Laugardagur, 9. ágúst 2008
Líkur á að fá allar tölur réttar í Lottó eru minni en 1:600.000
Ekki eru miklar líkur á að fá allar tölurnar í Lottóinu réttar. Líkurnar eru aðeins 1:658.008.
Við getum reiknað þetta út á eftirfarandi hátt:
Í íslenska lottóinu eru í dag 40 kúlur með númerum frá 1 upp í 40. Það skiptir ekki máli í hvaða röð kúlurnar koma upp.
Ef við hugsum okkur fyrst að það skipti máli í hvaða röð númeruðu kúlurnar koma upp, þá eru fyrst 40 möguleikar á hvaða númer við drögum fyrst, næst 39 möguleikar (þar sem eitt númer er farið), þar næst 38 (þar sem tvö númer eru farin), o.s.frv.
Heildarfjöldi möguleika er því 40 x 39 x 38 x 37 x 36 = 78.960.960.
Nú skiptir ekki máli í hvaða röð tölurnar koma. Möguleikarnir á að raða upp fimm mismunandi kúlum í einhverja röð eru 5 x 4 x 3 x 2 x 1 = 120.
Þetta þýðir, að ef það skiptir ekki máli í hvaða röð tölurnar koma, verða möguleikarnir á fjölda útkoma í Lottóinu 78.960.960 / 120 = 658.008.
Með öðrum orðum, líkurnar á því að vera með allar tölurnar réttar eru aðeins 1:658.008.
Á sama hátt getum við reiknað út líkurnar fyrir 38 kúlur eins og fjöldinn var fyrir nokkrum mánuðum; 1:501.942, og fyrir 32 kúlur eins og fjöldinn var fyrir allmörgum árum; 1:201.376.
Auðvitað má svo auka líkurnar með því að kaupa fleiri en eina röð, en það er allt annað mál.
Ekki spila ég í Lottó...
Vísindavefurinn: Hvað eru margir möguleikar á talnaröðum í íslenska lottóinu?
"Enginn var með allar lottótölur réttar í kvöld og gekk því aðalvinningurinn, sem var sexfaldur og nam 43,6 milljónum, því ekki út..."
Sexfaldur lottóvinningur gekk ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Spil og leikir, Tölvur og tækni, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Úff of flókið fyrir mig í kvöld, en ég vinn svosem aldrei svo ég geri mér engar grillur, á eina röð í áskrift og læt það duga. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 23:17
Gústi...það er ekki fallegt að eyðileggja drauma miðaldra húsmóður..
Kveðjur og heilsanir á höfuðborgarsvæðið.
Rúna Guðfinnsdóttir, 10.8.2008 kl. 02:25
Venjulega kaupa menn 10 raða seðil, svo líkurnar fara þá niður í 1: 60.000. Ef þú kaupir 100 raðir, þá eru líkurnar 1:6000.
Þúsund raðir kosta milljón. og þá eru líkurnar væntanlega 1:60. Myndi maður leggja milljón undir til að velja eitt rétt spil af 60?
10.000 raðir kosta 10 milljónir. Þá eru líkurnar 1:6 Myndi maður setja þann pening undir ef maður ætti að velja eitt spil af sex, svo ekki sé talað um að vinningurinn verði 10.000.000?
Maur þarf 60.000.000 til að vera öruggur, en þá tekur maður áhættuna á að einn eða fleiri geti verið með alla rétta líka, sem er ekki gáfulegt, þótt að vinningurinn væri 100.000.000. Hann nær því ekki einu sinni að verða 60.000.000-Aldrei. Nálægt 30.000.000 hefur hann orðið, svo menn sjá hvert vitið er í þessu.
Ef þú spilar 10 raðir í viku í hvað 1200 ár ca. Þá er nokkuð líklegt að þú vinnir, en þó ekki gefið. Er það ekki rétt ályktað? Þú hefðir því þurft að byrja um landnám til að eiga séns í dag?
En...svo er það guð og lukkan
Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 03:22
Ég var svo heppin fyrir nokkrum árum að vera með allar tölurnar réttar og potturinn var fimmfaldur. Ég hef aldrei spilað mikið í þessu Lottói og geri heldur ekki í dag. Ég veit hverjar líkurnar eru og veit líka að líkurnar á að vinna aftur eru hverfandi
Valsól (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 11:50
Það vinnur alltaf einhver á endanum.
Ef maður tekur þátt, þá á maður jafn mikinn möguleika og næsti maður.
Heppni getur spilað með manni í það skiptið, ég sé ekki afhverju maður ætti ekki að taka þátt þegar potturinn er svona stór.
Þetta er nú bara 1.000 kr.
Sem betur fer er ég ekki háður Lottó - ég spila aðeins þegar pottarnir verða mjög stórir - ef ég man eftir því að versla miða :)
Eigiði góðan dag.
kveðja,
fhb
fhb (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 12:31
Hvað eykur þú mikið líkurnar á vinningi með því að kaupa tvær raðir í stað einnar?
Júlíus Valsson, 10.8.2008 kl. 18:22
Ása er kona einföld,
og ákaflega kynköld,
Lotta er betri,
á löngum vetri,
ég kannski á séns í kvöld.
Þorsteinn Briem, 10.8.2008 kl. 22:14
Spila bara aldrei í Lottó. Alltaf svona frekar óheppin í spilum en heppin í ástum svona á síðari árum alla vega
Kolbrún Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 20:01
Ég hef nú frekar dræmt uppúr Lottóinu...ætli það sé ekki svipað með ástina......
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:41
Ég vann einu sinni 4 réttar og bónustölu.Fékk þokkalegan aur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:13
Er athugasemd 3 rétt? Ég hélt að líkurnar myndu ekki aukast svona gríðarlega með því að fjölga röðunum í 10.
Pétur Pétursson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.