Endurnýting CO2. Ekki alveg nýtt á Íslandi.

 

aboutus1.jpg

 

Fyrirtækið Carbon Recycling International er þegar með í undirbúningi smíði á verksmiðju í Svartsengi sem á að vinna eldsneyti úr koltvísýringi, vetni og rafmagni. Einn af ráðgjöfum þessa Íslensk-Ameríska fyrirtækis er Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.  Sjá vefsíðu þeirra www.carbonrecycling.is

Sjá einnig umfjöllun á náttúran.is

 

Á vefsíðunni stendur m.a:

Carbon Recycling International captures carbon dioxide from industrial emissions and converts carbon dioxide to ultra clean fuel.  The sources of emissions are from basic infrastructure industrial processes including aluminum smeltering, ferro silicon manufacturing, cement production and coal fired power generation.

The fuel is high octane gasoline, ultra low sulfur diesel and methanol for existing automobiles and future hybrid flexible automobiles.  The recycling of carbon dioxide results in a net reduction of carbon dioxide and the cost effective conversion enables a sustainable production of synthetic fuel.

The technology is available today and is a viable solution for transport fuel in lieu of hydrogen fuel and carbon sequestration and in complement with  oil based fuel.

 

Founded in 2006, Carbon Recycling International, Ehf, captures carbon recycling from industrial emissions and convert carbon dioxide to methanol, gasoline and diesel. It is a venture backed Icelandic American company with headquarter in Iceland and operation in the US.

Management Team

  • KC Tran, Chief Executive
  • Oddur Ingólfsson, Ph.D., Research
  • Andri Ottesen, Ph.D., Business Operations
  • Jonathan Whitlow, Ph.D., Chemical Processes
  • Haukur Óskarsson, Engineering and Construction

Board of Directors

  • Sindri Sindrason: Chairman of the Board
  • Fridrik Jonsson, Director
  • KC Tran, Director
  • Steve Grady, Director

Advisors

  • George Olah, Ph.D.: Nobel Prize Laureate, Chemistry, USC, USA
  • Surya Prakash, Ph.D.: Director, Loker Institute of Hydrocarbon, USA
  • Albert Albertsson: Chief Operating Officer, Hitaveita Sudernesja Geothermal Utility, Iceland
  • Agust Valfells, Ph.D.: Former Professor of Iowa State University, Iceland
  • Baldur Eliasson, Ph.D.: Emeritus, Energy and Climate Change Research, ABB, Switzerland
  • Howard Bruschi: Emeritus, Nuclear Research, Westinghouse Electric Corporation, USA

Principal Investors

  • Landsbanki, Eh, IS
  • Iceland Oil Ltd, IS
  • Focus Group, US
  • Mannvit Engineering, IS

 

Ég átta mig því ekki alveg á frétt Morgunblaðsins í dag þar sem segir:

"Stjórnvöld hafa samið við japanska fyrirtækið Mitsubishi um þróun nýrrar tækni sem fyrirtækið býr yfir og gerir mönnum kleift að búa til nothæft eldsneyti úr útblæstri frá stóriðju.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sér fyrir sér að þetta gæti orðið að veruleika eftir tíu ár ef að þessi tækni gangi upp í framkvæmd. Íslenski skipaflotinn gæti þá allur gengið fyrir útblæstri frá álverum og eitraðar gróðurhúsalofttegundir yrðu jafnframt skaðlausar...."

 

 


mbl.is Skipaflotinn knúinn útblæstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ætli það endi ekki með að við kálum okkur með því að útryma CO 2 og frysta plánetuna i hel

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.9.2008 kl. 17:42

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Flott mál hjá Össuri og kætir mann í öllum þessum hörmungafréttum sem yfir okkur ganga.

Meiri stóriðju og þar með meira hráefni í eldsneyti fyrir skipaflotann.

Síðan notum við "mengunina" úr skipunum í bílana og mengunina úr bílunum í ...

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.9.2008 kl. 17:56

3 identicon

Er ekki þetta vetnisverkefni dautt eða því sem næst? Fyrst ekki er hægt að vetnisvæða bílaflotann með einfaldri rafgreiningartækni hvernig dettur fíflinu honum Össuri í hug að fara út í margfalt flóknari tækni?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að segja, að ég er jafn undrandi á þessari frétt og þeir Ágúst og Jón.

Hvað hafa rafbílar frá Mitsubishi að gera með málið ? Framleiðsla "gervi-bensíns" hefur lengi verið þekkt, en ef ég hef skilið málið rétt þá er þetta kostnaðarsöm framleiðsla, eins og til dæmis vetnis-framleiðsla. Mér virðast menn stöðugt vera að reyna að komast fram hjá raunverulegum kostnaði, með kröfum um að Ríkið niðurgreiði framleiðsluna.

Ég óttast að svona framleiðsla snúist upp í atlögu að lífsandanum (CO2). Jarðarbúar þurfa að auka magn lífsanda í andrúminu, en ekki að minnka það. Framtíð gróðurs og þar með lífríkis veltur á því. Í sögulegu samhengi er magn lífsanda í andrúminu hættulega lítið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.9.2008 kl. 18:18

5 identicon

Öhhhh.... Ég er búinn að gá aftur... það er ekki fyrsti apríl.

Nú er bara spurning hvort náttúruvísindamaðurinn (fyrrverandi?)  Össur Skarphéðinsson sé orðinn svona aðframkominn af ráðherrarugli að hann sé ekki bara búinn að gleyma allri efnafræðinni heldur líka hættur að geta lagt saman og dregið frá.

Hvernig getur hann gleymt því að til þess að nýta þetta undraeldsneyti þá þarf að brenna því og við það losnar væntanlega koltvísýringurinn aftur, er það ekki? Eða ætla þeir að stappa honum í tanka og endurvinna??

Auk þess er hætt við því að talsvert af sóti og öðru huggulegu falli til við brennsluna og ýmis efni fari líka út í umhverfið við hina ýmsu hliðarframleiðslu sem þarf til í þessu ferli öllu.

Svo allt í allt þá þá minnkar nettó CO2 útblásturinn núll komma ekki neitt, sennilega þvert á móti og ýmis aukamengun bætist við.  Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér í þessu.

Ég var að reyna að sjá hvort Össur virtist állsgáður þarna, ég verð að segja að ég var bara alls ekki viss.

Þvaðrið í þessum Dofra hefðu þeir átt að geyma til fyrsta apríl.

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 00:59

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Björn Geir.

Verksmiðjan í Svartsengi mun ekki endurnýta CO2 úr andrúmsloftinu, a.m.k. ekki til að byrja með, heldur nýta koltvísýringinn sem kemur úr gufuholunum. Síðan verður rafmagn frá Svartsengi notað til að kljúfa vatn í vetni og súrefni, og vetninu síðan blandað við CO2 þannig að úr verður metanól. Í bílvélinni myndast svo aftur CO2 og H2O eða 2CH3OH + 3O2 ? 2CO2 + 4H2O. Koltvísýringurinn kemur sem sagt aftur ásamt vatnsgufu.

Í mínum huga er miklu vænlegra að nota rafmagnsbíla en bíla sem ganga fyrir metanóli sem framleitt er á þennan hátt, en metanól má má nota á venjulega bíla, sérstaklega ef því er blandað með bensíni, og rafmagn verður víst seint notað til að knýja skip. Þetta getur því verið vænlegur kostur til að brúa bilið þar til rafmagnsbílar verða ráðandi. Nýtnin á raforku sem notuð er á þennan hátt verður þó aldrei góð.

Eins og þú þekkir Björn Geir, þá er framtíðin væntanlega í lithium rafhlöðum, þar til annað betra kemur á markaðinn.

Loftur. Auðvitað er það umdeilanlegt hvort þörf sé á að eyða "lífsandanum" sem þú kallar svo úr andrúmsloftinu. CO2 er undirstaða alls lífs á jörðinni.  Hækkun hitastigs á jörðinni af völdum manna er óveruleg miðað við náttúruleg gróðurhúsaáhrif. EF áhrif manna á hækkun lofthita eru um 0,3 gráður og náttúrulegu gróðurhúsaáhrifin 33 gráður, þá er þetta um 1% viðbót.  

Þegar upp er staðið snýst þetta auðvitað allt um peninga. Ef hægt er að framleiða eldsneyti sem er ódýrara (óniðurgreitt) en olía miðað við orkuinnihald, þá er það auðvitað hið besta mál. Það verður að hafa það í huga að orkuinnihald metanóls (per lítra) er minna en orkuinnihald bensíns. Munar þar töluverðu. Það má því ekki bera saman lítraverðið beint. (Bensín = 30 megajoules/lítra, ethanól = 22-23 megajoules/lítra, methanól = 16 megajoules/lítra).

Ágúst H Bjarnason, 21.9.2008 kl. 08:06

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mig langar að minna á, að metanól er einnig nefnt tréspiritus og er baneitrað.

Að innbyrða aðeins 10ml getur valdið blindu og 30ml geta verið banvænir. Ég er því ekki hlynntur, að metanóli verði blandað í bensín, eða á annan hátt notað þar sem almenningur hefur aðgang að.

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.9.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband