Kjarnorka á komandi tímum

(Uppfært 21. apríl 2020)

kjarnorka-a-komandi-timum-300w_663048.jpgFyrir rúmlega 70 árum, eða árið 1947,  kom út bók á íslensku sem nefnist Kjarnorka á komandi tímum. Bókin er 216 blaðsíður að lengd og merkilega yfirgripsmikil. Höfundur bókarinnar er David Dietz, sem hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1937, en þýðandi Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) sem var prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands og tvisvar rektor. (Málverkið er eftir Ásgeir Bjarnþórsson og er gert árið 1944).

70 ár er óneitanlega langur tími. Hvað skyldu menn hafa verið að hugsa á árdögum kjarneðlisfræðinnar? Hvað hefur breyst á þessum tíma? Hvernig hefur mönnum tekist að hagnýta kjarnorkuna?

Í inngangsorðum þýðanda segir m.a:
"En þó höfundi sé einkar lagið að rita ljóst og skýrt og svo, að flestum meðalgreindum mönnum verði skiljanlegt, var efni bókarinnar svo nýtt og af alfaraleið, þar sem um nýjustu eðlis- og efnafræðirannsóknir er að ræða, að það var aðeins með hálfum hug að ég réðst í að þýða hana..."
  

og síðar: "En því réðst ég í að þýða þessa bók, að ég þykist sannfærður um að kjarnorkurannsóknir þessar ráði ekki einungis aldahvörfum í allri heimsskoðun manna, heldur og í lífi þeirra á þessari jörð, og virðist nú allt undir því komið, hvernig mönnum tekst að hagnýta kjarnorkuna, til góðs eða ills, á komandi tímum; því með valdi sínu á henni má segja, að mennirnir séu orðnir sinnar eigin gæfu eða ógæfu smiðir".

 

Bókin skiptist í 15 kafla og hefst frásögnin árið 400 fyrir Krist þegar gríski heimspekingurinn Demokrítos hélt því fram að heimurinn væri ekki annað en tómt rúmið og ótölulegur fjöldi ósýnilegra frumeinda. Fleiri heimspekingar koma við sögu, svo sem Aristóteles, Epíkúros og Lúkretius (orti fræðiljóðið De Rerum Natura).  Þessi forna frumeindakenning Grikkja var ekki endurvakin fyrr en John Dalton gaf út bókina "Nýtt kerfi heimspekilegrar efnafræði" árið 1808.

Ágúst H BjarnasonÍ bókinni fléttast saman frásögn af merkilegum kafla í sögu eðlisfræðinnar, og reyndar sögu mannkyns, og allítarleg kynning á kjarnvísindunum.  Í bókinni eru mörg kunnugleg nöfn. Sem dæmi má nefna vísindamennina (margir þeirra Nóbelsverðlaunahafar) Avogrado, Bernoulli, Joule, Mendeleev, Arrhenius, Röntgen, Becqurel, Curie, Rutherford, Bohr, Maxwell, Faraday, Hertz, Planck, Einstein, Compton, Wilson, Schrödinger, Heisenberg, Max Born, Geiger, Van de Graff,  de Broglie, Oppenheimer, Fermi, Hahn, Lise Meitner, Szilard, ....

Fjölmargir aðrir koma við sögu í bókinni. Fjallað er um uppbyggingu frumeindanna og hvernig vinna má orku með því að sundra úraníum 235, eða jafnvel með samruna vetnis í helíum eins og gerist í sólinni. Í eftirmála fær Albert Einstein orðið á nokkrum blaðsíðum í kafla sem ber yfirskriftina "Aðalvandamálið býr í hjörtum mannanna".

 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi bók kom út fyrir hartnær mannsaldri. Það er merkilegt að sjá hve bókin er samt nútímaleg og hve snemma menn sáu fyrir sér kosti og galla við beislun kjarnorkunnar, bæði til góðs og ills, og sáu fyrir ýmis vandamál sem hafa ræst meira og minna. Það er gaman að lesa hve mikil bjartsýni ríkir þrátt fyrir þær ógnir sem menn sáu fyrir og þekktu vel af eigin raun, því örstutt var síðan kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasagi.

 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr bókinni, en bókina prýða allmargar ljósmyndir og sautján teikningar.

 

kjarnorka-1--500w.jpg
 
kjarnorka-4-500w_663702.jpg
 
kjarnorka-8--500w.jpg
 
kjarnorka-5--500w.jpg
 
kjarnorka-6-500w.jpg
 
 kjarnorka-2-500w.jpg
 
kjarnorka-3--500w.jpg

 kjarnorka-7--500w.jpg

 

 

Samrunaorka

Í kafla "XIV - Nýtt framtíðarviðhorf....179" er fjallað um samrunaorku, að breyta vetni í helíum, og vandamál sem menn eru enn þann dag í dag að glíma við.  Hér fyrir neðan eru nokkrar úrklippur úr þessum kafla bókarinnar sem kom út árið 1947.



Samruni-1

Samruni-2

Samruni-3

Samruni-4

Í dag, rúmum 60 árum eftir að bókin kom út, eru starfrækt 435 kjarnorkuver í 30 löndum, en fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku fyrir dreifikerfið var reist árið 1954. Framleiðslugeta þeirra er 370.000 megawött, og framleiða þau um 16% af raforku sem notuð er í heiminum. Kárahnjúkavirkjun er 700 megawött og jafngildir þetta því um 530 slíkum virkjunum.

Kjarnorkuver eru keimlík jarðgufuvirkjunum, en varminn frá kjarnaofninum er notaður til að framleiða gufu sem snýr gufuhverflum. Í jargufuvirkjunum myndast gufan í iðrum jarðar. Hvað er það sem myndar varmann þar? Að miklu leyti er það kjarnorka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst.

Það er gaman að þú skulir draga upp þessa bók hérna á blogginu. Ég var að gramsa í gömlum bókum í safninu mínu fyrir nokkrum vikum og rakst einmitt á þetta rit. Eftir lesturinn þá fór ég að velta fyrir mér hvort Íslendingar ættu ekki bara að hætta þessum slag um vatnsafls og jarðgufuvirkjanir og byggja í staðinn eitt stk. kjarnorkuver, svona 1000 megavött eða svo.

Hef bara ekki þorað að viðra hugmyndina af ótta við að vera talinn algjör rugludallur.

En svona er þetta...

Bókin er samt algjör gersemi.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Menn hafa greinilega áttað sig á snemma á möguleikum kjarnorkunnar til góðs og ills og séð að þetta er orka sem líka er hægt að misnota. Nafnið Ágúst H. Bjarnason hljómar kunnuglega, þú skildir þó ekki vera afkomandi?

Emil Hannes Valgeirsson, 8.9.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jóhann. Það er allt í lagi að viðra delluhugmyndir, en vonandi verður ekki þörf á kjarnorkuveri hér á landi í bráð. Maður skyldi þó aldrei segja aldrei, eða þannig...

Emil. Rétt til getið.

Ágúst H Bjarnason, 8.9.2008 kl. 14:48

4 identicon

Þar sem ég bý nú í New Hampshire er megninu af raforkuþörfinni mætt með einu kjarnorkuveri, sem er staðsett í Seabrook NH. Það framleiðir yfir 1200 MW og er lítil þyrping af byggingum, engin tröllsleg uppistöðulón eða gufupípur og auðvitað engar gróðurhúsalofttegundir.

Nú hafa ekki verið byggð ný kjarnorkuver hér vestan hafs í áratugi vegna áhrifa s.k. umhverfisverndarsinna. Þetta hefur því miður orðið til þess að meira en helmingur raforkunnar hér er framleiddur með kolum, sem er auðvitað hin versti mengunarvaldur.

Vonandi fara menn hér líka að sjá að sér og hegða sér á sama hátt og Frakkar sem mér skilst að framleiði 80% af sinni raforku með kjarnorku.

Heimir Sverrisson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 18:35

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Heimir.

Það fer ekki mikið fyrir kjarnorkuverum, og eins og þú segir þá fylgja þeim hvorki uppistöðulón né langar gufupípur frá borholum. Það eru einna helst kæliturnarnir sem eru áberandi, en þeir fylgja  líka gufuaflsvirkjunum. Kæliturn er þó ekki nauðsynlegur ef orkuverið er reist nærri sjó sem nýta má til kælingar.

Læt hér fylgja mynd sem sýnir hve stór hluti raforkunnar hjá hinum ýmsu þjóðum kemur frá kjarnorkuverum.

 

 Heimir. Er þetta 1200MW kjarnorkuverið sem þú býrð skammt frá?

 Image:Power plant fisherman.jpg

Ágúst H Bjarnason, 8.9.2008 kl. 19:00

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Seabrook orkuverið er án kæliturna, enda er Atlantshafið notað til að kæla eimsvala hvefilsins. Þetta er sama tækni og er notuð í Reykjanesvirkjun, enda er gufa lítt áberandi þar. Seabrook orkuverið framleiðir þó 12 sinnum meira en Reykjanesvirkjun.

Ágúst H Bjarnason, 8.9.2008 kl. 19:10

7 identicon

Sæll aftur Ágúst,

Jú þessi mynd sýnir Seabrook verið sem er hérna 16km fyrir sunnan mig.

Það var þá rétt sem mig mynnti að Frakkar eru eru í nokkrum sérflokki meðal stærri þjóða hvað varðar nýtingu kjarnorku. Nokkuð viss um að þeir eiga eftir að njóta góðs af því ásamt skynsamlegum fjárfestingum í öðrum infrastrúktúr eins og háhraðalestakerfinu.

Því miður virðist ekki vera nokkur skilningur hér vestan hafs fyrir hve illa menn eru staddir hér. Ekki er nóg með að stærstur hluti landflutninga fari fram með trukkum sem nota brennslueldsneyti heldur er hraðbrautakerfið hér mjög víða í vondu ástandi vegna lélegs viðhalds (ekki bara brúin yfir Missisipi í St.Paul sem hrundi í fyrra).

Það er ekki bara dýrt að byggja nýjan infrastrúktúr, eins og lestakerfi, sem getur (óbeint) notað kjarnorku, heldur er engin von til þess að gerist hér því enginn sér í því hagnað til skamms tíma og skattar eru uppfinning þess í neðra.

Heimir (TF3ANT)

Heimir Sverrisson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 19:25

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það fara ekki alltaf saman skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir. Sérstaklega fyrir westan.

Ágúst H Bjarnason, 8.9.2008 kl. 21:44

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Svo ég fari út fyrir umræðuna...sem ég , þér að segja,  hef akkúrat ekkert vit á...þá ertu ekki vitund líkur honum afa þínum,

 Kveðjur og heilsanir.

Rúna Guðfinnsdóttir, 9.9.2008 kl. 19:07

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir kveðjuna Rúna! 

Ágúst H Bjarnason, 9.9.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband