.2.2008 kl. 11:01

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Víst ertu fagmaður í þessu.    Haltu áfram með svona pælingar. Mjög gaman að lesa þetta.

Marinó Már Marinósson, 10.2.2008 kl. 11:54

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þakka þér kærlega fyrir þetta Ágúst. Þú hefur lagt mikla vinnu í að svala forvitni minni. Það er algerlega hrópandi fylgni í þessu og ekki hægt með nokkru móti að afslá þessa geislavirkni, sem áhrifavald.  Hvað fannst þér um fyrirlestur GW Apologistans, sem nefnir þarna ansi vafasama menn til sögunnar í hópi debunkera GW. Gamlir áróðursnillar tóbaksfyrirtækjanna m.a. og sérstakann thinktang í þessu formáli.  Mér finnst það líka ákaflega trúverðug í ljósi þeirra hagsmuna, sem virðast í húfi hjá þjóð, sem notar 50% af jareldsneytisneyslunni á ársbasis.  Er einhver verulegur ágreiningur á milli þessara kenninga eða hafa menn reynt að mætast á miðri leið í þessu?  Ég er algerlega sammála mönnum á þinni línu að mynd Al Gore er blatant ýkju og hræðsluáróður, sem gerir ekkert annað en að grafa undan trúverðugleika co2 kenningarinnar.  Ég kem þó ekki auga á mótívin hjá honum, nema að hann sé að gera sér bissness úr kvótasölu.

SuperDarn er eftir mínum áthugunum nákvæmlega sömu græjurnar og HAARP með sama pótensíal notagildi. Það að frakkar og bretar stýri þessu, segir ekki mikið um hvatann að þessu, enda er þetta ávallt í samvinnu við háskóla og sjálfstæðar vísindastofnanir og gríðarlegir fjármunir liggja í þessum sýnilega marginal rannsóknum. Þessum stöðvum er dritað niður eftir allri suður Ameríku líka og fjölgar á suðurhveli.  Þar hefur verið kvartað mikið undan stórbreyttu veðurfari og undarlegum náttúrufyrirbrigðum, þunglyndi í fólki etc.  Það þarf að vís gífurlega orku til að þessar stöðvar nýtist á þann hátt, sem Alaskamennirnir nýta en afneitun og yfirbreiðsla staðreynda er augljós þar.  Ég er ekki í rónni með slíka tækni, sem hefur áhrif á grundvallarelement í lífkerfi jarðarinnar. 

Ég ætla að grennslast betur fyrir um þetta, eins og til dæmis hve mörg herz þessi skot þeirra geta orðið og hve oft og lengi. Þetta er spúkí dæmi, sem var nógu alvarlegt til að Evrópusambandið virðist hafa tekið það til athugunnar, þót´t mér sé ekki kunnugt um niðurstöðurnar af því.  Markmið rannsóknanna finnst mér ansi þokukennd og umfang þeirra og kostnaður grunsamlega stórslegið.  Ég er skeptíker að náttúru, eins og þú kannski veist.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.2.2008 kl. 12:55

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef annars séð merkilegar sklgreiningar á beinum áhrifum þessarar geislunnar á heilsu manna, andlega og líkamlega, sem og ræktun og fleira. Við sveiflumst algerlega með sólinni okkar þar líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.2.2008 kl. 13:04

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Átæða Al Gore er einföld. Hann fær athygli og peninga fyrir ómak sitt. Hlýnun jarðar malar gull fyrir suma en gerði það ekki ef menn væru hófsamir í fullyrðingum sínum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2008 kl. 14:16

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér finnst aðferðafræðin sem kemur fram hjá NOAA til fyrirmyndar:

Tveim spurningum er þar varpað fram og síðan fullyrðing:

"1) Af hve miklu leyti er hlýnunin af mannavöldum?

2) Hvernig hefðu loftslagsbreytingar orðið hefði maðurinn hvergi komið þar nærri?

Til þess að geta svarað fyrri spurningunni verða vísindamenn að hafa svar við seinni spurningunni".

Í raun veit enginn að hve miklu leyti hlýnun undanfarinna áratuga er vegna losunar manna á koltvísýringi. Það er vegna þess að náttúrulegar sveiflur eru það miklar að erfitt er að átta sig á hvað er hvað. Ofuráhersla hefur verið lögð á að reyna að greina áhrif CO2 á hækkun hitastigs, en minni áhersla lögð á að greina náttúrulegu þættina sem alltaf hafa verið til staðar.

Þess vegna finnst mér mjög skynsamlegt þar sem segir: "Til þess að geta svarað fyrri spurningunni verða vísindamenn að hafa svar við seinni spurningunni".

Ágúst H Bjarnason, 11.2.2008 kl. 15:40

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Athyglisverð umræða hugsandi heila, ekki spurning.

Spurningin sem er samt ekki spurð en ætti að skipta lykilmáli:

Er fátæku fólki í sveiflukenndu veðurfari betur borgið en ríku fólki í sveiflukenndu veðurfari?

Ef svarið er já: Hættum að afla okkur sífellt meiri orku með hagkvæmustu orkugjöfunum og fækkum þykktarmöguleikum yfirhafna okkar! Ef svarið er nei: Áfram með smjörið, nýtum hagkvæmustu orkugjafana sem aldrei fyrr og á markaðskjörum, verðum ríkari, og fjölgum tegund yfirhafna í fataskápnum! 

Orðið "yfirhafnir" nota ég sem samheiti yfir allt sem er fáanlegt fyrir fé: Flóðgarða, áveitur, byggingatækni, sólarorkuverk, vindmyllur, olíuhreinsunarstöðvar, allt sem efnaðir geta reist og viðhaldið en fátækir ekki.

Er sjálfur ekki að sjá annað en að auður = aðlögunarhæfni, sama hvað sólin og skýjafarið býður upp á, með eða án aðstoðar mannkyns.

Geir Ágústsson, 12.2.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 765302

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband