Fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Snögg kólnun jarðar í janúar
London 1814.
Hefðbundnar mælingar á meðalhita lofthjúps jarðar sýna að janúar hefur verið mjög kaldur. Skýrir það væntanlega kuldakastið sem frést hefur af víða um heim. Kaldasti mánuður síðan 1995. Ferillinn hér fyrir neðan er teiknaður samkvæmt þessum gögnum frá NASA GISS. Sama er upp á teningnum þegar mæligögn frá gervihnöttum eru skoðuð. Myndin sýnir mánaðameðaltöl frá árinu 1978.
Takið eftir hvernig ferillinn steypist niður við hægri jaðar myndarinnar. Fróðlegt verður að sjá hvernig framhaldið verður. Vafalítið stafar þetta hitafall af fyrirbærinu La Niña í Kyrrahafinu. Frá árinu 1995, þegar kaldari mánuður en sl. janúar mældist, hafa verið þrjú La Niña tímabil; 1995-1996, 1998-2000 og 2000-2001.
Vonandi er þetta ekki fyrirboði þess að langtíma kólnun sé framundan. Það er eðli El Níño og La Niña fyrirbæranna að þau geta ekki staðið yfir nema tiltölulega fáeina mánuði (eða sárafá ár) í senn. Til eru náttúrulegar sveiflur í hitafari jarðar sem standa yfir í mörg ár eða áratugi. Vel þekkt eru kuldatímabil sem komu á meðan á "Litlu ísöldinni" stóð og eru tvö þeirra kennd við lágmörk í virkni sólar sem nefnd eru Maunder minimum (1645-1715) og Dalton minimum (1790-1830). Myndin efst á síðunni er einmitt frá London meðan á Dalton minimum kuldatímabilinu stóð.
Þegar er farið að spá svona lágmarki í virkni sólar á næstu áratugum og hafa sumir tímastett lágmarkið árið 2030. Þetta eru auðvitað fyrst og fremst stjarneðlisfræðingar sem telja sig þekkja dynti sólar. Þeim kemur þó ekki saman um hvort því muni svipa til Maunder eða Dalton, en mun kaldara var meðan á því fyrrnefnda stóð.
Sólsveifla #24 er um það bil að sjá dagsins ljós. Þó ekki byrjuð. Sólin er búin að vera undur friðsæl undanfarið og lengd sólsveiflu #23 þegar komin ár fram yfir meðaltalið sem 10,7 ár. Miðað við söguna getur það bent til hratt minnkandi virkni sólar á næstu árum. Enginn veit þó hvað verður, en einn þeira sem spáði fyrir um lágmark árið 2030, Dr. Theodor Landscheidt (1927-2004) sagði aðspurður í tölvupósti til undirritaðs um aldamótin að væntanlega yrðum við orðin vör við kólnun áður en þessi áratugur er liðinn. Sjá vangaveltur hér og hér. Sumir eru virkilega farnir að hafa áhyggjur. Sjá hér.
Gamalt blogg í svipuðum dúr: Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára?
Við skulum vona að þetta sé bara La Niña í Kyrrahafinu sem er að stríða okkur. Það er lang líklegast.
Hitaferill GISS frá desember 1978 til janúar 2008.
Takið eftir hitafallinu lengst til hægri.
Willie Soon og Steven H Yaskell: Year Without a Summer. Góð grein.
David Archibald: The Past and Future of Climate. PowerPoint.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:56 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Guðríður Pétursdóttir, 14.2.2008 kl. 11:20
Sæll, Ágúst. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þessir Kyrrahafsstraumar hafa talsverð áhrif á skammtímasveiflur í hitafari jarðar. Það vill reyndar svo til að ég var að skrifa um þetta líka og bar saman hvernig El Ninjo og La Ninja hafa haft áhrif á hitafarið síðan 1950 og þar virðist vera talsverð fylgni. En þetta La Ninja tímabil virðist vera það öflugasta frá 1995 a.m.k. Það getur jú sennilega líka haft áhrif á hitafarið að við höfum verið á milli sólarsveiflna undanfarið.
Emil Hannes Valgeirsson, 14.2.2008 kl. 12:32
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála en ég hef miklar efasemdir eins og fram hefur áður komið að hægt sé að kenna CO2 um allar breytingar á veðrinum.
Sigurjón Þórðarson, 14.2.2008 kl. 12:58
Það er fróðlegt að sjá hve veðurstöðvum sem notaðar eru til að meta breytingar í hitafari jarðar fer fækkandi með árunum. Hvaða áhrif skyldi það hafa á áreiðanleika mælinga? Sjá hér.
Ágúst H Bjarnason, 14.2.2008 kl. 17:15
Menn eru farnir að furða sig á hve mikil værð hefur færst yfir sólina undanfarið. Sjá : Where have all the sunspots gone?
Þar segir m.a:
"..... Given the current quietness of the sun and it’s magnetic field, combined with the late start to cycle 24 with even possibly a false start, it appears that the sun has slowed it’s internal dynamo to a similar level such as was seen during the Dalton Minimum. One of the things about the Dalton Minimum was that it started with a skipped solar cycle, which also coincided with a very long solar cycle 4 from 1784-1799. The longer our current cycle 23 lasts before we see a true ramp up of cycle 24, the greater chance it seems then that cycle 24 will be a low one.
No wonder there is so much talk recently about global cooling. I certainly hope that’s wrong, because a Dalton type solar minimum would be very bad for our world economy and agriculture. NASA GISS published a release back in 2003 that agrees with the commonly accepted idea that long period trends in solar activity do affect our climate by changing the Total Solar Irradiance (TSI).
Some say it is no coincidence that 2008 has seen a drop in global temperature as indicated by several respected temperature indexes compared to 2007, and that our sun is also quiet and still not kick starting its internal magentic dynamo".
Ágúst H Bjarnason, 14.2.2008 kl. 17:21
Vildi að ég kynni að gera svona hjarta eins og hún Guðríður, en verð að láta mér nægja hrós fyrir virkilega áhugaverða grein.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 14.2.2008 kl. 22:51
Frábær grein, mér er kalt brrrr
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 01:05
Sjá umsögn Dr. Roy Spencer um þróun mála undanfarið. Hann birtir hitaferil sem gerður er úr mæligögnum frá gervihnetti hér .
Ágúst H Bjarnason, 18.2.2008 kl. 22:32
Þetta er myndin frá Roy Spencer. Í textanum bendir hann á að ef búið er að fjarlægja áhrif Mt. Pinatubo eldgossins og El-Nino (merkt inn á myndina), að þá sé hægt að ímynda sér stöðugan hita frá 1990 til 2000, síðan hlýnun frá 2000 til 2002, og þar næst því sem næst stöðugan hita frá 2002 til 2007. Nánar hér.
Satellite-measured monthly globally averaged lower atmospheric temperature variations since 1990. When one considers that the cooling from the 1991 eruption of Mt. Pinatubo and the warming from the 1997-98 El Nino were not part of any underlying trend, one can imagine a period of roughly steady temperatures from 1990 to 2000, then warming until 2002, then roughly steady temperatures again from 2002 through 2007.
Ágúst H Bjarnason, 19.2.2008 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.