Einn maður fær lánað andvirði 8 Kárahnjúkavirkjana !!!

 

 

Ég veit ekki hvort mig sé að dreyma eða hvort Ísland hafi breyst í Undraland, svo margt er öfugsnúið. Getur það vikilega verið að einn maður hafi fengið lánaða 1000 milljarða króna frá íslensku bönkunum?

Hve há upphæð er 1000 milljarðar, eða 1.000.000.000.000 krónur? Öðru nafni 1000 gigakrónur eða ein terakróna, ef einhver skilur það betur þannig.

Ekki er fjarri lagi að Kárahnjúkavirkjun með öllu hafi kostað 130 milljarða króna. Maðurinn hefur því bara sí svona fengið lánað andvirði næstum 8 Kárahnúkavirkjana, með 57 ferkílómetra uppistöðulóni og 72 km af jarðgöngum. Átta virkjanir með samtals 600 km af jarðgöngum, 500 ferkílómetra af uppistöðulónum, 8 risastíflum, .....!

Reykjanesvirkjun kostaði um 15 milljarða. Virkjunin er með stærstu jargufuvirkjunum á Íslandi.  Maðurinn hefur fengið lánað andvirði 70 slíkra virkjana með borholum, háspennulínum og öllu tilheyrandi.

Fyrir 1000 milljarða er hægt að reisa  raforkuver sem er 7000 megawött.  Raforkuver á íslandi framleiða samtals um 2500 megawött. Maðurinn hefur því fengið lánað hátt í þrefalt andvirði allra virkjana á Íslandi.

Þetta getur einfaldlega ekki verið. Mig er örugglega að dreyma. Hver ætti þessi huldumaður annars að vera, og hvernig gæti hann hafa komist yfir allt þetta fé án þess að fara í greiðslumat eins og við hin. Þetta hlýtur að vera algjört ofurmenni. Er það maðurinn með pípuhattinn sem situr til borðs með Lísu á myndinni?

Segjum svo að mig sé ekki að dreyma. Hvað gerði maðurinn við alla þessa peninga? Hvar eru þeir niðurkomnir? 

Nú veit maður ekkert um hvaða lánskjör hafa verið í boði. Segjum að lánið sé til 30 ára, sé verðtryggt og beri 5% vexti. Árleg afborgun ásamt vöxtum ætti þá að vera því sem næst 30 milljarðar plús 50 milljarðar, eða um 80 milljarðar. Halo

 

Nú er best að fá sér sterkt kaffi og reyna að vakna. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur draumur. Þetta er svo ofvaxið mínum skilningi. Jafnvel Lísa í Undralandi hefði orðið hissa. 

 

"Af hverju hefur það ekki verið upplýst að einn aðili skuldaði eitt þúsund milljarða í íslenska bankakerfinu og þá er eingöngu verið að tala um viðskiptabankana þrjá, ekki sparisjóðina, lífeyrissjóðina eða ýmsa aðra aðila, sem viðkomandi skuldaði né erlendar skuldir sama aðila.... Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Hvaða heljartök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu" Svo mælti Davíð í gær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Ágúst, þig er ekki að dreyma.

Þetta er ekki einu sinni martröð, þetta er miklu verra.

"Bankastjórnendurnir frábæru" (undirlaunuðu að eigin sögn?), sem þáðu The Viking ferðir ofl. góss, voru að endurgreiða "veisluföngin", á kostnað almennings og þjóðarinnar, og þótti það sjálfsagt og eðlilegt.

Og nú virðast "nýju bankarnir" með í forsvari stjórnendur, sem jafnvel sumir voru áður æðri  millistjórnendur í gömlu bönkunum, halda áfram á fullum dampi að lána sömu aðilum, undir nafni bankaleyndar, og hjálpa þeim þannig að komast hjá því sem flestir hugsandi menn telja óhjákvæmileg og nauðsynleg gjaldþrot viðkomandi og viðkomandi félaga, og meira að segja með svipuðum "skýrleika aðhalds útlánaaðferðum" og áður. Ja, svei.

Hvað er líka ekki nema sjálfsagt að gera á kostnað "heilaþveginnar þjóðar", þjóðar sem trúir fram í rauðan dauðan á sannleiksgildi "frétta/frásagna" úr fjölmiðlum útrásarsnillinganna, þjóðar sem miklu frekar vill trúa því og trúir því "sem hljómar betur" en sannleikanum, þjóðar sem undir forsvari og í meðvirkni með mikið"innvikluðu stjórnmálaafli", virðist líta á hin heilögu útrásarmikilmenni sem snillinga og/eða bjargvætti og jafnvel sem góðgjarna og gjafmilda jólasveina enda þótt "innræti þeirra, framganga og hegðun" hafi í reynd leitt til þjóðargjaldþrots. 

Hvað eru líka athugavert við nokkrar svartar, "samstíliseraðar" einkaþotur, kappakstursbíla, íbúðir og hús um allan heim, snekkjur, hótel, erlenda bankareikninga, íburðarmiklar veislur ofl. ofl.,  það er jú svo mikill "alþjóðlegur útrásar stíll" yfir þeim.

Það er líka svo miklu "skilvirkara til árangurs" að halda mótmælafundi og gera hróp og eggjakast að "ópersónulegu" Alþingi, ríkisstjórn, Seðlabankastjórn, Fjármálaeftirliti ofl. slíkum en "persónulegum" bankastjórnendum og útrásarvíkingum. Við gætum sko líka verið í vinnu nú eða síðar hjá útrásarsnillingunum eða bankastjórnendunum, svo við skulum nú ekki styggja þá, né hugsanlega grafa undan þeirra mikilfengleik.

Við, almenningur, munum borga veisluna og veisluföngin, og munum borga hana aftur og aftur haldi fram sem horfir, og skv. heilaþvættinum kenna öllum öðrum um en raunverulegu "glæponunum". Það er Ísland í dag.

GRI

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þetta er reyndar slatti af fyrirtækjum en ekki "einn aðili" þó sami maðurinn eigi stóran/stræstan hlut í þeim. Það breytir því ekki að þetta eru rosalegar fjárhæðir og einn maður í aðalhlutverki lántakandans.

Að bera þetta saman við Kárahnjúkavirkjun er snjallt og sýnir stærðina. Þetta jafngildir líka öllum þorski sem veiddur verður í íslenskri lögsögu næstu tvo áratugina - ef miðað er við forsendur í þessum IceSave-pælingum:

http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/714269/

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þessi lántaka er lýsandi fyrir þetta bjálæði.

Sigurjón Þórðarson, 19.11.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Stór hluti af þessu fjármagni er kominn erlendis - í fjárfestingar eða sjóði tengt sama aðila - svo mikið skuldsettir að þeim er haldið á floti samanber Stoðir í greiðslustöðvun hvað verður ?  - Húsasmiðjan en þar eru skuldir framreiknaðar upp á ca 14 milljarða og nú undir eftirliti Landsbanka - en þeir eiga húsnæðið en undir öðru nafni og fá því flotta leigu.

sumir kalla þetta viðskiptavit og segja þá klára "bisness" menn

Jón Snæbjörnsson, 19.11.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

The mad Hatter var fundinn sekur um að hafa myrt tímann en slapp við hálshögg.  Þessir menn eru sekir um það vafalaust og svo margt margt annað, möguleika, framtíð, mannauð, velferð...og eftir þá er enginn minnisvarði nema tómir hringir á blaði. Og hann syngur líklega Twinkle Twinkle little bat og spilar á líru á meðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2008 kl. 11:04

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir frændi að setja þetta svona í samhengi fyrir okkur. Án þess skilur maður þetta bara alls ekki . 8 stk Kárahnjúkavirkjanir er eitthvað áþreifanlegra.

Ef 1 kg. af kjöti kostar 1000 kr. þá nemur upphæðin einum milljarði kílóa. Ef kindaskrokkur er svona 15 kg. jafngildir þetta nærri 67 milljónum kinda. Árið 2006 voru kindur innan við hálfmiljón á landinu.Þetta samsvarar meira en öllu sauðfé sem gengið hefur á Íslandi  í 150 ár.

Allt étið upp í eitt mál !

Erum við bara ekki að hlusta á hugstola hattarann ?

Halldór Jónsson, 19.11.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Anna

Þetta hlytur að vera Björgólfur. Það kom fram í viðtali við hann. Viðskiptin sem hann hefur að verið að gera undanfarin ár. Ég hef savað öll viðtöl og fréttir síðast liðnum vikum. Gott að leita í þau vegna ummæla aðila um gjadþrot landsins.

Anna , 19.11.2008 kl. 14:01

8 Smámynd: Áddni

Áhugaverð færsla. Hinsvegar finnst mér skrýtið hvað fólk er ginkeypt fyrir hræðsluáróðri Davíðs Oddsonar og þá sérstaklega bullinu sem að kom upp úr honum um að Seðlabankinn ætti ekkert í hlut í öllu þessu fjármálafárviðri sem að nú geisar. Enda ber fréttaflutningur allur þess merki að allt sem að hann sagði var vanhugsað, vitlaust og hreint og beint rangt!

Auðvitað hljómar það skelfilega að "Einn maður" hafi fengið lánað 1000 milljarða, en hvaða maður er þetta ?

Ef að Davíð Oddsson segir það, þá getur það einungis verið Jón Ásgeir, enda áberandi hvað honum er í nöp við hann.

Hinsvegar láðist honum að nefna að ekki er um einn mann að ræða, heldur fjölskyldu, klíku, fyrirtæki eða hvað maður vill nú kalla það.

Svo (líkt og Gunnar Smári Egilsson) láist honum að nefna að bankarnir hafi einhver veð fyrir þessum skuldum (þ.e.a.s. eignir)

Ef s.d. að einstaklingur með X krónur í mánaðarlaun getur greitt af íbúðarhúsnæði sem að kostar Y, þá er næsta víst að bankinn taki veð fyrir láni í því. Og ef einstaklingurinn getur ekki borgað, þá er hann einfaldlega á götunni!

Það sem að fólk ætti frekar að spyrja sig að, er hvernig varð virði eignanna það mikið að hægt var að lána 1000 milljarða ?

Ef að fólk vill kennslustund í þeim bissness, þá er Sterling skólabókardæmi. Því miður er þetta ekki séríslenskt...

Staðreynd málsins er sú að Seðlabankinn gat og hafði mýmörg tækifæri til að grípa inn í, en gerði ekki!

And that as they say...is the fact!

Áddni, 19.11.2008 kl. 14:47

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Benda ber Áddna á að allir eru nú ekki jafn hlandvitlausir og hann virðist gefa í skyn. Eignir banka eru að stæstum hluta í formi skulda eða veða í verðlausum eignum að mestu í dag. Engin innlán eða handfastir peningar þar. Innlánin eru að vísu grunnur þessara eignfærðu skulda, því þau voru lánuð 9-10 sinnum út.  Þetta hefur margoft komið fram, en hann hefur kannski misst af því smáatriði.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2008 kl. 14:56

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Reyndar sagði Davíð: "Af hverju hefur það ekki verið upplýst að einn aðili skuldaði eitt þúsund milljarða í íslenska bankakerfinu...".  Ég notaði orðið maður í hálfkæringi með myndina af klikkaða hattaranum (The Mad Hatter) úr ævintýrinu um Lísu í Undralandi í huga.

Það breytir ekki öllu hvort aðilinn hafi verið einn eða fleiri menn.

 http://www.naturalnews.net/wordpress/wp-content/uploads/2008/04/mad_hatter.gif

Ágúst H Bjarnason, 19.11.2008 kl. 16:31

11 identicon

Og auminginn ég var að hafa áhyggjur af myntkörfubílaláni sem stóð í byrjun okt í 238.000kr. og í byrjun nóv í 279.000kr. Hvor skyldi hafa meiri áhyggjur á því að standa í skilum, hann eða ég?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:56

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Með útflutningstekjur í krónu-kjölfestusjóð af þessum glötuðu "gerum eitthvað annað" fjáfestingum í holu ofaní jörðina í Evrópu, þá væri íslenska krónan núna besti gjaldmiðill heimsins. Svissneski frankinn hefði þurft að pakka saman og gullmarkaðurinn væri eins og skeinipappírsmarkaður miðað við þann styrk sem þetta hefði gefið þjóðinni og mynt hennar.


En nei - gerum eitthvað annað. Hellum öllu okkar fé ofaní flórinn og mokum svo fjármununum út í Evrópska haughúsið. Skattgreiðendur borga. Gerið svo vel.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 17:01

13 Smámynd: Heidi Strand

Mig minnir að kostnaðurinn við Kárahnjúkavirkjun var í 2004 um 250 milljarða og þetta hefur hækkað með hækkun dollars.
Nú þegar IMF lánið kemur, HELDUR BRJÁLÆÐI ÁFRAM.

Heidi Strand, 19.11.2008 kl. 21:45

14 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Á einum stað í þessari ágætu bók stendur: "We can do without lobsters". Það verða kannski einkennisorð íslensku þjóðarinnar næstu áratugina...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.11.2008 kl. 21:57

15 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Þúsund milljarðar einingar eru einungis 1 prósent af fjölda fruma í mannslíkamanum.  Svona eins og fyrsta kjúka af litlafingri vinstri handar.  Ég er alveg til í að senda honum hana ef fleiri taka þátt í því...

Bjarni G. P. Hjarðar, 20.11.2008 kl. 00:08

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er undarlegt hvernig tilfinning fólks fyrir tölum virðist hafa breyst undanfarið. Það er eins og tíu milljarðar til eða frá sé bara skiptimynt. Bara tölur. Jafnvel ráðamenn virðast ekki gera sér grein fyrir verðmætinu sem liggur að baki.

Ágúst H Bjarnason, 20.11.2008 kl. 06:48

17 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það má líka reyna að skoða þetta í samhengi umferðamannvirkja...eins stutt og það nú nær.
Yfirbyggja allt, eða setja í göng ! Til að komast  nær því að klára 1.000 milljarðana er kannski
vert að ýkja kostnaðinn aðeins :

Höfðunorgarsvæðið
20 milljarðar Miklabraut/Kringlumýrabraut GÖNG + Brú (enn 980 milljarðar eftir)
10 milljarðar Miklabraut/Háaleitisbraut GÖNG (enn 970 milljarðar eftir)
10 milljarðar Miklabraut/Grensásvegur BRÚ (enn 960 milljarðar eftir)
10 milljarðar Hringbraut/Holtsgata GÖNG (enn 950 milljarðar eftir)
10 milljarðar Hringbraut/Framnesvegur GÖNG (enn 940 milljarðar eftir)
-- þá komust við keyrandi frá Selfossi að Granda án þess að lenda á ljósum

40 milljarðar Bústaðarvegur í GÖNG (enn 900 milljarðar eftir)
10 milljarðar Bústaðarvegur/Reykjanesbraut BRÚ (enn 890 milljarðar eftir)
40 milljarðar Nýbýlavegur GÖNG (enn 850 milljarðar eftir)
-- þetta ætti að létta umferð um Kópavoginn

Landið og miðin
20 milljarðar Hvalfjarðargögn tvöfölduð (enn 830 milljarðar eftir)
100 milljarðar Allir Austfirðirnir (enn 730 milljarðar eftir)
100 milljarðar Allir Vestfirðirnir (enn 630 milljarðar eftir)
100 milljarðar Vestmannaeyjar (enn 530 milljarðar eftir)
100 milljarðar Allt Norðurland (enn 430 milljarðar eftir)
100 milljarðar Hellisheiðin í göng (enn 330 milljarðar eftir)

Fleira dettur mér ekki í hug að hægt væri að brúa eða hola....
Eitthvað má svo gera fyrir afganginn...
Er Elton John nokkuð bókaður?

Haraldur Baldursson, 20.11.2008 kl. 11:29

18 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo hefur þessi aðili, sem er ekkert tegdur sjálfum sér, sjáðu, einnig tekið afar mikið af aurum út úr fyrirtækjum sem hann hefur verið að yfirtaka svo sem BYR ofl.

ÞAr eru nú ekki neinir smáaurar,sem greiddir voru út í fyrirfram tekinn arð.

Rannsóknar er ekki bara þörf, hún er svo bráðnauðsynleg, að ekki tekur nokkru tali.

Svo væri ekki úr vegi, að fár lista frá Þýskalandi um reikningseigendur í Lictenstein og svo frá Lux um allar færslur og reikningseigendur þar. OG STINGA ÖNGVUM UPPLÝSINGUM UNDIR STÆOLA

Bjarni Kjartansson, 20.11.2008 kl. 14:26

19 Smámynd: Anna

Einnig Icesave bankann. Ég tel að spillingin liggur þar.  Icesave bankinn var stofnaður eingöngu til þess að millifæra peninga úr landi. Síðan með því að fá Breskan almenning til að leggja inn sparifé sitt var fólkinu boðið háa vexti. En peningarnir eru ekki á Íslandi og ekki í Icesave London heldur inn á aðra bankareikninga út í heimi undir ýmsum nöfnum. 

Anna , 20.11.2008 kl. 16:33

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, það er ekki á okkur Íslendinga logið. - Er þetta ekki heimsmet líka eins og öll hin metin okkar.  -

Án gríns. - Þá langar mig til að þakka þér fyrir þennan frábæra pistil. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 20.11.2008 kl. 22:58

21 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Núna ertu bara að tala um einn aðila! Ef við bætum svo við öllum hinum sem skulda líka, hver er þá orðin hin endanlega upphæð?

Svo hefur stór hópur fólks tapað gríðarlegum upphæðum í verðbréfum. hækkun á lánum og gjaldþrotum ... Laun lækka um 30-50% ... Atvinnuleysi úr 1% í 10-20% ... Verðbólgan í 15-20% ... Vörur hækka ... Ómögulegt að fá gjaldeyrir nema á tvöföldu verði ...

Í lok síðasta árs skulduðu heimilin í landinu 834 milljarða. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs jukust skuldirnar um tæpa tvö hundruð milljarða og námu rúmum eitt þúsund milljörðum þegar bankarnir hrundu í byrjun október.

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur ákveðið að lána Íslandi 2,1 milljarð dollara eða sem nemur tæpum 300 milljörðum króna. En á öðrum stað las ég að það þyrfti 24 milljarða dollara (3.340 milljarðar) til að koma okkur upp úr drullunni! Sem er eitthvað um 10 millur á hvern Íslending!

Þetta þýðir bara eitt!

LANDIÐ ER GJALDÞROTA!!!

Svo er að sjá að þeir sem eiga að passa upp á þessi mál, kunna ekki á reiknivél. Líklega eru núllin of mörg!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.11.2008 kl. 23:41

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Maðurinn með hattinn stendur upp við staur, borgar ekki skattinn því hann á ekki aur...

Ágúst H Bjarnason, 21.11.2008 kl. 07:49

23 Smámynd: Anna

Góður þessi. Hvað ætla þeir að gera ef við borgum ekki. Bankinn græðir ekki á því að yfirtaka húsið,bílinn eða fyrirtækið. Þá sitja þeir bara upp með þetta og geta ekki selt þetta aftur því það er engin að kaupa. Ha ha.  

Svo það er eing gott að bakninn semji við fólkið um greiðslur. Yes.....

Anna , 21.11.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband