Þegar verðbólgan á Íslandi fór í 103%...

peningar_bruni_jpg_550x400_q95_843825.jpg

Frá ágúst 1982 til ágúst 1983, hækkaði vísitalan um 103%, en það þýðir að verðlag ríflega tvöfaldaðist á tólf mánuðum!

Á þessu eina ári rýrnaði peningaeign manns um helming. Sá sem átti peningaseðil í ágúst 1982 gat keypt helmingi minna fyrir hann í ágúst 1983.   1000 krónur urðu á einu ári jafn verðmætar og 500 krónur áður.  Að sjálfsögðu töpuðu margir gríðarlega miklu. Þeir sem höfðu t.d. nýlega selt íbúðarhúsnæði og voru að byggja eða kaupa nýtt töpuðu miklu. Jafnvel öllu eigin fé.

Fram að þessum tíma hækkuðu laun í takt við verðbólguna, en vorið 1983 var launavísitalan tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan látin halda sér. Launin fryst en ekki lánin. Lánin ruku því upp úr öllu valdi en launin stóðu í stað. Fólk lenti auðvitað í miklum vandræðum  Þetta var mörgum mjög erfiður tími.
 
Bloggarinn stóð í húsbyggingu um þetta leyti. Reyndar hafði húsbyggingin þá staðið yfir í nokkur ár og átti eftir að standa í nokkur ár til viðbótar, því ekki var auðvelt að fá lán í bönkum. Menn byggðu því jafnóðum og þeir eignuðust pening. Vegna óðaverðbólgunnar var auðvitað skynsamlegra að kaupa nokkrar spýtur í hverjum mánuði en að leggja pening inn á banka.
 
Auðvitað var þetta erfiður tími og erfitt að láta enda ná saman. Gluggaumslögin hlóðust upp og var forgangsraðað um hver mánaðamót. Stundum varð maður að semja um að skipta greiðslu og gekk það yfirleitt vel.
 
Öll él birtir um síðir. Verbólgan hjaðnaði og smám saman komst lífið á réttan kjöl.  Aðalatriðið er að reyna að þrauka meðan á svona erfiðleikum stendur. Leita allra úrræða til að bjarga sér fyrir horn. Ástandið er auðvitað hvorki skemmtilegt né þægilegt meðan á svona kreppu stendur, en maður er furðu fljótur að gleyma því þegar það versta er yfirstaðið.
 
 
 
 
Vísindavefurinn: Hver var verðbólgan árið 1983? Gylfi Magnússon svarar spurningunni.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Man vel eftir þessum tíma.   Var á unglingsaldri.

Að horfa á tölurnar og atriðin sem þú nefnir var þetta ekkert annað en kreppa fyrir almenning í landinu.   Samt upplifði eg það ekki beint þannig.  Mikið var að ske og allt á hreifingu.  En ég var að vísu ungur þá. 

Var eitt helsta viðfangsefni stjórnmálamanna á þeim tíma að kveða niður svokallaðann verðbólgudraug, eins og það var oft orðað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2009 kl. 10:35

2 identicon

Þessir ár voru ákaflega erfið.  Ég var að byggja á þessum tíma og man að húsnæðislánið, sem kom í þrennu lagi, dugði varla fyrir pípulögninni og sá hluti sem ég átti í eldri íbúð, brann að mestu upp á þeim 12 mánuðum sem tók mig að fá íbúðina greidda   svo lítið nýttist það í nýja húsið.

Ég man ekki betur en að verðtryggingin hafi verið sett á fyrir "sparifjáreigendur" og þá ekki síst eldra fólkið, sem margt hafði reyndar byggt með "hjálp" verðbólgu.  Ég man ekki betur en að í mörg ár eftir að verðtryggðir bankareikningar voru stofnaðir hafi verið talað um að stór hluti af þessum "venjulegu sparifjáreigendum" hefðu haft sinn sparnað áfram á óverðtryggðum bankabókum og ávísanareikningum, það voru aðeins "peningamennirnir" sem höfðu vit á því að færa sínar krónur á verðtryggðar bækur.  Þarna græddu bankarnir vel á þeim "venjulegu" og gerðu lítið í því að benda þeim á mistökin.

Stóru mistökin í þessu öll var þó að setja á "verðtryggingu", það var jafn kjánalegt að verðtryggja krónurnar í bankabókinni eins og hækkun launa varð í gegnum launavísitöluna.  Það hefði átt að afnema launa og lánavísitölur á sama tíma sem báðar voru verðbólguskapandi.  Stór hluti af þessum vísitöluhækkunum skapaðist af hækkun á innfluttum vörum, svo sem kaffi frá Brasilíu og ótalmörgu öðru vegna hringlandaháttar stjórnmálamanna með gengi krónunnar.  Þessi leið var hins vegar valin af misvitrum stjórnmálamönnum sem einfaldlega kunnu ekki önnur ráð og þessi leið var sú "þægilegasta" fyrir þá, í stað þess að takast á við verðbólguna eins og aðrar siðaðar þjóðir gerðu á þeim tíma, þær höfðu reyndar alvöru gjaldmiðil sem við höfðum ekki.  Þarna léku þeir sér endalaust með gengið og botnuðu ekkert í öllum hækkunum sem af því sköpuðust og auðvitað vildu þeir ekki viðurkenna að sá leikur kom fyrst og fremst niður á launafólki.  Ég held að Ísland hafi sjaldan átt eins marga "heimska" stjórnmálamenn og á þeim tíma og ennþá situr landið uppi með vandamál sem þeir sköpuðu og ennþá eru þessir blessaðir menn að reyna að láta ljós sitt skína, svo sem Sighvatur og fleiri. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég trúi  samt að vert gæti verið að halda verðtryggingunni....þó aðeins ef viðmiðið er sett á launavísitöluna. Þá gengur skuldarinn að því vísu hvert hlutfall launa hans fara í greiðslur húsnæðislána. Það er meira segja til fjárfestingarhópur sem hefur alla sýna innkomu fasttengda við launavísitölu og sín megin útgjöld líka. Það er Lífeyrissjóðirnir, sem fá iðgjöld inn (fasttengt launavísitölu) og sjá Elli- og Örorkulífeyri streyma út (í hlutfalli við launavísitölu)...það er þess virði að reynt verði að hugsa út fyrir kassan, hvort heldur sem þessi tillaga fær brautargengi eða önnur vetri.

Haraldur Baldursson, 7.5.2009 kl. 12:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Man vel þennan tíma, nýorðin ekkja með tvö börn, samt minnist ég þeirra með gleði í dag. Öll él birta upp um síðir.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.5.2009 kl. 13:08

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég keypti íbúð tilbúna undir tréverk "83 og var útborgunin verðtryggð, ég man að við hjónin þurftum að lán til 10 ára bara til þess að borga hækkunina á útborguninni.  Þetta var erfiður tími fyrir húsbyggjendur og kaupendur.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.5.2009 kl. 14:41

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég man vel eftir þessu því ég keypti mína fyrstu íbúð 1982.. :)

Óskar Þorkelsson, 7.5.2009 kl. 14:59

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já þú átt  örugglega eina og hálfa kynslóð þjáningarsystkina frá þessum árum.

Ég er bara svo fjandi langrækin ............ þó þessi él hafi birt upp um síðir, komu fleiri alvarlegri stormar, og nú blasir við miklu verra ástand fyrir "börnin okkar" sem standa í fyrstu íbúðakaupum.  Auk þess heldur læðist að manni sá grunur að 84 byggingakynslóðin sé nú ekki alveg á þurru enn.

Þess vegna mun ég aldrei gleyma!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.5.2009 kl. 20:29

8 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ég var nú í námi í Bretlandi á þessum tíma og maður tókst bara á við þetta eins og annað enda höfðum við búið við óðaverðbólgu um langt skeið og ekki vön öðru en að tapa tekjum jafnóðum og þeirra var aflað.  Kosturinn var hins vegar sá að lánin brunnu upp með sama hætti einnig, ólíkt því sem nú er.  En það var líka erfiðara að fá lán enda voru þau nánast gjöf og á árunum á undan hjálpaði verðbólgan þeim sem voru að koma sér upp húsnæði, þannig að margir kláruðu sig af útborgun á fyrsta árinu og áttu þá bara lánin eftir.... En árið eftir breyttist allt og lán urðu verðtryggð og þau þarf að borga að fullu og ríflega það, eins og lýst er af öðrum bloggurum hér að ofan....

Ómar Bjarki Smárason, 9.5.2009 kl. 18:10

9 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég keypti mína fyrstu íbúð á þessum árum - bjó ein með 5 ára syni mínum.  Það var töff svo ekki sé meira sagt.  Ég man að þá t.d. voru barnaföt alveg óheyrilega dýr.  Barnaúlpa kostaði drjúgan hluta launa manns - tala nú ekki um þegar launavísitölu hafði verið kippt úr sambandi en lánskjaravísitala æddi áfram.

Og ekki gleyma öllum gengisfellingunum þá.  Það var raunverulegt ástand að gengi var jafnvel fellt um 20%  í einu.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.5.2009 kl. 00:33

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég get tekið undir þetta hjá Ölmu

Óskar Þorkelsson, 10.5.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband