Laugardagur, 23. ágúst 2008
Gullmoli sólkerfisins er ótrúlega fallegur
Lengi hefur Jó tungl Júpiters verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Varla er hægt að ímynda sér meiri fegurð en þar blasir við. Auðvitað hef ég ekki komið þangað sjálfur, en dáðst af ofurskýrum myndum af þessum hnetti. Þar er bragðarefurinn Loki Laufeyjarson í öllu sínu veldi meðal djásna sem hvergi eiga sína líka. Þarna er heimur í sköpun. Loki á stóran þátt í að móta landslagið á Jó. Loki er hvorki meira né minna en virkasta eldfjall sólkerfisins.
Hvar er Loki á myndinni? Loki er aðeins hægra megin miðju. Hraunstraumurinn leynir sér ekki. Smellið þrisvar á hana til að sjá skýrari mynd. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá gosstrókinn frá Loka.
Hvers vegna er Jó svona eldvirkur? Það er nálægin við Júpiter sem veldur eins konar flóð og fjöru áhrifum í jarðskorpunni. Hún er sífellt að þenjast út og dragast saman. Við það myndast gríðarmikill varmi sem leitar út.
Er Jó úr gulli? Maður gæti freistast til að halda það, svo mikil er fegurðin. Nei, guli liturinn stafar af brennisteini. Gullið sækjum við aftur á móti til Kína. Að minnsta kosti silfur .
Gosstrókurinn frá Loka
Nærmynd af Loka
Júpiter og tunglið Jó
Fyrir hálfri öld smíðaði ungur strákur einfaldan stjörnusjónauka. Efnið var meterslangur pappahólkur, gler fyrir fjarsýnisgleraugu um 5 cm í þvermál og lítið stækkunargler sem var um 1 cm í þvermál. Brennivíddirnar voru 100 cm og 2 cm þannig að sjónaukinn stækkaði 50 sinnum. Með honum mátti sjá nokkuð vel gígana á tunglinu og nokkur hinna fjölmörgu tungla Júpiters. Þar á meðal hefur Jó væntanlega verið. Júpiter leit út eins og skær stjarna en tunglin sem mjög daufar stjörnur. Ekki grunaði mig þá hve tungl Júpiters eru mikilfengleg, en eitthvað var það sem heillaði.
Það var undarleg tilfinning að sjá reikistjörnuna með tunglunum með þessum frumstæða kíki. Undarlegur fiðringur fór um strákinn. Slíkt gleymist ekki. Sami firðingur fer enn um hann þegar tindrandi stjörnuhimininn myndar himinhvelfinguna, Vetrarbrautin í öllu sínu veldi og norðurljósin dansandi. Því miður eiga ekki öll börn lengur kost á að upplifa slíkt. Ljósmengun borgarljósanna sér til þess.
Það er vel þess virði að fara í bíltúr með fjölslyldunni út fyrir borgina til að skoða stjörnuhimininn þegar stjörnubjart er. Það þarf ekki að vera sólskin til að njóta náttúrunnar.
Wikipedia segir okkur eftirfarandi um Loka Laufeyjarson:
Loki Laufeyjarson er afar fyrirferðarmikið goðmagn í norrænni goðafræði. Hann er sonur Laufeyjar og Fárbauta jötuns og er því af jötnaætt. Hann umgengst goðin mikið og blandaði eitt sinn blóði við Óðinn sjálfan. Loki eignaðist þrjú hræðileg afkvæmi með tröllkonunni Angurboðu en kona hans var önnur. Hún hét Sigyn og eignaðist Loki tvo syni með henni.
Í hinni norrænu goðafræði gegnir Loki því hlutverki sem í trúarbragðafræðum hefur verið kallað bragðarefur (á ensku trickster). Loki leikur á goðin, hrekkir þau, hegðar sér ósæmilega og brýtur þær reglur sem hafa áður verið settar af goðunum en slík hegðun er dæmigerð fyrir bragðarefi. Loki hefur þó þá sérstöðu að hann er oft illgjarn og sjaldan leiða hrekkir hans til nokkurra heilla, allra síst fyrir hann sjálfan, því goðin refsa honum oft harðlega fyrir það sem hann gerir.
Loki gat þrjú afkvæmi við tröllkonuna Angurboðu og eru þau hvert öðru hryllilegra. Miðgarðsormur, risaslangan sem lykur sig um Miðgarð, og Fenrisúlfur,risastór úlfur, eru báðir undan Loka og Angurboðu komnir og eru tvö helstu tortímingaröfl í norrænni goðafræði. Þriðja afkvæmi þeirra er Hel, en hún ríkir yfir undirheimum og dauðum. Einnig á Loki tvo syni með konu sinni Sigyn, þeir heita Narfi og Váli.
Eitt afkvæmi Loka er enn ótalið en það er hinn áttfætti hestur Sleipnir. Er bergrisi einn kom til ásanna og bauðst til að byggja múr í kringum Ásgarð brá Loki sér í líki hryssu svo hann gæti lokkað Svaðilfara, hest risans í burtu. Það tókst og risinn náði ekki að byggja múrinn á tíma en afleiðingarnar fyrir Loka voru þær að síðar eignaðist hann Sleipni.
Loki var sá sem bar mesta ábyrgð á dauða Baldurs, hins hvíta áss. Goðin léku sér að því að kasta hlutum að Baldri því Frigg hafði komið því svo fyrir að ekkert beit á honum. Loki komst þó að því að sá hlutur sem gat skaðað hann var mistilteinn og kom hann því svo fyrir að Höður, hinn blindi ás, fékk mistilteinsknippi í hendurnar og varpaði því, óafvitandi um hvað hann hafði undir höndum, að Baldri svo af hlaust bani. Einnig segir sagan að þegar æsir reyndu að ná Baldri aftur úr Helju með því að fá alla hluti heims til að gráta hann, þá hafi Loki dulbúið sig sem tröllkonuna Þökk en hún var sú eina sem neitaði að gráta. Baldur var því um kyrrt í Helju.
Goðin komust á snoðir um hvernig dauða Baldurs hafði verið háttað og flýði Loki á fjall eitt þar sem hann faldist oft í líki lax. Í því líki var Loki þegar Þór handsamaði hann. Eftir að Loki hafði verið handsamaður var hann bundinn með þörmum Nara sonar síns og eitur látið renna á hann. Sigyn, kona hans, sat þó hjá honum og hélt fyrir keri svo eitrið myndi ekki renna framan í hann. Þegar Sigyn tæmdi kerið lak eitrið þó á Loka og urðu þá jarðskjálftar. Í heimsslitaorrustunni Ragnarökum barðist Loki með jötnum gegn ásum. Hann barðist hatrammlega gegn Heimdalli og varð báðum af bani.
Krækjur:
Um Loka Laufeyjarson í Gylfaginningu
Vefsíðan Stjörnuskoðun. Þar er m.a mjög góð grein um Júpiter.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt 24.8.2008 kl. 10:25 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
vááá, þvílík fegurð og frábær fræðsla að vanda. Takk fyrir þetta kæri vinur. Kveðja í menninguna.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 13:23
Einu sinni fékk ég martröð eftir að hafa horft á svona myndir. Ég sá tungl og hnetti um allan himinn (í draumi)...og það var ekki þægilegt!
Rúna Guðfinnsdóttir, 23.8.2008 kl. 13:48
Ég deili með þér áhuga á Jó, einu sinni var ég svo frægur að vinna mér inn óskalag í útvarpsþætti fyrir að svara spurningu sem snerist um Jó (eða Io). En það er líka í eina skiptið sem ég hef hringt í útvarp.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.8.2008 kl. 14:44
Frábærleg flott og fróðleg færsla. Takk.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.8.2008 kl. 16:51
Fróðlegur og flottur pistill.
Sigríður Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 19:31
Takk fyrir góðan pistil.
Halla Rut , 24.8.2008 kl. 19:50
Mikið rosalega eru þetta flottar myndir og fróðlegt hjá þér líka.
Marinó Már Marinósson, 25.8.2008 kl. 00:15
Nú veit ég af hverju sumir halda því fram að tunglið sé úr osti.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.8.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.