Nemendur HR skutu eldflaug til himins. Myndir.

 

Hönnunarhópurinn

 Fjölmargar myndir eru vistaðar í vefalbúmi hér.

Mánudaginn 5 maí skutu nemendur við Háskólann í Reykjavík eldflaug til himins frá Vigdísarvöllum. Eins og við öll geimskot var mikil eftirvænting í loftinu. Flaugin náði 1397 metra hæð og hálfum hljóðhraða eða 170 metrum á sekúndu, sem jafngildir 620 km/klst.

Flaugin er um 2.5 metrar að lengd og er knúin áfram af 1.6 kg af KNER drifefni, en það er blanda af saltpétri og gervisykri. 

Eldflaugin var einstaklega vel smíðuð. Í henni var m.a. videomyndavél, staðsetningartæki og fallhlíf til að bera hana óskemmda til jarðar. Greinilegt var að allt var vel undirbúið því hópurinn vann fumlaust að því að gera flaugina klára fyrir skot. Hún hóf sig á loft á klukkan 14 eins og áætlað hafði verið og hvarf sjónum í skýin. Eftir nokkra stund mátti sjá hana koma svífandi niður úr skýjaþykkninu og berast undan vindinum þar til hún hvarf sjónum bak við fjallshlíð. Auðvitað urðu mikil fagnaðarlæti.

Til hamingju eldflaugasmiðir Wizard

 

Bloggarinn tók fjölmargar myndir sem eru vistaðar í vefalbúmi hér.  Best er að skoða myndirnar með því að velja "Slideshow". Hægt er að hlaða niður myndum í upplausninni 1600 pixel á breidd.

Á vefsíðu hönnunarhópsins honnunx.blogcentral.is eru allmargar myndir af flauginni.

Sá einnig vefsíðu Íslenska eldflaugafélagsins www.eldflaug.com

Umfjöllun í Kastljósi RÚV:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365670/2

Sjónvarp Morgunblaðsins:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/05/eldflaug_skotid_a_loft 

 

Sjá einnig eldri pistla:

Íslenska Eldflaugafélagið mun skjóta á loft 2ja þrepa eldflaug í sumar

Geimskot Frakka á Íslandi 1964-1965... Iceland Space Center ... Myndir

 

 

 

Eldflaugin
 
Búúmmm... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst,

Gaman að sjá þig á svæðinu. Vonandi að þú hafir skemmt þér vel. Mjög svo skemmtilegar myndir sem þú tókst, þær bestu hingað til sem ég hef séð frá skotinu.

Magnús Már Guðnason (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hún er einstaklega fróðleg greinin þín um frönsku eldflaugarnar. Þetta er fyrsta flokks vísindasaga.

Er ekki rétt munað hjá mér að einhverjir skólapiltar í MH hafi reynt að skjóta eldflaug á loft við skólann á 8. áratug síðustu aldar? Ég hitti einn þeirra (eða kannski var hann bara vitni) í fyrra í Bolungarvík og hann greindi mér frá því að mjög alvarleg tæknimistök (lestrarvilla) urðu til þess að það skot mistókst.

Nýlega var ég með grein í Sagan Öll (Nr. 2, 2008) um fyrsta flug gasloftbelgs á Íslandi. Ég var ekki fæddur þá, en hafði allan fróðleik og ljósmyndir frá föður mínum heitnum og móður, sem höfðu stjanað í kringum hjónin sem flugu belgnum Jules Verne.

Manst þú eitthvað eftir þeim atburði?

Belgurinn er lentur

Ljósm. ©Erla Vilhelmsdóttir

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.5.2008 kl. 06:27

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Vilhjálmur.

Þakka þér fyrir fróðleikinn.  Því miður man ég ekkert eftir þessu flugi loftbelgsins.  Ég þyrfti að má mér í eintak af blaðinu Sagan öll og lesa greinina.

Ég var ekki viðstaddur þegar skólapiltar, úr MH minnir mig, reyndu að skjóta eldflaug á loft. Líklega á Sandskeiði.  Eitthvað gekk það brösótt því eldsneytið brann allt of hægt, ef ég man rétt.

Ágúst H Bjarnason, 10.5.2008 kl. 07:56

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Magnús. Það er alltaf gaman að vera viðstaddur svona atburð. Ljúfar minningar um tilraunir með saltpétur o.fl. á unglingsárum streyma fram .  Vonandi gengur skot tveggja þrepa flaugarinnar í sumar vel.

Ágúst H Bjarnason, 10.5.2008 kl. 07:59

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll og blessaður. Ég hugsaði einmitt til þín þegar skotið var.  Alltaf gaman af fróðleik hjá þér.  Hafðu það gott um helgina minn kæri.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband