Nýr 30 ára hitaferill: Hvers vegna er þetta hik á hnatthlýnuninni?

 

Ferillinn hér fyrir ofan sýnir breytingu á hitastigi lofthjúps jarðar síðastliðin 30 ár, eða frá því er mælingar hófust með gervihnöttum. Myndin er frá vefsíðu Dr. Roy Spencer loftslagsfræðings og nær ferillinn til loka maímánaðar.

 

Ef maður skoðar þennan feril þá virðist sem eftirfarandi blasi við:

 

1) Ekkert hefur hlýnað síðan árið 2002.

2) Síðan 2007 virðist jafnvel vera tilhneiging til kólnunar.

3) Það þarf ekki mikið að gerast til að lofthitinn nái sömu gildum og fyrir um 30 árum. Takið eftir að viðmiðunin (lárétta línan 0,0) er meðaltal áranna 1979-1998.

4) Náttúrulegar skammtímasveiflur eru verulegar, eins og t.d. af völdum Mt. Pinatubo 1991 og El Nino í Kyrrahafinu 1998.

5) La Nina í Kyrrahafinu 2008 orsakaði skammtíma niðursveiflu. La Nina er gengið til baka (ENSO neutral), en samt er tilhneigingin niðurávið.

 

Auðvitað er varasamt að draga of miklar ályktanir af því sem hefur verið að gerast undanfarin tvö ár, en þegar árin eru orðin sjö fara augnalokin óneitanlega að opnast og maður fer að spyrja sig hvort eitthvað sé í bígerð... Errm

Hver er líkleg þróun næstu ára? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Ég sé þetta svona fyrir mér:

1: Magn CO2 heldur áfram að aukast - því mun langtímatrendið halda áfram upp á við og vaxa heldur næstu áratugi.

2: Sveiflur í sólinni - hún hefur verið í niðursveiflu undanfarin ár og reyndar skrítið að það hefur ekki komið fram afgerandi kólnun miðað við niðursveifluna. Ef niðursveiflan verður viðvarandi og mikil þá ætti það að hægja á trendinu, þar til uppsveifla kemur aftur í sólina.

3: Áfram verða sveiflur vegna El Nino til hlýnunar og La Nina til kólnunar, við erum einmitt enn í La Nina.

 

4: Eldgos til kólnunar - tímabundin kólnun.

Ég hef það á tilfinningunni að hitastigið haldi áfram að sveiflast upp á við ásamt þessum tímabundnu sveiflum í El Nino og eldgosum. Það sem við vitum þó ekki er hvort sólin haldi niðursveiflunni áfram og hvort hún nái að vega upp á móti hlýnuninni af völdum gróðurhúsalofttegunda.

Bendi einnig á tvær færslur þar sem ég fjalla um svipað efni:
Annar kaldasti apríl á þessari öld! og Er að kólna?

Loftslag.is, 6.6.2009 kl. 09:27

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég vil benda á 2 tengla í viðbót við það sem Sápuboxið gerir. Á þeim síðum eru hitaferlar sem ná yfir lengri tíma. Þeir sýna að tilhneyging hitaferilsins er hækkandi. Á síðu DMI segir að hitastig jarðar hafi hækkað um ca. 0,74 stig á síðustu 100 árum, að 3 heitustu árin eru 1998, 2005 og 2003 og þar fyrir utan eru 12 heitustu árin innan síðustu 13 ára. 

Veðurstofan

DMI.DK

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 12:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Margt skrítið undir sólinni. Kær kveðja til þín Ágúst

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 13:12

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér er tenglar á ágætis vídeó á YouTube. Vídeóin eru 4 sem fjalla um efnið, um að gera að kíkja á þau öll Það er m.a. talað um Eigil Friis Christiansen, Al Gore og Durkin. Ýmsar mýtur eru líka gerðar að umfjöllunarefni. Gjörið svo vel:

http://www.youtube.com/watch?v=52KLGqDSAjo&feature=PlayList&p=A4F0994AFB057BB8&index=

http://www.youtube.com/watch?v=PoSVoxwYrKI&feature=PlayList&p=A4F0994AFB057BB8&index=1

http://www.youtube.com/watch?v=EU_AtHkB4Ms&feature=PlayList&p=A4F0994AFB057BB8&index=2

http://www.youtube.com/watch?v=N2B34sO7HPM&feature=PlayList&p=A4F0994AFB057BB8&index=3

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tengillinn á fyrsta vídeóið er eitthvað skrítinn, hér kemur hann aftur:

http://www.youtube.com/watch?v=52KLGqDSAjo&feature=PlayList&p=A4F0994AFB057BB8&index=0

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.6.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þessi pistill fjallar reynda bara um niðurstöður hitamælinga á lofthjúpi jarðar, tilhneiginguna síðustu ár, og þá staðreynd að hitinn í maí síðsatliðinn var aðeins 0,04 gráður yfir meðaltali áranna 1979 til 1998, samkvæmt MSU mælingum frá gervihnöttum og úrvinnslu UAH.

Þess vegna hlýtur sú spurning að vera áleitin hvort um sé að ræða eðlilegt hitaflökt eða eitthvað annað.

Ágúst H Bjarnason, 6.6.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er lítið myndband, sem í raun vísar á aðra síðu, sem vert er fyrir þig að skoða.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 21:40

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Menn verða að gæta sín vel á því að vera ekki að deila um keisarans skegg þegar rætt er um hitabreytingar í lofthjúp jarðar.

Í myndinni hér að ofan kemur fram að hitinn í maímánuði hafi aðeins verið 0,04° yfir meðaltali áranna 1979-1998.

Þetta er nánast markleysa. Ef við notum sem viðmiðun þá staðreynd að í veðrahvolfinu fellur hitastigið um því sem næst að jafnaði um 0,7° fyrir hverja 100 metra sem farið er uppávið. Þessar umræddu 0,04° jafngilda því hitastiginu á tveim stöðum þar sem hæðarmunur er aðeins 6 metrar !

Hvað jafngildir öll hitabreyting síðustu 150 ára mörgum metrum í hæð?

 

Ágúst H Bjarnason, 7.6.2009 kl. 07:16

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tekið úr skýrslu vinnuhóps 1 hjá IPCC:

Global time series from each of the MSU records are shown
in Figure 3.17 and calculated global trends are depicted in
Figure 3.18. These show a global cooling of the stratosphere
(T4) of –0.32°C to –0.47 °C per decade and a global warming
of the troposphere (T2) of 0.04°C to 0.20°C per decade for
the period 1979 to 2004. The large spread in T2 trends stems
from differences in the inter-satellite calibration and merging
technique, and differences in the corrections for orbital drift,
diurnal cycle change and the hot-point calibration temperature
(Christy et al., 2003; Mears et al., 2003; Christy and Norris,
2004; Grody et al., 2004; Fu and Johanson, 2005; Mears
and Wentz, 2005; Vinnikov et al., 2006; see also Appendix
3.B.5.3)

Þarna er m.a. rætt um hitastig í bæði heiðhvolfinu og veðrahvolfinu. Hitastigið í heiðhvolfinu hefur lækkað um 0,32-0,47 gráður á áratug en í T2 (mid to upper troposphere) hefur hækkað um 0,04 - 0,2 á hverjum áratug. Fer eftir því hvaða gögn eru notuð til viðmiðunnar. 

Það er hægt að skoða þetta nánar í skýrslunni, bls. 267 og nokkrar síður fram.  Þarna er einnig rætt um hitastigið við yfirborð jarðar ef vel er skoðað. Þarna eru hitatölur frá ca. 1960 til 2004. Það virðist vera miklar sveiflur innan hvers árs eins og fram kemur á grafinu hjá þér Ágúst.

Það er fróðlegt að velta því fyrir sér hvað veldur því að heiðhvolfið kólni en veðrahvolfið og yfirborðshitinn hækki, það skyldi þó ekki vera vegna CO2? 

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 22:14

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er rökrétt að álykta að áhrif CO2 til hitunar veðrahvolfsins hafi einnig áhrif til kólnunar heiðhvolfsins. Þette er þó aðeins flóknara en það. T.d. getur ozon haft þar töluvert hlutverk.

Svo er það spurning um hvernig hitastig heiðhvolfsins hefur verið að breytast.  Í nýrri grein á vef japönsku veðurstofunnar sem er hér segir í samantektinni:

Abstract:
Some important recent findings in climate studies are the warming trend in the troposphere and the cooling trend in the stratosphere. However, the evidence for the cooling trend in the stratosphere may need to be revisited. This study presents evidence that the stratosphere is slightly warming since 1996. Using long-term Stratosphere Sounding Unit (SSU) measurements at channels 1 and 2 before 1996, we did obtain a cooling trend in the middle and upper parts of stratosphere similar to the findings for the lower stratosphere in literature (Ramaswamy et al. 2001; Fu et al. 2004). But, we also found that the temperature trend in the middle and upper stratosphere has alternated to warming since 1996. We also analyzed a time series of the Microwave Sounding Unit (MSU) channel 4 brightness temperatures between 1978 and 2006 and found the same reversing trend in the lower stratosphere. The reversing trend may relate to a possible recovery of stratospheric ozone concentration.

Hægt er að nálgast alla greinina sem pdf á vefnum.

Annars eru fæstir að deila um það hvort CO2 hafi áhrif til hlýnunar veðrahvolfsins. Menn eru frekar að deila um hvort áhrifin séu meiri eða minni en þau ættu að vera án afturverkunar (feedback). Flestir (þar á meðal IPCC) telja að hver tvöföldun í magni CO2 valdi um 1°C hækkun hitastigs (1,2°C er etv. réttari tala) án afturverkunar. Menn deila fyrst og fremst um hvernig náttúran bregðist við. Er um að ræða jákvæða eða neikvæða afturverkun (positive eða negative feedback)? Hve mikil er þessi afturverkun? Magnast hlýnunin upp eða dregur úr henni? Þetta er það sem menn deila um. Þessi afturverkunaráhrif eru mjög margslungin og samanstanda af mörgum þáttum. Vel getur verið að sumir þættir séu jákvæðir, aðrir neikvæðir, en hver eru heildaráhrifin? Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Fræðin um afturverkun í kerfum eru nokkuð flókin og kemur þar stærðfræði allmikið við sögu eins og þeir þekkja sem lært hafa rafmagns- eða vélaverkfræði. Sjá t.d. þennan kafla úr kennslubók.  Þar kynnast menn því hvernig smíða þarf stærðfræðilíkan (yfirfærslufall, transfer function) sem lýsir hegðun fyrirbæris sem getur verið vél eða fyrirbæri í náttúrunni. Þannig líkan er oft snúið í byrjun og samsett úr mörgum smærri lykkjum sem eru mis áhrifamikil. Með því að einfalda líkanið eftir kúnstarinnar reglum er hægt að smíða mun einfaldara líkan sem lýsir fyrirbærinu allvel. Til að stilla svona líkön af nota menn síðan mælingar og tilraunir og skoða svörun við áreiti eins og t.d. þreplaga truflun.

Pistillinn hér að ofan fjallar bara um mælingar á hitastigi og eru áhrif CO2 látin liggja milli hluta.  Ef náttúran er að "gera tilraun" með minnkandi virkni sólar, þá getum við örugglega lært mikið af því. Alveg á hliðstæðan hátt og þegar menn gera tilraun í reglunartækninni (feedback control system) til að sannreyna og fínstilla yfirfærsluföllin.

Ágúst H Bjarnason, 8.6.2009 kl. 07:27

11 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Blessuð Sóiln elskar allt..eða þannig :)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.6.2009 kl. 21:55

12 Smámynd: Loftslag.is

Ég tók saman smá pistil um Enso (El Nino/La Nina), sem útskýrir allavega að hluta þessa stöðnun í hlýnuninni, sjá hér.

Loftslag.is, 8.6.2009 kl. 23:34

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki flókið, sólin er milljón sinnum stærri en jörðin og margfalt öflugri en nokkurt mannanna verk. Við erum bara krækiber í helvíti og að halda að eitthvað sem við gerum hafi úrslitaþýðingu fyrir örlög alls ber fyrst og fremst vott um mikilmennskubrjálæði og sjálfsbirgingshátt okkar mannana. Í hinu stóra samhengi er tilvist okkar á jörðinni beinlínis afleiðing af áhrifum sólarinnar og ef losun okkar á CO2 veldur hlýnun eru það þar með líka óbein áhrif frá sólinni. Það er samt engin afsökun fyrir því að halda áfram óbeislaðri losun skaðlegra lofttegunda, en gleymum því ekki heldur að koltvísýringur er ein af grundvallarforsendum ljóstillífunar og án þess væri ekkert plöntulíf á jörðinni hvað þá dýralíf. Að mínu mati felst lausnin mun frekar í því að vernda skóglendi og nýta þennan umframkoltvísýring til ræktunar á plöntum sem geta nýst til matar og þannig stemmt stigu við fæðuskorti. Miklu frekar en að reyna að stýra hegðun manna með boðum og bönnum sem hefur ávallt reynst erfitt og kostnaðarsamt í tímanna rás, og skilar í besta falli takmörkuðum árangri. Leyfum ekki loftslagsmafíunni að græða á því að hræða, sala losunarheimilda er fyrst og fremst bara ný leið til að búa til takmarkaða auðlind sem svo er hægt að einoka, sem er í raun bara enn eitt form þrælkunar.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband