Eru Jöklabréfin í eigu íslenskra aðila? Er Tortólaauðurinn geymdur á Íslandi?

Getur verið að stór hluti þess fjármagns sem streymt hefur úr bönkunum á undanförnum misserum, og margir telja að geymt sé á Tortóla, sé í raun varðveitt sem Jöklabréf á Íslandi?

 

Getur verið að íslenskir aðilar eigi einhvern hluta svokallaðra Jöklabréfa? 

 

 

Er vitað hverjir eiga þessi Jöklabréf?

 

Vextir á Íslandi eru auðvitað miklu hærri en á Tortóla og það vissu íslenskir auðrónar manna best. Er nokkuð ólíklegt að þeir hafi notfært sér það? Flæddu ekki jöklabréfin inn í landið á sama tíma og fjármagnið streymdi í stórum stíl úr íslensku bönkunum til ákveðinna aðila?

Spyr sá sem ekki veit...   Sjálfsagt eru þessar vangaveltur út í hött...

 

 

Vísindavefurinn: Hvað eru Jöklabréf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Hver gaf bönkunum leyfi til að gefa út Jöklabréf?

Júlíus Valsson, 9.4.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Jöklabréfin voru ekki gefin út af íslenskum bönkum heldur einkum þýskum og austurrískum og eitthvað í Japan.

Einar Þór Strand, 9.4.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Júlíus Valsson

"Því semja útgefendur jöklabréfa alla jafna við íslenskan banka um vaxta- og gjaldmiðilskipti. Með því er átt við að íslenski bankinn tekur að sér að greiða vexti og afborganir í krónum. Íslenski bankinn tekur á sama tíma lán í erlendri mynt sem útgefandi jöklabréfsins tekur að sér að greiða af í staðinn"

Spurningin var ónækvæmlega orðuð hjá mér. Betri svona:

Hver gaf íslensku bönkunum leyfi til þessara viðskipta? Þurftu þeir e.t.v. ekkert leyfi til þess?

Júlíus Valsson, 9.4.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Skoða

Haraldur Baldursson, 9.4.2009 kl. 12:39

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Auðróni -frábært orð! Standa skör lægra en aðrir rónar sem yfirleitt eru gæðaskinn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.4.2009 kl. 15:05

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Alveg rétmæt athugasemd. Hverjir eiga Jöklabréfin? Tortola á geymir enga peninga. Þeir gætu allt eins verið hér.

Gísli Ingvarsson, 9.4.2009 kl. 18:12

7 Smámynd: Hinrik Þór Svavarsson

þessari spurningu þarf að koma til FME hið fyrsta..

Hinrik Þór Svavarsson, 9.4.2009 kl. 18:59

8 identicon

Það eru margir að spyrja þessarar spurningar núna. Enginn hefur getað svarað. Á Eyjunni fyrir nokkrum dögum var umræða um jöklabréfin og þar kom m.a. fram að möguleiki væri á að Íslendingar hefðu notað hollenska og þýska banka sem leppa til að kaupa þessi skuldabréf. Engir vissu meira um háa vexti og tryggingar á Íslandi en einmitt gömlu bankarnir og auðrónar. Einhverjar vangaveltur voru einnig um að ástæðan fyrir því að bréfin hefðu ekki verið "losuð út" væri sú að rannsókn á eignarhaldi væri ekki lokið, málið væri í skoðun. Þetta eru auðvitað bara vangaveltur en sérlega áhugavert og kitlandi efni í samsæriskenningar.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:23

9 identicon

"Auðrónar" passar vel.  Megum við hin kannski nota það?

EE elle (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 22:50

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Orðið auðróni er ekki frá mér komið. Mig minnir að ég hafi séð það einhvers staðar einhvern tíman, eða þannig...

Þð er alveg ljóst að þeir sem hafa orðið af aurum apar eru fíklar, á sama hátt og blessaðir rónarnir.

Ágúst H Bjarnason, 14.5.2009 kl. 05:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband