Aðferð til að lækka vaxtabyrðina yfir 40% ... Að snúa vörn í sókn.

peningar_712936.jpgBankinn græðir. Þú tapar. Þannig er staðan hjá mörgum í dag.

Margir hafa vanið sig á að vera með yfirdráttarlán í hverjum mánuði. Skulda tugi eða hundruð þúsunda um hver mánaðamót og greiða af því láni hæstu vexti sem eru á markaðnum.

Freistandi var fyrir ístöðulausa að taka gylliboðum bankanna sem hljóma t.d. „Debetkorthafar geta fengið allt að 500.000 kr. yfirdráttarheimild án heimildargjalds".  Jafnvel eru í gangi tilboðsvextir fyrstu mánuðina. Fjótlega sökkva menn í skuldafenið og eru í mínus um hver mánaðamót. Fólki er jafnvel boðið upp á 1.000.000 króna yfirdráttarlán á hæstu vöxtum. Þar á meðal er skólafólk.

Á þessu græðir enginn annar en bankinn. Almenningur tapar stórum fjárhæðum.

Svipaður pistill birtist í janúar síðastliðnum. Þá þóttu yfirdráttarvextir háir, en nú hafa þeir tvöfaldast. Komnir í 18% sem gerir nánast útilokað að taka lán. 



Vextir af almennum yfirdráttarlánum stefna í að verða 28%. Bankarnir græða,  þú tapar.

 

Hvernig er þá hægt að greiða 43% lægri vexti?

Yfirdráttarlán eru sögð vera til að jafna út sveiflur.  Það er hægt að jafna út sveiflur á annan hátt.  Í stað þess að vera sífellt með að jafnaði tugi eða hundruð þúsunda í mínus, reynir maður að vera með samsvarandi upphæð í plús á reikningnum. Ekki á venjulegum debetkortareikningi, heldur innlánsreikningi sem gefur sæmilega vexti.  Reikna má með að innlánsvextir bankanna fari innan skamms yfir 15%. Munurinn á 28% yfirdráttarvöxtum og 15% innlánsvöxtum er 43%!   

 

Að snúa mínus í plús og njóta frelsisins: 

Með smá aðhaldi er hægt að greiða upp yfirdráttarlán og snúa mínus í plús. Greiða mánaðarlega inn á góðan innlánsreikning ákveðna upphæð, t.d. 10.000 krónur, og áður en maður veit af er þar kominn sjóður sem er jafnhár yfirdráttarláninu sem maður er að jafnaði með í hverjum mánuði. Það er áríðandi að byrja á að greiða sjálfum sér inn á einkasjóðinn áður en maður greiðir öðrum. Að minnsta kosti eitthvað. Þegar svo er komið er hægt að fara að huga að því að nota þann sjóð til að jafna út sveiflur, í stað þess að nota dýra yfirdráttarlánið. Það er ekki flóknara en þetta.   Vaxtamunurinn sem er 43% fer þá virkilega að vinna með manni.

Svo er auðvitað gott að halda áfram að greiða smávegis inn á hávaxtareikninginn í hverjum mánuði. Nota hluta af vaxtamuninum til þess. Þannig sígur innistæðan uppávið og smám saman myndast sjóður sem gott er að vita af. Lítill fjársjóður.  Skapar öryggi. Maður er orðinn frjáls! Gott er að stefna að því að eiga t.d. sem nemur 3ja mánaða launum í slíkum varasjóði.

 

Ráðgjafar bankanna geta örugglega gefið holl ráð í þessum málum, og fundið hentuga innlánsreikninga sem gefa góða vexti, og eru ekki með ákvæði um lágmarksupphæð eða bundnir til ákveðins tíma.  Þeir geta janvel aðstoðað þig til að finna sparnaðarleið sem gefur meiri ávöxtun en 15%. Ávinningurinn verður þá þeim mun meiri.

Með útsjónarsemi gætir þú hugsanlega náð enn meiri mun en 43%!

Nokkur markmið til að snúa vörn í sókn:

  • Losa sig úr viðjum yfirdráttarlána.
  • Safna smám saman í varasjóð.
  • Minnka eða hætta notkun kreditkorta.
  • Greiða með seðlum í stað korta. Það skapar aðhald.
  • Ekki nota greiðsludreifingu.
  • Nota einfalt heimisbókhald.
  • Kaupa íslenskar vörur.
  • Stefna að því að staðgreiða allar vörur og biðja um staðgreiðsluafsátt sem oft er í boði.
  • Má ekki endurnýjun á heimistölvunni, sjónvarpinu og öðrum munaðarvörum bíða í nokkra mánuði?
  • Velta fyrir sér hverri krónu...

Auðvitað getur verið erfitt á þessum síðustu og verstu tímum að hafa sig upp úr skuldafeninu, en er ekki óþarfi að bankarnir fitni á okkar kostnað? Hafa þeir ekki gert meira en nóg af því?  Er ekki sjálfsagt að reyna að snúa dæminu við? Það er auðvitað stundum hægara sagt en gert, en það er um að gera að byrja strax og setja sér markmið.

 

Pistillinn frá 19. janúar 2008:  Er hægt að lækka yfirdráttarvexti um 33% ?

Sjá vefsíðuna  www.sparnadur.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Góðar og þarfar ábendingar. Fólk sem lifði kreppuna um 1930 tók ekki lán að óþörfu og markaði það af ráðdeil og sparnaði til ævi loka.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.10.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef aldrei verið með yfirdrátt og skulda engum neitt! Ber ég ábyrgð á kreppunni? Öðru nær! En ég ber ábyrgð á því bloggsíðan mín er í veðurendurtskoðun og er læst "með lykilorði" en opnar svo aftur með þrumum og eldingum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég held að  þú ættir bara að setjast við stjórnvölinn.  Annars var ég líka að stinga uppá að gefa fiskveiðar frjálsar í kannski tvö ár til að safna gjaldeyri

Ég var hjá tannlækni í dag og þurfti að borga 28000 krónur fyrir. Erfitt að legggja fyrir þegar svoleiðis póstar poppa upp.

Kveðjur og heilsanir af ströndinni.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.10.2008 kl. 20:21

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rúna. Ég veit vel að það er oft hægara sagt en gert að breyta úr mínus í plús.  Það er samt svo margt sem hægt er að gera til að létta byrðina. Aðalatriðið er að reyna að breyta hugarfarinu og vera sífellt með í huga hvað hægt sé að gera til að spara nokkrar krónur. Reyna að vera aðeins nískur og útsjónasamur. Í nokkur ár hef ég sjálfur reynt að fara eftir tossalistanum sem er í pistlinum. Reynt að staðgreiða og kría út afslátt. Það getur munað töluverðu.

Til að mæta svona óvæntum útgjöldum eins og hjá tannlækninum er einmitt gott að eiga smá varasjóð frekar en að nota yfirdráttinn. Þegar upp er staðið er það töluvert ódýrara. Svo má spyrja tannlækninn hvort hann vilji frekar staðgreiðslu en greiðslu með krítarkorti. Ef hann er tilbúinn að gefa einhvern afslátt þá fær hann seðla. Annars bara krít. Sem sagt: Tvöfaldur ávinningur; ágóði vegna vaxta á innlánsreikningnum plús staðgreiðsluafslátturinn.

Margt smátt gerir eitt stórt. Smá sparnaður hér og smá þar safnast furðufljótt saman.

Ágúst H Bjarnason, 29.10.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Jú jú, allt er þetta rétt og satt. En ef ég nota peninga til að borga tannlækninum, er þá ekki líklegt að hann stingi þeim undan bókhaldinu? Reyndar nota ég afar lítið kredit, er alltaf með debet, en ég veit að það er aukakostnaður af því.

Kveðja inn í nóttina.

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hef staðgreitt mínum tannlækni undanfarin ár og hef aldrei borgað meira en 10-15 þúsund fyrir tímann, meira að segja fyrir rótarfyllingu(en hann hefur verið mér svo góður að gera þær sjálfur í stað þess að senda mig til sérfræðings). Hef ekki verið með yfirdrátt í 15 ár.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.10.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband