Aðferð til að losna við truflandi auglýsingar

UptownHeraldAd_small-BÁ ýmsum vefsíðum, sérstaklega fréttasíðum, er mikill fjöldi blikkandi auglýsinga til ama. Auðvitað eru auglýsingar nauðsynlegar og óþarfi að amast við þeim, en þær verða þá að vera þannig úr garði gerðar að þær trufli ekki viðkomandi. Hugsið ykkur hvernig dagblöðin væru ef önnur hver auglýsing þar væri blikkandi og á sífelldu iði. Margumrædd auglýsing á bloggsíðunni stuðar mig lítið þar sem ég get einfaldlega mjókkað gluggann þannig að auglýsingin hverfi, ef mér sýnist svo.

 Ég hef um alllangt skeið notað forritið Adblock Plus sem hægt er að tengja Firefox vafranum. Það er hægt að kenna forritinu að þekkja auglýsingarnar og fjarlægja þær, en þar sem nýjar auglýsingar birtast daglega þarf sífellt að endurþjálfa Adblock Plus, og vafasamt hvort maður nenni að standa í því.

Leiðbeiningarnar hér fyrir neðan tók ég saman um daginn fyrir fjölskyldumeðlim. Þó svo að í dæminu sé minnst á fréttasíðu Morgunblaðsins, þá er það alls ekki illa meint og hef ég fullan skilning á nauðsyn auglýsinga í nútímaþjóðfélagi. Það er þó þetta sífellda blikk sem angrar mig stundum og gerir það að verkum að ég reyni að forðast að líta á þannig auglýsingar. Trúlega er það misskilningur hjá auglýsendum að telja að blikkandi  auglýsingar séu betri. Ég held að því sé öfugt farið.

Hér eru tvær aðferðir sem hægt er að prófa: 

---

Microsoft Internet Explorer (Ekki er mælt með þessari aðferð þar sem hún truflar t.d. YouTube):

Fara í Tools og síðan  Manage- Add-ons, þar næst  Enable/Disable Add-ons þá er hægt að finna Shockwave Flash Object. Í listanum.   Merkja það með því að smella á Shockwave Flash Object og velja síðan Disable.

Nú ættu blikkandi Flash auglýsingar eins og xxxx að hverfa.

 

Þetta  virkar  Microsoft Internet Explorer en ég hef ekki enn fundið samsvarandi fyrir Firefox.

---

Firefox:

Setja inn forritið Adblock Plus sem slekkur á auglýsingunni í Firefox. Ekki bara Flash auglýsingum.

Forritið er ókeypis hér http://adblockplus.org/en/installation

Það slekkur bara á auglýsingum sem búið er að kenna forritinu að slökkva á. Það er hægt að kenna því að slökkva á öllum auglýsingum, þannig að t.d. www.mbl.is verður miklu læsilegra.

Þegar forritið er komið inn í Firefox sét rauður ikon efst til hægri: (ABP).  Þegar smellt er á hann opnast gluggi neðst með lista yfir allar síðueiningarnar. Þar á meðal eru leiðinlegu auglýsingarnar.

Auglýsingarnar má þekkja á því að inni í nafninu stendur  …/ augl /… eða að nafnið endar á .swf.   Til dæmis:

http://www.lbm.is/ augl /files/85/ad_8529_4346.swf

Hægri-smella á þennan textastreng og velja "Block this item". Gera þetta við allar auglýsingarnar og velja síðan [Apply] í glugganum sem opnast.

Auglýsingarnar ættu að hverfa. Þessu þarf að halda aðeins við ef nýjar auglýsingar birtast.

---

Reynsla mín af þessu fikti með AdblockPlus er að maður nennir varla að standa í þessu stússi að vera sífellt að endurþjálfa forritið.  Reynir bara að láta blikkið ekki pirra sig. Til lengdar er það besta aðferðin.

13.2.2008: Ýmsar gagnlegar upplýsingar hafa komið fram í athugasemdunum. Ég er nú með tvo filtera í Adblock Plus:   */augl/*   og   *visir.is/ads/*  .   Nú er allt "sjálfvirkt". Ekkert stúss við endurþjálfun.   Filterinn er hægt að setja inn með því að smella á litlu píluna hægra megin við rauða (ABP) íkonið efst til hægri í glugganum. Velja þar Preferences og síðan Add Filter.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vert að minna á að þetta þýðir að maður sér ekki video á bloggum og verður að virkja fídusinn aftur ef maður ætlar að horfa á myndband. Það er þó ekki stórmál.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.2.2008 kl. 09:46

2 identicon

Mig langar að benda á ZoneAlarm Security Suite - sem vissulega þarf að greiða fyrir.  Auk eldveggs og vírusvarnar í hæsta gæðaflokki er m.a. hægt að loka á auglýsingar - og það þrælvirkar.

TJ (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Flott pæling og leiðbeiningar hjá þér að vanda.   Ég skrifaði á blogginu hjá Mörtu að það væri best að flýta sér að skruna niður svo augl. færi í hvarf.     Tek undir þetta með þér.  Of mikið vesen að breyta í hvert sinn og eins og þú segir.

Marinó Már Marinósson, 12.2.2008 kl. 10:06

4 identicon

Þú getur notað wild cards með abp.

Tools > Adblock Plus > Add filter

t.d. >> http://mbl.is/augl/* 

og þá þarf ekki að þjálfa hann fyrir nýjar auglýsingar, svo fremur sem mbl menn breyti ekki staðsetningu þeirra.

Einnig er hægt að gera þetta í gegnum Add exception rules þegar hægri smellt er á listann 

Sverrir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:45

5 identicon

þ.e.a.s. staðsetningu möppunnar augl

Sverrir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:46

6 identicon

Ég mæli með flashblock fyrir FF, þá blokkar það allt flash dót og setur upp lítið merki í staðin og maður klikkar á það merki til að virkja flash dótið, virkar vel fyrir youtube og slíkt.

https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/433 

Ólafur Jens Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:52

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú svo ángæð með þessa auglýsingu að hálfa væri nóg, ætla að vona að þeir muni alltaf hafa svona líflegar uppákomun.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 16:08

8 Smámynd: Viðar Eggertsson

Mér finnst auglýsingar inná bloggsíðum óþolandi og sérstaklega í óþökk viðkomandi bloggara. Annars finnst mér stórfurðuleg fullyrðing þín: "Auðvitað eru auglýsingar nauðsynlegar og óþarfi að amast við þeim.." !!!! Geturðu rökstutt þessar fullyrðingar þínar : "Auðvitað..." og "óþarft...", þannig að óyggjandi verða?

Viðar Eggertsson, 12.2.2008 kl. 18:51

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þakka ykkur fyrir athugasemdirnar.

Viðar, þér finnst fullyrðing mín stórfurðuleg. Hvernig þætti þér að lifa í heimi þar sem engar auglýsingar væru?  Leikhús gætu þá ekki kynnt leikverk sem verið er að sýna, svo dæmi sé tekið. Ég er hræddur um að við værum heldur betur einangruð ef við sæjum hvergi auglýsingar um hvað er í boði á hverjum tíma.

Það kemur skýrt og greinilega fram í pistlinum að það eru blikkandi auglýsingar sem trufla mig. Hefðbundnar auglýsingar gera það ekki. Þú slepptir helmingnum af setningunni þegar þú vitnaðir í fullyrðingu mína "Auðvitað eru auglýsingar nauðsynlegar og óþarfi að amast við þeim, en þær verða þá að vera þannig úr garði gerðar að þær trufli ekki viðkomandi".    Það er kjarni málsins. 

Ágúst H Bjarnason, 12.2.2008 kl. 19:28

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég setti bara upp AdBlock og setti svo slóðina á Nova auglýsinguna inn í forritið í Firefox vafranum: http://www.mbl.is/augl/files/85/ad_8545_4422.swf

Hjörtur J. Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 20:05

11 identicon

Notið Opera vafrann (opera.com)

Hægrismellið einhversstaðar á síðuna og veljið 'block content'

Þá getið þið smellt á það sem þið viljið losna við að horfa á. Einfalt og gott. 

Tomas (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 20:19

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stóra auglýsingahneykslið hlýtur að hafa aukið vinsældir Firefox og Adblock. Það þarf að setja síur í Adblock, */augl*/ og /ad_*.gif. Stjörnurnar merkja hvaða bókstafi og tákn sem er og hvaða fjölda bókstafa og tákna sem er.

Þannig myndi */augl*/ bæði stöðva http://www.mbl.is/augl/files/blablabla og http://www.visir.is/augl/blablabla.

Smá ókeypis tölvunarfræði. 

Theódór Norðkvist, 12.2.2008 kl. 22:05

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

*/augl*/ á að vera */augl*/*. Stjarna í lokin.

Theódór Norðkvist, 12.2.2008 kl. 22:07

14 Smámynd: Einar Steinsson

Fyrir Internet Explorer 7 er til viðbót sem heitir IE7Pro http://www.ie7pro.com/. Þessi viðbót inniheldur auglýsingastoppara (ásamt mörgu öðru nitsömu dóti)  sem virðist stoppa þessar frægu auglýsingar án þess að þurfa að breyta neinum reglum. Það er samt hægt að búa til sínar eigin reglur ef fólk telur þess þörf.

Einn "böggur" sem fylgir, ef að menn lesa Morgunblaðssíðuna þarf að fjarlægja eina regluna sem fylgir með síunni. Sú regla segir að stoppa eigi allar slóðir sem innihalda "_ad_". Það er nefnilega þannig að ef fyrirsögn á moggavefnum inniheldur orðið "að" þá kemur "_ad_" í slóðinni á fréttina. Það kæmi mér ekki á óvart að fleiri auglýsingastopparar gerðu þetta sama.

Einar Steinsson, 13.2.2008 kl. 01:20

15 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Verið ekki að þvæla í honum Ágústi. Adblck er fínt ef maður lærir að nota hann rétt. Og svo á maður náttúrulaga að vera með Mozilla Firefox og ekki Explorer, sem er orðinn ansi truflandi upp á síðkastið. Og fínt að nota Thunderbird í e-malin!! Bara prófið strákar!!.

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 13.2.2008 kl. 01:52

16 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Varðandi adblock:  Ágúst er líklega fullvarkár með því að slökkva á einni og einni auglýsingu, en Theódór sveiflar sverðinu aðeins of  glæfralega.

Ef mbl.is setti upp java script sem hluta af síðunni sem héti t.d. http://www.mbl.is/js/augljos_bilun.js þá myndi Theódór blokka það, þar sem það fellur inn í regluna */augl*/*

Millivegur er að opna adblock gluggann, smella á "source" efst á síðunni, skoða hvernig hrynjandin er í slóðunum og setja villispil sem loka bara þeim möppum sem við á, t.d. http://www.mbl.is/augl/files/* Gera síðan sama á öðrum síðum sem maður les.

Ókosturinn við það að auglýsa þessa aðferð, eins og nú er búið að gera, er að það er enginn vandi að koma í veg fyrir hana. Mbl.is forritarar gætu hætt að setja auglýsingar í sér /augl/ möppu og búið til slembi nafn á auglýsingarnar.  Þá yrði maður að blokka allar .swf (flash) skrár. Og það er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á. 

Auglýsingar eru ekki af hinu vona, auglýsingar sem ráðast á mann þegar maður er að lesa síður eru hins vegar af hinu vonda. 

Kjartan R Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 08:50

17 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Ég sé að Ágúst er að vísa í AdblockPlus, ég er hins vegar að nota Adblock sem er önnur viðbót en AdblockPlus.  Líklega eru mismunandi möguleikar.

 Og úr því maður er farinn að tala um FireFox viðbætur, þá má ég til með að benda á (auglýsa!) "Foxmarks Bookmark Synchronizer" og "Icelandic dictionary for Firefox 2.0 spell checker."

Kjartan R Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 09:16

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þakka ykkur fyrir allan fróðleikinn um mismunandi aðferðir til að slökkva á auglýsingum.

Ég vona að Mogginn fari ekki að koma með einhvern mótleik, enda alveg óþarfi. Það eru örugglega mjög fáir sem notfæra sér þann möguleika að slökkva á auglýsingum með ýmiss konar tilfæringum.

Miklu betra væri að hætta að vera með blikkandi auglýsingar. Þá yrðu flestallir sáttir. Enginn amast við auglýsingum í dagblöðum og tímaritum, enda hefur enginn ennþá fundið upp blikkandi bleksvertu

Ágúst H Bjarnason, 13.2.2008 kl. 09:20

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auglýsingar eru nauðsynlegar og óþarfi að amast við þeim, m.a. vegna þess að þær gera okkur bloggurum kleift að hafa aðgang að svona bloggi án þess að borga fyrir það. Ættum við að amast yfir auglýsingum á gjaldfrjálsum  sjónvarps og útvarpsstöðvum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2008 kl. 00:27

20 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Bara minnka skjáinn hægra megin þannig að auglýsingin hverfur og málið leyst. 

Marinó Már Marinósson, 14.2.2008 kl. 01:26

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég held að niðurstaða umæðanna hér sé að auglýsingar eru nauðsynlegar og að það sé óþarfi að láta auglýsingar hér á blogginu angra sig.

Ef menn vilja, þá eru ýmsar leiðir til að losna við þær....

Ágúst H Bjarnason, 14.2.2008 kl. 07:42

22 Smámynd: Viðar Eggertsson

Auglýsingar er alsekki sjálfsagðar. Vil ég nefna dæmi:

Þegar þannig er staðið að málum að auglýsandi vekur upp neikvæða umræðu um sig þá er hann að borga fyrir að skaða ímynd sína - undarlegt að það geti talist sjálfsagt og jákvætt.

Heimsóknareljari mbl.is gengur mun hraðar en á flestum öðrum vefsíðum landsins og má það þakka að miklum hluta hinum skapandi og hressandi ólaunuðu pennum mbl-bloggsins. Í ljósi heimsókna á síðuna tekst mbl betur að selja auglýsingapláss á mbl. Þar af leiðandi er mbl ekki bara að "þjónusta" bloggara, heldur eru bloggarar ekki síður tilefni til tekjuaukingar fyrir auglýsingar.

Það eru til siðleg mörk á auglýsingum og síðan er til plebbískur hugsunarháttur í auglýsingum. Fyrirtæki sem hefur siðleg mörk í áreitni auglýsinga og fyrirtæki sem setja sér engin sérstök siðleg mörk eða mjög lítil.

Það eru til aðferðir til að skapa jákvæða ímynd með því að vekja athygli á sér og vöru sinni og þjónustu, en það er líka auðvelt að sína lágan siðferðisþroska, og/eða lélegt menningarstig í auglýsingabirtingum.

Mér virðist að mbl.is og NOVA hafi skaðað ímynd sína með að ryðjast inn á sérsíður bloggara. Í mínum augum eru þessi fyrirtæki bæði að gefa upp af sér óheflaða og ruddalega ímynd. Þegar ég hugsa til þeirra koma upp í hugan á mér neikvæðar hugmynd um fyrirtækin og vörur þeirra og mig langar ekki að skipta við þau.

Slíkur getur árangur illa þenkjandi og plebbalegrar auglýsingamennsku verið.

Eiga þá auglýsingar ALLTAF rétt á sér og þurfa þær AUÐVITAÐ að sjást hvar sem er, hvenær sem er og á hvern hátt sem er?

Viðar Eggertsson, 16.2.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband