Nýjar fréttir af Svensmark tilrauninni hjá CERN í Sviss...

 

Flestir kannast við kenningar danska vísindamannsins Dr. Henriks Svensmark prófessors varðandi hugsanleg áhrif geimgeisla á skýjafar og þar með áhrif á hitafar lofthjúpsins. Þessi kenning hefur vaðldið nokkrum titringi í vísindaheiminum. Hjá rannsóknarstofnuninni CERN eru menn á fullu að undirbúa rándýra tilraun þar sem reynt verður að komast að raun um hvort þessi kenning eigi við rök að styðjast. Tilraunin kallast CLOUD (Clouds Leaving OUtdoor Droplets).

Þær fréttir voru að berast að þokuhylkið stóra þar sem hægt verður að líkja eftir aðstæðum í lofthjúpnum er komið. Líkt verður eftir geimgeislum með orkumiklum öreindahraðli. Þessi tímamót eru áfangi eftir þriggja ára rannsóknar og þróunarstarf við undirbúning tilraunarinnar.

Sjá fróðlega umfjöllun um þennan áfanga á vefsíðu CERN: On Cloud nine. Þar er m.a. smá vídóklippa.

 

Fyrir fáeinum dögum hélt Jasper Kirkby hjá CERN erindi. Í kynningu erindisins segir:

 

The current understanding of climate change in the industrial age is that it
is predominantly caused by anthropogenic greenhouse gases, with
relatively small natural contributions due to solar irradiance and volcanoes.
However, palaeoclimatic reconstructions show that the climate has
frequently varied on 100-year time scales during the Holocene (last 10 kyr)
by amounts comparable to the present warming - and yet the mechanism or
mechanisms are not understood. Some of these reconstructions show clear
associations with solar variability, which is recorded in the light
radio-isotope archives that measure past variations of cosmic ray intensity.
However, despite the increasing evidence of its importance, solar-climate
variability is likely to remain controversial until a physical mechanism is
established.


Estimated changes of solar irradiance on these time scales appear to be too
small to account for the climate observations. This raises the question of
whether cosmic rays may directly affect the climate, providing an effective
indirect solar forcing mechanism. Indeed recent satellite observations -
although disputed - suggest that cosmic rays may affect clouds. This talk
presents an overview of the palaeoclimatic evidence for solar/cosmic ray
forcing of the climate, and reviews the possible physical mechanisms.
These will be investigated in the CLOUD experiment which begins to take
data at the CERN PS later this year.

 


Glærur sem Kirkby notaði eru hér. Það er að finna mjög mikinn fróðleik.

Hægt er að hlusta og horfa á erindið með því að smella hér.

Löng grein eftir Jasper Kirkby Cosmic Rays and Climate er hér.

Hér er lýsing á verkefninu. Þetta er m.a. listi yfir þær stofnanir sem koma að verkinu, tímaáætlun, kostnaðaráætlanir og áætlanir um fjölda starfsmanna sem vinna munu að verkefninu. Þetta skjal er  frá árinu 2006 þegar smíði tækjabúnaðins var að hefjast.

 

Nú eru hjólin greinilega farin að snúast. Hvað skyldi koma út ú þessari tilraun hjá CERN? Mun hún renna stoðum undir kenningar Svensmark?  Ef svo fer, mun það þá skekja vísindaheiminn svo um munar?

Það er auðvitað allt of snemmt að vera með einhverjar getgátur, en hugsanlega verðum við einhvers fróðari á næsta ári.

 

Úr viðtali við Kirkby:

"I think the evidence for a link between reconstructions of past climate change and solar activity is too strong to ignore," explains Jasper Kirkby, Spokesperson for the CLOUD experiment. "There are a lot of observations showing that variations of the sun seem to be affecting the climate, but we don’t yet know what the mechanism for this is."

 

"The aim of CLOUD is to understand whether or not cosmic rays can affect clouds and climate, by studying the microphysical interactions of cosmic rays with aerosols, cloud droplets and ice particles." This is one of the possible mechanisms for solar-climate variability since the solar wind – the stream of charged particles ejected from the sun – varies over time and affects the intensity of the cosmic rays that reach the Earth.

 

"The whole process is well understood except for whether or not cosmic rays do indeed affect clouds. If that process can be established then I think solar-climate variability will very rapidly change from being a controversial subject to one with a lot of respectability. If, on the other hand, we rule out the process then this will allow us to focus on other mechanisms that might be causing the link."

 

 

Sjá umfjöllun um kenninguna í bloggpistlinum frá 7. feb. 2007:

Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.

 

Smella tvisvar á mynd til að stækka.

 

 

Þessir háskólar og stofnanir standa að verkefninu:

University of Aarhus, Institute of Physics and Astronomy, Aarhus, Denmark

University of Bergen, Institute of Physics, Bergen, Norway

California Institute of Technology, Division of Chemistry and Chemical Engineering, Pasadena, USA

CERN, Geneva, Switzerland

Danish National Space Center, Copenhagen, Denmark

Finnish Meteorological Institute, Helsinki, Finland

Helsinki Institute of Physics, Helsinki, Finland

University of Helsinki, Laboratory of Aerosol and Environmental Physics, Helsinki, Finland

University of Kuopio, Department of Applied Physics, Kuopio, Finland

Lebedev Physical Institute, Solar and Cosmic Ray Research Laboratory, Moscow, Russia

University of Leeds, School of Earth and Environment, Leeds, United Kingdom

Leibniz Institute for Tropospheric Research, Leipzig, Germany

University of Mainz, Institute for Atmospheric Physics, Mainz, Germany

Max-Planck Institute for Nuclear Physics (MPIK), Heidelberg, Germany

University of Missouri-Rolla, Cloud and Aerosol Sciences Laboratory, Rolla, USA

State University of New York at Albany, Atmospheric Sciences Research Center, New York, USA

Paul Scherrer Institute, Laboratory of Atmospheric Chemistry, Switzerland

University of Reading, Department of Meteorology, Reading, United Kingdom

Rutherford Appleton Laboratory, Space Science & Particle Physics Depts., Chilton, United Kingdom

Tampere University of Technology, Department of Physics, Tampere, Finland

University of Vienna, Institute for Experimental Physics, Vienna, Austria


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristinsson

Ég las bók Svensmarks og Calders, The Chilling Stars, fyrir nokkrum mánuðum. Bókin finnst mér einkennast af yfirdramatíseringu, en kenningin eigi að síður athygli verð. Ég reyndi því að finna heimildir um hana á netinu, og rakst fljótlega á greiningu Sloans og Wolfendales á skýjamyndun á 11 ára tímabili. Kjarninn í kenningu Svensmarks er að þegar segulsvið sólar veikist, verði gufuhvolfið fyrir meiri geimgeislum sem svo hafi í för með sér meiri skýjamyndun. Niðurstaða Sloans og Wolfendales var að veðurathuganir bendi í besta lagi til mjög veiks samhengis milli geimgeisla og skýjafars. Þegar við þetta bætist, að Svensmark hefur verið að reyna að finna veðurfarsgögn kenningunni til stuðnings a.m.k. frá 1996, en með mjög litlum árangri, tel ég víst að jafnvel þótt honum takist að sýna fram á samhengi milli geimgeisla og ördropamyndunar í rannsóknarstofunni, hafi það afar lítið að segja fyrir veðurkerfi jarðarinnar, þar sem það eru svo miklu fleiri og áhrifameiri þættir sem skipta máli.

Baldur Kristinsson, 8.6.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hvenær megum við svo eiga von á einhverjum niðurstöðum?

Emil Hannes Valgeirsson, 8.6.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Loftslag.is

Ég treysti því að þú kynnir niðurstöðurnar þegar þær koma, en þar til held ég varla að kenning Svensmarks standist skoðun - en sjáum til hvað kemur út úr þessu.

Loftslag.is, 8.6.2009 kl. 23:31

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Emil spyr hvenær við megum eiga von á niðurstöðum.

Á vefsíðu CERN  http://cdsweb.cern.ch/record/1180849?ln=no stendur í inngangi:

The team from the CLOUD experiment - the world’s first experiment using a high-energy particle accelerator to study the climate - were on cloud nine after the arrival of their new three-metre diameter cloud chamber. This marks the end of three years’ R&D; and design, and the start of preparations for data taking later this year.

Meira veit ég ekki.

Ágúst H Bjarnason, 9.6.2009 kl. 07:02

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi tímaáætlun, sjá hér:

http://cloud.web.cern.ch/cloud/documents_cloud/cloud_addendum_3.pdf

Þessi áætlun er frá árinu 2006.

Ágúst H Bjarnason, 9.6.2009 kl. 07:07

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Megi þeim í CERN ganga sem best við þessar tilraunir. Persónulega þá á ég nú ekki von á að þessar tilraunir valdi grundvallarbreytingum á viðteknum kenningum vísindamanna í dag varðandi loftslagsmál. Spyrjum að leikslokum, en vinnum út frá viðteknum og viðurkenndum kenningum þanngað til eða ef annað skyldi koma í ljós síðar. Ég treysti því að þú greinir ítarlega frá niðurstöðum þegar þær byrja að berast.

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.6.2009 kl. 07:59

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mjög svo áhugavert. Hvað ætli valdi því að Íslendingar reyna ekki að komast meira inn í svona verkefni. Ég veit að danskir háskólar eru á fullu í svona verkefnum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.6.2009 kl. 12:51

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var að bæta inn í pistilinn lista yfir þá háskóla og stofnanir sem standa að verkefninu.  Því miður er Ísland ekki á blaði þar.

Ágúst H Bjarnason, 9.6.2009 kl. 13:00

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo gáfulegt, ég næ þessu ekki öllu, en hér er skýjað í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband