Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!

 

 

dc4skymasterpostkort.png

 

 

Sumir búa yfir meiri vilja en meðbræður þeirra og þora að takast á við ótrúleg verkefni í frítíma sínum. Eiginlega verður maður agndofa þegar maður sér hvað Birgir Sigurðsson hefur færst í fang í bílskúrnum heima hjá sér ásamt vini sínum Jóni V. PéturssyniBirgir er að smíða risastóra eftirlíkingu af fyrstu áætlunarflugvél Loftleiða sem flaug sitt fyrsta áætlunarflug 26. ágúst 1948. Reyndar segir Jón að smíðavinnan sé alfarið unnin af Birgi sem eigi fáa sína líka í dugnaði og áræðni.  Hann er ekki að smíða módel til að hafa til sýnis uppi á hillu, heldur flugvél sem er svo stór að hún kemst varla fyrir í bílskúrnum. Flugvél sem á eftir að fljúga um loftin blá!

Verkefnið hófst árið 2003, en þá byrjaði Birgir að teikna smíðateikningar eftir lítilli málsettri mynd af fyrirmyndinni sem hann fann í tímariti. Það þurfti að teikna hvern einasta hlut í réttum mælikvarða, en til þess þurfti að byrja á að teikna ótal sniðmyndir af skrokknum og vængjum. Drjúgur tími fór í þennan undirbúning. Ekki er fjarri lagi að Birgir hafi notað nánast hvert kvöld og hverja helgi við smíðar undanfarin 5-6 ár. Þúsundir klukkustunda eru að baki og sjálfsagt þúsund eftir.

Hjólastellið er nánast kafli út af fyrir sig. Þúsundþjalasmiðurinn Ásgeir Long á heiðurinn af smíði þess og þar hafa nokkur hundruð klukkustundir verið notaðar við þá nákvæmnissmíð. Hjólastellið er nákvæm eftirmynd af fyrirmyndinni. Hjólin verða að sjálfsögðu uppdraganleg og til þess veða notaðir glussatjakkar, en um borð í flugvélinni verður vélbúnaður til að halda uppi olíuþrýstingi.

Flugvélin verður væntanlega  knúin með fjórum bensínhreyflum. Líkleg stærð er 30cc. 

Til að stjórna stýriflötum á vængjum, hæðarstýri, hliðarstýri, o.fl. verða um 18 rafmagnsmótorar, svokölluð servó. Þ.e. 4 stk. í vængjum, 3 stk. í stéli, 4 stk. við bensíngjöf mótora, 3 stk. fyrir uppdraganleg hjólastell, 3 stk. fyrir hjólalúgur og 1 stk. fyrir stýranlegt nefhjól.

Í venjulegri fjarstýrðri flugvél er sjaldnast meira en eitt viðtæki til að taka á móti merkjum frá fjarstýringu flugmannsins. Í þessari verða þeir líklega þrír, meðal annars til að tryggja öryggi.

Bráðlega verður hafist handa við að klæða módelið með þunnum álplötum og mála. Þá mun það líta út nánast eins og fyrirmyndin, m.a verður hver hnoðnagli í klæðningunni sýnilegur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af gripnum sem teknar voru nýlega. Sumar þeirra má stækka með því að þrísmella á þær.

 

Hér sést inn í bílskúrinn hans Birgis.

Vænghaf flugvélarinnar er 4,6 metrar, lengdin 3,6 metrar og fullsmíðuð mun hún væntanlega vega um 50 kg.  Stærðarhlutföllin eru 1:8.

 

 


Hér sést flugvélin frá hlið. Rétt má greina í Birgi bak við gripinn.

 

 

Hægt er að taka vélina í sundur til að auðvelda flutning.

 

 


 Séð aftur eftir flugvélinni innanverðri.

 

 

 Jón V. Pétursson á drjúgan þátt í smíðinni.

 

 

 Hjólastellið eins og það leit út árið 2007.

 

Hvernig mun DC4 Skymasterinn líta út fullsmíðaður? Myndin hér fyrir neðan gefur smá hugmynd um það.  Þetta er DC3, litli bróðir DC4, þ.e. hin fræga tveggja hreyfla flugvél Loftleiða Jökull sem Skjöldur Sigurðsson smíðaði.  Hér er verið að búa hana undir fyrsta flug á Tungubökkum.

 

DC3 Jökull

Jökull, DC3 flugvél flugleiða.
Vélahlífarnar voru teknar af meðan verið var að stilla hreyflana.

 

 

Skymaster Loftleiða

 

 Svona mun Skymasterinn hans Birgis Sigurðssonar væntanlega líta út á flugi.

 

 

 

 

           Vísir, 26. ágúst. 2008 16:15

Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára

tfrvh-02.jpg
 
Douglas DC-4 Skymaster Mynd:flugsafn.is
 

Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.


Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það strax.

Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.

Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.

 


 

Ítarefni:

Ágrip af sögu atvinnuflugs á Íslandi

Myndir teknar á móti Í Cosford Englandi þar sem flugvélar af öllum gerðum flugu í smækkaðri mynd.

Douglas DC-4 Skymaster, Historical Background

Myndir frá 1997.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

jesus ! Þetta eru þvílíkir snillingar að ég á ekki orð til að lýsa aðdáun minni. Þvílíkir menn !

Halldór Jónsson, 30.3.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Björn Jónsson

Ef þessir snillingar gætu nú bara ,, smíðað " nýtt Ísland ásamt stjórnendum í staðin fyrir það sem við höfum fyrir augunum núna.

Ágúst, takk fyrir þetta frábæra blogg.

Björn Jónsson, 30.3.2009 kl. 14:25

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Þetta er mikil og vönduð smiði.

 

http://en.wikipedia.org/wiki/Douglas_DC-4

Specifications (DC-4-1009)

General characteristics

  • Crew: 4
  • Capacity: Up to 86 passengers
  • Length: 93 ft 10 in (28.6 m)
  • Wingspan: 117 ft 6 in (35.8 m)
  • Height: 27 ft 6 in (8.38 m)
  • Wing area: 1,460ft² (135.6 m²)
  • Empty weight: 43,300 lb (19,640 kg)
  • Loaded weight: 63,500 lb (28,800 kg)
  • Max takeoff weight: 73,000 lb (33,100 kg)
  • Powerplant:Pratt & Whitney R-2000 radial engine, 1,450 hp (1,081 kW) each

Performance

http://en.wikipedia.org/wiki/Douglas_C-54

General characteristics

  • Crew: 4
  • Capacity: 50 troops
  • Length: 93 ft 10 in (28.6 m)
  • Wingspan: 117 ft 6 in (35.8 m)
  • Height: 27 ft 6 in (8.38 m)
  • Wing area: 1,460 ft² (136 m²)
  • Empty weight: 38,930 lb (17,660 kg)
  • Loaded weight: 62,000 lb (28,000 kg)
  • Max takeoff weight: 73,000 lb (33,000 kg)
  • Powerplant:Pratt & Whitney R-2000-9 radial engines, 1,450 hp (1,080 kW) each

Performance

[edit] See also

Related development

Related lists

 Iceland
Icelandic Coast Guard
 Iceland
Icelandair, Loftleidir

Rauða Ljónið, 30.3.2009 kl. 14:35

4 identicon

Hrós fyrir mönnum sem þessum!!!!

Þeir eru stórhuga snillingar. 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 15:16

5 identicon

Þetta verður ekkert smá flott. Hvar geta þeir flogið þessu þegar að því kemur? Er ekki möguleiki að þú setjir það hérna inn á bloggið Ágúst þegar þú veist hvenær þeir ætla að fljúga henni?

Pétur Pétursson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Pétur

Ég á ekki von á að hún verði tilbúin til flugs fyrr en eftir a.m.k. 2 ár. Henni verður örugglega flogið á tiltölulega afviknum stað eins og t.d. Sandskeiði. Sjálfsagt vilja menn ekki hafa marga nærri þegar reynsluflugið fer fram, en seinna kannski...

Ágúst H Bjarnason, 31.3.2009 kl. 12:00

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er hrein og tær snilld. Það verður gaman að sjá þetta ferlíki á flugi!

Heimir Tómasson, 31.3.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vel getur verið að annað slagið verði fréttir af smíðinni á Fréttavefnum.

Ágúst H Bjarnason, 1.4.2009 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband