Leyndardómur skýjanna í loftslagsbreytingum... Myndbönd.

 

inlab.png
 
"The Cloud Mystery is a scientific detective story".

 

Í þessari fróðlegu dönsku kvikmynd The Cloud Mystery er fjallað um hinar nýstárlegu kenningar Henriks Svensmark um mögulegar ástæður loftslagsbreytinga. Myndin er yfirleitt með ensku tali en dönskum texta. Stundum öfugt...  Myndin er frá árinu 2008.


Myndin er mjög vel gerð og auðskilin. Þeir sem ánægju hafa af undurfögrum myndum af himingeimnum verða ekki fyrir vonbrigðum. Smile

The Cloud Mystery er frá DR - Danmarks Radio. Sjá hér.

Í myndinni koma fram nokkrir þekktir vísindamenn. Sjá hér

Um kenninguna. Sjá hér

 

Um þessa merkilegu kenningu er fjallað í bloggpistlinum frá 20. feb. 2007 Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.  Þar er kenningin útskýrð á einfaldan hátt í eins konar "5 mínútna námskeiði". Einnig var bloggað um málið 1. janúar 2007 í pistlinum Merkileg tilraun: Geimgeislar, ský og loftslagsbreytingar.  Bloggarinn skrifaði reyndar fyrst um þessa kenningu fyrir 11 árum eða árið 1998, sjá hér og hér.

 svensmark-clouds.gif

Hvað er eiginlega svona merkilegt við þessa "byltingarkenndu kenningu", spyr væntanlega einhver.

Skoðið myndina vinstra megin.

Rauði ferillin er geimgeislar, en styrkur þeirra mótast af breytilegri virkni sólar.

Blái ferillin er þéttleiki skýjahulunnar upp í 3,2 km hæð, skv. skýjamyndum úr gervihnöttum.

Takið eftir hve ótrúleg samsvörun er milli ferlanna.

Skýjahulan er breytileg eftir virkni sólar, og skýin virka sem gluggatjöld sem opnast örlítið þegar virkni sólar eykst, en lokast þegar virkni sólar minnkar.

Takið eftir hve mikil breyting í skýjahulu þetta er. Breytingin er um 2% sem getur breytt orkuinnstreymi sólar um 1,2 wött á fermetra, og það aðeins mælt yfir eina sólsveiflu, eða 11 ár. Nú þekkja menn nokkun vegin breytingu í styrk geimgeisla undanfarnar aldir. Hafi þeir haft viðlíka áhrif á skýjafar má  má áætla að það hafi breyst um 3% yfir frá lokum Litlu  ísaldar og orkuinnstreymið (forcing) um 2 W/m2 (wött á fermetra). Það væri í sjálfu sér nóg til að útskýra alla hækkun hitastigs frá Litlu ísöldinni til vorra daga. (Meira hér).

Að sjálfsögðu er þetta ennþá tilgáta, en samt ákveðnar vísbendingar.  Áhugavert í meira lagi Smile

Er það tilviljun að ferlarnir falla svona vel saman?    Kannski og kannski ekki...   

Auðvitað á eftir að sannreyna þessa kenningu, en margir eru bjartsýnir. Það er full ástæða til að fylgjast með.  Sumir vísindamenn telja að mikið geti verið til í Svensmark kenningunni, en aðrir ekki. Það gerir svosem ekkert til, "The great thing about science is that it's self correcting" er haft eftir Carl Sagan.  Tilraun (SKY) sem lofar góðu hefur staðið yfir um árabil í Danmörku. CERN  er að undirbúa mikla tilraun (CLOUD) og er jafnvel von á niðurstöðum á næsta ári. Síðast en ekki síst er náttúran sjálf að gera mikla tilraun þessi árin. Virkni sólar er nefnilega að minnka, styrkur sólvindsins að minnka og geimgeislar að aukast. Skyldi skýjafarið einnig aukast?

 

Myndin fjallar ekki um hin svokölluðu gróðurhúsaáhrif, heldur um náttúrulegar sveiflur.

 

Í kynningu Danmarks Radio segir:

 

The film that inconveniently could turn the climate debate upside down.


The Cloud Mystery is a scientific detective story
. It tells how a Danish scientist, Henrik Svensmark, through pioneering experiments in a basement in Copenhagen, solved the mystery of how supernova explosions in our Galaxy and variations in the Sun govern climate changes on the Earth.

Henrik Svensmark has discovered a new kind of aerial chemistry - triggered off by events in our galaxy - that determine the magnitude of clouds in our atmosphere. His discovery introduces a paradigm shift in meteorology. Now we have to re-evaluate the causes of global warming.


A film crew has for 10 years documented how Henrik Svensmark struggles the to find the physical evidence of a celestial climate driver. The film demonstrates that science can be a rough place to be if you are in opposition to the established “truth”.

The Cloud Mystery is aimed at a wide audience. Astonishing pictures from our Galaxy , the Sun and cloud formations are mixed with spectacular animations to simplify the science. Comments by astronomers, geologists and climate experts will convey their sense of adventure, and give scientific weight to the discoveries presented.

Lars Oxfeldt Mortensen has produced and directed a number of international acclaimed documentaries. He is the winner of numerous awards including CirCom Regional, Monte Carlo and Télé Science.

 

Góð vefsíða sem fjallar um myndina er: www.thecloudmystery.com
Þar er m.a fjallað um vísindamennina sem koma fram í myndinni.

 


 

( Hafi Sjónvarpið áhuga á þessari mynd frá Danmarks Radio þá er krækjan hér: DR International Sales.)

 

 Örstutt kynning á vísindamönnunum sem koma fram í myndinni. Nánar hér.
 
 
Dr. Henrik Svensmark prófessor er yfirmaður Centre for Sun-Climate Research, við DTU Space, Danmarks Tekniske Universitet. Hann er höfundur kenningarinnar um áhrif geimgeisla á hitafar jarðar, nokkuð sem kallast auðvitað Svensmark Effect.
Vefsíða: DTU Space.
 
 
Dr. Nir Shaviv prófessor við Hebrew University of Jerusalem. Hann er meðal annars þekktur fyrir kenningu sína varðandi ferðalag sólkerfis okkar um spíralarma Vetrarbrautarinnar og hugsanleg áhrif þess á hin miklu hlýskeið (hothouse) og kuldaskeið (icehouse) sem koma á um 150 milljón ára fresti.
Vefsíða: Hebrew University     Blogsíða: ScienceBits.com
 
 
Dr. Ján Veizer prófessor í  jarðfræði við University of Ottawa, Kanada. Hann er meðal fremstu vísindamanna á sínu sviði og gjörþekkir hina 4.500.000.000 ára sögu jarðarinnar.
 
 
Dr. Eigil Friis-Christensen prófessor við Danmarks Tekniske Universiyet er forstöðumaður DTU Space. Árið 1991 uppgötvaði hann ásamt  Knud Lassen samband milli lengdar sólsveiflunnar og hitastigs lofthjúps jarðar.
Vefsíða: DTU Space
 
 
 
 
Dr. Eugene Parker prófessor Emeritus í eðlisfræði og stjarneðlisfræði við University of Chicago. Hann er etv. þekktastur fyrir að hafa sagt fyrir um sólvindinn árið 1958.

 
 
 
Dr. Richard Turco prófessor í loftslagsfræðum við University of California Los Angeles (UCLA) og forstöðumaður umhverfsisstofnunar skólans. Hann hefur m.a. unnið við rannsóknir á skýjamyndun vegna flugumferðar

Vefsíða: UCLA

 

 

 
 
Dr. Paal Brekke er Norðmaður og stjarneðlisfræðingur sem m.a. unnið hefur á vegum SOHO verkefnis NASA. Auk þess starfar hann á vegum ESA, Evrópsku geimrannsóknarstofnunarinnar. Paal Brekke er  sérfræðingur í eðli okkar sönnu dagstjörnu, sólarinnar.

 
Vefsíða: Paal Brekke
 



Skoðaðu nú myndbandið vel og hlustaðu á hvað þessir virtu vísindamenn segja. Skrifaðu svo álit þitt í athugasemdirnar!

 Myndinni er skipt niður í 6 myndbönd þar sem YouTube á erfitt með að sýna hana í einu lagi. Það hentar ágætlega að skoða myndina í áföngum Wink.

 Smá brella: Ef myndbandið hnökrar vegna þess að sambandið er hægvirkt, þá er best að setja það af stað og stöðva strax. Þá ætti það að hlaðast inn. Myndbandið er sett aftur af stað þegar rauða strikið neðst í myndfletinum er orðið sæmilega langt...

Vilji maður skoða myndbandið í fullri stærð, þá þarf að fara á viðkomandi YouTube síðu með því að smella á myndflötinn. Eftir það er hægt að láta myndina fylla út í skjáinn með tákninu sem er neðst til hægri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Álit þitt...?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Þakka þér fyrir þennan pistil Ágúst.

Ég held að flestum Íslendingum sé ljóst að kenningin um hlýnun jarðar vegna CO2 sé byggð á mjög hæpnum forsendum. Ekki þarf annað en að lesa Íslendingasögurnar til að sjá það.

Vandamálið er að við erum í nokkurns konar pattstöðu í loftlagsrannsóknum í heiminum. Staðan er þannig að stjórnmálamenn ákveða hverjir fá peninga til rannsókna og þeir innheimta líka skatta. Nú eru þeir búnir að finna nýja leið til að skattleggja okkur þ.e. skattleggja loftið sem við öndum að okkur. Þess vegna fá þeir vísindamenn einir peninga sem koma með kenningar sem styðja þessa skattheimtu. 

Sigurjón Jónsson, 16.5.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Íslendingasögur eru ekki nothæfar heimildir um loftslagsmál.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.5.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Anna

Vikilega merkilegt. Einnig er gaman að lesa um eitthvað annað á blogginu en pólitík.

Afi minn heitin Guðjón sem var bóndi í Árnessýslu í 50 ár kunni að lesa í skýjin.

 Hann gat sagt ef ný lægð var að koma yfirlandið,hvort það yrði gott veður framunda eða hvort rigning væri á leiðinni. Sem var mikilvæg í kríngum heyjskap.

Anna , 19.5.2009 kl. 09:45

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Anna. Því miður eru ekki margir veðurglöggir í dag, en á árum áður höfðu menn ekki önnur úrræði en að lesa í skýin og spá í veðrið. Það er þó gaman að fylgjast með skýjafarinu og reyna að spá...

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2009 kl. 10:04

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi Íslendingasögurnar og hlýindin á landnámsöld:  Hér er mjög áhugaverð vefsíða sem kallast Medieval Warm Period Project  http://www.co2science.org/data/mwp/mwpp.php

Þarna er samantekt á vísindaritum 699 vísindamanna hjá 408 rannsóknarstofnunum í 40 löndum. Maeðal annars má sjá íslenskum nöfnum bregða fyrir.

Ágúst H Bjarnason, 19.5.2009 kl. 10:11

6 identicon

Það er meiri pólitík en vísindi í þessum málum í dag

Að það skyldi taka meira en ár að fá greinina um niðurstöður tilraunarinnar birta í alþjóðlegum vísindritum gefur til
kynna að þarna séu miklir hagsmunir ákveðinna vísindamann og pólitíkusa í húfi.

RagnarA (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:03

7 Smámynd: Loftslag.is

Mitt álit á þessari kenningu er efni í heila bloggfærslu, kíktu á bloggið mitt seinna í kvöld ef þú nennir (með þessu er ég að setja á mig pressu að klára að skrifa um þessa kenningu, en ég byrjaði í gærkvöldi en hafði ekki tíma til að klára hana)

Loftslag.is, 19.5.2009 kl. 21:12

8 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Takk Ágúst fyrir enn eina fróðlega og áhugaverða grein. Mér fannst myndin ágætlega gerð.

Ljóst er að kenning Svensmarks mun fá margar og óvægnar atlögur frá öflugum aðilum út um allan heim sem eiga allt sitt undir því að hún reynist ekki rétt.

Finnur Hrafn Jónsson, 23.5.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband