Venus hálf á himni skín...

 venus-transit-ahb-crop_787375.jpg

 

Myndin sýnir Venus fyrir framan sólina kl. 07:45, 8. júní 2004.
Sólin var að sjálfsögðu allt of björt til þess að hægt væri að taka mynd beint upp í hana, en sem betur fer kom ský aðvífandi á réttu augnabliki, sem nægði til að dempa ljósið hæfilega mikið. Þetta er kallað þverganga Venusar eða Venus Transit

Myndin er tekin með Canon 300D. Linsa Tamron 28-300mm (jafngildir 45-480mm á þessari myndavél). Ljósnæmi 100 ISO. Hraði 1/4000 sek. Ljósop f36. Ekki mátti tæpara standa, því þetta er minnsta ljósnæmi, mesti hraði og minnsta ljósop myndavélarinnar. Lýsingin var samt hárrétt!  Myndin var tekn í Garðabænum.

 

Hvernig getur Venus verið hálf?

Myndin hér að ofan sýnir okkur að Venus er á braut milli jaðar og sólar. Frá okkur séð er hún því ýmist hægra megin við sólina, fyrir framan hana, vinstra megin eða jafnvel bakvið. 

Um þessar mundir er Venus vinstra megin við sólina. þ.e. eltir hana á stjörnuhimninum. Þess vegna er Venus kvöldstjarna og sést vel á kvöldhimninum. Þegar Venus er hægra megin við sólina er hún morgunstjarna og skín þá fallega skömmu fyrir sólarupprás. Svo Venus stundum það nærri sól að hún sést ekki.

 

fasar-venusar.jpg

 

 

Á myndinni hér fyrir ofan sést vel hvernig sólin skín á Venus þannig að í sjónauka líkist hann frá okkur séð tunglinu. Stundum er Venus eins og hálfmáni. Þetta sést vel með litlum stjörnusjónauka, en er alveg á mörkum þess að sjást með góðum handsjónauka. Bloggarinn prófaði Canon 15 x 50 handsjónauka með hristivörn og mátti þá greinilega sjá að reikistjarnan Venus var hálf, þ.e. eins og hálft tungl sem hallaði í átt til sólar. Ef handsjónaukinn er ekki með innbyggðri hristivörn er nauðsynlegt að fá stuðning af einhverjum föstum hlut til að minnka titring.

Ef vel tekst til, þá ætti hreyfimyndin hér fyrir neðan að sýna þetta vel. Myndin er samansafn kyrrmynda af Venusi sem teknar eru með reglulegu millibili meðan hún fer heila umferð um sólina.

 

 

http://www.sai.msu.su/apod/image/0601/venusphases_wah_big.gif

 

 

 

 

 Venus er þakin þykkum skýjahjúp þannig að yfirborðið sést ekki með venjulegum myndavélum.

Hér sést greinilega hvernig sólin lýsir upp aðra hlið Venusar svipað og um þessar mundir.

 

 

venus0.jpg

 

Með ratsjártækni er hægt að horfa niður í gegn um skýjahjúpinn.

 

 

venus_a_gamlarsdag.jpg

 

Myndin er tekin á Gamlársdag

 

Gríðarmikill fróðleikur á íslensku er um Venus á Stjörnufæðivefnum
www.stjornuskodun.is/venus

 Könnunarferð um sólkerfið

Munið eftir ári stjörnufræðinnar. Smellið á myndirnar hér fyrir neðan. Önnur vísar á íslenska síðu, hin á alþjóðlega.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Margt athyglisvert þarna. Ég hef velt því fyrir mér við hvaða aðstæður Venus er bjartastur séður frá jörðinni - er það þegar hann er heill og nokkuð fjarlægur eða er hann bjartari hálfur og þá nær jörðu? Hreyfimyndin skýrir þetta dálítið en kannski er munurinn ekki svo mikill. Heillegur eða fullur Venus er líka í það beinni sjónlínu við sólina að við sjáum hann þá ekki í almennilegu myrkri.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.2.2009 kl. 21:28

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er alltaf jafn gaman að koma hér inn og lesa færslurnar þínar. Takk fyrir mig

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 21:32

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Emil. Svarið við þessum pælingum er að finna á áhugaverðri íslenskri vefsíðu um Venus: http://www.stjornuskodun.is/venus, í kaflanum "Að skoða Venus".

Ágúst H Bjarnason, 9.2.2009 kl. 06:59

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk fyrir mig.... les alltaf síðuna þína.

Heiða B. Heiðars, 9.2.2009 kl. 07:39

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Venus er björtust þegar hún er ekki nema að „fjórðungi upplýst“, segja þeir á Stjörnufræðivefnum.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.2.2009 kl. 09:24

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er gaman að sjá hve Venus er björt.
Í dag mátti sjá hana greinilega á suðurhimninum meðan sólin var enn vel fyrir ofan sjóndeildarhring og varpaði geislum sínum yfir Reykjavík.

Ágúst H Bjarnason, 9.2.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sástu tunglið í dag? Það var stórkostlegt!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 19:24

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hrönn. Ég sá tunglið í allri sinni dýrð í morgun, gullfallegt sólarlag og Venus á himninum að degi til meðan sólin var enn á lofti

Ágúst H Bjarnason, 9.2.2009 kl. 20:23

9 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er einhver klessa á efstu myndinni neðarlega fyrir miðju. Þú verður að muna að hreinsa linsuna áður en þú ferð út að taka myndir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 13.2.2009 kl. 04:55

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var svo óheppinn Sigurgeir Orri að fá heila reikistjörnu framan á linsuna. Tókst ekki að hreinsa hana af þó ég reyndi...  

Ágúst H Bjarnason, 13.2.2009 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband