Myndir af sólinni sem teknar voru 2. maí með stjörnusjónauka

Myndirnar voru teknar í hádeginu 2. maí í Bláskógabyggð.  Notaður var Coronado PST sjónauki með ljóssíu fyrir Hydrogen-Alfa (vetnis-alfa).

Það er lítið spennandi að taka myndir af sólinni þessar vikurnar. Engir sólblettir hafa sést lengi. Eiginlega eru sumir farnir að hafa áhyggjur að þessari leti í sólinni því það gæti bent til hratt minnkandi virkni hennar á næstu árum. Sjá pistilinn Veruleg kólnun og skíðasnjór á næstu árum? frá 14. mars s.l.

Örþunn skýjaslæða gerði það að verkum að myndirnar urðu ekki alveg eins góðar og þær hefðu getað orðið.

Meira um sólina hér á Stjörnufræðivefnum. 

Áhugaverð vefsíða með nýjum myndum o.fl: SolarCycle24.com.  Þar er vel fylgst með breytingum í sólinni og fjallað um þær á auðskilinn hátt. Mjög fallegar nýjar myndir eru hér.

Sjá einnig vefsíðuna Storms from the Sun frá NASA.

 Sólin 2. maí 2008--#2-IMG_1303-Crop-600w

 

123

Sólin 2. maí 2008--#1-IMG_1316-Crop-600w 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég segi eins og krakkarnir:"Cool"   Tókstu þetta sjálfur?  Samt fer alltaf um mig hrollur þegar ég sé myndir úr geimnum. Þá finn ég alltaf til smæðar minnar, þá finn ég hversu agnarsmá ég er.

Rúna Guðfinnsdóttir, 2.5.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Hreint glæsilegar myndir! Virðist ekki ver amikið um sólgos þessa dagana.

Júlíus Valsson, 2.5.2008 kl. 16:08

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jú Rúna. Ég tók myndirnar hjálparlaust, enda er ég einn í kofanum fyrir austan fjall

Hér er öllu betri mynd tekin í dag frá SOHO gervihnettinum.

 http://umbra.nascom.nasa.gov/eit/images/latest_eit_304.gif

Ágúst H Bjarnason, 2.5.2008 kl. 16:28

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er svo sem eftir öllu öðru að það sé að slokkna á sólinni!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er eitthvað mjög stórt í gangi og risavaxnar sveiflur í hráefna- og matvælaverði vitna mjög líklega um það.

Nútíminn er beisíkallí einn mjög stór gagnvísir, það er þú þarft að gefa gaum að því sem veruleikahönnuðirnir (auglýsingaruslpóstur sem nánast enginn kallar lengur fjölmiðla og pólitískar eignir stórfyrirtækja) forðast að ræða.

Baldur Fjölnisson, 2.5.2008 kl. 23:09

6 identicon

Sæll Ágúst.

Fallegar eru myndirnar. hér eiga við vísuorðin úr Hávamálum.

Eldur er bestur
með ýta sonum
og sólar sýn.

Eða kannski þessi úr Völuspá.

Sól tér sortna.
sígur fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;
geisar eimi
ok aldurnari,
leikr hár hiti
við himin sjalfan.

Getur verið að skáldið hafi séð fyrir endalok sólarinnar eftir fimm eða sex milljarða ára þegar hún þenst út og gleypir hálft sólkerfið?
Þessi vísa gæti verið nákvæm lýsing sjónarvotts á slíkum hamförum.
Það er gaman að velta þessu fyrir sér þótt engin verði niðurstaðan.

Kveðja.

Þorvaldur Ágústsson.

Þorvaldur Ágústsson. (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:36

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þorvaldur. Úr Sólarljóðum:

Sól ek sá
sanna dagstjörnu
drúpa dynheimum í;
en Heljar grind
heyrða ek á annan veg
þjóta þungliga.

Sól ek sá
setta dreyrstöfum,
mjök var ek þá ór heimi hallr;
máttug hon leisk
á marga vegu
frá því er fyrri var.

Sól ek sá,
svá þótti mér,
sem ek sæja göfgan guð;
henni ek laut
hinsta sinni
aldaheimi í.

Sól ek sá,
svá hon geislaði,
at ek þóttumk vætki vita;
en Gylfar straumar
grenjuðu á annan veg,
blandnir mjök við blóð.

Sól ek sá
á sjónum skjálfandi,
hræðslufullr ok hnipinn;
þvíat hjarta mitt
var heldr mjök
runnit sundr í sega.

Sól ek sá
sjaldan hryggvari,
mjök var ek þá ór heimi hallr;
tunga mín
var til trés metin,
ok kólnat alt fyr utan.

Sól ek sá
síðan aldregi
eptir þann dapra dag,
þvíat fjallavötn luktusk
fyr mér saman,
en ek hvarf kallaðr frá kvölum.

Vánarstjarna flaug,
þá var ek fæddr,
brot frá brjósti mér;
hátt at hon fló,
hvergi settisk,
svá at hon mætti hvíld hafa.

Ágúst H Bjarnason, 2.5.2008 kl. 23:50

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þorvaldur.

Fyrir um 12 árum var ég að velta fyrir mér hér hvað forfeður okkar hafi verið að hugsa. Oft hefur mér fundist sem þeir hafi haft furðu rétta heimssýn.    Á vefsíðunni Gap Ginnunga stendur þetta:

 

Ágúst H Bjarnason, 3.5.2008 kl. 00:07

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gamla vefsíðan Gap Ginnunga er hér.

Ágúst H Bjarnason, 3.5.2008 kl. 00:12

10 identicon

Ágúst.

Þessi fornu ljóð eru alltaf jafn ný og fersk hversu oft sem þau eru lesin.
Fyrri tíðar menn vissu vel að sólin væri lífgjafinn enda var sólin tignuð sem guð í flestum eða öllum trúarbrögðum til forna.  Þorkell Máni fal  sig á hönd  þeim sem  sólina skapti  á dánardægri og hefur líklega  haft nasasjón  af kristinni trú.
Varðandi heimssýn forfeðra okkar og allt aftur til forngrikkja þá hefi ég lengi verið svipaðrar skoðunar og þú að skilningur þeirra á náttúruöflunum og alheiminum hafi verið miklu meiri en nútímamenn almennt telja.
Í ritum, fornra grískra spekinga, sem hafa varðveist mun koma fram mjög nútímalegur skilningur á náttúrunni og jafnvel lögmálum alheimsins. Kirkjuyfirvöld fyrri alda bönnuðu mörg þessi rit og fræði því að þau féllu ekki að þeirra kenningum og munu eiga stærstan þátt í að þau hafa að einhverju leyti fallið í gleymsku.
Við vitum hvernig kirkjan fór með Brúnó og Galilei, það er ekki svo ýkja langt síðan.

      Kv.  Þorvaldur Ágústsson.
 

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 01:25

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þetta Ágúst, þetta vekur upp margar hugsanir og enn fleiri spuringar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 03:28

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Forfeður okkar vissu sínu viti, það er víst.  En er í stuttu máli hægt að segja fyrir um áhrif sólblossa á Jörðina, af þeirri stærðargráðu, sem myndir náðust af 4.11.´03, beindist blossi þessi beint að okkur?  Og hverjar eru líkurnar á, að það gerist?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 3.5.2008 kl. 11:48

13 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er þetta ekki það sem  margir hafa spáð að virkni soár fari minnkandi og þar með fari kólnandi á jörðinni hef lesið allnokkurar greinar um það og býð spenntur eftir því að sjá hvorir hafa rétt dyrir sér Al Gore eða þeir sem spa kólnum. Verð bara að reina að tóra önnur 50 ar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.5.2008 kl. 12:42

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einn mesti segulstormur sem vitað er um var í september 1859 og er kenndur við Carrington. Um hann má lesa hér.

Nýlega kom út hjá Amazon bókin  The Sun Kings: The Unexpected Tragedy of Richard Carrington and the Tale of How Modern Astronomy Began

Svo er það auðvitað atvikið 13 mars 1989 sem orsakaði rafmagnsleysi hjá 6 milljón manns. Blackout - Massive Power Grid Failure.

How Much Can a Solar Storm Cost?

 

 

Fjölmörg dæmi eru um truflanir og jafnvel bilanir í gervihnöttum. Sjá t.d. hér.

Það er því ekki að ástæðulausu að vel er fylgst með sólinni og gefnar út veðurspár fyrir geimveðrið, eða space weather eins og það er kallað. Sjá hér  

  Click to get values and an explanation

Ágúst H Bjarnason, 4.5.2008 kl. 08:42

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ekki er jörðin stór í samanburði við sólina

 user posted image

Ágúst H Bjarnason, 4.5.2008 kl. 14:30

16 Smámynd: Magnús Jónsson

Tak fyrir hreint út sagt frábærar og fræðandi greinar hér án ofstækis og áróðurs, sem því miður litar mest alla umræðu um heiminn okkar í dag.

kveðja Magnús Jónsson

Magnús Jónsson, 4.5.2008 kl. 19:33

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll Ágúst, þú hefur kannski tekið eftir því, en nú þykjast þeir loksins vera búnir að finna sólblett sem gæti tilheyrt sólarsveiflu nr. 24  http://spaceweather.com/

Eða eru þetta bara leifar af þeirri síðustu eins og reynst hefur með undanfarna bletti?

Emil Hannes Valgeirsson, 4.5.2008 kl. 23:30

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Emil.

Það virðist sem örlítill sólblettur (#993) með réttri segulstefnu fyrir sólsveiflu 24 hafi birst smá stund, en síðan jafnvel horfið aftur. Sjá umræður hér og hér. Svona lítill blettur hefði ekki sést fyrir daga gervihnatta eins og SOHO og spurning hvort hann sé marktækur.

 

Hér er síðasta SOHO myndin á SOHO vefsíðunni.       Ekkert sést núna (eða hvað?):

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/2008-05-04-600w_522151.jpg

Ágúst H Bjarnason, 5.5.2008 kl. 05:13

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Áhugaverð síða: SolarMonitor.org.

Ágúst H Bjarnason, 5.5.2008 kl. 05:34

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Ágúst minn, allt of langt síðan ég hef gefið mér tíma að kíkja á þig, allt vitið fer í varalitasölu og fleiri góðverk.  Æðislegar myndir að vanda og takk fyrir það, hafðu það sem allra best. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 16:53

21 identicon

Fínar myndir hjá þér Ágúst. Ég bý einmitt líka svo vel að eiga PST, raunar bæði Vetnis-alfa og Ca-K sjónauka. Svo á ég einnig 60mm Vetnis-alfa síu með 0,7 Angström bandvídd. Hún er svakaleg. Þú verður að kíkja í gegnum hana hjá mér á sólskoðun Stjörnuskoðunarfélagsins, væntanlega þann 17. júní ef veður leyfir.

Sævar Helgi (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:02

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir athugasemdirnar Sævar Helgi.   Ég verð endilega að fá að horfa í gegnum 0,7Å vetnis-alfa síuna.

Ágúst H Bjarnason, 6.5.2008 kl. 21:11

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég minntist á Carrington sólblossann gríðarlega í athugasemd #14.

Svo skemmtilega vill til að fjallað er um hann í dag hjá Science@NASA. Sjá A Super Solar Flare.  Mjög áhugaverð lesning. 

 

Sólblossi 5. des. 2006. Stefndi ekki á jörðina. 

 

Spennubreytirinn sem skemmdist í hamförunum 13. mars 1989 

Það er ljóst að við getum átt von á gríðarlegum skemmdum á rafbúnaði þegar sólblossi af svipaðri stærð og Carrington blossinn verður næst og stefnir á jörðina. Það er bara tímaspursmál. 

Lanzerotti points out that as electronic technologies have become more sophisticated and more embedded into everyday life, they have also become more vulnerable to solar activity. On Earth, power lines and long-distance telephone cables might be affected by auroral currents, as happened in 1989. Radar, cell phone communications, and GPS receivers could be disrupted by solar radio noise. Experts who have studied the question say there is little to be done to protect satellites from a Carrington-class flare. In fact, a recent paper estimates potential damage to the 900-plus satellites currently in orbit could cost between $30 billion and $70 billion. The best solution, they say: have a pipeline of comsats ready for launch.

Ágúst H Bjarnason, 6.5.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband