Miðvikudagur, 9. apríl 2008
Gore áhrifin brugðust ekki á Íslandi - Allt hvítt!
Í gærkvöldi um svipað leyti og Al Gore yfirgaf landið fór heldur betur að snjóa, og nú á miðvikudagsmorgni er meira en 15 sentímetra snjóþekja á höfuðborgarsvæðinu.
Alveg er þetta makalaust. Hin vel þekktu Al Gore áhrif sem fjallað var um s.l. mánudag, daginn sem Gore kom fljúgandi á einkaþotu sinni, brugðust ekki á Íslandi frekar en annars staðar.
Hörku vetur um miðjan apríl. Hvar eru blessuð gróðurhúsaáhrifin? Einhvers staðar hljóta þau að fela sig. Er ekki móðir náttúra að minna á sig? Nú hefur lofthjúpur jarðar ekki hlýnað í áratug og 3110 mælibaujur um allan heim segja okkur að kólnað hafi í hafinu síðastliðin fimm ár. Hvað er á seyði? Voru gróðurhúsaáhrif af mannavöldum bara plat? Var sólin bara svona ofur virk undanfarna áratugi og er hún núna að skríða undir sæng til að hvíla sig? Megum við búast við kólnun á næstu árum og áratugum?
Myndin er tekin að morgni 9. apríl. Á borðinu mældist rúmlega 15 cm snjór.
Hvað er þá herra Al Gore að meina með því að endasendast um heiminn? Er þetta allt tómur misskilningur hjá karlinum, eða allt með ráðum gert? Það er auðvitað gríðarmikill business í kringum sölu á kolefniskvótum. Ekki á hann hlut í slíkum viðskiptafyrirtækjum? Er hann nokkuð kolefniskvótagreifi?
Myndbandið hér fyrir neðan sýnir baráttu við hlýnun jarðar. Ætli Al Gore hafi leyst vind á Íslandi?
Myndbandið sýnir kolefnisgreifingjann að störfum við að kæla jörðina.
The Al Gore Effect
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 08:39 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Kannski er barátta Al Gore bara strax farin að skila árangri :-)
Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2008 kl. 11:17
Já, lýðskrumarinn Gore hefur strax haft áhrif til kólnunar!
Það er merkilegt með umhverfissinna og dómsdagsboðara, þeir benda alltaf á vandamál, en geta aldrei komið með neinar lausnir á þeim, sbr. Gore o.fl.
Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:27
Jón Frímann: Al Gore kom nú ekki við á norðurlandi
Ágúst: Al Gore kom fljúgandi með farþegaflugvél er það ekki?
Bjarni (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:58
Hvað segir þú Bjarni. Kom hann með farþegaþotu? Voru það bara Ingibjörg og Geir sem voru að spóka sig í einkaþotu?
Ágúst H Bjarnason, 9.4.2008 kl. 17:03
Það getur vel verið að jörðin sé ekki að hlýna, eða að það sé ekki af mannavöldum (þó um það sé reyndar consensus meðal meirihluta vísindamanna í heiminum). Hins vegar eru það EKKI rök með því (eða gegn þessari hlýnun sem sagt), að það komi óvenju kaldir dagar, vikur og mánuðir á ýmsum stöðum jarðar, heldur eru það rök MEÐ hlýnunarkenningum. Þegar hiti jarðar breytist, hvort sem hann hækkar eða lækkar, sjáum við breytingar á veðurfari. Veðurkerfi, svæði, lönd, straumar, osfr. hafa keðjuverkandi áhrif hvert á annað.
Þeir sem segja að jörðin sé að hlýna, og að það sé af mannavöldum, eru AÐ SJÁLFSÖGÐU AÐ TALA UM MEÐALHITA!!!! Hvers konar rugl er þetta að tala um kalda daga í Reykjavík??!! Hækkun á meðalhita sem þessir sömu benda á (og ég tek ekki afstöðu til hér) er þar að auki brot úr gráðu, kannski rétt yfir gráðu, yfir margra ára tímabil!! Halda menn þá að með hlýnun jarðar hækki hiti jafnt og þétt allsstaðar á Íslandi, dag frá degi??? Eða allsstaðar í heiminum?
Að lokum: Al Gore er kannski athyglissjúkur, hagnast kannski á þessu, ferðast kannski um með mengandi hætti osfr., en það er hrottaleg villa að halda að það hafi eitthvað með sannindi kenninga per se. Það dregur í mesta lagi úr trúverðugleika hans, en einungis hans. Heldur einhver að Al Gore sé upphafsmaður þessa kenninga??? Minn árgangur las um þetta í menntaskóla, sem sagt fyrir 15 árum! Þúsundir vísindamanna um allan heim hafa unnið að rannsóknum á þessu í tugi ára!! Al Gore kemur þessu bara ekkert við...!!!
..
Benedikt (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:43
Benedikt: Gróðurhúsaáhrifin eru ekkert nýtt fyrirbæri. Þau hafa verið fyrir til í hundruð milljónir ára. Án þeirra væri ekkert líf á jörðinni, því þá væri meðalhiti lofthjúps jarðar mínus 15 gráður í stað plús 15 gráða. Allt blessuðum gróðurhúsaáhrifunum að þakka.
Gore áhrifin svikölluðu standa yfirleitt ekki yfir nema í svosem einn dag í senn og eðli málsins samkvæmt mjög staðbundin . Auðvitað eru Gore áhrifin ekki raunveruleg, heldur eins konar gálgahúmor.
Það er svo annað mál, að hlýnunin sem varð á síðustu öld virðist hafa stöðvast um aldamótin, hvað sem því veldur. Hvort þetta er bara hik eða eitthvað varanlegt á eftir að koma í ljós. Hugsanlega hlýnar meira eftir fáein ár, en við skulum vera viðbúin því að það kólni. Jafnvel töluvert.
Ágúst H Bjarnason, 9.4.2008 kl. 20:55
Eigum við ekki bara að vera ánægð með að hann ætli ekki að bjóða sig fram sem forseta. Það væri dálaglegur andskoti, eftir þessu að dæma.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 21:11
Við sem þekkjum aðeins þróun tölvumála verðum alltaf svolítið skeptísk á framsögn manns sem telur sig hafa fundið upp internetið!
Haukur Nikulásson, 9.4.2008 kl. 21:16
Ágúst. Ég veit vel hvað gróðurhúsaáhrif gera hér, ég geri mér einnig grein fyrir því hvað gerist ef efnasamsetning í lofthjúp breytist!!
Ég skil vel að þetta með Al Gore áhrif er gálgahúmor!!
Ég vildi hins vegar benda þér á eftirfarandi, 1) köld tímabil á óvenjulegum tímum, á óvenjulegum svæðum (snjór í Argentínu t.d.) eru ekki rök gegn hlýnun jarðar, heldur rök með breytingum (en þá alls ekki endilega þannig að MEÐALHITI sé að lækka). Í þessu sambandi skrifar þú í færslunni:
"Hörku vetur um miðjan apríl. Hvar eru blessuð gróðurhúsaáhrifin? Einhvers staðar hljóta þau að fela sig. Er ekki móðir náttúra að minna á sig?"
2) það að hæða Al Gore hefur ekkert með hlýnun jarðar að gera. Ég hef ekki þörf fyrir að verja Al Gore...vil bara koma því að að það eru ekki rök gegn þessum kenningum.
Kveðja.
Benedikt (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 21:50
Upprifjun ...
Telltale signs are everywhere ... yada, yada, yada ... Climatological Cassandras are becoming increasingly apprehensive ...
Skemmtilega absúrd grein úr Time frá árinu 1974 um komandi ísöld.
http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,944914,00.html
Baldur Fjölnisson, 9.4.2008 kl. 22:38
Hugmynd fyrir einhvern framtakssaman blaðamann ...
Fara í Kringluna og leggja eftirfarandi spurningu fyrir 100 manns ...
"Tvívetnisoxíð er um 98% gróðurhúsalofttegunda og talið alvarleg ógnun við framtíð mannkynsins og annars lífs á jörðinni. Ert þú fylgjandi að dregið verði úr framleiðslu þess td. með kvótaúthlutunum?"
Fimmþúsund kall segir að amk. 80% segi já enda hefur skólakerfið lengi verið skipulega forheimskandi skv. meðvitaðri stefnu og því flestir stjórnmálamenn og fjölmiðlar og aðrir helstu veruleikahönnuðir almennings smám saman orðið allsendis heiladrepandi.
Baldur Fjölnisson, 9.4.2008 kl. 22:55
Baldur Fjölnisson fer með rangt mál þegar hann segir að tvívetnsisoxíð (CO2) sé 98% gróðurhúsalofttegunda. Vatnsgufa er lang mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin en CO2 þar á eftir. Vatnsgufa ásamt skýjum valda um 80% allra gróðurhúsáhrifa á jörðinni. Sjá t.d. http://web.archive.org/web/20070624015308/http://www.realclimate.org/index.php?p=142
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 9.4.2008 kl. 23:17
Afsakið, ég átti við hið mjög svo vinsæla efni H20 og veðurfræðingurinn hefur eitthvað misskilið það, og það er vafalaust minni ruglingslegu framsetningu að kenna.
Baldur Fjölnisson, 10.4.2008 kl. 00:11
Whatever, þetta var einmitt pointið. Þú skellir fram einhverju á borð við tvívetnisoxíð sem minnir á orðið koldíoxíð og heiladrepandi veruleikahönnuðir hafa leikið fólk þannig að það bregst alveg sjálfvirkt við stikkorðum. Síðan hafa þessar stýrðu rollur smám saman orðið menntamálaráðherrar og það sem áður var á barnaskólastigi kallast núna framhaldsskólar og brandarar sem eru hiklaust kallaðir háskólar hefðu varla dugað sem menntaskólar fyrir 40 árum. Afurðir þessa útþynnta og heiladrepandi kerfis sem fótósjopp og mogginn ljúga einhvern veginn á þing þurfa núna aðstoðarmenn - mjög svo skiljanlega.
Baldur Fjölnisson, 10.4.2008 kl. 00:34
Hér koma eituráhrif þessa bansetta efnis Dihydrogen Monoxíðs eða tvívetnisoxíðs betur fram, Það eru ekki svo fáir sem hafa látið lífið vegna þess, svo maður minnist nú ekki á áhrif þess á umhverfið. Er ekki rétt að láta náttúruna njóta vafans og banna þetta efni alfarið?
Ágúst H Bjarnason, 10.4.2008 kl. 06:10
Baldur, átt þú ekki við eitthvað svipað því sem fram kemur hér á YouTube
Ágúst H Bjarnason, 10.4.2008 kl. 06:15
Benedikt, eg er sammala ther en legg til ad sleppa upphropunarmerkjunum, thau koma ut eins og madur se ad hropa a vidkomandi adila.
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:43
Takk fyrir þessa ábendingu Hermann. Ég var reyndar að reyna að hrópa, en þó vil ég síst vera ókurteis og biðst hér með afsökunar. Ég verð bara svo æstur... :)
Fyrst ég er byrjaður að skrifa vil ég koma einhverju skemmtiefni að, en ekki endilega um þetta efni.
Píþagóras (Milotes að ég held, og suður Ítalíu), Lao Tze (Kína) og Búdda (Indland) voru uppi á nær sama tíma. Nöfn þeirra hafa öll svipaða merkingu, eða uþb. "Sá Upplýsti". Þeir lögðu allir til að leið hamingjunnar lægi í gegnum sjálfsskoðun. Leið að sjálfsskoðun er hægt að kenna, en sjálfsþekkingin sjálf er hafin yfir skynsemi og rök og því ekki hægt að lýsa fullkomlega. Sjálfsþekkingu verður að upplifa, eðli málsins samkvæmt.
Austurlenskir heimsspekingar á öldum fyrir Krist voru flestir sammála um að allt væri eilíft. Margir höfðu það sem fyrstu forsendu, sem síðan var byggt á. Allt er eilíft, en tekur sífelldum breytingum. Ef allt er eilíft, og ef Guð er til, þá hlýtur Guð að vera eilífur. Ef Guð er eilífur, og ef Guð skapaði heiminn, þá hefur Guð verið til að eilífu!!, áður en sköpun hófst. Mörgum finnst það mótsagnakennt og óeðlilegt.
Góðar stundir.
Benedikt (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:48
Einar. Tvívetnisoxíð = H2O = Dihydrogen Monoxíð = Gvendarbrunnavatn.
Ekki koltvísýringur CO2
Ágúst H Bjarnason, 10.4.2008 kl. 18:05
Hafþór. Þessi færsla er skrifuð í hálfkæringi af gefnu tilefni og verður að skoðast sem slík. Ég hélt að gálgahúmorinn hefði skinið í gegn
Ágúst H Bjarnason, 11.4.2008 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.