Sunnudagur, 19. nóvember 2006
Hlýrra á Grænlandi 1930-1950 en undanfarið. Á skjön við hnatthlýnunarkenninguna.
Til að gera sér grein fyrir hvort hlýindi allra síðustu ára séu hættuleg afleiðing manna á losun koltvísýrings er að sjálfsögðu nauðsynlegt að vita með nokkurri vissu hvort svipað ástand hafi ríkt áður. Eru þetta breytingar af mannavöldum, eða eru þær að miklu leyti náttúrulegar? Megum við búast við að þær gangi til baka á næstu árum eða áratugum?
Nýlega voru kynntar niðurstöður samstarfsverkefnis DMI og CRU. DMI stendur fyrir Danmarks Meteorologiske Institut (Danska Veðurstofan) og CRI stendur fyrir Climatic Research Unit sem er ein virtasta loftlagsrannsóknastonun í heimi (University of East Anglia í Englandi). Sérfræðingar frá Háskólanum í Kaupmannahöfn tóku þátt í úrvinnslu gagna.
Þar til nýlega náðu hitamæligögn í Grænlandi "aðeins" aftur til ársins 1873. Nú tókst að safna gögnum frá 13 stöðvum á Grænlandi aftur til ársins 1784. Það bættust sem sagt við 74 heilir vetur og 52 heil sumur við fyrri skrá.
Úr þessu mæligögnum má lesa mikinn fróðleik. Það sem kemur þó ef til vill á óvart, sérstaklega með hliðsjón af umræðunni undanfarna mánuði að Grænlandsjökull sé að bráðna, o.s. frv., er að tveir hlýjustu áratugir síðustu aldar á Grænlandi voru fyrir miðja öldina, þ.e. 1931-1940 og 1941-1950. Hlýjasta árið í skránni er 1941.
Sjá myndina hér fyrir ofan. Smellið á hana til að sjá skýrari mynd. Takið eftir áratugunum 1931-1940 og 1941-1950 þar sem meðalhitinn var -0,8°C samanborið við aðeins -2,5°C áratuginn 1981-1990 og -2,1°C áratuginn 1991-2000. (Mínus 0,8 gráður er auðvitað öllu hlýrra en mínus 2,5 gráður). Jafnvel áratugurinn 1921-1930 var hlýrri.
Úr töflunni, síðasti áratugurinn efst:
1991-2000 -2.1°C "Svalt"
1981-1991 -2,5°C "Svalt"
1971-1980 -1.7°C
1961-1970 -1.0°C "Hlýtt"
1951-1960 -1.1°C "Hlýtt"
1941-1950 -0.8°C "Hlýtt"
1931-1940 -0.8°C "Hlýtt"
1921-1930 -1.1°C "Hlýtt"
1911-1920 -2.4°C
1901-1910 -2.6°C
1891-1900 -2.9°C
1881-1890 -3.3°C
1871-1880 -1.7°C
1861-1870 -3.6°C
1851-1860 -2.1°C
1841-1850 -2.5°C
1831-1840 -
1821-1830 -
1811-1820 -4,4°C
Nú vakna áleitnar spurningar, því árið 1930 hafði losun manna á koltvísýringi ekki náð nema litlu broti (um 15%) af því sem nú er:
- Hvers vegna var hlýrra á Grænlandi fyrir miðja síðustu öld en síðastu áratugi aldarinnar?
- Hafi þetta verið náttúrulegar sveiflur, sem stóðu svona lengi yfir, gæti hlýnun síðustu ára að miklu leiti verið af sama meiði?
- Var ekki einhver að tala um bráðnun Grænlandsjökuls? Skyldi vera meiri bráðnun nú en fyrir hálfri öld og vel það?
- Ennfremur: Lofthjúpur jarðar er talinn hafa hlýnað um 0,7°C síðan árið 1860, þ.e. frá síðustu áratugum Litlu ísaldar. Ef við setjum þessa tölu í samhengi, þá jafgildir hún hitabreytingu um 100 m upp-niður og um það bil 100 km norður-suður. Ef helmingur breytingarinnar er náttúrulegur og helmingur af mannavöldum, þá jafngildir hlýnunin af mannavöldum álíka og þegar farið er 50 metra niðurávið, þ.e. svipað og úr efra-Breiðholti í neðra-Breiðholt. Er þatta veruleg hlýnun? (Að meðaltali lækkar hiti með hæð um 0,67° á hverja 100 metra skv. bókinni Veðurfræði eftir Markús Einarsson. Meðalhiti jarðar er 287°K (14°C), þannig að 0,7° hlýnun er 0,25%).
Hvað sem öðru líður, þá er það ljóst að náttúrulegar sveiflur í hitafarinu eru verulegar, og erfitt að greina á milli þeirra og hugsanlegra breytinga af mannavöldum. Getur verið að "um helmingur" hitahækkunar síðustu aldar sé af mannavöldum og helmingur náttúrulegar? Hvað er svo "um helmingur"? Er það 20%, 50% eða 80%? Ekki veit ég það, og kanski enginn með vissu. Óvissan er mikil í þessum málum, a.m.k. enn sem komið er.
Í lokin: Það vekur athygli hve áratugurinn 1811-1820 virðist hafa verið kaldur. Eldgosið mikla í Tambora 1815 gæti hafa átt þátt í því. Sjá greinina Year Without a Summer eftir Dr. Willie Soon
Sjá World Climate Report: Cooling the Debate: A Longer Record of Greenland Air Temperature
(Frumheimild: Vinther, B.M., K.K. Andersen, P.D. Jones, K.R. Briffa, and J. Cappelen. 2006. Extending
Greenland temperature records into the late eighteenth century. Journal of Geophysical Research, 111, 10.1029/2005JD006810).
Smella á myndir hér fyrir neðan til að sjá skýringar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt 5.1.2007 kl. 08:42 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ertu að segja að það sé allt í lagi með umhverfismál og að gróðurhúsaáhrifin séu kenning sem ekki sé hægt að taka alvarlega?
Villi Asgeirsson, 19.11.2006 kl. 16:42
Sæll Villi.
Ég er ekki að segja neitt, en hver er ástæða þess að hlýrra var á Grænlandi fyrir meira en hálfri öld en undanfarna áratugi? Hitaferlarnir eru ef til vill að segja okkur eitthvað. Reyndar hefur hugsanlega verið öllu hlýrra þegar Eiríkur Rauði sigldi fyrst til Grænlands árið 982 og settist þar að þrem árum síðar. Það er gaman að velta svona hlutum fyrir sér og reyna að líta hlutlaust á málin.
Ágúst H Bjarnason, 19.11.2006 kl. 17:12
Það er vitað mál að loftslag var hlýrra fyrir 1000 árum og mjög sennilegt að Grænland hafi verið byggilegra þá. Var það ekki upp úr 1200 sem fór að kólna á norðurslóðum? Það er líka vitað að það ríkti lítil ísöld í Evrópu í nokkrar aldir og henni létti á fyrri hluta 19. aldar. Það er varla hægt að kenna mannkyninu um þessa sveiflur.
Hitt er svo annað mál að hitaskeiðið sem hefur verið ríkjandi síðan um miðja síðustu öld er ekki á undanhaldi, nema síður sé. Á síðasta áratug höfum við upplifað átta eða níu af tíu heitustu árum sem mælst hafa. Meðalhitastig á jörðinni er að þokast upp á við. Þó að einstaka staðir kólni sannar það ekki að þetta ferli sé ekki í gangi eða að við séum ekki að hafa áhrif. Það er líka vitað mál að þegar kalt er í Evrópu er hlýtt á Íslandi (og Grænlandi?). Nú er kalt og úrkomusamt í Reykjavík, en það sem af er nóvember hefur verið sannkallað vorveður hér á meginlandi Evrópu. Hitastig er hér yfir meðallagi, eins og virðist reyndar yfirleitt vera.
Það bendir allt til að við séum að minnsta kosti að hjálpa til við að kynda upp á jörðinni. Mér finnst það aukaatriði hvort þetta sé allt okkur að kenna eða hvort við séum bara að ýta undir ferli sem hefði gerst hvort eð er. Sannleikurinn er að ef Grænlandsjökull bráðnar mun yfirborð sjáfar hækka um sex metra. Íshellan við norðurpólinn er að bráðna og það mun hafa gríðarlega röskun í för með sér. Þetta eru vandamál sem verður að taka alvarlega, hver sem á sökina á því.
Villi Asgeirsson, 19.11.2006 kl. 19:07
Það er rétt að við erum oft út úr fasa við meginland Evrópu. Trúboðinn Hans Egede (1684-1758) skrifaði um fyrirbærið, eða öllu heldur afleiðingar þess. Hann var í Grænlandi um 1730 og hélt dagbók og skrifaði meðal annars eftirfarandi: "Allir vetur í Grænlandi eru harðir, en þó ekki eins. Danir hafa tekið eftir því, að þegar vetur er harður í Danmörku, þá er hann mildur í Grænlandi, og öfugt." Þessu veldur væntanlega Norðuratlantshafssveiflan NAO (North Atlantic Oscillation). Sjá skýringu á NAO hér, en þar er einmitt vitnað til þessara ummæla.
Ágúst H Bjarnason, 19.11.2006 kl. 19:47
Sjá greinina Extending Greenland temperature records into the late eighteenth century. Journal of Geophysical Research, sem er hér á Netinu:
http://www.cru.uea.ac.uk/cru/data/greenland/vintheretal2006.pdf
Ágúst H Bjarnason, 21.11.2006 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.