Einn þekktasti loftslagsfræðingur heims er bjartsýnn á þróun mála.

Meðal þekktari loftslagsfræðinga er Dr. Roy W. Spencer.  Hann hefur hlotið Medal for Exceptional Scientific Achievement frá NASA, enda þróaði hann ásamt öðrum aðferð til að mæla hita í lofthjúp jarðar frá gervihnöttum.  Einnig viðurkenningu frá American Meterological Society "for developing a global, precise record of earth's temperature from operational polar-orbiting satellites, fundamentally advancing our ability to monitor climate."  Hann er því tvímælalaust meðal þeirra sem þekkja eðli lofthjúps jarðar best.

Spencer hefur ritað mjög athyglisverðan pistil sem hann kallar Global Warming and Nature's Thermostat.  Í pistlinum koma fram margar athyglisverðar staðreyndir ásamt kenningu hans um það hvernig úrkomukerfið og skýin takmarka og vinna á móti hitabreytingum í lofthjúpnum. Það er athyglisvert, að í pistlinum kallar höfundurinn sig "climate optimist".

Hér er alls ekki mögulegt að endurtaka það sem Roy W. Spencer skrifar, en fáein atriði dregin fram. Hann bendir á það að rakinn í lofthjúpnum valdi yfir 90% af náttúrulegu gróðurhúsaáhrifum og losun manna á koltvísýringi bæti aðeins um 1% við náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin.  Án þess að afturverkun (feedback)  komi til valdi tvöföldun á koltvísýringi í lofthjúpnum minna en 1°C hlýnun.  Öll hermilíkön geri aftur á móti ráð fyrir að afturverkunin (feedback) sé jákvæð og magni því þessi áhrif upp þannig að hlýnunin verði meiri. Dr. Spencer bendir aftuir á móti á að þessi afturverkun geti alveg eins verið neikvæð og dragi þess vegna jafnvel úr hlýnunni. Hann rökstyður mál sitt.

Nóg um það. Áhugaömum er eindregið bent á að lesa þennan  pistil  loftslagfæðingsins sem kemu úr innsta hring loftslagsvísindanna. Greinin er hér

 

Í pistlinum eru nokkrir hitaferlar sem út af fyrir sig getur verið áhugavert að rýna í.

UAH_LT_with_IPCC_projections_smal-600wl

 

Myndin sýnir hitasveiflur lofthjúps jarðar frá 1990 til loka mars 2008. Þar má sjá kólnunaráhrif eldgossins Mt. Pinatubo 1991, hlýnunaráhrif El-Nino 1998, kuldann undanfarna mánuði sem gæti stafað af La-Nina og svo spá Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC. Eftirtektarvert er, að ef áhrifin frá Mt. Pinatubo og El Nino eru fjarlægð, þá virðist sem engin markverð breyting hafi verið frá 1990 til 2000, síðan hækkun frá 2000 til 2002, en engin hækkun eftir það.  Þetta sýnir okkur hve erfitt er að meta svona breytingar vegna áhrifa frá t.d. eldgosum og fyribærum í hafinu, og einnig að engu er líkara en hlýnun síðustu tveggja áratuga hafi orðið á um tveggja ára tímabili, þegar búið er að fjarlægja áhrif Mt. Pinatubo og El Nino. Sveiflurnar í hitafarinu er það miklar að það er erfitt að koma auga á stigvaxandi hlýnun.

 

2000-years-of-global-temperatures

 

Á myndinni má sjá þróun lofthita síðastliðin 2000 ár. Blái ferillinn er meðaltal 18 rannsókna og sýnir hitafarið frá árinu 1 til 1995, en rauði ferillin sýnir raunverulegar mælingar síðstliðin 150 ár, þ.e. til ársins 2007. Ens og sjá má, þá eru hitasveiflur „af sjálfu sér" ekkert óeðlilegar.  Það var álíka hlýtt og nú árið 981 þegar Eiríkur rauði fann Grænland og lokkaði þangað með fallegu nafni landsins 25 skip með Íslendingum til að hefja búsetu þar árið 985.

 Þetta var bara örlítið sýnishorn úr pistlinum sem er hér.

 

climate-confusion-cover-smallÍ lokin má benda á að nýlega kom út bók eftir Roy W. Spencer, Climate Confusion. Bók þessi hefur hlotið góða dóma.  Í mars var hún 7. vinsælasta bókin hjá Amazon og númer 1 bóka sem fjalla um náttúruvísindi...   Bloggarinn á von á eintaki eftir fáeina daga.

Bókin fæst hér hjá Amazon í Bretlandi.

 

Sem betur fer eru í vísindheiminum menn á borð við Dr. Roy Spencer sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu, þroska til að hugsa sjálfstætt, og þor til að standa við sannfæringu sína. Vissulega eru fjölmargir vísindamenn sem hafa sína persónulegu skoðun, en geta ekki starfs síns vegna rætt hana opinberlega. Rannsóknarstyrkir eru þá í húfi, og allir eiga þeir fyrir fjölskyldum að sjá. Það er ef til þess vegna að margir þeirra vísindamanna sem láta óhikað í sér heyra eru einmitt komnir á eftirlaun og því efnahagslega sjálfstæðir.  Roy Spencer er ánægjuleg undantekning.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Allt gott og blessað, nenni að vísu ekki að lesa mikið eftir Roy. W. Spencer því ég legg ekki í vana minn að lesa mikið eftir Intelligent Design fólk. Í mínum bókum þá dettur allur trúverðugleiki fólks út þegar ég heyri að það styðji ID og ég get bara ómögulega tekið nokkuð sem það segir sem einhverskonar "sannleika".

Ég legg það ekki í vana minn að dæma málefnaflutning fólks eftir öðrum trúum þess en ID er einum of mikið fyrir minn smekk og geri því eins og einn af öpunum, loka fyrir eyrun þegar slíkt fólk kemur upp á sviðið.

Var annars á fundi hérna um daginn þar sem virtir vísindamenn sem koma að loftslagsmálum komu fram með stutta fyrirlestra um það sem þeir eru að vinna að og hverjar niðurstöður þeirra rannsókna voru, merkilegt nokk, engin þeirra kom með neitt á móti loftslagshlýnun af manna völdum, allir voru sammála þar. Svo er alltaf verið að vitna í þessa örfáu efasemdamenn (eru ekki nema rétt rúmlega 40 stykki sem bylur svona hátt í http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_scientists_opposing_global_warming_consensus), en ef þið viljið fá virkilega góða meðferð loftslagsmála þá farið yfir á http://www.realclimate.org þar eru nokkrir sérfræðingar á ferð.

Það er gott og blessað að hlusta á efasemdirnar en maður verður líka að muna það að maður getur tapað sér í efasemdunum og gleymt mikilvægu rökunum sem sýna hlýnun jarðar af manna völdum.

Ólafur Jens Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Baldur Fjölnisson, 13.4.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ólafur Jens. Það er auðvitað algjört aukaatriði hverju maðurinn er að velta fyrir sér í sambandi við ID.  Það er auðvitað bara útúrsnúningur. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að Roy Spencer er meðal fróðustu manna um lofthjúp jarðar.  Við erum að ræða það mál hér. Hitt er ekki til umræðu hér.

Ágúst H Bjarnason, 13.4.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góður pistill og þakka góðan link Baldur.  Það kemur til með að verða mjög ahugavert næstu árin ef svo fer fram sem að margt bendir til að það kólni hvernig það verðr útskyrt og hvað lengi það verður hægt að kenna hnatrænni hlynun um það. Verst er að það kemur til með að draga úr vibrögðum okkar við að búast við kólnandi veðurfari sem er mankyni mun hættulegra en hlýnandi veðurfar. Gæti það skeð að í fjarlægri framtíð myndum við framleyða gróðurhúsalofttegundir einungis til að lifa af ísöld

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.4.2008 kl. 19:32

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fáir vilja ræða hina raunverulegu krísu sem er massíf og stjórnlaus útþensla og rányrkja mannsins á kostnað náttúrunnar. Fæða er orka og líf byggist á orku eins og gefur að skilja og því hefur mannkynssagan (ekki þessi einfeldningslegi bræðingur sem ykkur var kenndur í skólanum) byggst á eftirsókn eftir orku. Menn hafa eytt orku til að geta háð enn frekari stríð til að ná undir sig meiri orku til að geta logið af stað meiri stríð í nafni guðs og föðurlandsins og svo framvegis. Engar lygar og smjörklípur hafa verið sparaðar í þessu sambandi. Í fornöld fór orkan aðallega í fótgöngulið, síðan líka í dráttardýr en nú á tímum í vélar. Allt þurfti þetta sína orku í sínum myndum og nú á dögum hefur þessi gjaldþrota stefna leitt til ofurorkufrekra og ofurorkufrekra stríða vita fallít kerfa. Og við kóum með þeim. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 13.4.2008 kl. 21:13

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Í fornöld áður en menn grófu sig niður á olíuna snerist þessi orkuásókn mest um annan eldivið og því eyddu menn skógum og líka af fjöllum og jarðvegur þaðan rann síðan niður og gróf heilu heimsveldin á borð við þau grísku og rómversku. Þetta skapaði stundargróða en síðan leiddu framfarirnar til hruns og harmkvæla og kollsteypu. Málmur auk afköst við að höggva skóginn og það virkaði þangað til það leiddi til hruns. Framfarir nútímans eru góðar svo lengi sem þær ná en hver vill vara við þeim? Núna hafa framfarir í fiskveiðum og ódýr olía (sem hefur skapað óraunhæfa fólksfjölgunarsprengju, fæða er orka) leitt til þess að meira en helmingur alls sjávarfangs fer í að fóðra beljur. Hversu geðveikislega hljómar það?

Baldur Fjölnisson, 13.4.2008 kl. 21:55

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég held það sé óhætt að lesa hvað Roy Spencer hefur skrifað um ID. Þetta eru einfaldlega vangaveltur hugsandi manns um lífið og tilveruna sem lesa má hér. Sárasaklaust.

Það er umhugsunarvert hvernig sumir reyna að finna veikan punkt á ákveðnum vísindamönnum til að drepa umræðunum um loftslagsmál á dreif, ef það hentar betur. Svona ad-hominem árásir (persónuníð) eru því miður algengar, en litilmannlegar.

Ég vil árétta það að þessi pistill fjallar eingöngu um loftslagsmál og ekkert annað og biðja menn um að halda sig við það efni hér í umræðunum.

Ágúst H Bjarnason, 14.4.2008 kl. 08:30

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill Ágúst, takk

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 11:14

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sannarlega athyglisvert, takk fyrir að benda á þetta Ágúst.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.4.2008 kl. 13:10

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Ljómandi pistill og  sérstaklega gott að sjá gröf sem endurspegla raunveruleikann (snjókoma út um allar trissur) á meðan tölvulíkön gera það ekki.

Geir Ágústsson, 14.4.2008 kl. 22:30

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sko bjartsýn, það er ekki spurning, annars lifir maður þetta líf hvort eð er ekki af svo ég nýt hverrar stundar.  Kær kveðja til þín kæri Ágúst Circle Of Hearts

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 12:11

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það finnst mér einum of mikil bjartsýni að vera bjartsýnn á þróun mála! Vel að merkja, enginn lifir lífið af.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband