Borgarljós jarðar í efnahagsumróti hagkerfanna

Ljós heimsins

Svona lítur jörðin út að nóttu til meðan efnahagur þjóðanna hangir á bláþræði. Ljós heimsins skína skært.  Vafalítið eru ljósin kveikt í skrifstofum fjármálastofnana þar sem menn funda stíft daga og nætur.  Vonandi eiga þessi ljós ekki eftir að kulna á næstu mánuðum og árum. Vonandi tekst okkur að sigla lífróður í gegn um brimgarð fjármálanna og sleppa að mestu ósködduð frá þessum hildarleik. Þangað til verða allir að vera samtaka og bjartsýnir og vinna saman af skynsemi. Forðast glappaskot sem reynst geta afdrifarík. 

Ísland um nóttAuðvitað er ekki nótt alls staðar samtímis. Meðan nótt er hjá okkur er dagur einhvers staðar á jörðinni.  Meðan við hvílumst eru aðrir jarðarbúar að sinna sínu daglega brauðstriti. Þessi táknræna mynd prýðir síðuna Astronomy Picture of the Day í dag. Á morgun verður þar komin ný mynd. Vonandi verður líka komin bjartari mynd af fjármálunum heimsins.

Myndin hér til hliðar er stækkuð úrklippa úr myndinni hér að ofan. Ljósin okkar skína þar skært. Hve marga bæi sérð þú á Íslandi? Sérðu jafnvel ljósin frá gróðurhúsum? Við erum efnuð þjóð. Við eigum gjöful fiskimið, jarðhita og fallvötn sem veita okkur mat, birtu og yl. Hér er menntakerfið og heilbrigðiskerfið eitt það besta í heimi.  Við erum rík þjóð.  Öll él styttir upp um síðir. Við verðum þá reynslunni ríkari.

Smelltu þrisvar á myndina sem er efst á síðunni til að sjá risastórt eintak.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Flottar myndir. En ertu búin að sjá sýninguna Jörð í Grindarvík?

Hún er stórgóð og gaman örugglega að fara með börn þangað.

Kolbrún Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kolbrún. Nú mátar þú mig. Er eitthvað um þessa sýningu á netinu?

Ég hef aftur á móti séð sýninguna Orkuverið Jörð sem er í Reykjanesvirkjun nærri Grindavík.

Ágúst H Bjarnason, 5.10.2008 kl. 15:30

4 identicon

Mikið er gott að heyra einhvern tala í jákvæðum tón þessa dagana! Hrós fyrir góða síðu

Andri Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 09:39

5 Smámynd: Valdimar Hreiðarsson

Þó að þetta sé skemmtileg og falleg mynd þá gefur hún sennilega og sem betur fer ranga hugmynd um þéttleika byggðar á jörðinni.  Sjálfur hef ég flogið frá New York til Richmond í BNA að kvöldi til en sú flugleið fylgir austurströnd BNA þar sem myndin sýnir einmitt einna þéttasta byggð.  Þotan flaug sennilega í milli 20-30.000 feta hæð.  Það sem blasti við frá glugga vélarinnar voru dimm og óupplýst svæði nánast eins langt og augað eygði langtímum saman.  Spyrja má um lokuhraða myndavélarinnar, var linsan höfð lengi opin til að brenna þessi ljós á myndina?  Líka má spyrja hvort fjarlægðin brengli það sem sést utan úr geimnum með þessum hætti. Þessi fallega mynd er því sannarlega "táknræn" og tilheyrir fremur listum en vísindum.  Tek annars undir óskir um bætt ástand í fjármálum þjóðanna.

Valdimar Hreiðarsson, 6.10.2008 kl. 09:51

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Valdimar.

Þessi mynd er örugglega ekki tekin með venjulegum myndavélum. Notaðar eru mjög næmar myndavélar í gervihnöttum. r hjá Earth Observatory er fjallað um þessa mynd. Þar kemur fram hvaða tækni var beitt. Þar segir m.a:

"The images were taken by a Defense Meteorological Satellite Program’s (DMSP) Operational Linescan System (OLS). This network of satellites was originally designed to pick up on lunar illumination reflecting off of clouds at night in order to aid nighttime aircraft navigation. What the Air Force discovered is that on evenings when there was a new moon, the satellites were sensitive enough to record the illumination from city lights. Over a period of several new moons, the data the satellites retrieved could be pieced together to produce a global image of city lights...."

Ágúst H Bjarnason, 6.10.2008 kl. 11:54

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Tkk fyrir orðin þín frændi, þau eru upplífgandi í myrkrinu. En ljósin skína og það er bjart framundan á ÍSlandi ef við hættum að vola og víla og spýtum í lófana.

Halldór Jónsson, 9.10.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband