Föstudagur, 18. apríl 2008
Dihydrogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð í íslenskri náttúru
Hefur þú lesandi góður fundið lyktina sem stafar frá gufuaflsvirkjuninni á Hellisheiði? Lyktin stafar að dihydrogen sulfide eða brennisteinstvívetni, H2S. Í litlu magni gefur það frá sér frekar óþægilega lykt, en er banvænt í miklu magni. Húsmæður í Reykjavík hafa kvartað yfir því að það geri muni úr silfri ljóta og jafnvel svarta. Orkuveita Reykjavíkur mun bráðlega hefja tilraunir til að takmarka þessa mengun.
Fáir hafa leitt hugann að því hvort ástæða sé til þess að takmarka aðgengi að dihydreogen mónoxíði eða tvívetnisoxíði, sem oft er skammatafað DHMO. Vitað er að það getur valdið dauða innan tveggja mínútna sé því andað að sér, og skipta þeir Íslendingar líklega þúsundum sem þannig hefur farið fyrir frá því er land byggðist. Hætt er við tímabundinni vitfirringu sé þess neytt blönduðu etanóli. Það er einnig ljóst að margir eru orðnir það háðir dihydrogen mónoxíði að þeir verða gjörsamlega viðþolslausir hafi þeir ekki fengið það í nokkurn tíma. Fráhvarfseinkennin eru mjög sterk og líkjast einna helst miklum þorsta. Pistlahöfundur getur staðfest af eigin reynslu að svo er. Ekki þarf nema eitt glas af tvívetnisoxíði til að slá á fráhvarfseinkennin, og er þá ekki verra að efnið sé blandað koltvisýrlingi.
Dihydreogen mónoxíð er víða í íslenskri náttúru. Vitað er að kvikasilfrið sem mælst hefur í Þingvallavatni er blandað þessu efni, en þar finnst Dihydreogen mónoxíð einmitt í stórum stíl. Í sundlaugum landsins er það blandað klór. Efnið berst reglulega til landsins, oft með hjálp skotvindsins í háloftunum (jet stream). Stundum er það í svo miklu magni að hægt er að finna það sem hvítleitt duft, sérstaklega á hálendinu.
Það er einnig vitað að efni þetta veldur um 90% gróðurhúsaáhrifanna í lofthjúp jarðar, og er því lang öflugasta gróðurhúsalofttegundin, mun árifameira en kolsýran CO2. Þetta er þó ekki á allra vitorði.
Efnið hefur valdið miklu rofi í íslenskri náttúru, það miklu að hugsanlega er ástæða til þess að láta náttúruna njóta vafans og reyna að uppræta það alfarið. Það kann þó að reynast mjög erfitt og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Einnig er vitað er að það finnst í miklu magni í mýrlendi, en á árum áður voru bændur einmitt mjög duglegir við að útrýma tvívetnisoxíði þar, þannig að í dag eru þar iðagræn tún. Sumir telja þó að þessar aðgerða bænda orki tvímælis með tilliti til hlýnunar lofthjúpsins.
Er ekki kominn tími til að hugleiða næstu skref? Hvað segja náttúruverndarsinnar? Bloggarinn telur sig meðal hófsamra náttúruverndarsinna og er hóflega bjartsýnn á að lausn finnist á málinu.
Í Bandaríkjunum starfa samtökin
National Consumer Coalition Against DHMO sem hafa það á sefnuskrá sinni að rannsaka áhrif Dihydrogen Mónoxíðs, sérstaklega hin neikvæðu. Lesa má um DHMO hér: www.dhmo.org og www.dhmo.org/NCCA.html.
Ekki er vitað hvort Landvernd eða Neytendasamtökin séu aðilar að DHMO.
Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd. Fyrra myndbandið er tæknileg lýsing á eiginleikum dihydrogen mónoxíðs (beðist er afsökunar á ítrekuðum myndtruflunum), en seinna myndbandið sýnir átak erlendis þar sem dihydreogen mónoxíð eða tvívetnisoxíð er kynnt fyrir almenningi og undirskriftum gegn notkun þess safnað. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í málinu hér á landi? Ég bara spyr. Við megum engan tíma missa.
Dihydrogen sulfide H2S, carbon dioxide CO2 og dihydreogen mónoxíð H2O hafa mjög keimlíka efnaformúlu. Það er því varla tilviljun að fjallað hefur verið um þau hér í pistlinum. Tvö síðastnefndu efnin eru þekktar gróðurhúsalofttegundir, CO2 er þekktast, en H2O veldur þó langmestum gróðurhúsaáhrifum, eins og áður hefur komið fram. Latneska nafnið á dihydrogen mónoxíð er aqua.
Öll þessi efni finnast í ríkum mæli í gufuholum jarðvarmavirkjana.
Hvert er álit þitt lesandi góður? Hefur þú ekki áhyggjur af tvívetnisoxíði í íslenskri náttúru?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Sjónvarp, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2014 kl. 08:51 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég hef aldrei fundið lykt á minni æfi.... jamm..ég er meingölluð.. Ég er stundum fegin þegar aðrir eru að kafna úr skítalykt, þá finn ég ekkert og bara hvái við??
Ég held að áhyggjur vegna hlýnandi loftlags og breytingar þess efnis séu stórlega ýktar.
Rúna Guðfinnsdóttir, 18.4.2008 kl. 14:55
Má ég hvísla því að þér Rúna að þessi pistill er hálfgert grín.
Ágúst H Bjarnason, 18.4.2008 kl. 14:59
hahaha, skemmtilegur pistill. stórvarasamt þetta tvívetnisoxíð. skál
Brjánn Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 16:56
Mér er svo sem sama um þessa skítalykt. Ég skil þó ekki hvers vegna húsmæður í Vesturbænum kvarta ekki meira. Það fellur líka á silfrið. það sem pirrar mig mest við þessar gufuaflsvirkjanir er öll helvítis röraflækjan. Hvers vegna er ekki hægt að grafa þetta í jörð ?
Eyvindur karpi, 18.4.2008 kl. 18:57
Sprenhlægilegt Undirskriftarlistar eru notaðir í mörgum mótmælum. Ég held að það sé alltaf slatti af fólki sem skrifar hugsunarlaust undir hvað sem er. Ef það er verið að mótmæla einhverju, þá hlýtur það að vera göfugt!!
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 19:39
Ég tjái mig ekki um umfjöllunina um skaðsemi vatnsins. Ég veit ekki hversu fyndin hún er.
Eyvindur karpi, 18.4.2008 kl. 19:49
GÓÐUR!
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 22:51
Ég mótmæli harðlega þessu mónoxíðaglundri eða hvað það nú heitir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.4.2008 kl. 23:20
Sæll Ágúst. Gamansamur ertu núna, Flestir munu vita hvað H2O er, nefnilega vatn, en þegar efnafræðiheitið er skrifað með bókstöfum, hvort sem er á ensku eða íslensku þá vandast nú málið ekki síst vegna þess að nafnið er keimlíkt nöfnum ýmissa efnasambanda sem hafa lengi verið í umræðunni og fólk veit að eru eitruð eða jafnvel banvæn. Ég hygg að það sé mjög auðvelt að blekkja margt venjulegt fólk með svona orðskrúði. Fæstir hugsa á þessum nótum og svona hávísindaleg umræða kemur flatt upp á þá. Smá hugleiðing um undirskriftasafnanir. Óttinn við að opinbera fávisku sína og þekkingarleysi er oft sterkur. það kemur til þín maður með langan nafnalista og heldur innblásna ræðu yfir þér um málefnið og endar á því að höfða til ábyrgðar þinnar og spyr hvort þú viljir ekki bætast í hópinn. Hver eru svo viðbrögðin?. Allflestir skrifa undir án þess að kynna sér málið nánar, vilja ekki skera sig úr hópnum. Þetta á við hvort sem verið er að mótmæla eða lýsa yfir stuðningi við eitthvert málefni. Niðurstaða; augljós dæmi um hjarðeðli mannkyns. Af þessu tilefni rifjast upp fyrir mér að fyrir mörgum árum gerði maður nokkur- sálfræðingur að mig minnir- könnun á því hvað væri hægt að fá fólk til þess að skrifa undir. Hann samdi flókinn teksta sem fól í sér að sá, sem skrifaði undir skjalið samþykkti sinn eiginn dauðadóm. Næstum því allir, sem hann talaði við skrifuðu undir athugasemdalaust. Ergo; Ótti við að spyrja eða gagnrýna, ósviknar hópsálir. Ég held að þetta hafi verið í Frakklandi, er þó ekki alveg viss.
Kv, Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 00:56
Þú ruglar mig... ertu að tala um brennisteinsvetni?
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.4.2008 kl. 03:10
Þorvaldur. Það er ekki hægt að orða þetta betur en þú gerir. Oft kemur manni til hugar að fólk hefur ekki hugmynd um hverju það er að mótmæla og skrifar undir eins og flestir aðrir. Þorir ekki að vera öðruvísi. Ég er hræddur um að þetta eigi ekki síður við um stjórnmálamenn en almenna borgara, og því miður líka fjölmarga vísindamenn.
Ágúst H Bjarnason, 19.4.2008 kl. 07:03
Sigurður, þú veist vel hvaða glundur þetta er. Það fellur oft fyrirvaralaust af himnum ofan.
Lára Hanna, ef við blöndum saman brennisteisnsvetni og þessu alræmda dihydrogen mónoxíði þá fáum við brennisteinssýrling H2SO3. Nú er það bara spurning hvað þetta heitir á mannamáli.
Ágúst H Bjarnason, 19.4.2008 kl. 07:11
Sannleikurinn er það sem sagt er í sjónvarpi og (að minna leyti) í öðrum fjölmiðlum.
Fólk kann ekki að hugsa lengur, það treystir sér ekki til þess, sérfræðingar (oftast keyptir) ráða skoðunum og ákvörðunum fólks.
Með vorinu nú í vikunni kom mengunarslæðan frá evrópu (kína?). Ekki er það Co2, heldur súpa af einhverju öðru. Við ættum að berjast gegn þessari súpu mengunar, en ekki Co2, en Kindlingarnir (sheeple) elta Gore og aðra falsspámenn, sem ráða dagskrá sjónvarpsins, svo einfalt er það.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 10:09
ÉG trúi þér og pabba mínum langbest í þessum loftslagsmálum og svo auðvitað eigin viti, en þetta er skemmtilegur pistill kæri Ágúst. Kveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 14:37
Bara svona til að minna á það þá hafa Írar og Skotar alltaf verið á því að vatn sé hættulegt það er að segja ef ekki er búið að koma því að formið sem nefnist visky. Til dæmis deyr fjöldi manna á ári hverju í vatni.
Einar Þór Strand, 19.4.2008 kl. 15:08
Thad var einu sinni gerd rannsokn thar sem venjulegt folk var fengid til ad maeta upp i haskola og thvi var sagt ad verid vaeri ad rannsaka minni og virkni thess.
thad taladi vid mann hinum megin vid gler, i hvert skipti sem hann svaradi spurningu rangt atti thessi gaur uti bae ad lata hann fa rafsjokk i gegnum taeki sem var vid hondina a honum.
thvi oftar sem vidtalandinn svaradi rangt thvi meira var honum sagt ad auka rafsjokkid.
a akvednum punkti hrundi vidmaelandinn i golfid vid rafsjokkid, og var honum tha sagt ad thogn se rangt svar, hann eigi ad halda afram ad auka styrkinn.
65% drapu vidkomandi adila smatt og smatt... bara thvi theim var sagt ad gera thad.
thad er buid ad endurtaka thessa rannsokn margoft.
http://en.wikipedia.org/wiki/Milgram_experiment
Hermann Ingjaldsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 07:27
Sko...ég þorði þó að segja að ég teldi áhyggjur hlýnandi loftlags vera ýktar...þrátt fyrir jumtali sl. ára
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.4.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.