Ný dönsk rannsókn styður kenningar um samspil geimgeisla og loftslagsbreytinga...

 

jordens_magnetfelt.jpg

 

 

Ferlarnir hér fyrir ofan ná yfir 5000 ár. Hvað er eiginlega svona merkilegt við það? 
Annar ferillinn er regn og hinn er jarðsegulsvið.  Hmm...
Undecided


Á myndinni er jarðsegulsviðið svartur ferill, en  frávikið í þungu súrefnissamsætunni   18O   er blár ferill.   Þessi blái ferill er mælikvarði á úrkomu í Kína og Óman, og er niðurstaða mælinga í dropasteinshellum.  Ferlarnir falla nánast saman.  Tilviljun eða vísbending?  Hvernig í ósköpunum getur verið samband milli jarðsegulsviðsins og  úrkomu? Halo

Sjá frétt AFP hér.

Grein þeirra Faurschou og Riisager birtist í janúarhefti bandaríska tímaritsins Geology. Vilji menn lesa greinina þá er hún sem pdf skjal hér.

 

Í Morgunblaðinu í dag 13. jan. 2009 er eftirfarandi frétt á bls. 17:

Geimgeislar mikilvægari fyrir loftslag en talið var?

NIÐURSTÖÐUR rannsóknar vísindamanna hjá dönsku jarðfræðistofnuninni Geoecenter Danmark sýna að segulsvið jarðar hefur veruleg áhrif á loftslag á jörðinni, segir í frétt vefsíðu blaðsins Jyllandsposten. Magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu er því ekki jafn þýðingarmikið fyrir hlýnun loftslags og talið hefur verið.

Blaðið segir að um sprengju sé að ræða í loftslagsumræðunum vegna þess að niðurstöðurnar renni stoðum undir umdeildar kenningar þess efnis að loftslag stýrist að miklu leyti af geimgeislum sem streyma inn í lofthjúp jarðar.

Eðlisfræðingurinn Henrik Svensmark hjá Danska tækniháskólanum setti fyrir áratug fram kenningarnar um geimgeislana og olli þá hörðum deilum. Nú hafa tveir Danir, jarðeðlisfræðingurinn Mads Faurschou hjá jarðfræðistofnun Árósaháskóla og Peter Riisager, jarðeðlisfræðingur hjá GEUS, stofnun er annast rannsóknir í Danmörku og á Grænlandi, borið saman loftslagsgögn sem safnað var í dropasteinshellum í Kína og Óman við módel er sýnir segulsvið jarðar á forsögulegum tíma. Kom í ljós að breytingar á segulsviði jarðar hafa haft áhrif á úrkomumagn í hitabeltinu síðustu 5.000 árin.

Þeir segja báðir að koldíoxíðmagn sé að vísu mjög mikilvægt fyrir loftslagið. En loftslagskerfi séu geysilega flókin og óhjákvæmilegt sé að niðurstöðurnar þvingi menn til að taka meira mark á kenningum Svensmark. kjon@mbl.is

 

Jæja, getur þetta verið tilviljun, eða hvað? Auðvitað eiga menn eftir að deila um þessi mál. Það er bara gott og blessað.  Hver hefur síðasta orðið í þessum málum?  Auðvitað er það náttúran sjálf. Sjá síðasta pistil um breytingar sem virðast vera að gerast í virkni sólar um þessar mundir.

Þessi rannsókn styður umdeilda kenningu Henriks Svensmark um samspil sólar, geimgeisla, skýjafars og hitafars.  Kenningin er kölluð CosmoClimatology,   Sumir telja að það samspil geti útskýrt mikinn hluta hækkunar hitastigs á síðustu öld.

 

 Myndin er úr dropasteinshelli:

stalactite-stalagmite-1.jpg

 

 

Ítarefni:

 

Videnskab.dk:   Jordens magnetfelt påvirker klimaet

Bloggpistill:  Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn....


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Merkilegt sem samt ekki að skilja með jarðsegulsviðið.

Kv Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 13.1.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurjón.

Í þessum pistli er fjallað um kenningu Svenmarks um samspil geimgeisla og skýjafars. Þar er útskýring á kenningunni sem í hnotskurn er :
"Mikil virkni sólar -> mikill sólvindur -> minni geimgeislar -> minna um ský -> minna endurkast -> hærra hitastig".

Sólvindurinn og segusviðið eru nátengd eins og skýrt er út hér. Segulsvið sólar hefur töluverð áhrif á jarðsegulsviðið. Sólvindurinn eða segulsviðið hlífa jörðinni við geimgeislum, þannig að þeir eru breytilegir og þar með skýjahulan og væntanlega úrkoman.

Hér er meira en 10 ára gamalt "blogg" um þessa kenningu Dananna. (U.þ.b. á miðri síðunni).

Sjá greinina About the Solar Wind.

 http://farm1.static.flickr.com/120/287135046_1845be7d44.jpg

Ágúst H Bjarnason, 13.1.2009 kl. 22:20

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Þakka þér fyrir mig .

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 13.1.2009 kl. 22:41

4 identicon

Það væri gaman að sjá þetta plottað upp við hliðina á afturreiknuðum lofthita. Ansi áhugavert.

Höski (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:53

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég sé ekki betur enn að þessar "rannsóknir" séu stolnar frá Phd. Alexander Markús frá Svíþjóð. Hlustaði á fyrirlestur um þetta fyrir 14 árum síðan. Það sem vantar í þennann pistil er að hann sem er prófessor í segulaflsfræðum, (kvantfysiologi) segir að segulafl verður framtíðarorkan. Þessi dani er er bara réttur og sléttur þjófur. Ekkert nýtt. Meira að segja myndin, sem er aðeins breytt, er nákvæmlega eins. 

Óskar Arnórsson, 14.1.2009 kl. 01:20

6 Smámynd: Anna

Mjög áhugavert. Ef jörðin hefði ekki magnetic field það væri nú ekkert líf her. Eyðimörk. Svo er nú spurning, er sólin að brenna út. Kemur að því að lífandi verur geta ekki búið á jörðu.

Eflaust er það hringrás pláneta.

Mer finnst vísindin hafa fleitt svo litið fram.

Við vitum svo lítið.

Anna , 14.1.2009 kl. 09:56

7 identicon

Það er eitt sem er að trufla mig nokkuð.

Hvers vegna nær ferillinn ekki til síðustu 250 ára?
Er það ekki rétt skilið hjá mér að vísindamenn eru almennt á því að hlýnun loftslags hafi fylgt nokkuð virkni sólarinnar þar til upp úr miðri síðustu öld?
Segir þessi merka rannsókn okkur þá eitthvað nýtt?

Ef við skoðum línurit yfir koldíoxíð, þá má álykta fyrir leikmann að gróðurhúsaáhrifin hafi tekið við sem langsterkasti þátturinn í hlýnun jarðar:

Höski (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:47

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Anna Björg! Miðað við að jörðin geti orðið 100 ára, er jörðin 50 ára.

Hún verður löngu orðin steindauð á undan sólinni. Þú getur fundið þessa útreikninga á netinu.

Jörðin er "miðaldra". Jörðin verður semsagt jafnlegi til, og hún er þegar búin að vera til.

Nema að það komi heljarstór loftsteinn sem eru hnettir sem hvergi virðast eiga heima neinsstaðar.

Það er ekkert að fara að slökkna á sólinni á næstunni.... ;)

Óskar Arnórsson, 14.1.2009 kl. 12:03

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

(Athugasemdin er flutt af öðrum pistli þar sem hún var óvart skráð 14.1.2009 kl. 21:10)

Höski

Þú hefur væntanlega lesið greinina í tímaritinu Geology. Í pistlinum er tengill að pdf skjali sem er nákvæmt afrit af blaðsíðum 71-74 í tímaritinu. Skoðaðu greinina vel.

Tímaritið Geology birtir  ritrýndar greinar og er það og gefið út af Geological Society of America. Greinin ætti því að vera nokkuð áreiðanleg.
 
Í greininni kemur vel fram hvernig staðið var að rannsókninni. Úrkoman er fundin með mælingum á dropasteinum og að sjálfsögðu er upplausnin í tímaskala ekki mikil. Á hverju ári myndast örþunnt lag á dropasteinana þannig að væntanlega gefur hvert sýni upplýsingar um meðaltal margra ára. Hliðstætt má segja um mælingar á segulsviðinu sem framkvæmdar er á bergi, eins og fram kemur í greininni. Það er því tæplega gerlegt að sýna einhvern feril sem sýnir nægilega upplausn fyrir fáeina áratugi eða jafnvel tvö hundruð ár.

Tilgangurinn með þessari rannsókn er að bera saman úrkomu og jarðsegulsviðið, en ekki hitastig og jarðsegulsviðið. Þar sem góð samsvörun er milli úrkomu og breytinga í segulsviðinu, og þar sem úrkoman kemur úr skýjum, þá má draga þá ályktun að það gæti hafa verið samsvörun milli skýjafars og segulsviðsins. Ef svo er, þá styður það kenningu Svensmark.

Það er ekki hægt að sanna kenningar í eðlisfræðinni með tilraunum. Aðeins hægt að renna stoðum undir að þær séu réttar.

Riisager segir í viðtali:
"Vi har ingen aktie i klimadebatten. Vores studium startede nærmest ved et tilfælde, og nu står vi så med et resultat, der har overrasket alle, inklusiv os selv. Hvis andre forskere er enige i vores analyse, betyder det at politikere og klimaforskere bliver nødt til at tage Henrik Svensmarks teorier mere alvorligt".

Faurschou segir: "Vi finder en utrolig god korrelation over en fem tusind år lang periode mellem vores rekonstruktion af Jordens tidligere magnetfelt og klimadata fra drypstenshuler i Kina og Oman. Det er svært at forklare denne korrelation på anden måde end, at Jordens magnetfelt rent faktisk har påvirket nedbøren i disse områder. Vores studie beviser ikke, at Jordens magnetfelt er en vigtig faktor for det globale klima, blot at det sandsynligvis er et af flere parametre, der har haft betydning for visse aspekter af klimaet i bestemte områder".

Fourschau segir einnig: "Hvis vi hver især holder på hver vores, så kører forskningen af sted i forskellige spor. Så bliver det CO2-scenariet, der vinder, fordi det er det, der er konsensus for. Men virkeligheden er altså betydeligt mere nuanceret end det. Vi har brug for at arbejde sammen og udveksle viden på tværs af fagområder, og det kræver en åbenhed overfor hinandens resultater. Det er klimadebatten bedst tjent med". 

Þetta er mergurinn málsins. Vísindamen þurfa að starfa saman en ekki rannsaka hver í sínu horni. Það er þörf á þverfaglegum rannsóknum í loftslagsfræðum.

Ágúst H Bjarnason, 15.1.2009 kl. 16:45

10 identicon

Ok. Þetta er sem sagt merkileg rannsókn en hefur ekkert að gera með að útskýra hlýnun jarðar. Ég einblíni greinilega of mikið á þann part.

En það er þó greinilegt að þessir geimgeislar hafa áhrif á skýjahulu ef ég skil þetta rétt, ef hægt væri að framlengja þessa ferla til nútímans þá væri einnig hægt að sjá óbeint hvort "geimgeislar" (er ekki til eitthvað betra orð yfir þetta fyrirbæri, þ.e. solar particle?) hefðu áhrif á hitastig einnig eða hvað?

Höski (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:04

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höski. Það er auðvitað mikilvægt að nálgast þessi mál af forvitni og fordómalaust, eins og margir vísindamenn gera. þeir reyna að halda sig frá deilum um hnatthlýnun.

Mann þekkja ferla fyrir skýjahulu í mismunandi hæð síðan farið var að fylgjast með skýjaþykkni frá gervihnöttum. Eins hafa menn mælt geimgeisla í áratugi og hitastig enn lengur. Þó svo að ótrúlega mikil samsvörun komi oft í ljós, þá eru ekki allir sannfærðir. Þess vegna þarf aðhalda áfram að rannsaka málið frá öllum hliðum.

Myndir eins og þessi eru sláandi en þær "sanna" ekki neitt:

 https://physicaplus.secured.co.il/zope/home/1105389911/1113511992_en/shaviv_3.jpg

Það er annað mál, að hugsanlega geta þær breytingar sem virðast vera að gerast núna í virkni sólar kennt mönnum margt  um samspil sólar og hnatthlýnunar. Menn "vita" auðvitað ekki hve mikil þessi áhrif breytinga í sólinni eru. Sumir telja þau lítil, en aðrir mikil. Þeir eru til sem telja áhrifin geti verið það mikil að raunveruleg hætta sé á hnattkólnun eins og um 1700 og 1810, tímabilin á litlu Litlu söldinni sem kennd eru við Maunder og Dalton.  Enn vita menn ekkert hvert stefnir, en það kemur væntanlega í ljós innan áratugar eða svo. Þangað til verðum við leikmennirnis  bara að bíða og fylgjast með af forvitni.  Það eru spennandi tímar framundan

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2009 kl. 12:37

12 identicon

Höski, geimgeislar er þýðing á hugtakinu cosmic rays en ekki solar particles.

Sjá wikipedia

Bjarni (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:55

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá áhugaverðan fróðleik: Í nábýli við stjörnu eða Living with a star hjá NASA: 

"It's true. We live inside the atmosphere of the sun," says Lika Guhathakurta, program manager of NASA's Living with a Star (LWS) program..........Our planet is better protected than most. We have a thick atmosphere and global magnetic field to hold space weather at bay. In fact, if we stayed on Earth, the sun's weather systems would hardly affect us, causing no more than an occasional power outage or radio blackout.

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2009 kl. 16:09

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Og svo er ýmislegt að koma á óvart. Meira frá NASA.  A Gigant Breach in Earth´s Magnetic Field.

Dec. 16, 2008: NASA's five THEMIS spacecraft have discovered a breach in Earth's magnetic field ten times larger than anything previously thought to exist. Solar wind can flow in through the opening to "load up" the magnetosphere for powerful geomagnetic storms. But the breach itself is not the biggest surprise. Researchers are even more amazed at the strange and unexpected way it forms, overturning long-held ideas of space physics.

"At first I didn't believe it," says THEMIS project scientist David Sibeck of the Goddard Space Flight Center. "This finding fundamentally alters our understanding of the solar wind-magnetosphere interaction." .......

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2009 kl. 16:14

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ertu búinn að lesa íslensku bókina um gróðurhúsaáhrifin? Ég er búinn að marglesa hana enda er hún ekki auðveldur lestur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 17:39

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður.   Áttu við þessa: 

Skýrsla vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi 

sem gefin er út af Umhverfisráðuneytinu?   Ég prentaði hana alla út eitt sinn í lit og á hana í möppu.  Ég hef ekki gefið mér tíma til að lesa hana alla, en hef gluggað í hana hér og þar.



 

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2009 kl. 21:02

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, ég á við bók Halldórs Björnssonar ''Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar'' þar sem fyrirbærið gróðurhúsaáhrif er m.a. skýrt ýtarlega. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 23:28

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Því miður á ég ekki þessa bók Sigurður. Ég efast ekki um að hún sé mjög góð því Halldór er sjálfasagt meðal þeirra sem fróðastir eru um þessi mál. Halldór er einn höfunda skýrslunnar sem ég vísaði á í aths. #16.

(Aðrir höfundar eru Árný E. Sveinbjörnsdóttir, Anna K. Daníelsdóttir,
Árni  Snorrason,  Bjarni D.  Sigurðsson,    Einar  Sveinbjörnsson, Gísli
Viggósson,  Jóhann  Sigurjónsson,  Snorri  Baldursson,  Sólveig  Þor-
valdsdóttir og Trausti Jónsson). 

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2009 kl. 07:04

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er fjallað um bókina.  

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2009 kl. 07:10

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tek eftir þessum orðum í þessaari tilvísun hjá þér um bókina og er það höfundurinn sem talar. ''

Gagnrýni á loftslagsvísindi er af tvennum toga spunnin. Annarsvegar er það raunveruleg vísindaleg álitamál en hinn flokkurinn sem er fyrirferðameiri almennri umræðu er hreinn spuni sem á sér takmarkaða stoð í raunveruleikanum.

Mótrökin gegn loftslagsvísindunum í skýrslu Stern voru flest gamlar staðhæfingar sem ég hélt að löngu væri búið að hrekja. Það vakti athygli mína að gagnrýnin beindist ekki gegn því sem ég taldi vera veikustu þættina heldur var ráðist á garðinn þar sem hann var hæstur.

Í kjölfar þessa fór ég að velta því fyrir mér hvort ástæða þess að gamlar tuggur gengu sem mótrök, meðan vísindaleg óvissa, - sem svo sannarlega er til staðar, - er ekki rædd nema þá í slagorðastíl væri sú að það vantaði bækur um þetta efni, - bækur sem væru ekki svo fræðilegar að þær væru einungis fyrir innvígða. Ég komst reyndar fljótlega að því að þetta var ekki rétt, a.m.k. ekki hvað hinn enskumælandi heim varðaði. Á ensku eru til margar bækur fyrir almenning um þetta mál, og sumar býsna góðar.''

Hvernig á að skilja svona orð? Mér finnst þau þýða það að engir geti eða eigi að taka þátt í umræðunni um loftslagsmál nema vísindamenn, sem eigi að mata fólkið á upplýsingum en almenningur eigi ekki upp á pallborðið, hann sé bara með spuna (þetta orð er reyndar ekki skýrt frekar af höfundi, hvað hann eigi við). Það gefur augaleið að almenningur getur ekki verið að fjalla um ''vísindaleg álitamál'. Hann er því algjörlega dæmdur úr leik samkvæmt þessum orðun nema sem auðmjúkur þiggjandi fróðleiks vísindamanna. Samt játar bókarhöfundur í bókinni að hann loftslagsmálin hafi á sér margar hliðar og hann sé aðeins ''upplýstur leikmaður'' í þeim nema einni. Það er einmitt hroki af þessu tagi sem fer mest í taugarnar á ''upplýstum leikmönnum' og á stóran þátt í hvað umræða um loftslagsmálin er oft þrungin reiði og æsingi. Menn æsast eðlilega upp við svona. Það er líka merkilegt að Halldór játar að vísindalegri nákvæmni sé ábótavant í mynd Al Gore en sér í gegnum fingur sér við hann af því að viðhorf hans á víst að vera rétt en hins vegar ætlaði Halldór vitlaus að verða út af einhverri annarri loftslagsmynd þar sem nákvæmni var ekki til fyrirmyndar og náði almannavef Veðurstofunnar til þess að hneykslast á því. Hann kom þar ekki fram undir nafni en það var hann fyrst og fremst sem á bak við stó sem kyndiafl þó svo að eitthvert fagráð hafi lagt blessun sína fyir boðskapinn til að gefa honum eins konar breitt samþykki.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 11:11

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Notaði almannavef Veðurstofunnar á þarna að standa í stað ''náði''.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.1.2009 kl. 11:13

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður Þór.

Ég er sannfærður um að hann vinnur störf sín af samviskusemi og einlægni kannski er ekki nema mannlegt að verða pínulítið pirraður annað slagið.

Annars vekur þetta spurningar um hverjir séu vísindamenn og hverjir ekki. Hvers konar vísindamenn mega hafa skoðun á gróðurhúsakenningunni? Eru það bara loftslagsfræðingar og veðurfræðingar, eða kannski allir vísindamenn? Nú vitum við það að af hinum margumræddu 2500 vísindamönnum IPCC eru aðeins mjög fáir loftslagsfræðingar. Þarna er alls konar náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á allt öðrum sviðum en loftslagsfræði. T.d. grasafræðingar, jarðfræðingar, haffræðingar, sérfræðingur í malaríu, kóröllum o.s.frv. Hvað vita þeir um loftslagsfræði? Eru t.d. sagnfræðingar gjaldgengir? Hvers vegna ekki? Þeir eru auðvitað gagnlegir til að rekja veðurfar langt aftur í aldir. Kannski einhver sagnfræðingur sé meðal hinna 2500 vísu manna. Er Al Gore gjaldgengur í umræðunni? Ekki er hann vísindamaður heldur stjórnmálafræðingur.

Þetta segir okkur að þessi vísindi um meintar loftslagsbreytingar eru þverfagleg vísindi þar sem allir vísindamenn mega hafa orðið. Ekki bara vísindamenn með prófgráður í "réttum" vísindum, heldur jafnvel sjálfmenntaðir með gott brjóstvit.

Öll heilbrigð umræða er góð, en menn verða að forðast að láta pirrast eða setja sig á háan sess. Fallið verður þá þeim mun hærra reynist menn hafa rangt fyrir sér. Flestir sannir vísindamenn forðast persónuníð eða ad hominem árásir eins og maður verður svo oft var við í umræðum um loftslagsbreytingar.

Sem dæmi um heilbrigða gagnrýni leikmanna sem skilað hefur miklum árangri er www.surfacestations.org. Þar hafa amatörar tekið að sér, undir stjórn Antony Watt veðurfræðings, að kanna áreiðanleika veðurstöðva í Bandaríkjunum sem notaðar eru við mælingar á breytingum í hitafari. Búið er að skrá, mynda og flokka 60% slíkra stöðva (eða 737 stöðvar) í Bandaríkjunum og kemur verulega á óvart hve margar þeirra eru gjörsamlega óhæfar til veðurfasrannsókna.

Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að skilja fullyrðingar eins og þessa sem tekin er úr virtri skýrslu: "Á síðastliðnum 100 árum er hlýnun við yfirborð jarðar um 0,74°C að meðaltali".  Hvers vegna stendur ekki    "0,74°C +/-0,2°C".    Óvissan í mælingum er það mikil að ekki er hægt að fullyrða meira.

---

Annars hef ég ekki neinn sérstakan áhuga á gróðurhúsakenningunni sem slíkri. Ég hef miklu meiri áhuga á þeim náttúrulegu áhrifum sem valda langtíma hitafarsbreytingum og get ekki leynt því að mig grunar að áhrif sólar séu stórlega vanmetin. Reyndar veit ég nákvæmlega ekkert um það    Auðvitað eigum við bara að hafa ánægju af svona pælingum og þá látum við ekkert pirra okkur.

 ---

PS. Nýjustu fréttir (og stórmerkilegar í þokkabót) af geimgeislum (auðvitað mótuðum af sólinni) og loftslagsbreytingum: Cosmic rays detected deep underground reveal secrets of the upper atmosphere

Sjá umsögn og umræður hér.

"Published in the journal Geophysical Research Letters and led by scientists from the UK’s National Centre for Atmospheric Science (NCAS) and the Science and Technology Facilities Council (STFC), this remarkable study shows how the number of high-energy cosmic-rays reaching a detector deep underground, closely matches temperature measurements in the upper atmosphere (known as the stratosphere). For the first time, scientists have shown how this relationship can be used to identify weather events that occur very suddenly in the stratosphere during the Northern Hemisphere winter. These events can have a significant effect on the severity of winters we experience, and also on the amount of ozone over the poles - being able to identify them and understand their frequency is crucial for informing our current climate and weather-forecasting models to improve predictions. ..."

    (Release date: 21st January 2009)

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2009 kl. 15:02

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Að setja sig á háan hest! Mér finnst ég eiginlega hafa gert það í fyrri athugasemd. Ég var óþarlega pirraður út í þessi orð Halldórs og biðst eiginlega forláts á harðleikanum en samt ekki heildarmeiningunni. Ég er mannlegur stöku sinnum. Þessi orð sem pirruðu mig eru ekki í bókinni. Bókin er mjög góð þó mér finnist hún ekki hafin yfir gagnrýni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband