Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google...

 

Picasa

 

 

Picasa-3 er einstaklega þægilegt forrit til að halda utan um ljósmyndir, lagfæra þær, prenta eða setja í myndaalbúm. Það besta er að forritið er ókeypis. Gott eins og flest sem kemur frá Google Smile.

Forritið byrjar á að finna allar myndir sem eru í tölvunni, jafnvel einnig þær sem maður er búinn að týna, og raðar þeim í myndaalbúm.  Þannig hefur maður gott yfirlit yfir allar myndirnar í tölvunni.

Síðan er auðvelt með einföldum aðgerðum að lagfæra galla í myndunum.  Sumar myndir halla, aðrar eru með undarlegum litblæ, rauð augu, óskýrar, of dökkar, o.s.frv. sem flestir þekkja. Jafnvel má búa til vídeó úr myndunum og flytja yfir á YouTube.

Það besta er að lagfæringarnar hafa engin áhrif á frummyndina sem er varðveitt óbreytt.

Eftir lagfæringar getur maður merkt bestu myndirnar með stjörnu og flutt yfir í nýja möppu þar sem auðveldara er að njóta þeirra og skoða sem "slide show".

Hægt er að fá ókeypis pláss á netinu (1Gb) fyrir myndaalbúm sem auðvelt er að flytja myndirnar í. Sjá hér.   Útprentun mynda er sáraeinföld.

Ég nota Photoshop töluvert fyrir betri myndir, en Picasa-3 er miklu auðveldara og fljótlegra í notkun og meira en nóg fyrir allar venjulegar myndir.

Mæli eindregið með þessu góða forriti frá Google.  Heilmikið kennsluefni er á netinu, eins og sést með því að leita með Google.

 

Forritið má sækja hér: http://picasa.google.com

 

 

 Kynning á Picasa-3:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst.

Gott framtak hjá þér á síðustu og nú erfiðu tímum.

Ég, er búinn að nota þetta forrit, frá upphafi og ég segi bara það er mjög gott.,

Þetta er frábært fyrir okkur áhugafólkið. 

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Snilldarforrit, sem auðvelt er að læra á. Meira að segja með photoshop fídusum, sem nægja fyrir alla almenna myndvinnslu. Jafnvel að laga gamlar og rispaðar myndir. Ég er aktívur í Google community og nota þrívíddarteikniforritið Sketchup í allri minni hönnunrvinnu. Það er forrit, sem maður bara bætir við og setur inn script eftir því hvernig maður vill nota það. Er algerlega samkeppnishæft við önnur arkitektúrforrit og er hægt að exporta úr því yfir í Cad og fl. Einnig má rendera realístiskar myndir úr því eða gera animationir með litlum tilfæringum. Það er til í frítt betaútgáfu og nýtist hverjum sem er við að teikna hanna og skipuleggja húsnæði og  lóðir, hluti ofl.  Mæli með því að menn kynni´sér það.  Er viss um að þú hefur not fyrir það. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það góða við þessi forrit er líka að það þarf ekki að fara á rándýr námskeið til að læra á þau. Það er öllum frjálst að gera kennslumyndbönd og til er mýgrútur af slíku á netinu án endurgjalds. Raunar er það orðið svo að námskeið heyra nánast sögunni til hvað varðar forrit almennt, því það þarf bara að leita uppi video tutorials og kenna sér þetta sjálfur. Það hef ég gert með allt, sem ég er að vinna með í dag. Það er ekkert það vandamál, sem ég hef ekki fundið lausn á frá öðrum á netinu. Það er það stórkostlega við netið. Nú getur fólk kennt sér nýja iðju án milliliða, sem ekki er slæmur kostur í ótryggu atvinnuumhverfi og síbreytilegum heimi í því samhengi. Töfraorðin eru Tutorial(s) Video Tutorials. Bara googla.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir að benda á Google Sketchup. Ég vissi ekki af því, en hlóð því niður áðan af vefsíðunni http://sketchup.google.com

Ágúst H Bjarnason, 21.12.2008 kl. 22:55

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekkert að þakka. Þetta mættu fleiri vita, því vinna í slíku forriti er einskonar lykill að þekkingu á myndvinnslu og þrívíddarforritum. Mér finnst að það mætti hafa tíma í þessu í skólum, sem þjálfun á tölvur og tölvuvinnslu. Þetta forrit reynir á allan skalann. Ég hef hreinlega skapað mér atvinnu og atvinnutækifæri með þessu. Í dag hangir raunar allt á þessari kunnáttu minni.

Ef þú ert að brjótast eitthvað með þetta og skilur ekki eitthvað, þá sendu mér bara línu.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 23:12

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bestu grunntilsögnina er að fá hjá www.aidanchopra.com Þar eru skiljanleg leiðbeiningarvideo, sem hjálpa mönnum fyrstu skrefin.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.12.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

Þakka þér fyrir, kemur í góðar þarfir.  Það er alltaf gott að kíkja á þína síðu.

Karl Gauti Hjaltason, 22.12.2008 kl. 01:38

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Google er að gera mjög góða hluti og að koma með fullt af flottum forritum fyrir almenning frítt. Enda eru Microsoft og fl. farnir að verða hræddir um sinn hlut. Þeir eru líka að styðja fleiri stýrikerfi bara Windows.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2008 kl. 04:56

9 Smámynd: Páll Thayer

Og fyrir þá sem vilja meira þá er The Gimp afbragðsforrit sem getur alveg komið í staðinn fyrir hið rándýra PhotoShop. The Gimp er frjálst forrit (open-source) og hefur verið til síðan 1995 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Eins og með flest önnur frjáls forrit er hægt að sækja það frítt á netinu: http://gimp.org/ Það er til fyrir öll helstu stýrikerfi s.s. Windows, Mac OS X og Línux.

Páll Thayer, 22.12.2008 kl. 12:34

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Páll. Takk fyrir ábendinguna um Gimp myndvinnsluforritið.

Ég hlóð því niður fyrir Windows hér http://gimp-win.sourceforge.net/stable.html og þegar ég ræsti forritið sá ég að það var á Íslensku .

Ágúst H Bjarnason, 22.12.2008 kl. 15:05

11 Smámynd: Anna

Saell, fekkstu tolvupostinn um ad 1 jan meigum vid bara blogga um frettir. Nu er verid ad skerda frelsid og lydraedid i leidinni.

Anna , 22.12.2008 kl. 15:34

12 Smámynd: Anna

Heldurdu ad bloggfaerslur seu ritskodadar.???

Anna , 22.12.2008 kl. 15:35

13 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

já ég er búin að nota pikasa sl 2 ár og finnst það frábært með PhotoShopinu. Frábært líka að geyma vefalbúm.

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:07

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól  Ágúst og takk fyrir góðar kveðjurnar.

Marta B Helgadóttir, 25.12.2008 kl. 20:43

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég náði mér í picasa... stórsniðugt og auðvelt í notkun. Takk fyrir þetta Ágúst.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2008 kl. 02:24

16 Smámynd: Einar Steinsson

Ég er búin að nota Picasa lengi og líkar vel, vil líka benda á að Google býður upp á byrtingu allt að 1GB af myndum frítt á vefnum í tengslum við þetta forrit ( http://www.picasaweb.com ) sem hægt er að stjórna beint úr forritinu. Ég myndi hins vegar frekar kalla þetta skipulagsforrit heldur en myndvinnsluforrit þó að það sé hægt að gera einfaldar breitingar á myndum. Gimp sem minnst er á hérna að ofan er hins vegar alvöru myndvinnsluforrit.

Einar Steinsson, 3.1.2009 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband