Óvenjulegt viðtal um loftslagsbreytingar. Kuldaleg framtíðarspá.

Við erum vön því að mönnum sé heitt í hamsi þegar rætt er um loftslagsbreytingar. Viðtalið hér fyrir neðan er óvenjulegt að því leyti að spyrillinn í Nzone Tonight þættinum á Shine TV sjónvarpsstöðinni á Nýja Sjálandi gefur prófessor Bob Carter góðan tíma til að skýra máls sitt. Carter ræðir málið frá ýmsum sjónarhornum og leggur áherslu á hve lítið menn vita, þrátt fyrir að þúsundum milljarða sé varið í rannsóknir.

Í lok viðtalsins kemur fram að ýmsir vísindamenn spá verulegri kólnun á næstu tveim áratugum, jafnvel einhverju í líkingu við Litlu ísöldina. Það gæti haft skelfilegar afleiðingar með tilliti til matvælaframleiðslu, ekki síst ef farið verður að nota hluta ræktunarlands til að framleiða eldsneyti fyrir bíla. Kólnun sé miklu alvarlegra mál en hlýnun. Þetta séu náttúrulegar breytingar eins og jarðskjálftar, eldgos og stormar sem við reynum að aðlagast, en ekki berjast við.

Í viðtalinu kemur Nýja Sjáland við sögu. Það er að mörgu leyti líkt Íslandi. Bæði löndin eru eyjar, náttúrufegurð mikil, jarðvarmi mikill, o.s.frv. 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þessi maður er skynsemin uppmáluð og tilbreyting að heyra eitthvað sem er ekki stútfullt af öfgum.

Haukur Nikulásson, 21.4.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þetta var yfirvegað og gott viðtal við prof. Carter. Okkur Íslendingum væri nær að bretta upp ermar og reisa gróðurhús í stórum stíl í stað álvera og olíuhreinsistöðva.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.4.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hlakka mikið til að lesa næstu skýrslu IPCC (er búið að setja ártal á hana?) þar sem nánast öllu frá pólitískum útdrætti 2007-skýrslunnar þarf að kyngja sem hreinni þvælu og tölvumódelaleikfimi (veðurspá mörg ár fram í tímann). Vonandi verður ekki búið að rústa lífum alltof margra í nafni CO2-krossferðarinnar þegar sá dagur rennur upp.

Eldgos, stormar og jarðskjálftar krefjast betri mannvirkja og góðra flóttaleiða. Því ríkara og orkufrekara mannkyn, því auðveldara að byggja góð mannvirki og góðar flóttaleiðir. 

Geir Ágústsson, 21.4.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verður þetta ekki allt búið svona ca. 2036??? ég ætla að njóta næstu ára í botn og gera allt sem mig langar til og fleira helst.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Það er reyndar merkilegt, að á þessum tímum, sem eru að sliga okkur og drekkja í upplýsingaflóði og „þekkingu“, þá á fólk æ erfiðara með að draga sínar eigin ályktanir og fá fullvissu um gang mála. Einnig er varhugavert, hve öll umræða um t.d. loftslagsmál, er „jarðbundin“ í stað þess að beina athyglinni út fyrir gufuhvolfið og þá helst til Sólarinnar, sem allt snýst jú um, og þeirra krafta sem eru að verki þarna úti og skapa okkur og öðum lífverum alheims þau örlög, er ekki verða umflúin.

Og einsog einn vísindamaðurinn sagði um daginn: "Google is your friend, do your own research".

Eitt enn; að leggja upp í þann leiðangur, sem er að leita sannleikans, þá er óttinn  versta veganestið... ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 22.4.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband