Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? - Ekki útilokað að svo verði

solin 6 mars 2008Er von á meiri skíðasnjó og skautasvellum á næstu áratugum? Getur verið að einhver deyfð sé að færast yfir sólina?  Verða afleiðingarnar kólnandi veðurfar eins og við vitum að yfirleitt hefur fylgt letiköstum sólar á undanförnum öldum? Er blessuð sólin að leggjast í þunglyndi eftir bjartsýni undanfarinna áratuga?
 
Skoðum málið. Áður skulum við þó gera okkur grein fyrir að hér er hvergi verið að fjalla um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum. Hér er eingöngu verið að fjalla um náttúruleg fyrirbæri. Við ætlum að rýna í kaffibollann og reyna að spá fyrir um framtíðina...
 
Í margar vikur hefur sólin verið nánast sviplaus. Enginn sólblettur. Ekkert sem bendir til að sólsveifla #24 sé að hefjast, en sólsveiflu #23 er að ljúka. Margir eru farnir að verða langþreyttir á biðinni. Sólsveifla #22 var aðeins 9,8 ár að lengd, en í þessum mánuði er sólsveifla #23 þegar orðin 11,8 mánuðir, og gæti orðið eitthvað lengri. Sem sagt, þegar orðin 2 árum lengri en næst síðasta sveifla sem bendir til hratt minnkandi virkni sólar. (Örlítil merki sáust reyndar um að sólsveifla #24 væri á næstu grösum í byrjun janúar s.l., en það reyndist bara smá frekna á norðurhveli sólar sem hvarf fljótt aftur).
 
Það er greinilegt að sólin er þegar orðin löt. Hvers vegna? Það veit ég ekki, en það er alls ekkert óeðlilegt við svona breytingar. Í reynd bara eðlilegt.  Stundum er hún fjörug og vel virk, en róleg og óvirk þess á milli. 
 
Það er vel þekkt, að á tímaskeiðum sem sólsveiflan er stutt er tiltölulega hlýtt á jörðinni, en frekar svalt þegar sólsveiflan er löng.  Skoðum nú ferilinn hér fyrir neðan. Hann virðist flókinn og fráhrindandi, en er í raun sáraeinfaldur. Skýringar eru fyrir neðan myndina. 
 
   
Armagh-Solarcycle-Length-Isl-600w
 
Myndin sýnir samsvörun milli lengdar 11 ára sólsveiflunnar og lofthita.
(Samkvæmt Butler & Johnson 1996)
 
Við Armagh stjörnuathugunarstöðina á Írlandi  hefur hitastig verið mælt og skráð samviskusamlega síðan 1796.

Lóðrétti ásinn er hitastig, en lárétti ásinn lengd sólsveiflunnar.
Sólsveiflan hefur verið mæld bæði milli hámarka og lágmarka, eins og punktarnir sýna.
Rauða línan er útreiknuð og sýnir eiginlega meðaltal  legu punktanna (regression).
 
Sjá greinina sem myndin hér að ofan er  unnin úr hér. Þar kemur fram að sólsveiflunni er hliðrað um 11 ár vegna tregðu í svartíma hitastigs lofthjúpsins við breytingum í sólinni. ("Further in order to take out the delay of approximately a decade in the response of the temperature at Armagh... we have shifted the data by one cycle in the sense that the sunspot cycle length is moved forward by 11 years from its true midpoint").

 
Nú vaknar áleitin spurning. Komi í ljós að sólsveifla #23 sem er að líða verði óvenju löng, eða verulega lengri en sólsveiflan þar á undan (#22), getum við þá reynt að nota ferilinn til að spá fyrir um meðalhita jarðar á næstu árum? 
 
Jamm, en þetta er nú bara hitinn á Írlandi, maldar einhver í móinn.
 
Skoðum þá ferilinn hér fyrir neðan. Þar eru tveir ferlar. Sá rauði sýnir frávik í meðalhita jarðar og svarti lengd segulsveiflunnar, en segulsveiflan er tvöföld sólsveiflan, eða um 22 ár. Sláandi? Það er ekki bara á Írlandi sem hitafar fyrlgir lengd sólsveiflunnar. (Myndin er upphaflega úr Astrophysical Journal, endurteiknuð af bloggaranum 1998).
 hiti-solarcycle-1750-small
Er eitthvað að breytast? Er sólin farin að sýna einhver merki þess að sólsveiflan sé farin að lengjast? Því er ekki að neita. Okkur er farið að lengja eftir sólsveiflu #24 sem enn er ekki hafin. Menn héldu að hún væri að hefjast í byrjun janúar s.l., en svo reyndist ekki vera. .... Nú í mars er sólsveifla #23 þegar orðin 11,8 ár, en sólsveifla #22 var aðeins 9,8 ár.  Hvað samsvarar þetta miklum hitamun samkvæmt efri myndinni frá Armagh? Er það virkilega tæplega 1°C ?  
 
Við sjáum á myndinni að dreifing punktanna umhverfis rauðu línuna er töluverð, þannig að við megum ekki taka þetta of bókstaflega,  ..... en getur verið að þetta sé einhver vísbending? 
 

 
Menn hafa haft verulegar áhyggjur af hlýnun lofthjúps jarðar, en síðastliðin 100 ár nemur hækkunin um 0,8°C.  Megum við búast við álíka mikilli kólnun á næsta áratug eða svo?  Spyr sá sem ekki veit. Hvað hefði slíkt í för með sér?
 
Myndirnar hér fyrir ofan sýna á trúverðugan hátt að samspil milli lengdar sólsveiflunnar og hitafars er mjög náið. Varla getur verið um tilviljun að ræða. Þegar virkni sólar er mikil er sólsveiflan tiltölulega stutt og sólblettir margir, en því er öfugt farið þegar virkni sólar er lítil.
 
Í þessum pistli hefur ekkert verið fjallað um gróðurhúsaáhrif, heldur eingöngu bent á hlutlausar mælingar sem gerðar hafa verið á lengd sólsveiflunnar og hitastigi lofthjúps jarðar. Um þær mælingar deila menn ekki. 
 
Nú er ekki annað að gera en bíða í fáein ár, eða svosem áratug. Sannleikurinn kemur í ljós um síðir, hver sem hann er. 
 
Óvenjumiklir kuldar hafa verið víða um heim undanfarna mánuði. Það hefur snjóað í Kína, Íran, Ísrael,  og víðar þar sem snjór er ekki algengur. Auðvitað getum við kennt La Nina fyrirbærinu um kuldana, a.m.k. um sinn, en reynist þeir þrálátir, þá þurfum við að leita skýringa annars staðar en í Kyrrahafinu.  Auðvitað skulum við anda með nefinu og líta á þennan pistil sem vangaveltur um það sem gæti orðið á næstu árum. Við erum ekki að líta til næstu mánuða.  Ekki vera of fljót að draga ályktanir...   Spár NOAA frá 10. mars gera ráð fyrir að La Nina gangi niður þegar líður á vorið, eða í síðasta lagi í sumar, þannig að það ætti að fara að hlýna aftur innan skamms. (Sjá hér).  Ef ekki, hvað þá?
 
... En, fari svo að hitastig haldist óbreytt þrátt fyrir óvenju langa sólsveiflu, hvar lendir næsti punktur á ferlinum þá? Yrði hann ekki alveg úr takt við það sem verið hefur higað til? Hann lenti þá þar sem (?) er á efri teikningunni. Auðvitað gæti það gerst, en er það líklegt? Er ekki líklegra að hann lendi nærri rauðu línunni, en það þýðir  því miður kólnun.
 
Hugsanlega er náttúran að gera tilraun þessa dagana sem vert er að fylgjast með. Hvernig sem til tekst, þá er líklegt að skilningur okkar á náttúrunni mun aukast, en það mun hjálpa okkur að skilja og meta sveiflur í hitafari í fortíð, nútíð og framtíð.
  
 
 --- --- ---
 
 
Á ferlinum hér fyrir neðan má sjá virkni sólar síðastliðin 400 ár. Myndin er frá NOAA. Greinilega má sjá Maunder minimum tímabilið 1645-1715 þegar mannhæðarþykkur ís var á Thames við London (mynd hér), Dalton lágmarkið um 1810, en þá var mjög kalt víða um heim (grein hér sem html og hér sem pdf). Sjá má hvernig virkni sólar vex hratt á 20. öld, og jafnvel má greina smá lægð um 1970, en þá var frekar svalt eins og allir vita. Það fer ekki á milli mála hve sveiflukennd sólin er og hve spræk hún hefur verið undanfarna áratugi.  Sumir hafa spáð lágmarki í virkni sólar árið 2030, jafnvel álíka djúpu og Dalton lágmarkið var fyrir tveim öldum.
 
 
irradiance-600w
 
Solar Irradiance Reconstruction. 
World Data Center for Paleoclimatology, Boulder and
NOAA Paleoclimatology Program
.

ABSTRACT (Lean 2000): Because of the dependence of the Sun's irradiance on solar activity, reductions from contemporary levels are expected during the seventeenth century Maunder Minimum. New reconstructions of spectral irradiance are developed since 1600 with absolute scales traceable to space-based observations. The long-term variations track the envelope of group sunspot numbers and have amplitudes consistent with the range of Ca II brightness in Sun-like stars. Estimated increases since 1675 are 0.7%, 0.2% and 0.07% in broad ultraviolet, visible/near infrared and infrared spectral bands, with a total irradiance increase of 0.2%.

(Sjá skýrslu hér)

 

Er von á meiri skíðasnjó og skautasvellum á næstu áratugum?
 
Svari nú hver fyrir sig eftir lestur pistilsins!
 
 
Ítarefni: 
 
 Í Kanada er fólk farið að missa stjórn á skapi sínu vegna fannfergis. Sjá Reuters.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

    Ég er búinn að segja upp áskrift á öllum vísindaritum og ætla að láta lesturinn hér á blogginu duga.

Marinó Már Marinósson, 14.3.2008 kl. 09:27

2 identicon

Það er ótrúlegt hvað Alli gorugi og hans sameinaði þjóða her áróðursmeistara sem vilja skattleggja hvern andardrátt okkar, hafa náð að heilaþvo mestan hluta heimsins. 

Almenningur þarf að fara að lesa og mynda sér eigin skoðanir sem fyrst, svo við verðum ekki heft í enn meiri þrælabönd, þar sem við höfum algerlega afsalað okkur öllu valdi til "sérfræðinga" svo sem Al Gor eða Davíðs Oddssonar, eða hvaða nöfnum sem þeir heita allir saman.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 10:31

3 identicon

Nigel Weiss heldur því einmitt EKKI fram að sólin muni kæla okkur á næstu árum heldur telur hann að kólnun vegna minni virkni sólar muni ekki vega upp á móti hlýnun af manna völdum. Greinin í The National Post afbakaði orð hans. Hér er heimasíðan hans og þar má lesa eftirfarandi:

„Following a misleading account of my views in the Toronto National Post in February, a number of right-wing lobbyists have asserted that I claimed that an impending drop in solar activity would lead to global cooling that would cancel out the warming caused by greenhouse gases. On the contrary, I have always maintained that any temperature changes caused by variations in solar activity -- while interesting in themselves -- are not significant compared to the global warming that we are already experiencing, and very small compared to what will happen if we continue to burn fossil fuel at the present rate. On April 11 2007 the National Post published an apology and withdrew its allegations. They have nevertheless appeared again in the recent book `Scared to Death' by Booker and North.“

Snæbjörn Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:30

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Við kaupum Lifandi Vísindi...til hvers...ég spyr???

Rúna Guðfinnsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:13

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Takk fyrir þetta, Ágúst. Það eru spennandi tímar framundan og vonandi fer sólin að hressast, hún hefur sjálfsagt sín áhrif. En það er fleira sem ég held að þurfi að fylgjast með á næstunni, hvernig þróast t.d. La Nina sem núna er að kæla Kyrrahafið og víða annarsstaðar? Hluti af hlýjindum síðusta áratuga má ef til vill þakka því að sá kaldi straumur hefur ekki verið eins áberandi og hinn hlýji El Ninjo. Svo skiptir máli fyrir okkur hér á norðurhjara hvernig ísnum norðurpólnum reiðir af í sumar og næstu ár. Svo eru það það gróðurhúsaáhrifin, en þau eru mikið langtímaspursmál þar sem hlutirnir gerast hægt. Hvað vegur síðan þyngst, er spurning en þú veðjar sem fyrr á sólina.

Emil Hannes Valgeirsson, 14.3.2008 kl. 13:49

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Emil.  Ég lít fyrst og fremst á þetta sem eins konar tilraun sem nota mætti til að meta hver áhrif aukin gróðurhúsaáhrif eru miðað við náttúrulegar sveiflur. 

Fari virkni sólar minnkandi á næstu árum, þá ætti næsti punktur að lenda nærri rauðu línunni, ef áhrif aukins CO2 eru lítil.    Lendi hann aftur á móti fjarri henni, þá segir það okkur að áhrif aukins magns CO2 geti verið veruleg.

Menn eru sífellt að velta þessu fyrir sér og enginn veit þetta með vissu. Í grein sem birtist fyrir nokkrum dögum segir m.a.:

..."The nonequilibrium thermodynamic models we used suggest that the Sun is influencing climate significantly more than the IPCC report claims. If climate is as sensitive to solar changes as the above phenomenological findings suggest, the current anthropogenic contribution to global warming is significantly overestimated. We estimate that the Sun could account for as much as 69% of the increase in Earth's average temperature, depending on the TSI reconstruction used. Furthermore, if the Sun does cool off, as some solar forecasts predict will happen over the next few decades, that cooling could stabilize Earth's climate and avoid the catastrophic consequences predicted in the IPCC report".
--Nicola Scafetta and Bruce J. West, Physics Today, March 2008

 Læt þetta fljóta með þar sem ég var að reka augun í þessa grein.

Ágúst H Bjarnason, 14.3.2008 kl. 14:08

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Snæbjörn. Þakka þér fyrir upplýsingarnar um Nigel Weiss.  Ég fjarlægi tilvísunina í hann.

Ágúst H Bjarnason, 14.3.2008 kl. 17:09

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll aftur Ágúst, ég tek fram að mér finnst þetta mjög merkilegar pælingar og næstu ár eiga eftir að verða lærdómsrík. En af því að þú miðar við hitann á Írlandi þá er reyndar hætt við að hitinn þar og reyndar víðar í Evrópu endurspegli ekki hitafarið í heiminum akkúrat um þessar mundir, eins og kemur fram í þessu yfirliti frá Írsku veðurstofunni um hitafar liðins vetrar:

„Overall, mean air temperatures were between one and two degrees above normal for the 1961-90 period and it was the warmest winter for between 6 or 10 years at many stations, while it was the warmest winter at Valentia Observatory
since records began there in 1892“

Emil Hannes Valgeirsson, 14.3.2008 kl. 18:47

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Emil. Efri hitaferillinn frá Írlandi er úr greininni eftir Butler og Johnson sem ég vísaði á í pistlinum. Hann var svo óskýr að ég endurteiknaði hann. Ég bætti líka inn athugasemdunum um sólsveiflur 22 og 23.

Ég held að hitastigið í hverjum punkti sé meðaltal yfir sólsveifluna, eða ca 11-ára meðaltal, þannig að einstök ár vega frekar lítið.

 

Ágúst H Bjarnason, 14.3.2008 kl. 22:50

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér sýnist Árni Finsson blása í allar pípur í Mbl.í dag til að hindra frekari stóriðju vegna þess að Kyotobókunin banni okkur frekari stóriðjubjargir í Helguvík eða annarsstaðar.

Hvað er eiginlega hægt að gera me' svona vísindi þegar opinber stefna er að hlýða þessari hlýnunarsíbylju, jafnvel þó að það setji lífskjörin okkar aftur um 50 ár. ? 

Halldór Jónsson, 14.3.2008 kl. 23:22

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta verður þá eins og þegar ég var lítil. Snjór í fjöllum á veturna og skíðafæri gott á Húsavík, skautasvell á túnum og allt svo yndislegt. Takk fyrir góðan og fróðlegan pistil.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Var veðrið yndislegt á hafísárunum? En best gæti ég samt trúað að einn daginn þegar maður vaknar hafi slokknað á sólinni. Það má búast við öllu nú á dögum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 00:49

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Var veðrið yndislegt á hafísárunum? spyr Sigurður. Ekki minnist ég þess, en margir hafa gleymt því hvernig það var og hvernig það var á öldum áður þegar virkni sólar var enn minni en þá.

Við hverju má búast við minnkandi virkni sólar? Ýmislegt mun gerast:

  • Hafís gerast nærgöngull, jafnvel verulega nærgöngulli en á hafísárunum um 1970.

  • Vetur verða harðari.

  • Vorar seinna.

  • Haustar fyrr.

  • Kal í túnum verður árviss viðburður. Kartöflugrös falla að hausti.

  • Afturkippur verður í gróðurfari.

  • Uppblástur mun jafnvel aukast.

  • Jöklar munu ganga fram.

  • Sjávarstaða lækkar örlítið.

  • Sjavarafli minnkar hugsanlega, eða aflasamsetning breytist.

  • Norðaustur siglingaleiðin opnast ekki.

  • Notkun orku eykst.

  • Norðurljós sjaldséð (virkni sólar minnkar).

  • Segulflökt (aa-geomagnetic index) fer minnkandi (virkni sólar minnkar).

  • Geimgeislar aukast (Minni sólvindur).

  • Fjarskipti á stuttbylgju með hjálp endurkasts frá jónahvolfinu verða erfiðari.

  • Skíðasnjór verður aftur í Bláfjöllum og skautaís á Tjörninni.

  • OR mun væntanlega lækka verð á heitu vatni vegna aukinnar notkunar.

---

Og svona var ástandið þegar sólin var í letikasti sem kallast Maunder minimum:

Árið 1695:

"Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".


Sjá: "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags" eftir Þór Jakobsson.

Ágúst H Bjarnason, 15.3.2008 kl. 08:12

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Og svona var ástandið í London árið 1677.  Þykkur ís á Thames. Ísinn er hálfur annar metri á þykkt.

Málverkið er eftir Abraham Hondius (1630-1695). Museum of London. Fleiri myndir af "Frost Fairs" á Thames eru til.

Horft er niður eftir ánni í átt að gömlu Lundúnarbrúnni.  Lengst til hægri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og þar til vinstri sést í turn St. Olave's Church. 

Ágúst H Bjarnason, 15.3.2008 kl. 08:16

15 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gott Ágúst að þú heldur umræðunni gangandi. Ég hef ekki hugsað um veðurfar í nokkra mánuði. Umhverfis-flónin gengu fram af mér. Ætli Veðurstofa Íslands viti að Sólin er til ?

Þeir sem ekki trúa því að veðurfar sé að kólna, ættu að líta á meðfylgjandi línurit, sem ég skellti saman vegna þeirrar umræðu sem hér fer fram. Línuritið sýnir hitastig Jarðar síðustu 13 mánuði. Frávikið er frá meðalhita árin 1961-1990.

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.3.2008 kl. 14:47

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

25. mars:

Í dag má sjá tvo þokkalega sólbletti #987 og #988. Þeir eru við miðbaug sólar þannig að þeir tilheyra sólsveiflu #23. Ekkert bólar enn á sólsveiflu #24 en þá munu sólblettir birtast fjarri miðbaug. 

Ágúst H Bjarnason, 25.3.2008 kl. 08:54

17 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þurfum við ekki bara aðra sól í sólkerfi okkar til að sú gamla hressist? Er það líka ekki algengara, að tvístirni séu í sólkerfunum þarna úti?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 26.3.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband