Úr bloggheimum: Fótaskortur á tungunni, eða eitthvað annað?

 

Mér rann kalt vatn milli þils og veggja við að lesa eftirfarandi ...        Ninja

 

  • Allt fór afsíðis sem gat farið afsíðis...
  • Þessi peysa er mjög lauslát...
  • Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingajar og leika á alls eggi... (Geri aðrir betur...)
  • Hann sló tvær flugur í sama höfuðið... 
  • ...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg... 
  • Ég sá svo sæta stelpu að ég fór alveg fram hjá mér... 
  • Ég var svo þreyttur að ég henti mér undir rúm... 
  • Hann sat bara eftir með súrt eplið... 
  • Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna...
  • Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast... 
  • Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti... 
  • Þar stóð hundurinn í kúnni...
  • Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra...
  • Svo handflettir maður r júpurnar...
  • Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna...
  • Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi...
  • Betur sjá eyru en auga...
  • Ég er alveg stein vöknuð! (Eftir að hafa verið stein sofandi).
  • Ég er eitthvað svo sunnan við mig. (Sagt á Akureyri).
  • Það er ég sem ríð rækjum hér. (Að ráða ríkjum).
  • Ég er búinn að vera andvana í alla nótt...
  • Róm var ekki reist á hverjum degi! ( Sagði maður á Selfossi).
  • Vinsamlegast beinhreinsið vínberin. (Í jólauppskrift).
  • Lærin lengast sem lifa.   (Maður lærir svo lengi sem maður lifir).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Algjör snilld! Mér rann kalt vatn milli skips og bryggju við að lesa þetta. Heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..hot spring river this book..?

Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 02:23

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Frábær lesning

Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 07:52

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Róm var ekki brennd á hverjum degi", var sagt hér fyrir austan........

Benedikt V. Warén, 13.4.2008 kl. 08:43

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Hér er greinilega verið að klóra í bakkafullan lækinn

Júlíus Valsson, 13.4.2008 kl. 10:25

6 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

- Sjaldan er góð ýsa of oft freðin - ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 13.4.2008 kl. 11:16

7 identicon

Ahahaha þetta var fyndið

Bryndís R (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:12

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þetta ekki bara skortur á aðgæsluleysi?

"Það er nú svo hjá víðum," sagði hann Ólafur á Starrastöðum forðum; áttaði sig svo og breytti: "víðar en hjá fleirum," líkaði það ekki allskostar og endaði með: "Eins og kannski sums staðar endranær."

Ólafur var stórbóndi og efnamaður, enda var búskapur hans öðrum til fyrirmyndar. Hann gekk þess ekki dulinn að fljótfærni hans í tali vakti umtal í sveitinni og að ýmsum ambögum hans var hlegið.

"Þeir hlægja ekki að mér þegar ég bý!" var haft eftir honum.

En nú er svo komið hjá íslensku málsamfélagi að efnilegur einstaklingur er orðinn "vonarpeningur" einhverra. Vonarpeningur er reyndar gripur í búi bóndans og svo aðframkominn að honum er vart ætlað líf.

Þess má svo geta í lokin að nú eru ærin og kýrin að mestu búnar að kveðja íslenska tungu. Í staðinn eru þær komnar áin og kúin.

Árni Gunnarsson, 13.4.2008 kl. 12:47

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Er þetta rétt?? Voru allar þessar setningar á bloggsíðum??? (Vonandi ekki minni )

Frábær lesning, þú færð A+ fyrir þetta spherical head laughing animated gif

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.4.2008 kl. 08:10

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nei nei Rúna. Ekkert af þessu er af þinni bloggsíðu!

Fyir rúmum þrem áratugum skruppu nokkrir íslenskir verkfræðinemar suður til Þýskalands. Til þeirra sem heima sátu barst póstkort sem skrifað var síðla kvölds. Þar stóð meðal annars eftirfarandi:

"Hér sit ég milli mín og Óla og er að drekka bjór"

Ágúst H Bjarnason, 18.4.2008 kl. 08:31

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nei nei Rúna. Ekkert af þessu er af þinni bloggsíðu!

Fyir rúmum þrem áratugum skruppu nokkrir íslenskir verkfræðinemar suður til Þýskalands.  Til þeirra sem heima sátu barst póstkort sem skrifað var síðla kvölds. Þar stóð meðal annars eftirfarandi:

"Hér sit ég milli mín og Óla og er að drekka bjór"       

Ágúst H Bjarnason, 18.4.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband