Þegar ''íslensku'' Fálkarnir fengu gullið á Ólympíuleikunum 1920...

Fálkarnir
 
 

Það rifjast upp í dag þegar strákarnir okkar komu heim með silfrið, að árið 1920 fengu íslenskir strákar gullverðlaun á Ólympíuleikunum í íshokkí. Reyndar vestur-íslenskir og voru þeir frá Winnipeg.

Í Winnipeg-Falcons liðinu voru allir nema einn af íslensku bergi brotnir:

Sigurður Franklin "Frank" Fredrickson
Kristmundur N. "Chris" Friðfinnson
Magnús "Mike" Goodman
Halldór (Harold) "Slim" Haldorson
Konráð "Konnie" Johannesson
Jakob Walter "Wally" Byron
Róbert John "Bobby" Benson
Allan Charles "Huck" Woodman (Af enskum ættum)

 

1114hockey1920-v6

 Gullverðlaunahafarnir á Ólympíuleikjunum 1920

Á efri myndinni eru þeir um borð í skipi á leið til Antverpen

 

 

Sjá grein frá árinu 2002 í Morgunblaðinu: "Fálkarnir um alla framtíð" 

Myndir af hetjunum:  Descriptions of the 1920 Falcons players from "Spalding's Athletic Library"

Wikipedia: Winnipeg Falcons 

 


mbl.is Með stöðugan kökk í hálsinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk æðislega fyrir þessa færslu. Konni var sko náfrændi minn, ég og mín fjölskylda höfum alltaf verið mjög stolt af honum.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ok. kannski ekki svo rosalega skild, en langafi minn og Konny voru systkynasynir.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 22:31

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Ágúst það má ekki heldur gleyma að Konnráð tengist íslensku flugsögunni þar sem margir af fyrstu flugmönnunum okkar lærðu hjá honum.

Einar Þór Strand, 28.8.2008 kl. 07:37

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk Ásdís og Einar.

Hér er mynd af Konráð frá 1918:

 http://www.winnipegfalcons.com/egypt/people/solo1st.jpg

Fleiri myndir hér.

Ágúst H Bjarnason, 28.8.2008 kl. 09:27

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

En skemmtileg mynd. Annars takk fyrir þennan fróðleik. Gaman að lesa eitthvað sem maður skilur almennilega

Kveðjur inn í daginn.

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.8.2008 kl. 11:25

6 identicon

Takk fyrir þetta!!

alva (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:25

7 Smámynd: Fjarki

Frábær grein, hafði heyrt af þessum hetjum einhventíman, en að fá myndir og sögulega tengingu á þennan hátt er mjög flott.

Fjarki , 28.8.2008 kl. 12:41

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er gott að halda frásögnum af Fálkunum lifandi.

Kanadamenn af Íslenskum ættum hafa reynt eftir fremsta megni að halda Fálkunum "lifandi".  Ágætis upplýsingar má finna á http://www.winnipegfalcons.com/

Þó nokkrar bækur hafa verið skrifaðar um Fálkana, þar á meðal ein barnabók "Falcons Gold", sem ég keypti einmitt fyrir stuttu handa syni mínum.

Ég held að Frank Fredriksson sé sá eini af þeim í Hockey Hall of Fame, en liðið allt er í Manitoba Sports Hall of Fame.

Einhversstaðar var gerð veggmynd(mural) af liðinu en ég man ekki hvar hún er.

Á síðustu Olympíuleikum (að mig minnir) lék Kanadíska landsliðið einn leik í eftirgerð af búningi Fálkanna til heiðurs liðinu.

G. Tómas Gunnarsson, 28.8.2008 kl. 14:38

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Hvernig var það var Frank Fredrickson ekki flugmaður nr 2 á Íslandi árið 1920?

Einar Þór Strand, 29.8.2008 kl. 17:46

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það væri gaman að vita svarið Einar.

Á vesíðunni http://www.winnipegfalcons.com/militarybiogs.htm  eru skemmtilegar upplýsingar á Íslensku.

 F Fredrickson

 B Benson

 W Byron

 K Johannesson

Ágúst H Bjarnason, 29.8.2008 kl. 18:47

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir fróðleikinn Ágúst

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband