Danskan er yndislegt tungumál eins og allir vita ...

Auðvitað skilja allir Íslendingar dönsku mætavel og tala hana lýtalaust. Er það ekki? Prófaðu bara að segja upphátt "rødgrød med fløde på".  - En skyldu Danir skilja dönsku? Ekki er það nú alveg víst. Um það fjallar þetta skondna myndband.

 

 

 
 
 
 
 Nú er bara að æfa sig: Rødgrød med fløde ...
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ágúst   Já, sannarlega spaugilegt en danskur framburður er nú enginn barnaleikur. Sigurður Skúlason magister, sem kenndi mér dönsku fyrir ævalöngu, sagði einu sinni frá því í dönskutíma að þegar hann kom í fyrsta sinn til Kaupmannahafnar, sprenglærður eftir margra ára dönskunám í menntaskóla og háskóla, þá komst hann að því að hann skildi varla nokkra setningu hjá Dönum og því síður að þeir skildu hann. Kannski hefur hann ýkt svolítið því að hann hafði skemmtilega frásagnargáfu og hafði gaman af að segja sögur. En ég hygg nú að margir muni hafa svipaða reynslu. Það er lenska hér að hatast við dönskuna en ætli hún sé ekki lykillinn að öðrum norðurlandamálum. Mér hefur alltaf þótt vel töluð danska fallegt mál þótt ég sé nú ekki mikill dönskumaður sjálfur.

       Kv.  Þorvaldur Ágústsson.
 

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 22:41

2 identicon

Já, danskan er einstaklega skemmtileg. Hvað annað tungumál er með sama orð yfir "elskan" og "skattur" (skat, jeg behøver at betale min skat i dag) :-)

Merkilegt líka þetta með tugakerfið þeirra að síðan einhverntíman á fyrri part 20 aldarinnar fóru þeir að nota mjög skemmtilegt talningakerfi sem gerir allan hugarreikning mjög skemmtilegan og að bíða eftir því hvað kassamanneskjan segir við mann þegar maður er að kaupa inn er mest spennandi tímabil dagsins (det bliver hundred en og tres, fem og halv fems. Hvernig á aumingja Íslendingur eins og ég að skilja svona lagað??? :-) ). Svo dirfast þeir að skrifa "femti" á 50 kr seðilinn sinn í stað "halv treds"! Maður er bara gersamlega ruglaður :-)

Svo má nú náttúrulega ekki gleyma reykta silungnum, røget ørred! Virkilega lystilegt að biðja um slíkt á dönsku :-)

Ólafur Jens Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sæll Ágúst, þetta er virkilega skemmtilegt, en svona dönsku tala ég orðið.  En nú  hætti ég að skammast mín fyrir það.   Takk fyrir þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Heidi Strand

Það er varla hægt að læra almennilega dönsku nema að vera búsettur í Danmörku um langan tíma og þá helst sem barn. Norskan er miklu einfaldari fyrir ykkur að læra.
Þetta myndband er gerð fyrir NRK og er úr grínþáttaröðinni Åpen post. Nú eru sömu grínistar með Ut i vår hage 2.

Heidi Strand, 31.3.2008 kl. 08:07

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Sá þetta einmitt fyrir einhverjum mánuðum og hló mikið. Fannst skemmtilegt að sjá þetta aftur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.4.2008 kl. 03:59

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er skemmtilegt að horfa á og heyra. Danskan er óttalegt hrognamál...að mínu mati...annars er tendadóttirin alin upp í Danmörku (er þó íslensk)og talar hún reiprennandi dönsku og er mjög gaman að heyra hana tala svona flotta dönsku, það er einhver sjarmi  yfir málinu

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.4.2008 kl. 09:31

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Þorvaldur. Það er satt sem þú segir. Danskan er lykillinn að norðurlandamálunum. Þegar ég fór til náms í Lundi í Sviþjóð kunni ég auðvitað ekki orð í sænsku. Reyndar var töluð Skánska á Skáni sem okkur fannst mikið hrognamál. Okkur Íslendingunum þarna gekk ágætlega að nota okkar dönsku með harða framburðinum því Svíarnir virtust skilja okkur vel. Smám saman lærðum við sænsk orð og töluðum einhverja blöndu af dönsku og sænsku, það sem menn kalla Skandinavísku.

Ólafur, tugakerfi þeirra þótti okkur mjög undarlegt og verulega ruglingslegt. Það er ekki langt milli Lundar og Kaupmannahafnar og var því samgangur mikill. Við fórum oft yfir sundið þegar eitthvað stóð til. Það var merkilegt hvað framburðurinn batnaði eftir fáeina bjóra. Líklega var það bara sjálfstraustið

Ágúst H Bjarnason, 1.4.2008 kl. 11:11

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Lilja, Heidi, Kristín og Rúna. Mér hefur alltaf þótt vel töluð danska falleg, en það er erfitt að ná framburðinum.

Ágúst H Bjarnason, 1.4.2008 kl. 11:14

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Prófaði rauðgrautinn og tókst bara ágætlega (fannst mér!). Danska hefur aldrei pirrað mig þótt mér finnist Norskan fallegri og það má alls ekki hætta að kenna norðurlandamál í skólum á Íslandi eins og svo oft er talað um. Eitt norðurlandamál er lykill að hinum tveimur.

Ég hef farið í ferðir með Skandinava þar sem hver talaði sitt mál, þ.e. dönsku, sænsku og norsku og allir skildu alla - en enginn skildi íslensku... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband