Hefur Fönix geimfarið fundið vatn á Mars?

 
Hefur geimfarið Fönix sem lenti á Mars fyrir skömmu fundið vatn á reikistjörnunni? Og það eiginlega óvart...

Þegar myndavélinni var beint undir geimfarið blasti þetta við. Er þetta íshella sem er efst á myndinni? Stækkuð úrklippa er hér fyrir neðan.

Er þetta frosið vatn?  Getur verið að örskammt undir yfirborðinu sé ís í miklum mæli?

 
 
 
Vatn á Mars-2
 
Á þessari mynd er engu líkara en hemla-eldflaugar geimfarsina hafi brætt holur í ísinn, það er að segja ef þetta er ís. Staðsetning holanna passa nákvæmlega við einn eldflaugahreyflanna.
 
Skurðgrafan á Mars
 
Nú er skurðgrafan á Phönix byrjuð að moka. Jarðvegurinn (Marsvegurinn?) er settur í ofn sem hitar innihaldið í 1000 gráður. Sjá nánar hér
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Er nokkuð fyrsti apríl í dag? -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er greinilega Kjörís úr Hveragerði. Þeir eru duglegir í markaðssetningunni.

Þorsteinn Briem, 15.6.2008 kl. 05:58

3 Smámynd: Jac Norðquist

Þetta verður meira og meira spennandi ! Ég fylgdist með í beinni þegar lendingin varð og nú bíður maður nett óþolinmóður eftir niðurstöðum.

Jac Norðquist

Jac Norðquist, 15.6.2008 kl. 11:04

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Einhversstaðar las ég að mönnum þætti þetta hálf fyndið.  Geimfarið gat ekki fundið betri stað til að lenda á en um leið smá ólán, því ef það hefði munað 50 cm þá hefði skóflan kannski náð að krafla í ísinn?  Verst að hönnuðirnir gerðu ekki ráð fyrir að lenda á ís,  því þá hefðu þeir haft bor undir vélinni og borðað beint niður.  Mín tilgáta er að þetta er einhver vökvi (eldsneyti)  sem hefur lekið úr geimfarinu þegar það lennti og fraus um leið og það snerti jörðina?  Það sést í gegnum þetta eins og um þunna skel og nýlegur sandur undir.   

Svo finnst mér líka merkilegt hvernig skuggarnir frá hjólabúnaðninum eru tveir og vísa í ekki frá einum ljósgjafa.   Það sést á annarri mynd sem ég sá (hjá NASA heimasíðunni) og sem sýnir sjónarhornið á ísinn.

Marinó Már Marinósson, 15.6.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hin virta vefsíða Astronomy Picture of the Day (APOD) var þegar í byrjun apríl 2005 með mynd af vatni á Mars   Sjá hér

Það verður gama að fylgjast með hvað kemur í ljós næstu daga. Er þetta Kjörís, eldsneyti, klaki eða eitthvað annað? Varla aprílgabb í júní.

Ágúst H Bjarnason, 15.6.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nei, varla aprílgabb núna, en þetta gæti verið draumur.  -    Draumur sem endar á Jónsmessunótt.-

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Ágúst merkilegar myndir og engin stóriðja. Bendi þér á að skoða þessa síðu og myndbönd.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 16.6.2008 kl. 23:32

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Sigurjón.  Ég bloggaði einmitt um Bob Carter og fyrirlestur hans neðst á þessari síðu.

Einnig er mjög áhugavert viðtal við Bob Carter  á bloggsíðu minni hér.

Ágúst H Bjarnason, 18.6.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband