Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...

 

070302_viking_ship_02.jpg

 

Flestir vita hve tíðarfar var hagstætt þegar norrænir menn tóku sér bólfestu á Íslandi og Grænlandi. Við getum jafnvel þakkað það þessum hlýindum að landið var numið af forfeðrum okkar. Það hlýtur því að vera áhugavert fyrir okkur Íslendinga að vita nánar um hvernig ástandið var hér á landi, og einnig annars staðar á þessum tíma. Undanfarna áratugi höfum við einnig notið mildrar veðráttu og getum því nokkuð ímyndað okkur ástandið fyrr á tímum.

Það gæti verið fróðlegt að fræðast aðeins um hnatthlýnunina fyrir árþúsundi. Vörpum fram nokkrum spurningum og leitum svara:

 - Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?

 - Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

 - Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

 

Hvernig er hægt að fá svar við þessum spurningum? 

Á vef CO2 Science hefur um alllanga hríð verið kynning á verkefni sem kallast Medieval Warm Period Project. Verkefnið fer þannig fram að skoðaðar eru fjölmargar vísindagreinar þar sem rannsóknir gefa hugmynd um hitafarið á þessu tíma og niðurstöður metnar m.a. með tilliti til ofangreindra spurninga. Niðurstöður eru skráðar í gagnagrunn sem aðgengilegur er á netinu.

Þetta er gríðarlega mikið verkefni. Í dag eru í gagnagrunninum gögn frá 716 vísindamönnum hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi, en þar á meðal eru íslenskir vísindamenn hjá íslenskum stofnunum. Reglulega bætast nýjar greinar í safnið.

Auðvitað er ekki hægt að meta hitastigið beint, en með því að meta vaxtarhraða trjáa út frá árhringjum, vaxtarhraða lífvera í vötnum og sjó skv. setlögum, mæla hlutfall samsæta í borkjörnum, osfrv. er hægt að fara nærri um hvernig hitafarið á viðkomandi stað var. Þetta eru því óbeinar hitamælingar, eða það sem kallast proxy.

Vandamálið er meðal annars að til er aragrúi rannsóknaskýrslna og greina eftir fjölda vísindamanna sem líklega enginn hefur haft yfirsýn yfir fyrr en Dr. Craig Idso, Dr.Sherwood Idso og Dr. Keith Idso réðust í það verkefni að rýna þennan fjölda vísindagreina og flokka niðurstöður.

Kosturinn við þessa aðferðafræði er auðvitað að hér er fyrst og fremst  um að ræða niðurstöðu viðkomandi vísindamanna sem framkvæmdu rannsóknirnar, en álit þeirra sem rýna vísindagreinarnar skipta minna máli. Komi upp vafamál varðandi mat þeirra er alltaf hægt að fara í frumheimildir sem getið er um. 

 

Verkefninu er ekki lokið, en hver er staðan í dag? 

 

--- --- ---

 

mwpqualitative.gif
 
Figure Description: The distribution of Level 2 Studies that allow one to determine whether peak Medieval Warm Period temperatures were warmer than (red), equivalent to (green), or cooler than (blue), peak Current Warm Period temperatures.
 
Sjá hér.
 
 
Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?
 
Hér táknar MWP Medieval Warm Period, þ.e. hlýindin fyrir um árþúsundi, og CWP Current Warm Period, þ.e. hlýindin undanfarna áratugi.
 
Á lóðrétta ásnum er fjöldi einstakra rannsókna.
 

MWP<CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna kaldara hafi verið fyrir árþúsudi en í dag.
MWP=CWP: Niðurstöður sem gefa til kynna að álíka hlýtt hafi verið á þessum tveim tímaskeiðum.
MWP>CWP: Niðurstöður rannsókna sem gefa til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en undanfarið.

Yfirgnæfandi meirihluti rannsókna gefur til kynna að hlýrra hafi verið á miðöldum en í dag.

 
 --- --- ---
 
 
 
mwpquantitative.gif

Figure Description: The distribution, in 0.5°C increments, of Level 1 Studies that allow one to identify the degree by which peak Medieval Warm Period temperatures either exceeded (positive values, red) or fell short of (negative values, blue) peak Current Warm Period temperatures.

 Sjá hér

 Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

Hér er eins og á fyrri myndiniin fjöldi rannsókna sem gefa ákveðna niðurstöðu á lóðrétta ásnum. Flestar rannsóknir gefa til kynna að á tímabilinu hafi verið um 0,5 gráðum hlýrra en undanfarið, en dreifingin er allnokkur.

Það virðist hafa verið heldur hlýrra á miðöldum en undanfarið, eða sem nemur rúmlega hálfri gráðu Celcius.

 --- --- --- 

 


 This is the main TimeMap window.  Use the zoom or pan tools from the toolbar above it to focus on different parts of the world where MWP studies have been conducted.  Call up information pertaining to a single study by clicking the pointer on the symbol representing it.  Drag a box around multiple symbols and a new attribute window will open that contains information about the MWP at each of the enclosed locations.

 Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

Sjá hér.

Á  vef CO2Science er mjóg áhugavert gagnvirkt kort eins og myndin sýnir.
Kortið er beintengt stórum gagnagrunni.
Einn punktur er fyrir hverja rannsókn sem hefur verið rýnd og flokkuð (7 punktar við ísland). Með því að smella á viðkomandi punkt er hægt að sjá ýmsar upplýsingar.


Kortið ásamt ítarlegum útskýringum er hér.

Miklar upplýsingar eru tengdar þessu gagnvirka korti, miklu meiri en svarið við þeirri einföldu spurningu sem bloggarinn varpaði fram, þ.e. hvort um hnattrænt fyrirbæri hafi verið að ræða.

Þegar þetta kort er skoðað vel og hvað liggur þar að baki virðist einhlítt að um hnattræn hlýindi hafi verið að ræða.

 

 

Hvað er fjallað um rannsóknir sem tengjast Íslandi á vefnum CO2 Science?

 

Á kortinu eru sjö punktar við Ísland. Því er forvitnilegt að kanna hvað þar er á bakvið. Hér eru fjögur sýnishorn.

Smellið á krækjurnar fyrir neðan myndirnar til að lesa nánar um viðkomandi rannsókn.

 

l2_haukadalsvatn2_876923.gif
 
 
 
Öll greinin um Haukadalsvatn sem vísað er til á vef CO2 Science er hér.
 
---
 
 
l1_lakestora2_877286.gif
 
 
---
 
 
l1_northiceland2.gif

 
---
 
 
l1_icelandicnshelf2.gif
 

  Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 --- --- ---

 

Að lokum: Ætli þessi mynd sem á ættir a rekja til Dr. Craig Lohle sé nokkuð rétt? (grein hér).

 

 

Ferillinn á myndinni sýnir hitafar jarðar síðastliðin 2000 ár eða frá Kristsburði til ársins 1995. Þetta er meðaltal 18 rannsókna á hitafari jarðar sem Dr. Craig Loehle hefur tekið saman og birti í ritinu Energy & Environment í nóvember árið 2007. Engin þessara 18 rannsókna byggir á árhringjum trjáa enda telur Loehle árhingi vera ónákvæman mælikvarða þar sem margt annað en hitastig hefur áhrif á trjávöxtinn. Lengst til hægri á ferlinum hefur Dr. Roy W. Spencer, sem sér um úrvinnslu mæligagna um hitafar jarðar frá gervihnöttum,  teiknað inn hitaferil frá Bresku veðurstofunni sem sýnir meðalhita jarðar frá árinu 1850 til ársins 2007. Höfundur pistilsins íslenskaði skýringar á línuritinu sem Dr. Spencer birtir á vefsíðu sinni. Samanlagt sýna því ferlarnir hitafar jarðar frá árinu 1 til ársins 2007. Hlýindin á miðöldum eru greinileg, þá kemur litla ísöldin og svo aftur hlýindin síðustu áratugina.

 

Hingað til hafa menn aðeins getað vitnað í stöku rannsóknir, en hér er búið að safna saman og flokka niðurstöður 716 vísindamanna hjá 417 rannsóknarstofnunum í 41 landi. Hér eru allar tilvísanir fyrir hendi svo auðvelt er að sannreyna allt.


Megin niðurstaðan virðist vera að hlýindin hafi verið hnattræn, og að það hafi verið um hálfri gráðu hlýrra þá en undanfarið, en hlýindin nú eru um 0,7°C meiri en fyrir öld. 

 

Það er því vonandi óhætt að álykta sem svo, þó það komi ekki fram beint í  niðurstöðum Medieval Warm Period Project, að fyrir árþúsundi hafi verið um 1,2°C hlýrra en fyrir árhundraði, að sjálfsögðu með fyrirvörum um mikla óvissu vegna eðli málsins. 

Við vitum að menning blómstraði um þetta leyti á miðöldum. Evrópa var rík vegna ríkulegrar uppskeru, og fólk hafði meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum. Mikil þróun var í vísindum, listum og bókmenntum. Margar dómkirkjur og fagrar byggingar voru reistar í Evrópu. Norrænir menn sigldu um heimshöfin...    Síðan kólnaði verulega þegar Litla ísöldin svokallaða brast á, fátækt, hungur, galdraofsóknir, sjúkdómar tóku við,  en aftur tók að hlýna á síðustu öld...

 

 UPPFÆRT 2014:

Listinn á CO2 Science yfir rannsóknir sem tengjast Íslandi hefur lengst síðan pistillinn var skrifaður árið 2009:

 Lake Stora Viðarvatn, Northeast Iceland

 North Icelandic Shelf

 Northern Icelandic Coast

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 Lake Haukadalsvatn, West Iceland

 Lake Hvítárvatn, Central Iceland

 Northern Icelandic Shelf, North Atlantic Ocean

 

 

 

ÍTAREFNI:

 
Áslaug Geirsdóttir o.fl.: Loftslagsbreytingar í fortíð og framtíð: saga loftslags rakin í seti íslenskra stöðuvatna

Áslaug Geirsdóttir o.fl: A 2000 year record of climate variations reconstructed from Haukadalsvatn, West Iceland.  Grein í Journal of Paleolimnol

Áhugaverð ritgerð eftir Karl Jóhann Guðnason.
Tengsl htastigs á Íslandi á árunum 1961-2009 við hnattrænar hitastigsbreytingar og NAO (Norður-Atlantshafssveifluna).
Mjög fróðleg og áhugaverð prófritgerð frá Háskóla íslands, Líf og umhverfisvísindadeild.

 

 

Sennileg stærð jökla við landnám:

Glaciers in Iceland 1000 years ago
 Sjá Árbók Landgræðslu ríkisins 1995-1997

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Lang viðamesta rannsóknin á þessum proxíum og samantekt má finna hjá Mann og fleirum, en hann notar ýmsar proxírannsóknir eins og þú minnist á hér að ofan.

Niðurstaða hans er sú að nú sé töluvert hlýrra en á miðöldum á norðurhveli jarðar. Sjá Hér

Ef þú hefur eitthvað út á hokkístafinn að athuga, þá hef ég skrifað um hann Hér.

Myndin af jöklunum er ein af þessum klassísku rökum sem efasemdamenn nota hér við land. Ekki kemur fram hvaða gögn eru á bakvið þessa mynd (sögusagnir og proxíhitastig?) og ekki tekið tillit til þess að við núverandi hita eru jöklar að missa massa sinn gríðarlega hratt og því spurning hvernig jafnvægisástand þeirra væri ef núverandi hiti héldist í einhvern tíma - Ergo: ekki hægt að nota þessa mynd til samanburðar við hitastig dagsins í dag. 

Loftslag.is, 27.7.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er einhver merkilegasta og besta grein sem ég hef lesið um þetta málefni og sú best rökstudda.  Takk fyrir.

Jóhann Elíasson, 27.7.2009 kl. 10:39

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þetta efni er ágætlega rannsakað af hinum ýmsu rannsóknaraðilum og vísindamönnum sem rannsaka loftslagsbreytingar. Það eru þó fæstir sem hafa komist að svona afgerandi niðurstöðu varðandi hitastigið á MWP. Hér eru t.d. nokkrir tenglar á síður með upplýsingum um þetta efni, m.a. NOAA:

http://www.ncdc.noaa.gov/paleo/pubs/ipcc2007/ipcc2007.html
http://www.ncdc.noaa.gov/paleo/pubs/ipcc2007/box64.html
http://www.ncdc.noaa.gov/paleo/globalwarming/medieval.html
http://climateprogress.org/2008/09/03/sorry-deniers-hockey-stick-gets-longer-stronger-earth-hotter-now-than-in-past-2000-years/
http://www.ipcc.ch/pdf/assessment-report/ar4/wg1/ar4-wg1-chapter6.pdf (t.d. á bls. 449 og 465 sem eru spurningar og svör varðandi þetta efni)

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vona bara að þú fáir ekki svívirðingar yfir þig eins og stundum áður, fyrir að birta svona upplýsingar hér. Frá mér færðu þakkir fyrir fróðleikinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.7.2009 kl. 14:00

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

321

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2009 kl. 08:54

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir athugasemdirnar.

Ég vil bara minna á að pistillinn fjallar um hlýindin fyrir um 1000 árum, en ekki hlýindin í dag, og síst af öllu um hlýindi af mannavöldum.

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2009 kl. 09:00

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er mjög skemmtileg samantekt á áhrifum loftslagsbreytinga undanfarnar aldir.  Víkingar og jöklar á Íslandi koma þar töluvert við sögu:

 

Detailed Chronology of Late Holocene Climatic Change


James S. Aber.


http://academic.emporia.edu/aberjame/ice/lec19/holocene.htm

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2009 kl. 09:22

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Sæll Ágúst;

Ef þú ert að varpa eftirfarandi spurningum fram (tekið úr færslunni), þá er færslan að einhverju leiti um hlýindin í dag, í það minnsta samanburður. Ég get ekki betur séð.

- Var hlýrra eða kaldara á miðöldum fyrir um 1000 árum en í dag?

 - Hve mikið hlýrra eða kaldara var þá en í dag?

 - Voru þessi hlýindi hnattræn eða bara bundin við norðurslóðir?

Sveinn Atli Gunnarsson, 28.7.2009 kl. 10:15

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli. Við sem erum uppi núna hljótum að bera ástandið saman við það sem við þekkjum og erum að upplifa.  Einhvern samanburð verðum við að hafa. 

Ekki vera að hártoga .  

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2009 kl. 10:29

11 Smámynd: Loftslag.is

Ágúst 10: Besti samanburðurinn er þá að sjálfsögðu hokkístafurinn  og þó það hafi verið þokkalega hlýtt á miðöldum þá stenst það ekki samanburð við þann gríðarlega hita sem er núna og er í vændum næstu árin og áratugi.

--

En maður þorir varla að kommenta hérna lengur, fyrst athugasemdir mínar við síðustu færslu fóru svona illa í þig að þú lokaðir á athugasemdir þar og hefur nú sett upp athugasemdakerfið þannig að það þurfi samþykki þitt til að það birtist hérna (kannski er ég að misskilja, þetta gæti verið út af einhverju öðru).

En hvað um það, að setja athugasemdakerfið svona upp er eingöngu ávísun á það að eðlileg umræða getur ekki farið fram. T.d. sér maður ekki hvað aðrir hafa sagt fyrr en þú samþykkir það. Segjum að einhver sé búinn að setja núna inn svar við því sem ég sagði - þú hefur ekki tíma til að samþykkja það fyrr en á morgun og þá sé ég það fyrst. Ég sendi inn svar við því og þú hefur ekki tíma til að samþykkja það fyrr en sólarhring síðar. Sérðu ekki hvað umræður á þínu bloggi verða stirðar - fyrir utan óvissuna um að svarið sem maður sendir verði samþykkt.

Loftslag.is, 28.7.2009 kl. 13:56

12 Smámynd: Loftslag.is

... og nú er seinni hluti athugasemdar minnar óþarft lengur, þar sem Ágúst er búinn að breyta athugasemdakerfinu - ánægður með það.

Loftslag.is, 28.7.2009 kl. 13:57

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höskuldur

Ég var farinn að undarast að engar athugasemdir voru komnar í morgun. Sendi þá sjálfum mér prufuathugasemd með textanum 123 sem ekki bistist. Fann einhverjar stillingar í stjórnborðinu sem ég breytti og síðan þurfti ég að opna fyrir hverja og eina athugasemd sem biðu. Það á meðal var prufuaugasendingin mín, sem ég síðan eyddi.

Ennþá er eitthvað að þannig að ég fæ ekki tölvupóst um að athugasemd hafi borist, þó svo að stillingar gefi til kynna að svo eigi að vera. Ég hef alltaf fengið póst um slíkt hingað til og jafnvel getað lesið hann í símanum. Sjálfagt á það eftir að hrökkva í lag.

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2009 kl. 14:14

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það átti að standa prufusendingin en ekki prufuaugasendingin (hvað sem það nú er :-)    Alla vega birtast athugasemdir strax núna.

Ágúst H Bjarnason, 28.7.2009 kl. 14:17

15 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er stórmerkileg grein og virkilega skemmtilega aflestrar. Hafðu þökk fyrir.

Heimir Tómasson, 29.7.2009 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband