Laugardagur, 15. nóvember 2008
Glapræði að ganga í ESB. Beinum sjónum okkar að Kanada...
Atburðir undanfarna daga hafa sýnt okkur svo ekki verður um villst að við eigum fáa vini innan Evrópusambandsins. Þeir hafa reynt að kúga okkur til hlýðni og Bretar hafa gert hryðjuverkaáras á íslenskt efnahagskerfi. ESB hikar ekki við að hneppa ókomnar kynslóðir Íslendinga í skuldafjötra. Andvirði sjö Kárahjúkavirkjana vill ESB fá. Hve mikið fellur á okkur? Hægt væri að komast hjá því, eins og kynnt er hér.
Það er deginum ljósara að við munum ekki hafa nein áhrif innan sambandsins með einn fulltrúa af 27. Þvert á móti yrði traðkað á okkur. Það liði ekki á löngu áður en við misstum frá okkur að öllu leyti og um alla framtíð yfirráð yfir auðlindum okkar, þ.e. fiskimiðum og orkulindum.
Við megum ekki flana að neinu. Verðum að hugsa okkur oftar en tvisvar um. Bjarni Jónsson verkfræðingur skrifaði í gær skynsamlegan pistil um gjaldmiðilinn, EES og IMF sem hann nefnir Forgangsröðun og lesa má hér.
Betri kostur?
Hvers vegna hefur engum málsmetandi manni hugkvæmst að taka upp nánari tengsl við Kanada? Þar býr fjöldi Vestur-Íslendinga og afkomendur þeirra, hugsanlega ekki mikið færri en við hér í gamla landinu. Þeir urðu að flýja kröpp kjör hér á landi og fluttust til vesturheims. Þeir hafa komið sér mjög vel fyrir í Kanada, eru þar víða í áhrifastöðum og njóta trausts og virðingar. Eru vel kynntir sem góðir þjóðfélagsþegnar.
Upp hafa komið hugmyndir um að taka einhliða upp Evru. Það líst flestum illa á. Það er ljóst að við uppfyllum á engan hátt Mastricht skilyrðin og munum ekki geta það næstu áratugina vegna skulda ríkisins sem verið er að stofna til. Það er því tóm vitleysa að vera að hugsa um Evruna.
Ýmsir hafa bent á að mun auðveldara gæti verið að taka upp Bandaríkjadal en Evru. Ekki er ólíklegt að Seðlabanki Bandaríkjanna samþykkti það, en væri það ekki að sækja vatnið yfir lækinn? Við vitum vel að ástandið i Bandaríkjunum er ekki upp á marga fiska og fer hratt versnandi. Ærin vandamál heimafyrir og á alþjóðavettvangi. Stríðið í Írak hefur reynst þeim dýrkeypt.
Hvers vegna í ósköpunum beinum við ekki sjónum okkar til Kanada, Nýja-Íslands í vesturheimi þar sem við eigum frændur og vini? Þjóðfélag á norðurslóðum þar sem spilling er lítil og gott fólk býr. Fólk sem sem býr við svipaðar aðstæður og við. Hvernig væri að leita eftir samvinnu við Kanadamenn og jafnvel taka upp Kanadadollar sem gjaldmiðil í fullri samvinnu við Seðlabanka þeirra?
Hugsum okkur tvisvar um. Helst þrisvar.
Við viljum ekki tengjast nánar þjóðum sem vilja traðka á okkur eins og flugum. Vill einhver það virkilega? Ekki ég.
Sjá: Tilllaga um raunhæfa aðferð til að semja um ICESAVE án þess að það verði íþyngjandi...
Úr Morgunblaðinu 13. nóv. 2008:
"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa íslensk stjórnvöld verið undir miklum þrýstingi frá aðildarríkjum og stofnunum Evrópusambandsins að ná samningum. Því hefur verið komið á framfæri að það sé sameiginleg afstaða allra ESB-ríkjanna 27 að leggjast gegn því að Ísland fái aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nema fyrst verði samið um Icesave-skuldirnar".
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
„Samkvæmt Lissabon-sáttmálanum (lesist fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins) mun fulltrúum aðildarríkja Evrópusambandsins í ráðherraráðinu ekki lengur vera heimilt að vinna sérstaklega að hagsmunum heimalanda sinna og þess í stað verða skyldaðir til að horfa einungis til heildarhagsmuna sambandsins.“ segir Hjörtur J. Guðmundsson á bloggi sínu:
http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/711812/
Við fengjum fulltrúa en hann mætti ekki gæta hagsmuna Íslands.
Undanfarið hef ég sveiflast nokkuð í afstöðu minni, stundum látið linnulausan (hræðslu)áróðurinn ná tökum á mér en ég er sammála þér, við verðum að hugsa okkur MJÖG vel um áður en við förum í gin ljónsins. Nú er í tísku að kalla andstæðinga aðildar afturhaldsseggi. Mér finnst það reyndar ekki vera þjóðin sem kallar á aðild, þjóðin vill meira öryggi og réttlæti ... og reynt er að telja okkur trú um að það fáist eingöngu í faðmi Evrópusambandsins. Það sem ég hef lesið um ástandið í sumum öðrum Evrópusambandslöndum gerir aðild okkar þar ekki að fýsilegasta kostinum.
Gurrí (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 14:52
Hmm, og gerast annað Nýfundnaland?
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 14:58
Jón Steinar. Ég er ekki að tala um að tengjast Kanada svo nánum böndum. Bara að taka upp mynt þeirra í góðu samráði við þá, ef það er hægt.
Hvað sem við gerum, þá megum við ekki gera neitt vanhugsað.
Ágúst H Bjarnason, 15.11.2008 kl. 15:23
Gurrí. Takk fyrir ábendinguna. Grein Hjartar lýsir vel hver staða okkar yrði. Vægi okkar innan sambandsins yrði ekki mikið meira en 1%.
Ágúst H Bjarnason, 15.11.2008 kl. 15:30
Sammála. Ég er hræddur við Evruna og því ofurvaldi sem við myndum lenda inn í hjá ESB.
Marinó Már Marinósson, 15.11.2008 kl. 16:21
Sammála Ágúst hef bent á þennan möguleika og í frekari sýn á framtíðina finnst mér bandalag Íslands Kanada Grænlands og Færeyja athyglisvert. Kanadabúar er sú þjóð sem að mér hefur fundist líkust okkur af þeim þjóðum sem að ég hef kynnst varðandi gildismat og annað.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.11.2008 kl. 16:35
Kanada er í NAFTA fríverslunarbandalagi norður Ameríku ásamt Mexico. Planið er að þessi lönd renni saman í NAU North American Union, sem er efnahagsbandalag og í framhaldi af því verður tekin upp ný mynt, sem mun kallast AMERO. Þetta er allt á kortinu og varla langt í það. Verið er að leggja þjóðveg um mið bandaríkin frá Mexico til Canada og stendur til að opna landamærin. Þetta er búið að vera plan Trilateral commission í langan tíma, en það eru að sjálfsögðu ekki ríkisráð heldur hagsmunaráð hinna svínríku, sem öllu ráða leynt og ljóst, eins og CFR (council of foreign relation) Ég myndi gligga í þetta í þínum sporum Ágúst.
Þarna á að gera aðra blokk og þriðja blokkin er í pípudraumi í Asíu. Þetta er liður í áætlun NeoCon sukkópatana að gera heiminn að einu viðskiptabandalagi með ægivaldi amerískra risa. Svo er nirvanað One World Goverment eða New world order eins og Bush eldri lýsti svo fjálglega í ræðu á bandríkjaþingi þann 11. september 1991 (merki leg dagsetning)
Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf hætta mér út í að opna það pandórubox. Annars er verið að koma þjóðum undir EU með bolabrögðum og enn er verið að agitera fyrir þessu í noregi, þrátt fyrir tvær neitanir í þjóðaratkvæðagreiðslu og enn vilja menn fleiri slíkar. Lýðræðið er skítsvirði þar. Sama er með Írland nú. Þetta er otrúleg mylla. Í síðustu könnun sögðu hins vegar 56% norðmanna nei og fer þeim fjölgandi. Evrópubandalagið er í gríðarlegri tilvistarkreppu.
Við getum tekið upp evru einhliða, en það verður að ske með blessun evrópska seðlabankans. Okkar verður einskis virði né megnugur við það. Bendi á grein eftir Jóhannes Björn um þetta. Þú ættir raunar að lesa falið vald á síðunni hans. Hann hefur góða yfirsýn um þessi efni. Sjá: www.vald.org
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2008 kl. 17:15
Krónan er ekki sökudólgurinn
Það sem sprengdi krónuna voru gengdarlausa erlendar lántökur og þegar það var ekki hægt lengur að taka lán í erlendri mynt til að endurfjármagna afborganir þá dugði gjaldeyririnn af útflutningi ekki til og krónan hrundi vegna eftirspurnar eftir gjaldeyri
Nú er sá þrýstingur farinn og kemur ekki aftur í bráð
Árinni kennir illur ræðar
Drögum andann djúpt, skaðinn er skeður og þó að ástandið sé slæmt verður það krónan sem hjálpar okkur út úr vandanum
Setjum krónuna á flot sem fyrst en það er ekki hægt fyrr en millifærslukerfið opnast en ég veit að útflytjendur eiga stórar upphæðir í erlendum ávísunum sem virðist ekki vera hægt að innleysa
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 17:50
Bjarne.
Lestu aftur pistilinn. Þar stendur: "Hvernig væri að leita eftir samvinnu við Kanadamenn og jafnvel taka upp Kanadadollar sem gjaldmiðil í fullri samvinnu við Seðlabanka þeirra?"
Ekkert stendur um að gerast hluti af Kanada.
Sjá einnig athugasemd mína #3.
Ágúst H Bjarnason, 15.11.2008 kl. 18:28
Það er sagt að maður eigi aldrei að taka ákvörðun reiður. Nú eru ansi margir hér á landi reiðir. Við erum reið út í stjórnvöld, bankana, útrásarvíkinga og nú síðast útlendingana sem eru að stoppa lánin okkar. Það er sem sagt alls ekki rétti tíminn til að taka ákvörðun, en það er tími til að safna saman öllum hugmyndum og síðan þurfum við að vinna út þeim á næstu mánuðum.
Ég hef aldrei verið hrifinn af ESB og hrifning mín hefur alls ekki aukist síðustu mánuði, hvað þá vikur og daga. Við skulum alveg hafa það á hreinu, að ESB eða evra hefðu ekki bjargað bönkunum nema að hér hefði verið skynsamleg efnahagsstefna og örugg stjórnun efnahagsmála. Það er engin lausn að hlaupa í fangið á einhverjum öðrum, ef við kunnum ekki að stjórna sjálfum okkur. Okkar vandamál leysist ekkert við það að fá ennþá fleiri reglur frá Brussel. Við leysum okkar mál fyrst og fremst með því að taka ábyrgð á okkar lagasetningu og regluumhverfi. Það er fyrst og fremst það sem brást á undanförnum árum. Við tókum upp gagnrýnilaust tilskipanir ESB, tilskipanir sem voru ætlaðar tugmilljóna þjóðum. Byrjum á að taka til heima hjá okkur og förum síðan út í heim að ræða við aðra um betri samskipti. Heldur virkilega einhver að ESB eða Kanada eða Noregur vilji fá fúabátinn Ísland inn í flota sinn?
Marinó G. Njálsson, 15.11.2008 kl. 19:03
Ég hef ekki nokkra trú á því að stjórnvöld hér í Kanada, eða Kanadíski Seðlabankinn hafi áhuga á því að láta Íslendinga hafa áhrif á dollarann sinn.
Kanadamenn eru að vísu 100 sinnum fleiri en Íslendingar, þannig að áhrifin yrðu ef til vill ekki svo stór, en ég held að Kanadamenn séu ekki mjög líkir Íslendingum, sérstaklega ekki hvað varðar fjármál. Hér er fólk almennt sparsamt og fer vel með peninga.
G. Tómas Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 19:07
Það er hárrétt sem þú segir Marinó. Það er alltaf hættulegt að taka ákvarðanir meðan maður er reiður. Alltaf betra að sofa á málinu í nokkurn tíma.
Það er annað mál, að á meðan adrenalínið streymir um æðarnar er hugmyndaflugið um hvernig best sé að bjarga sér á fullu. Það er í eðli okkar allra. Því er best að rasa ekki um ráð fram, heldur eins og þú segir, nota tækifærið til að safna hugmyndum. Eins konar brain-storm. Síðan þurfum við að taka eins réttar ákvarðanir og hægt er og vinna okkur skipulega út úr vandamálinu.
Það er komið meira en nóg af fumkenndum ákvörðunum, alveg frá nóttinni frægu er Glitnir var þjóðnýttur...
Ágúst H Bjarnason, 15.11.2008 kl. 19:47
Ég ætti kannski að endurvekja námskeið sem ég hélt fyrir 16-17 árum um markvissa ákvörðunartöku. Þá vildi DV senda alla þingmenn þjóðarinnar á námskeiðið, en því miður kom enginn. Sem sérmenntaður í ákvörðunargreiningu (e. decision analysis) frá einum virtasta háskóla heims (Stanford University), þá ætti ég kannski að bjóða fram þekkingu mína.
Marinó G. Njálsson, 15.11.2008 kl. 20:26
Áður en að eg fer að æsa mig um Icesave málið, þá vil ég vita sirkabát hver ferill þess var og hver niðurstaðan svo endanlega verður.
Umrætt mál er farið að virka all furðulega. Menn tala út og suður. Ómögulegt að festa fingur á því. Sem dæmi sögðu ISG og Geir á fundinum í gær að upphaflegu kröfurnar hefðu verið að Ísl. greiddi alla erl. innláns reikninga uppí topp.
Að mínu mati er alveg skiljanlegt að krafist sé lágmarksins, 20.000 evrur. Það eru alveg ósköp skiljanleg rök á bak við það. Þó skiptir þar miklu hvernig eignir munu vega upp í og afborganir og vextir og þess háttar. Maður bíður endanlegrar niðurstöðu, sjáum til.
En með að tengjast ESB eða einhverjum öðrum - þá að mínu mati kemur ekkert annað til greina en ESB. Annaðhvort ESB eða óbreitt ástand.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.11.2008 kl. 21:37
Er ekki komið nóg af þessu tali með að tengjast norðmönnum, kanada, taka upp dollar, taka upp svissneska franka.. þetta er allt saman rugl að mínu mati. Ég hef stutt inngöngu í ESB í mörg ár en vitleysingar síðustu ríkisstjórna hafa ekki haft fyrir því að kynna fólki kosti og galla en hræða fólk bara með þessu fiskibulli að við þurfum að gefa eftir fiskimiðin en að mínu mati hefur það lítið að segja þar sem að fáir útvaldir hafa þau mið í vasanum og því litlu eða engu að tapa fyrir venjulega borgara. Af hverju ekki að tala um hvað er jákvætt við að fara í ESB eins að vera hluti að stóru og stöðugu hagkerfi, fá lægri vexti o.s. frv og losa þegna landsins við þessa smákónga sem allt hirða og öllu ráða því að það eru einmitt mennirnir sem sem hræðast það að græða minna. Það hefur nefnilega verið hræðsla við að kynna ESB vegna ótta að fólkinu kunni að líka það sem þar er í boði. Geir talar t.d um að hann óttist þetta samband sem að beiti sér gegn okkur á ögurstundu en er það eitthvað skrýtið að fólk úti í Evrópu skuli vera reitt eins og t.d kjáninn í seðlabankanum hefur talað? Það finnst mér ekki. Ég vil því ekki rugla fólk með öðrum leiðum sem héðan af verða hvort sem er aldrei farnar eins og þessi kanadaleið vegna þess að ESB er hugsanlega handan hornsins og okkur liggur bara lífið á að komast undan þessari krónu og komast undan oki BLÁA RÁNFUGLSINS eða í það minnsta þeim hluta sem vilja halda græðginni gangandi.
Þröstur Bjarnason (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:21
Gunnar Ásgeir Gunnarsson segir nákvæmlega það sem þarf að segja í þessu máli.
Það hefur aldrei verið eins áríðandi eins og nú að við höldum okkur við krónuna og lítið hagkerfi.
Við eigum orku, sjávarútveg og landbúnað sem er mikklu meira virði en við getum fengið út úr nokkru bandalagi og svo eigum við hvert annað sem er ekkert lítið því að þjóðin er áræðin, utan Samfylkinguna sem er hópur af gungum, hugrökk og dugleg, við verðum á uppleið um það leiti sem ESB og önnur bandalög verða á niðurleið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.11.2008 kl. 00:46
Mikið er ég sammála Þresti nr. 16, þetta eilífa tal um að tengjast bara einhveju öðru en ESB, Kanada, Norðmönnum, taka upp svissneskan franka, dollar, já bara eitthvað annað en ESB, þetta er fáránlegt. Það má ekki einu sinni kanna hvað er í boði, hvers vegna eru menn svona hræddir, hvað gæti hræðilegt skeð við það að fara í aðildarviðræður? og Þetta með fiskimiðin er gömul tugga sem menn hafa verið hræddir með allt of lengi, hvað með veiðireynsluna, og svo bendir Þröstur á það að það séu nú hvort eð er fáeinir útvaldir sem hafi kvótann í sínum vasa, það mun kannski breytast ef þessi fjandans Sjálfstæðsiflokkur minkar í kjölfarið á þessu öllu saman. Spillingin er svo mikil í þessum flokki og fólk er farið að vakna til vitundar fyrir hvað þessi ránfugl stendur. Skrýtið að sómakærir menn og heiðarlegir borgara skuli vera svo heilaþvegnir að geta ekki stutt neitt annað en þennan spillingarflokk sem treður undir vini og vandamenn eigum þjóðarinnar og lætur eins og stjórnsýslulög sé eitthvað grín þegar kemur að mannaráðningum. Eftir því sem menntun er meiri þeim mun færri styðja þetta skrímsli. 33% af þeim sem kjósa þennan flokk eru sjómenn og 25% eru verkafólk, talandi um að skjóta sig í lappirnar að kjósa flokk sem er á móti verkalýðsfélögum, því maður hefur heyrt flokksbundna hottintotta segja að það ætti að leggja slík félög niður. Sem sagt, taka samtakamáttinn frá fólkinu. Þetta kýs svo fólk.
Valsól (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 06:13
Ísland er stoppu stöð á leið frá Noregi til Vínlands hins góða. Við erum útrásar víkingar, en við verðum að rasa út í rétta átt! Leifur Heppni var ekki áttavilltur. Nú er komið að því að þjóðin sæki um inngöngu í Kanada/USA/NAFTA. Þar eigum við “Fyrsta Veðrétt”, samkvæmt Leifi Heppna. Þarna er mestur fjöldi íslenskra afkomenda,sem er okkar eigið blóð. Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa sjaldan um stoppu stöðina Ísland, í miðju Atlanthafi. Og þeir hafa dreyft sér um alla Norður Ameríku. Evrópa er búin að fá alveg nóg af okkur, eins og Noregur forðum. Vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.
Nonni (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 08:42
Snjallt hjá þér Nonni .
Svo er spurning hvort við eigum ekki að byrja fyrr og fjær en í Noregi fyrir árþúsundi. Erum við leifar Herúla eða Erúla sem samkvæmt kenningu Barða Guðmundssonar hvarf aftur til Norðurlanda eftir mikla flutninga um suðaustur-, suður- og miðhluta Evrópu, skv. grískri heimild frá 5. öld (Prokopios). Sjá bls. 29 og 41 hér.
Stoppistöðin Ísland? Quo vadis?
Ágúst H Bjarnason, 16.11.2008 kl. 09:41
Hei, gott að einhverjir eru loksins að hika við sameiningu við Evropubandalagið.
Ég hef búið í Kanada hálft lífið,og nýt góðs af því að búa í landi sem er eins og Noregur , skuldlaust og áhættulítið (miðað við USA og Ísland og Ungverjaland). Já það er satt , hér er óvenju vel tekið á móti hverjum sem kemur frá Íslandi eða Scandinaviu, þeim er treyst og þeir fá meðbyr í bakið. Ég fyrir mitt leyti hef aldrei skilið þetta ofurkapp á Evrópu, og algert áhugaleysi með tengsl við Kanada. Hér búa ´Íslendingar´ út um allt ,(sem tala ekki íslensku) Í hverri borg finnur þú fullt af íslenskum eftirnöfnum í öllum símaskrám Kanada og USA.
Kanada er kalt land ( nema vesturstöndin) Þeir lifa innan sinna marka ,og munu verða rík þjóð til frambúðar. Hér er olía og gas til að selja USA í heila öld í viðbót, og hér eru málmar í jörð sem Kína og Indland vilja , og hér er matarbúr heimsins. Kanada leitar stíft að 300,000 manns árlega til að gerast hér innflytjendur. ( Immmigration Canada) Kanada er hálftómt risaland ,og þer sakna þess að Evrópubúar hafa hætt að koma hingað. (Þeir komu unnvörpum eftir stríðin og komma-þrengingar) Mest af umsókum er frá Asíu núna, en það gæti breyst fljótt.....Núna er Kanada sterkur klettur , í sökkvandi skuldafeni þjóða.
Mitt álit er.... Já, auðvitað á Ísland að vera tengt við sitt eigið blóð í vestuheimi og eiga hér gagnkvæman aðgang hvenær sem er. Ég er hund þreyttur á þessu sem gerist á fjögurra ára fresti . Einhver forseti kemur frá Íslandi og heimsækir Gimli (mjög fáir búa þar ) og talar um hve ríkulega tengsin eru !!!!.....svo gerist ekkert. Við erum mikið betur tengdur við fólk í HongKong og Evrópu og Iran og Rúmeníu , en við íslensk áhrif. Hér eru engin raunverulegur áhugi frá móður okkar, Íslandi. Miðað við það púður, sem Ísland hefur eytt í Evrópubandalagið. Þeir hafa boðið Íslandi uppí dans, en núna hún er farin að efast um, að EB sé einlægur og sannur og góður fyrir hana ......??? Mamma Ísland kemur bara á fjögurra ára fresti og heldur eina ræðu. Við Westur-íslendingar erum ekki uppáhalds börn Íslands..... af því við tölum bjagað eða tölum ekki íslensku. Þetta gæti breyst núna, og við gætum kannski orðið góðu börnin ???? Við gætum orðið þess virði að Ísland vildi kynnast okkur, og jafnvel vingast við afkvæmið..??? sounds like a touching reunion..?
Good Luck to you Folks, I feel your pain !!! Honestly !!!
Gunnar
Gunnar (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 09:52
Gunnar.
Kærar þakkir fyrir innlitið. Það er frískandi að fá svona sjónarmið frá manni sem hefur búið hálfa ævina í Kanada og þekkir vel til.
Ágúst H Bjarnason, 16.11.2008 kl. 10:01
Gunnar Waage fjallar um NAFTA hér og segir m.a:
"NAFTA er mjög athyglisverður kostur enda leitast samningurinn fyrst og fremst við að koma á jákvæðum tollalögum og í sumum tilfellum niðurfellingu tolla. Ákvæði eru um eftirlit með framleiðslu og hægt er að setja inn ákvæði um áætlaðar framfarir ef þess er óskað.
Umhverfisverndarákvæðum er fylgt eftir.
Í NAFTA er ekki verið að reyna að taka að sér stjórnun annarra landa á neinum sviðum og er fyrst og fremst á ferðinni samkomulag um frjálsa og heiðarlega verslun...
...
Stjórn fiskveiða og annarra auðlinda er fullkomlega undir stjórn viðkomandi ríkis..."
Eitthvað hljómar þetta betur í mínum eyrum en ESB.
Ágúst H Bjarnason, 16.11.2008 kl. 12:20
Ég vil skoða ESB, fá upplýsingar um kosti og galla aðildar fyrir íslensku þjóðina.
Ég vil fá þessar upplýsingar í kjölfar viðræðna við ESB en ekki frá þeim fjölmörgu spámönnum sumum sérfræðingum öðrum ekki sem hafa keppst við að sannfæra okkur um eitthvað sem ekki er fullkomlega hægt að vita um fyrr en á reynir.
Við komum eflaust löppunum undir krónuna aftur en ég óttast að það verða bara brauðfætur.
Kolbrún Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 13:02
Í hvaða áróðursplaggi lastu þetta um NAFTA Ágúst? Ég skil reyndar ekki hvernig þið ályktið að við göngum yfirleytt inn í þetta samkomulag þriggja landa um efnahagssamvinnu, þótt við göngum að því að taka upp kanadískan dollar. Þetta er óskylt issue. Okkur er frjálst að gera fríverslunarsamninga við hvern sem er vænti ér, nema helst að EES setji því skorður. Lestu þarna um Nafta og þá sérstaklega um gagnrýni og ágreining innan þess, sem hefur logað um langan tíma. Mér finst allt þetta tal um heilagan gral til endurlausnar Íslandi algerlega ábyrgðarlaust hjal og jafnvel hættulegt. Það er ekkert slít til. Við verðum bara að fara að óhreinka á okkur hendurnar og skilja það að bankablaðran mun ekki vera stæsti iðnaður hér um komandi framtíð heldur alvöru handföst gæði og áþreifanlegur auður, sem er í gnægtum hér. Ruðningsáhrif peningastofnannanna hafa hinsvegar nánast gengið frá þessu m áherslum, sem við þó byggðum landið upp á.
Hvernig væri að nota tækifærið til að endurheimta eitthvað af þessum auðlindum okkar úr höndum spillingaraflanna og byrja að byggja upp á nýtt. Að ætla sér að selja þær úr hendi fyrir eitthvað quick fix, er aumingjaskappur af fyrstu gráðu. Föðurlanssvik.
Ég auglýsi hér með eftir lista frá EU trúboðum um kosti þess að heyra undir fasistabandalag þetta. Hann hefur enn ekki sést.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 13:22
Í hvaða áróðursplaggi ég las um NAFTA, Jón Steinar?
Það stendur strax í fyrstu línunni í athugasemdinni #23 .
Ágúst H Bjarnason, 16.11.2008 kl. 13:28
Ég vil benda á ábendingar Lilju Mósesdóttur hagfræðings og prófessors.
Sjá Markaðinn hér. "Fleiri leiðir kunna að vera til" Lilja gerir ekki ráð fyrir aðstoð IMF í tillögum sínum. Hún kemur með praktískar lausnir sem virðast miklu skynsamlegri en lausnir IMF.
Lilja hefur lagt fram áætlun í 7 liðum:
1. Vaxtalækkun til að gera heimilum og fyrirtækjum kleift að ráða við skuldsetninguna.
2. 60% skattur á útstreymi fjármagns yfir 10 milljónir til að styrkja gengi krónunnar.
3. Viðvarandi halli á ríkissjóði til að takast á við atvinnuleysið og aukið félagslegt misrétti.
4. Lánalenging fyrir heimilin til að koma í veg fyrir gjaldþrot og landflótta.
5. Hagstjórn sem miðar að því að tryggja efnahagslega velferðar í gegnum atvinnuskapandi aðgerðir.
6. Dreifðara eignarhald fyrirtækja til að tryggja langtíma stöðugleika og atvinnu.
7. Aukið eftirlit með bönkum og fyrirtækjum til að fyrirbyggja fáræði og aðra efnahagskrísu.
Ég legg til að ríkisstjórnin kalli nú þegar á skynsamt fólk til skrafs og ráðagerða, Alla sem hafa talað og skrifað af skynsemi. Við eigum margt skynsamt fólk sem kann til verka og hefur góðar hugmyndir.
Það þarf að vinna hratt og vel næstu daga.
Ágúst H Bjarnason, 16.11.2008 kl. 13:32
Þetta var nú ekki illa meint. En þú sérð hverskonar fullyrðingar eru á flugi hér. Þetta lítur ekki illa út á blaði hjá henni Lilju. Ég hefði viljað sjá þjóðnýtingu kvóta þarna inni. Annars sýnist mér þetta vera gott plagg fyrir byltingarstjórn í jákvæðum skilningi, því ég er ansi hræddur um að slíkt þyrfti til, svo menn héldu sig að þessu. Allavega svona fyrstu persónulegu viðbrögð. Hér er greinilegt að þeir sem ábyrgð báru sitja enn og ætla með góðu eða illu að reisa skrímslið við á okkar kostnað en án ávinnings fyrir fólkið. Það er hræðilegt að vera að horfa upp á þá dauðadæmdu örvæntingu og dauðakippi spillingaraflanna, sem munu gera illt verra. Þeir ætla sér víst að taka eins marga með í fallinu og þeir geta.
Annars varðandi Dollarinn og þau átök, sem eru í fjármálapólitík heimsins, þá er þetta viðtal við Ron vin okkar ágætis innsýn.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.11.2008 kl. 14:14
Jón Steinar.
Allar svona umræður og tillögur eru af hinu góða. Auðvitað slæðast með hugmyndir sem við nánari skoðun reynast ekki framkvæmanlegar, eða eru ekki gallalausar. Hugsanlega leynast þó inn á milli nothæfar hugmyndir. Bloggið hefur örugglega verið mikilvægur vettvangur.
Ég leyni því ekki að ég tel að við verðum að hugsa okkur vel um áður en við tengjumst einverjum bandalögum sem gætu hæglega traðkað á okkur smápeðunum.
Við verðum að flýta okkur hægt í þessum málum.
Ágúst H Bjarnason, 16.11.2008 kl. 14:38
Norðmenn segja nei við ESB aðild.
Sjá hér í Nationen.
Fjellstøtt nei-flertall
Publisert 15.11.2008 - 13:22 Oppdatert 15.11.2008 - 13:33
Ny nei-rekord og historisk bunnotering for ja-siden. Det viser resultatene av Nationens EU-måling for november.
I 13 måneder på rad har over halvparten av befolkningen støttet nei-sidens kamp mot EU.
Aldri tidligere har nei-siden ligget stabilt over 50 prosent i en så lang periode.
Nationen og Klassekampens EU-måling for november viser at 55,6 prosent av befolkningen er mot norsk medlemskap.
Bare 32,8 prosent sier ja, og det er en historisk bunnotering for ja-siden....
Sjá meira hér.
Ágúst H Bjarnason, 16.11.2008 kl. 14:45
Ég hef ekið víða um Kanada, sérstaklega Nova Scotia og Prince Edvard Island. Gisti þá stundum heima hjá fólki sem var með "bændagistingu". Mér fannst fólkið einstaklega viðfelldið og hafa svipaða lífssýn og við höfðum fyrir áratug. Sjáðu athugasemd #21 frá Gunnari sem býr í Kanada.
Það er þó auðvitað af og frá að ég sé með einhverjar hugmyndir um að sameinast Kanada. Ég var bara að stinga upp á möguleikanum á að taka upp samvinnu við þá, frekar en einblína á ESB.
Ágúst H Bjarnason, 17.11.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.