Gleðilegt sumar. Í dag er fyrsti dagur Hörpu.

 

Sumar í sveit

 

 

Í dag er fyrsti dagur Hörpu og sumardagurinn fyrsti. Þennan merkisdag ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl.

Í bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttarfræðing segir:

"Hvarvetna var fylgst með því, hvort frost væri aðfararnótt sumardagsins fyrsta, þ.e. hvort saman frysti sumar og vetur. Yfirleitt var það talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt. Í því skyni settu menn skál eða skel með vatni út um kvöldið og vitjuðu svo eldsnemma morguns."

Ekki frusu saman vetur og sumar hér í uppsveitunum örskammt fyrir sunnan hálendið. Hitinn í nótt fór ekki niður fyrir 5 gráður.  Samkvæmt þjóðtrúnni er það ekki góðs viti. - En, er sumarið ekki alltaf dásamlegt?

Sumardagurinn fyrsti á sér merkilega sögu á Íslandi, því áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni litu menn á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Eins konar nýársdagur. Aldur manna og dýra var þá talinn í vetrum, og enn er aldur húsdýra talinn í vetrum. Sumardagurinn fyrsti er því með merkilegustu dögum ársins. Nánar hér á Vísindavefnum. Þar segir meðal annars:

"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum, en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins. Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum, og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur. Meðal annars er vitað um sumargjafir að minnsta kosti fjórum öldum áður en jólagjafir fóru að tíðkast. Þá var haldin matarveisla sem þótti ganga næst jólunum. Fyrsti dagur sumars var líka frídagur frá vinnu og börn fengu að fara á milli bæja til að leika sér við nágranna. Þá var hann einnig helgaður ungum stúlkum og nefndur yngismeyjadagur. Piltar máttu þá gefa í skyn hverja þeim leist á. Þetta var sambærilegt við bóndadaginn og konudaginn á fyrsta degi þorra og góu."

Gleðilegt sumar Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn Ágúst.

Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 24.4.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Óskaplegir hálfvitar voru þessir forferður að trúa þessu alltaf með frostið þó reynslan hafi átti að sína þeim að það var allur gangur á þessu. Ég spái svo rigningarsumri um allt land og fúlviðri.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2008 kl. 19:34

4 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Gleðilegt sumar og bestur kveðjur austur í sveit

Ragnar Ágústsson, 24.4.2008 kl. 20:26

5 identicon

Gleðilegt sumar Ágúst. Eftir rysjóttan vetur væri gott að fá hlýtt og sólríkt sumar. Fyrir daga veðurstofunnar urðu bændur og sjómenn að spá sjálfir í veðurfarið og drógu ályktanir af ýmsum teiknum á himni og jörðu. Urðu margir afar snjallir spámenn. Sumt í gömlu þjóðtrúnni á við rök að styðjast en annað ekki eins og gengur. Í bókinni Austantórur eftir Jón Pálsson eru góðar lýsingar á því hvernig menn í neðanverðri Árnessýslu spáðu veðri eftir skýjafari, atferli dýra og ýmsu öðru, sem þeir veittu athygli í umhverfinu.

          Læt hér fylgja gamla vísu.

                 Frjósi sumars fyrstu nótt,                                                                                                                                             fargi enginn á né kú.                                                                                                                                                    Gróðakonum gerist rótt,                                                                                                                                                gott mun verða undir bú.

                          Kv.  Þorvaldur Ágústsson.                                                                                                                                                                                                                                              

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessa fræðslu Ágúst minn og hjartans þakkir fyrir ánægjulegan bloggvetur, megi sumarið verða þér og þínum ánægjulegur tími.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 23:41

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðilegt sumar Ágúst og takk fyrir fróðlegan bloggvetur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gleðilegt sumar Ágúst !  Og þakka þér kærlega fyrir skemmtilegan og fræðandi bloggvetur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.4.2008 kl. 01:05

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Gleðilegt sumar!

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.4.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband