Gróðurhúsaáhrifin dásamlegu...

Gróðurhúsaáhrifin eru mikil blessun fyrir okkur jarðarbúa, menn dýr og gróður. Því verður varla á móti mælt. Pistillinn er helgaður þessu magnaða fyrirbæri og það skoðað frá ýmsum hliðum.

Hvernig væri lífið á jörðinni án gróðurhúsaáhrifanna? Því er fljótsvarað: Það væri ömurlegt.

Ömurlegt? Kannski er það ekki rétta orðið, því líklega væri réttara að segja að án gróðurhúsaáhrifanna væri ekkert líf á jörðinni. Að minnsta kosti ekkert í líkingu við það líf sem við þekkjum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að án þessara dásamlegu gróðurhúsaáhrifa væri meðalhiti jarðar -18°C í stað þess að vera +15°C eins og hann er. Það ríkti sem sagt hörkufrost á jörðinni og fimbulkuldi. Meðalhitinn væri 33°C lægri en hann er í dag. 

Hvernig vitum við þetta? Jú það er tiltölulega auðvelt að reikna út hver lofthiti jarðar væri án gróðurhúsaáhrifanna og einnig hitastigið á reikistjörnunum, eins og rauði ferillinn sýnir.

Gróðurhúsaáhrifin á Venus eru gríðarleg, miðlungs mikil á Jörðinni og heldur minni á Mars.

 

Náttúruleg gróurhúsaáhrif

Rauði ferillinn sýnir útreiknað hitastig á nokkrum reikistjörnum eða tunglum þeirra.
Bláu punktarnir sýna raunverulegt hitastig eins og menn þykjast hafa mælt það.
Grænu lóðréttu strikin sýna hitahækkun vegna gróðurhúsaáhrifa.
Lengdin á græna strikinu við Jörðina ætti því að vera 33°C, þ.e. frá -18°C til +15°C. Á Mars er hitahækkunin aðeins um 5°C, en gríðarleg á Venusi.

Tölur um raunverulegt hitastig á reikistjörnunum er nokkuð á reiki, enda erfitt að koma við mælum á sama hátt og á jörðinni. Þess vegna má ekki taka tölurnar sem koma fram á myndinni of bókstaflega, en þær gefa þó sæmilega vísbendingu um raunveruleikann.

 

 

Góð grein um Svarthlutargeislun (Black Body Radiation og lögmál Stefan Boltzman), sem ákvarðar rauða ferilinn á myndinni, er hér á Stjörnufræðivefnum. 

 

Gróðurhúsaáhrifin gera jörðina lifvænlega. Við skulum því hugsa hlýlega til þeirra, sérstaklega á mildum sumardögum eins og við njótum um þessar mundir cool.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Skemmtilegur pistill og frábær skýringarmynd hjá þér. 

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 30.6.2009 kl. 09:25

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já það er flott að sjá þetta svona. Svo má líka velta því fyrir sér hver væri hitinn á jörðinni án sólarinnar. Væri það ekki nánast alkul -273 C° ?

Emil Hannes Valgeirsson, 30.6.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tek undir með þeim sem á undan eru, fróðleg færsla og skýringarmynd.

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.6.2009 kl. 10:24

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En spurningin er náttúrlega, svo ég setji mig í ábúðarfullar stellingar, er aukning gróðurhúsáhrifanna af manna völdum mikil blessun fyrir jarðarbúa, gróður og dýr?

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.6.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég þarf endilega að fá þessa mynd hjá þér lánaða þegar ég klára grein um lofthjúpa reikistjarnanna síðar í sumar.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 30.6.2009 kl. 13:05

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér skilst að bráðlega verði skipt yfir í ísaldargrýlu (gekk síðast ljósum logum hjá hagsmunakostuðum vísindamönnum á áttunda áratugnum) enda virkni sólarinnar núna í niðurbylgju og pólísinn vex því bæði á Mars og jörðinni.

Baldur Fjölnisson, 30.6.2009 kl. 20:09

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Afsakið Baldur, en vísindamenn hafa almennt ekki haldið því fram að ísöld myndi koma, hvorki á áttunda áratugnum né öðrum. Bara svo það komi fram

Það er ágætis færsla um þessa flökkusögu:

http://loftslag.blog.is/blog/loftslag/entry/834469/

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.6.2009 kl. 22:31

8 Smámynd: Einar Karl

Pólís vex segir Baldur?!  Hvar sérðu það? Ertu með heimildir?  Eða ertu að rugla þessu saman við aukin sýnileika Police manna ... ?

Einar Karl, 30.6.2009 kl. 22:57

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég á nú bágt með að trúa því að nokkur vísindamaður, jafnvel þó hagsmunakostaður sé í bak og fyrir, treysti sér til að halda því fram að ísaldir muni ekki koma. Þær hafa jú reglulega gengið yfir í sögunni, stórar og smáar.

Það var mikið hæp í gangi á áttuna áratugnum fyrir ísöld sem væri um það bil að frysta hinn frjálsa heim en það klikkaði eða var á eftir áætlun og geispaði því golunni og við hefur síðan tekið þetta global warming dæmi en þar sem skv. skilgreiningu er ómögulegt að sanna upplogna og hagsmunadrifna hluti er það líka á útleið og því tel ég næsta víst að stjórnunarmafía heimsins muni fljótlega snúa sér að einhverjum frystikenningum.

Baldur Fjölnisson, 30.6.2009 kl. 23:38

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í þessum pistli var eingöngu verið að benda á hin náttúrulegu gróðurhúsaáhrif sem hækka hitastig jarðar um 33 gráður.  Hvergi var minnst á hin umdeildu viðbótar gróðurhúsaáhrif af mannavöldum sem eru öllu minni.

Í skýrslu Umhverfisráðuneytisins um loftslagsbreytingar (Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi)  frá árinu 2008 stendur "Á  síðastliðnum  100  árum  er  hlýnun  við  yfirborð jarðar um 0,74°C að meðaltali".  Ef helmingur þessarar hækkunar er vegna aðgerða manna þá er það um 1/100 eða 1% af náttúrulegu gróðurhúsaáhrifunum. Hvort það er mikið eða lítið deila menn endalaust.

Ágúst H Bjarnason, 1.7.2009 kl. 06:59

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Baldur, þú mátt ekki misskilja mig, jafnvel þó viljandi sé. Það sem ég átti við að vísindamenn spáðu ekki fyrir yfirvofandi ísöld á áttundaáratugnum. Það er vitað að ísaldir hafa komið reglulega í gegnum jarðsöguna og munu væntanlega dúkka upp aftur, þrátt fyrir okkur mannfólkið.

Það eru reyndar ekki uppi miklar deilur meðal vísindamanna um það að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd. Það er í besta falli hægt að deila um hversu stór áhrifin eru. "Útreikningar sýna að við tvöföldun á CO2 einu í andrúmsloftinu leiði til þess að hiti hækki um 1,5-4,5°C." sjá t.d. hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 1.7.2009 kl. 12:24

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Svatli, það þýðir ekkert að byggja sitt aðeins á ruslveitu ríkisins, moggans og erlendum ruslfréttastofum. 

http://www.petitionproject.org/

31,478 American scientists have signed this petition,
including 9,029 with PhDs

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 16:41

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Baldur... hvar á ég að byrja.

Þetta skjal sem þú ert að vitnar til er með samskonar teksta og hið svokallaða Oregon Petition skjal. Það skjal kom fyrst fram í dagsljósið 1998 og það var látið líta svo út sem þetta væri skjal sem ætti rætur sínar að rekja til National Academy of Sciences, sem það var ekki, sjá hér. Það var sent til fólks og það hvatt til að skrifa undir, síðar hafa komið fleiri útgáfur af þessháttar skjölum. Fólki er í sjálfsvald sett að fylla út menntun og aðra upplýsingar og það hefur í raun ekki farið fram góð greining á því hverjir hafa í raun skrifað undir á það, hér er þó gerð smá prufa. Það kemur fram m.a. hér að það er nánast ómögulegt að rekja sig fram til þeirra sem raunverulega hafa skrifað undir og þeirra undirskrifta sem eru falsaðar. Það er einnig hægt að skoða eftirfarandi tengla til glöggvunar:

http://ezinearticles.com/?Debunking-the-Oregon-Petition-Project&id=1675285

http://www.realclimate.org/index.php/archives/2007/10/oregon-institute-of-science-and-malarkey/

http://www.desmogblog.com/oregon-petition

En þetta eru náttúrulega samkvæmt þinni skilgreiningu ruslveitu-miðlar eða hvað

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.7.2009 kl. 18:11

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er skv. skilgreiningu allsendis ómögulegt að sanna upplogna hluti og geri ég fastlega ráð fyrir að það sé helsti og erfiðasti þrándur í götu stórkarlalegustu opinberu tröllasagna nútímans, allt frá hollywwodsjóinu 11. sept. til global warming. ;)

Baldur Fjölnisson, 2.7.2009 kl. 18:38

15 identicon

Sigurður Þór:

Segjum að það takist að halda manngerðu hitastigshækkuninni innan við 2C að meðaltali yfir jörðina. Það verður líklega markmiðið í framhaldi Kyoto-samningsins sem á að reyna að koma saman í Kaupinhafn í desember.

2 gráður virðist kannske ekki svo mikið, en munum að það eru bara 100 gráður á milli frostmarks og suðumarks vatns. Á norðurhveli jarðar verður hækkunin meiri en 2 gráður en á suðurhveli minni. Hækkunin skiptist einnig ójafnt innan hvelanna. Ísland fær samkvæmt módelum minni hækkun en Skandinavía og miklu minni en S-Evrópa. Þessar tvær gráður á örskömmum tíma í jarðfræðilegum skilningi eru nægilega miklar til að vera róttæk breyting á loftslagi jarðarinnar. Það þýðir tilfærsla á gróður- og loftslagsbeltum jarðarinnar með tilheyrandi kaos í lífríkinu, að ekki sé talað um samfélög manna. Kostnaðurinn við að aðlagast þessum nýju aðstæðum verður eflaust mikill (bæði í peningum og mannslífum) og hann bætist við kostnaðinn við að skera niður losun á CO2 um ca 75% fram til 2050 (sem ku vera nauðsynlegt til að halda manngerðri hækkun innan 2C).

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband