Mánudagur, 20. júlí 2009
Lendingin á tunglinu fyrir 40 árum, geimskotin á Íslandi, og ýmislegt annað minnisstætt í frekar léttum dúr...
Bloggarunum er minnisstæður dagurinn fyrir 40 árum þegar menn stigu í fyrsta sinn á tunglið. Jarðneskar geimverur gengu þar um og sendu myndir til jarðar, þó þær sæjust ekki í rauntíma í íslenska sjónvarpinu, ef ég man rétt. Bloggarinn var þennan dag staddur í gígnum Eldborg á Mýrum, sem er eiginlega ekki ósvipaður tunglgíg...
Það er auðvitað mikið fjallað um þennan merkisatburð í fjölmiðlum þessa dagana, þannig að þessi pistill er frekar á persónulegum nótum og fjallar um kynni bloggarans af geimvísindum. Á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is er aftur á móti ein besta íslenska umfjöllunin um þennan stórmerkilega atburð.
Tvisvar kom hópur verðandi tunglfara til æfinga á Íslandi. Þeir ferðuðust um hálendið í fylgd jarðfræðinganna Guðmundar Sigvaldasonar og Sigurðar Þórarinssonar. Skammt frá Öskju var nafnlaust gil. Sagan segir að þeir félagar hafi gefið því nafnið Nautagil í virðingaskyni við geimfarana. Hvers vegna Nautagil? Auðvitað vegna þess að enska orðið yfir geimfara er astronaut
Það var mikið að gerast í geimferðamálum á þessum árum. Árin 1964 og 1965 var allnokkrum geimflaugum skotið frá Íslandi upp í 440 kílómetra hæð eins og fjallað er um í þessum pistli: Geimskot Frakka á Íslandi ... Iceland Space Center ... Myndir
Bloggarinn var þar staddur í bæði skiptin og tók fjölmargar myndir.
Fyrstu kynnin af geimferðum voru þó þegar Rússar sendu upp Spútnik árið 1957. Um þann atburð var bloggað hér: Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október.
Bloggaranum er auðvitað minnisstætt þegar hann sá þennan fyrsta gervihnött svífa um himinhvolfið klukkan sex að morgni. Undarleg tilfinning hríslaðist um tólf ára guttann sem sá þá alvöru geimfar svífa yfir Reykjavík. Ekki leið á löngu áður en hann hafði smíðað sér lítinn stjörnukíki úr pappahólk, gleraugnalinsu og litlu stækkunargleri. Þessi frumstæði kíkir stækkaði 50 sinnum og nægði til að skoða gígana á tunglinu og tungl Júpiters.
Um skeið var fylgst með brautum gervihnatta, en áhugamenn víða um heim voru fengnir til að tímasetja og staðsetja brautir gervihnatta miðað við fastastjörnur til að hægt væri að reikna út þéttleika efstu laga lofthjúpsins með hliðsjón af breytingum í á brautum þeirra. Þetta var um 1965. Stórt umslag merkt með stóru letri "On Her Majesty´s Service" með tölvuútprentunum kom einu sinni í mánuði, en með hjálp þeirra var hægt að reikna út nokkurn vegin braut gervihnattanna yfir Reykjavík. Mörgum þótti þessi póstur frá Englandi undarlegur og jafnvel grunsamlegur, og enn undarlegra að sjá manninn rýna upp í stjörnuhimininn með stjörnuatlas og skeiðklukku
Bloggarinn starfaði síðan á háskólaárunum tvö sumur á Háloftadeild Raunvísindastofnunar þar sem meðal annars var fylgst með áhrifum sólar á segulsvið jarðar með tækjabúnaði í Segulmælingastöðinni. Áður hafði bloggarinn unnið í frítímum að viðhaldi tækja í þessari stöð.
Það kemur því kannski ekki mjög á óvart áhugi bloggarans á sólinni og áhrifum hennar á líf okkar jarðarbúa. Við búum jú í nábýli við stjörnu sem við köllum Sól.
Stjörnuskoðurnarfélag Seltjarnarness www.astro is er eina félag áhugamanna um stjörnur og stjörnuskoðun hér á landi. Það var frekar kómískt hvernig það kom til að bloggarinn gekk í það merka félag, en hann hafði oft heyrt um það, en misskilið nafnið herfilega. Hélt nefnilega að það væri einhver einkaklúbbur Seltirninga.
Svo var það eitt sinn sem oftar að hann var að skiptast á tölvupóstum við Ilan nokkurn Manulis í Ísrael. Ilan spyr mig þá hvort ég sé ekki í Stjörnuskoðanafélaginu, en ég hvað svo ekki vera. Hann segir þá að Guðni Sigurðsson sé formaður þessa félags og að ég skuli hafa samband við hann. Ég þekkti auðvitað Dr. Guðna Sigurðsson kjarneðlisfræðing sem hafði m.a unnið hjá CERN. Hann vann nefnilega í sama húsi og hafði ég oft rætt við Guðna. Ég stökk auðviðað í tveim skrefum upp stigann milli hæða og var kominn í félagið innan fimm mínútna! Þar var ég síðan fáein ár stjórnarmaður. Um Guðna og Stjörnuskoðunarfélagið hafði Ilan lesið í tímaritinu góða Sky & Telescope.
Það er annars af Ilan Manulis að frétta að nokkru síðar naut hann þess heiðurs að smástirni var nefnt eftir honum. Það nefnist 13615 Manulis, en David H Levy og Carolyn Shoemaker uppgötvuðu það og nefndu eftir Ilan sem er þekktur í Ísrael fyrir áhuga á smástirnum... Levy og Shoemaker eru líklega þekktust fyrir að hafa fyrst fundið eina frægustu halastjörnuna Shoemaker-Levy-9 sem rakst með miklu brambolti á Júpiter árið 1994. Svona er heimurinn stundum lítill...
Það er auðvitað margs að minnast á svona merkisdegi og hugurinn fer á flug. Þetta verður þó að nægja, enda bloggarinn kominn langt út fyrir efnið... Vonandi fyrirgefst rausið, en það er ekki á hverjum degi sem manni er boðið í fertugsafmæli .
---
Það er annars merkilegt til þess að hugsa að árið 1961 ákvað Kennedy að menn skyldu heimsækja tunglið áður en áratugurinn væri liðinn. Það var fyrir tæpri hálfri öld. Það er ennþá merkilegra að menn stóðu við þetta fyrirheit og fór létt með það. Fóru ekki bara eina ferð heldur níu sinnum og lentu á tunglinu sex sinnum. Um það má lesa hér. Þetta sýnir okkur hvers við erum megnug þegar viljinn er fyrir hendi. Því miður fór orkan á næstu árum í stríðsbrölt stórveldanna.
Hvað gerðist meira árið 1969? Þá flaug annað tækniundur í fyrsta sinn, nefnilega hljóðfráa þotan Concorde. Júmbó þotunni Boeing 747 var þá líka reynsluflogið. Breska Harrier orustuþotan sem getur tekið á loft lóðrétt er frá svipuðum tíma. Menn voru svo sannarlega hugumstórir á þessum árum!
Ein spurning að lokum: Hafið þið sér geimverur?
(Smá ábending: Erum við jarðarbúar ekki geimverur? :-)
Til hamingju með afmælið
Sjá kvikmyndir hér.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt 21.7.2009 kl. 19:27 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessi tunglferð er eitt af því sem ég gleymi aldrei.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2009 kl. 19:18
Jamm og ég gleymi aldrei þegar ég sat í Nýjabíoi árið 1979 og horfði á Alien.
Baldur Fjölnisson, 20.7.2009 kl. 23:50
sá fréttina á RUV í kvöld. einnig þátt um tunglferðirnar á National Geographic (frekar en Discovery). ég hef ekki verið sérlega mikill samsæriskenningamaður, en ein spurning vaknaði hjá mér.
nú voru þeir þrír sem fóru í téða ferð. einn (hvers nafn ég ekki man) varð eftir í móðurskipinu meðan Armstring og Baldrin skruppu niður á tunglið.
þó er öll myndataka af þeim félögum þar eins og einhver hafi stjórnað myndavélinni. tilt og zoom. ekki síst þegar maður horfir á tunklfarið skjótast upp af yfirborði þunglsins. hver tók myndina af því atviki og lét myndavélina fylgja tunglfarinu eftir upp? var það ET?
Brjánn Guðjónsson, 21.7.2009 kl. 01:00
Brjánn. Ég man ekki eftir þessu myndbroti sem þú minnist á varðandi tilt og zoom, en getur verið að svarið sé að finna hér: Apollo Moon landing hoax conspiracy theories
Það var Michael Collins sem beið í móðurskipinu meðan Niel Armstrong og Edvin Aldrin skruppu niður :-)
Sjá 40 ára afmælissíðu NASA hér http://www.nasa.gov/mission_pages/apollo/40th/index.html
Ágúst H Bjarnason, 21.7.2009 kl. 07:39
Brjánn, getur verið að þú sért að rugla saman myndskeiðum frá síðari Apollo leiðöngrum? Þegar Apollo 17 hófst á loft frá tunglinu árið 1972 var fjarstýrð myndavél notuð til að fylgjast með geimskotinu. Það var ein sjónvarpsmyndavél inni í Erninum þegar þeir tókust á loft og hélt Buzz Aldrin á henni. Ég hef skoðað öll myndskeið sem tekin voru í Apollo 11 og hef aldrei séð neitt tilt og zoom.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 21.7.2009 kl. 09:23
Takk fyrir fróðlegan pistil, skemmtilegur vinkill á frásögninni ;)
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.7.2009 kl. 10:57
Hér ma sjá er appolo 11 var að lenda á tunglinu
http://www.youtube.com/watch?v=OjtJ3GTT5ms
Hér þegar appolo 17 fór frá tunglinu
http://www.youtube.com/watch?v=cOdzhQS_MMw
Myndavél á að hafa verið fest við Roverinn og öllu fjarstýrt frá bandaríkjunum.
Veit ekki, það er eitthvað við þetta sem virkar ekki voðalega sannfærandi - sérstaklega ef haft er í huga að þetta er ekkert hægt í dag..
Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 16:45
Af hverju ætti þetta ekki að vera hægt í dag? Hvílík vitleysa. Þetta var hægt þá og þetta er hægt núna. Á þessum tíma voru menn komnir með reynslu í að fjarstýra öðrum könnunarförum á tunglinu, t.d. jeppum sem söfnuðu sýnum. Það er erfiðara en að fjarstýra myndavél.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 21.7.2009 kl. 18:58
Sjá hé varðandi myndavélarnar http://en.wikipedia.org/wiki/Apollo_TV_camera
Þar er meðal annars eftirfarandi:
RCA J-Series Ground-Commanded Television Assembly (GCTA)
Because of the failure of the camera on Apollo 12, a new contract was awarded to the RCA Astro division in Hightstown, NJ. The RCA system was a new, more sensitive and durable TV camera tube. The design team was headed by Robert G. Horner. The team used newly developed SIT, and the improved images were obvious to the public.
The system was composed of the Color Television Camera (CTV) and the Television Control Unit (TCU). These were connected to the Lunar Communications Relay Unit (LCRU) when mounted on the Lunar Roving Vehicle (LRV).
Once the LRV was fully deployed, the camera was mounted there and controlled by commands from the ground to tilt, pan, and zoom in and out.
Ágúst H Bjarnason, 21.7.2009 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.