Er aldingarðurinn Eden fundinn í Göbekli Tepe? 11.000 ára fornminjar...

 
 
gobeklitepe_nov08_2.jpg
 
Fundist  hafa ótrúlega vel varðveittar rúmlega 11.000 ára gamlar fornminjar í Tyrklandi sem hafa valdið byltingu í hugmyndum okkar um þróun menningar. Sumir hafa tengt staðinn við munnmælasögur um Paradís, en staðurinn kemur heim og saman við frásagnir í Biblíunni. Fornminjarnar eru sem sagt frá um 9.000 f.Kr.
 
Til samanburðar eru pýramídarnir í Giza frá um  2.500 f.Kr. og Stonehenge frá um 3.000 f.Kr. Fornminjarnar í Göbekli Tepe eru frá þeim tíma er ísöldinni miklu var að ljúka, þ.e. frá steinöld áður en menn höfðu fundið upp hjólið.  Hvorki meira né minna en 7.000 árum eldra en pýramídarnir! Þarna hefur væntanlega verið mikið hof í miðjum aldingarði, þó svo að nú sé þarna gróðurlaust að mestu.
 
gobeklitepe_nov08_520.jpg
 
 
Eiga munnmælasögurnar um aldingarðinnn Eden uppruna sinn hér þar sem áður voru ósánir akrar og mikill gróður?  Sumir telja að svo geti verið og benda á að staðsetningin sé "rétt". Staðurinn er milli fljótanna Efrat og Tígris.
 
Í fyrstu Mósebók segir um aldingarðinn:
 
"Drottinn Guð plantaði aldingarð í Eden langt austur frá og setti þar manninn, sem hann hafði myndað. Og Drottinn Guð lét spretta af jörðinni alls konar tré, girnileg á að líta og góð af að eta, ásamt lífsins tré í miðjum garðinum og skilningstré góðs og ills."
 
Síðar fylgir nánari staðsetning á garðinum sem tengist fjórum stórfljótum:
 
"Fljót rann frá Eden til að vökva aldingarðinn, og þaðan kvíslaðist það og varð að fjórum stórám. Hin fyrsta heitir Píson; hún fellur um allt landið Havíla, þar sem gullið fæst.  Gull þess lands er hreint. Þar er bedólat og ónyxsteinn Önnur stóráin heitir Gíhon. Hún fellur um allt Kúsland. Þriðja stóráin heitir Kíddekel (Tígris). Hún fellur fyrir vestan Assýríu. Fjórða stóráin er Efrat. Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans...."
 
Auðvitað eru þetta bara vangaveltur, en getur verið að munnmælasögur um aldingarð hafi lifað mann fram af manni um aldir alda? Þarna var mjög frjósamt og gnægð matar meðan menn stunduðu veiðar. Síðan reistu menn hof og fluttu saman í þorp og fóru að stunda landbúnað. Felldu tré og runna til að auðveldara væri að yrkja jörðina. Uppblástur hófst og Paradís var ekki lengur til staðar nema í munnmælum.
 
Klaus Schmidt, fornleifafræðingurinn sem stjórnar uppgreftinum, orðaði þetta eitthvað á þessa leið: "Þetta er ekki aldingarðurinn Eden, en hugsanlega hofið í garðinum".

Við uppgröftinn hefur komið í ljós að menn hafa lagt á sig ómælda vinnu fyrir 10.000 árum til að hylja þessar minjar með sandi og jarðvegi. Hvers vegna? Fjölmargar spurningar hafa vaknað og hugsanlega verður þeim aldrei svarað.
 
Getur verið að hér hafi verið Paradís jarðar meðan Ísland var hulið ísaldarjökli og úrkoma þá næg til að viðhalda gróðri og dýralífi á þessum slóðum? Síðan eftir að ísöld lauk fór að draga úr úrkomu, landið þornaði upp og gróður hvarf? Bloggarunum datt þetta sísona í hug...
 
 
smithsonian_map_gobekli_tepe.jpg
 
Göbekli Tepe er syðst í Tyrklandi um 10 km frá bænum Urfa.
 
 
smithsonian_01.jpg
 
Takið eftir hve myndirnar eru vel gerðar og vel varðveittar. Svo virðist sem hofið hafi verið  viljandi grafið í sand fyrir 10.000 árum. Hvers vegna vita menn ekki.
 
 
gobeklitepe_nov08_6_841198.jpg
 
Það er merkilegt til þess að hugsa að þetta hefur verið unnið með steináhöldum, því málma þekktu  menn auðvitað ekki á steinöld.
 
 
 
 Þannig hugsa menn sér að hofið hafi getað litið út. Aðeins er búið að grafa upp lítinn hluta svæðisins, en á yfirborðinu má sjá móta fyrir fleiri hringjum á hæðinni. Með jarðsjá hafa menn fundið ýmislegt neðanjarðar sem á eftir að grafa upp.
 
 
 
gobekli6.jpg
 Er þetta elsta myndastytta í heimi? Er hún 13.500 ára gömul?
 
 
 
 
Það var þessi gamli Kúrdi sem fann undarlega lagaðan stein sem varð kveikjan að uppgreftinum sem hófst 1994. Nánast ekkert sást á yfirborðinu og komu fornminjarnar ekki í ljós fyrr en farið var að grafa.
 
 
 
Þjóðverjinn Klaus Schmidt  hefur helgað sig uppgreftinum og stjórnar honum.
 
 
 
 
 
 

 

Fallegt myndband.



Langt og fróðlegt myndband sem bætt var við sept. 2015
https://www.youtube.com/watch?v=eHG9URGDt6s

 


Ítarefni:

Wikipedia: Göbekli Tepe

Smthsonian Magazine: Gobekli Tebe: The World's First Temple? 

Tom Knox í Daily Mail: Do these mysterious stones mark the site of the Garden of Eden?

Fortean Times: Gobekli Tape - Paradise Regained? Viðtal við Klaus Schmidt.

Professor A. Cihat: History of civilization began in Urfa Began in Urfa (Gobekli, Turkey).
13,500 Year Old Statue Amazes Archeologists Throughout The World.

Gobekli Tepe: Where Civilization Began?

Archaeology Magazine. Sandra Scham:   Turkey's 12,000-year-old stone circles were the spiritual center of a nomadic people

 

 

Göbekli Tepe þýðir á Tyrknesu: Upphækkaður nafli, eða naflahóll. Nafli heimsins?
 
Hve gömul er "menningin"?
 
Hvernig hjuggu menn til steinana og listaverkin á steinöld, án málmverkfæra?
 
Hvers vegna lögðu menn svona gríðarlega vinnu í að fela mannvirkin fyrir 10.000 árum?
 
 Ert þú ekki furðu lostinn?
Halo
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er alveg stórmerkilegt og gama að sjá og skoða, takk fyrir þessa ýtarlegu færslu. Gaman verur að fylgjast með þessu. kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég kannast vel við Göbekli Tepe úr "Inside the neolithic mind" eftir Lewis-Williams og Pearce, en þessar frábæru myndir hef ég ekki séð áður. Ætli Paradís sé ekki týnda landið í sálardjúpi hvers einasta manns.

Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 14:55

3 identicon

Takk fyrir þessa færslu. Ég var búinn að steingleyma þessu merkilega fyrirbæri.

Gísli (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 16:54

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er alveg stórmerkilegt. Takk kærlega fyrir þessa færslu.

Heimir Tómasson, 3.5.2009 kl. 17:02

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta er verulega áhugavert, jú, maður er furðu lostinn. Takk, Ágúst!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.5.2009 kl. 23:49

6 identicon

Þetta er stórmerkilegt. Takk fyrir færsluna.

Sverrir Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:10

7 identicon

Hve gömul er "menningin"?  Góð spurning.   Okkar menningartímabil er sennilega ekki meira en svona 5000 ára. En svo höfum við td. Tamil Nadu, sen var landmassi sem tengdi td. Indland, Madagascar og Ástralíu saman. Þar er talið að háþróuð menning hafi verið frá 30.000 -16..500 BC (Pandyan Kingdom). Mahabarata frá 5000 BC kemur inná þetta aðeins, en mörg þessara ævafornu Indversku rita tala td. um Vimana( flugvélar) og stríð sem geta ekki verið annað en kjarnorkustríð. Eftir Alamagordo testið í N. Mexico quotaði J.R.Oppenheimer Mahabarata " I have become death, the destroyer of worlds". Og spurður af því hvort þetta hafi verið fyrsta kjarnorku sprengjan sem sprengd hafi verið, svaraði hann. "the first time in modern history".

Hvernig hjuggu menn til steinana og listaverkin á steinöld, án málmverkfæra? Góð spurning. Arthur Poznansky aldursgreindi Tiahuanaco í Bólivíu til 15.000 BC. Þú kemur ekki einusinni rakvélablaði á milli steinana í hleðslunum þar,hvernig ætli þeir hafi farið að ??? Eða flutt 800 tonna steinblokkir nokkurra km leið og lyft þeim upp í  nokkurra metra hæð í Baalbek í norðaustur af Beirút??? Egyptolókarnir vilja td.  telja okkur trú um að Egyptarnir hafi notað kopar verkfæri til að skera granítblokkir og styttur sem er álíka og að skera ál með smjöri.

 Hvers vegna lögðu menn svona gríðarlega vinnu í að fela mannvirkin fyrir 10.000 árum? Góð spurning. Charles Hapgood með aðstoð A. Einsteins þróaði kenninguna um "Earth chrust Displacement" sem gengur út á að jarðskorpan hafi færst til á möttlinum um ca. 30 gráður á örskömmum tíma.  Það hafi valdið gríðarlegum hamförum OG flóðum. Nóaflóðið er ekki eina sagan um það, sú saga er til í öllum menningarsamfélögum á hnettinum og fornum ritum. Opinberunar bókin 6:14 td. hvað ætli sé meint." And the heaven departed as a scroll when it rolled together, and every mountain and island moved out of there places."??? Ætli það hafi verið menn sem huldu menjarnar?

 Ert þú ekki furðu lostinn?   NEI, svo sannarlega ekki.  Fornleifafræðin hefur grafið meira niður en grafið upp. Sama er að segja um flest í vísindaheiminum, vísindin eru bara trúarbrögð. Og það sem ekki passar inn í myndina er hlegið af,  farið í stríð gegn,  falið eða ignorað. Dr. Virginia Steen-McIntyre er gott dæmi. Immanuel Velikovsky er annað gott dæmi. Það er erfitt að breyta eitthverju þegar kemur að vísindunum. Flest þarf að fara í gegnum 3 fasa. Fyrst er hlegið af því. Svo er ráðist grimmilega að því. Á endanum er það samþykkt sem deginum ljósar. 

 Við verðum að athuga það hverjir lögðu grunninn að þessum vísinda(skáldskap)heimi fyrir um 200 árum. Það voru menn sem vissu EKKERT á okkar mælikvarða.  Raforka, núpp. Tachionorka, núpp.  Atóm, núpp. Frumur, núpp. Þeir vissu minna en grunnskólakrakki veit í dag.

En það er alveg rétt hjá þér, þetta er alveg magnað að þetta sé 10.000 ára gamalt og verður gaman að sjá hvernig vísindaakademían reynir að láta þetta passa inn í myndina sína. Kannski koma þeir bara á jarðýtunum sínum og grafa heila klabbið, væri ekki í fyrsta skiptið sem svoleiðis gerðist.

Alexander (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:46

8 identicon

mikið rosalega gaman að sjá fleiri eru hugsandi,alllt þetta trúar ofstæki sem er búið að reina troða í fólk er alger della,

hugsa sér pýramídana það er reint að telja manni trú um að það séu grafreitir það er brandari

soli (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:07

9 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Ágúst

Eins og endanær er bloggfærsla þín athyglisverð og heillandi.  Fyrir mína parta er bloggið þitt eitt það áhugaverðasta.

Enn á ný kemur Tyrkland við sögu forn-/steinaldar sem líklegur upphafsstaður menningar, sbr. t.a.m. Qatal Huyuk.

Hvað Eden varðar hefur maður áður heyrt þær tilgátur að sagan í biblíunni sé munnmælasaga sem eigi sér rætur í því að aðstæður í umhverfi mannsins breyttust.  Þannig hefur það verið nefnt að í lok síðustu ísaldar hafi hlýnað mjög skarpt á jörðinni og stór landssvæði sem nú eru eyðimerkur einar hafi verið gróðursælir reitir.  Þetta eigi t.a.m. við um stór svæði sem nú tilheyra Sahara eyðimörkinni og jafnramt svæðið allt frá Arabíuskaga til Mesópótamíu.  Eftir skarpa hlýnun í lok ísaldarinnar hafi svo smám saman farið kólnandi, allt til síðustu aldar a.m.k., með þeim afleiðingum að gróin svæði hopuðu og minnkuðu.  Þannig hafi mannskepnan beinlínis verið "rekin" úr paradísarvistinni sem hafi síðan gert jarðrækt nauðsynlega sem síðar leiddi til skilvirks landbúnaðar og upphafs "siðmenningarinnar".

Um þetta má m.a. lesa í bók hins skemmtilega rithöfundar og stjarneðlisfræðings John Gribbin sem heitir Being Human (heimasíða Gribbins er: http://www.lifesci.sussex.ac.uk/home/John_Gribbin/   bókina má kaupa hér: http://www.amazon.co.uk/Being-Human-Putting-Evolutionary-Perspective/dp/1857993780 en þar er m.a. velt vöngum yfir hvarfi norrænna manna úr Grænlandi og hugsanlegan þátt umhverfislegra breytinga (loftlagsbreytinga) í því.)

Munnmælasagan um Eden er merkileg sköpunarsaga þótt hún sé vissulega sambræðingur ýmissa strauma og hugmynda.  Stefið um skilningstré góðs og ills þykir mér t.d. heillandi, þ.e. að mannskepnan hafi tekið að greina á milli þessara andstæðna með því að éta af hinu forboðna tré - mannskepan var ekki lengur meðal "saklausra" dýra merkurinnar heldur varð ábyrg gjörða sinna.

Heillandi er að spekúlera í fortíðinni því með því spekúlerar maður í sjálfum sér.

Eiríkur Sjóberg, 4.5.2009 kl. 14:04

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Skemmtilegur pistill Ágúst.

Má ég benda á, að: tepe = haugur.

Hér fyrir neðan er sýnd merking orðsins göbek / göbekli.

Kveðja. 

Türkçe İngilizce
 göbek  umbilical. omphalic. belly. belly button. navel. umbilicus. core. heart. center. centre. midpoint. bay window. branch. center-piece. centre-piece. omphalos. pod. spare tire. spare tyre.
 göbek  belly. navel.
 göbek  hub. core. nucleus. navel. pot-belly. the middle. the central part. generation. nave. armature. kern. vortex. rosette. bossing. boss. knop. center point. focus. midpoint. umbilicus.
 göbek adı  name given to a child when its umbilical cord is cut. middle name.
 göbek bağı  infant's belly band. umbilical cord.
 göbek dansı  bellydance.
 göbek havası  music for a belly dance.
 göbek taşı  heated marble platform on which one lies to sweat in a Turkish bath.
 göbeklenmek  to become pounchy. to get a pot-belly. to develop a heart.
 göbekli  bellied. paunchy. potbellied. bellied.
 göbekli  paunchy. potbellied.
 göbekli  naveled. pot-bellied. paunchy.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.5.2009 kl. 14:15

11 identicon

Kannski 1-5% af stöffinu í biblíunni lýsir raunverulegum atburðum úr fortíð hnattarins/mannkins, gospelin er skáldskapur skrifaður af Arius Calpurnius Piso með aðstoð Pliny(the Younger). Mattíusar 70-75 AD, Mark 75-80 AD, Lukasar 85-90 AD og sonur Ariusar, Justius skrifaði Jóhannesar g.s. 105 AD. Kristindómurinn er bara verkfæri til að stjórna múgnum og það er ekki hægt að segja annað en að það hafi tekist últra vel. Genisis og exodus er skrifað af Levitunum þegar þeir voru í Babiloníu. Nafnið Móses er td. dregið af titlinum Muse, Mose, Manetho sem var æðsta gráða í leyniskóla í egyptalandi til forna. Æðstiprestar  í musterum egyptalands voru kallaðir Eove eða Eova og þaðan kemur Jehovah.  Jesú var ekki til frekar en Mithra, Horus eða Tammuz. María mey var kölluð Isis í egypt en Semiramis í babilóníu. Kristni, íslam, gyðingdómur, hindú og hvað allt þetta rugl heitir eru bara verkfæri.Same face, different mask. Eden er dregið af orðinu Edin og kemur frá Súmerum.

Já þeir segja að Pýramídinn mikli sé byggður af Khufu/Ceops 2650 BC og Khafre hafi byggt þann næsta og Menkaure þann þreðja. Sem grafhýsi, það er ekki gott að gleipa allt hrátt. Það er lítið sem ekkert sem styður það. Khafre átti að hafa gert sphinxinn en samt er hann veðraður af regnvatni. Hefur sennilega verið byggður ca.9500 BC. þegar sólin kom upp í Leo á jafndægrum. En pýramídarnir á Gisa eru byggðir eftir að hamfaraflóðin miklu því að þeir eru lagðir út í há norður/suður en pýramídarnir í borg guðana, Teotihuacan í Mexico fyrir hamfarirnar miklu fyrir 10-11.000 árum.  Street of the Dead hefur sennilega stefnuna á gamla norðurpólinn, 14 gráður austur af há norður mynnir mig.

 World of smokescreenes and mirrors

Alexander (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 15:05

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Skemmtileg og fróðleg færsla, Ágúst. Tara, faðir Abrams (síðar Abraham) er sagður hafa flutt  frá Úr í Kaldeu (þar sem nú er Basra í Írak) og til Haran (þar sem nú er Urfa í Tyrklandi), skv. 1. Mós 11:31-32 

Þessi staður er um 1000 km norð-vestur af Basra en um 700 km norður af Ísrael. Þessir T laga tilhöggnu steinar, minna óneitanlega á steinana í Stonhenge og hvernig þeim er raðað í hringi.

Hafðu þökk fyrir góða færslu.

Með kveðju.

Sigurður Rósant, 10.5.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband