Vanþekking almennings í Hollandi og Bretlandi á aðdraganda Icesave málsins...

 


 

Í dag kom í heimsókn til mín hollensk fjögurra manna fjölskylda sem er á viku ferðalagi um Suðurlandsundirlendið. Maðurinn er jarðeðlisfræðingur og konan hjúkrunarfræðingur. Með þeim voru í för tveir synir um ellefu og þrettán ára. Mjög viðfelldið fólk með góða menntun. Þau voru hér í fyrsta skipti, en eiginmaðurinn hafði verið víða um heim starfs síns vegna. Ég gæti því trúað að þetta fólk ætti að hafa betri upplýsingar um heimsmálin en margir aðrir útlendingar, enda skein það í gegn þegar spjallað var um heima og geima...

... Samtalið snérist smá stund að Icesave málinu.  Í ljós kom að þau höfðu lagt allstóra fjárhæð, hluta af arfi, inn á Icesave reikning í Hollandi. Í fyrstu blasti ekki annað við en þessi verulega fjárhæð væri töpuð, en hollenska ríkisstjórnin hefur bætt þeim skaðann að fullu.  Þetta viðfellda fólk bar því ekki neinn kala til Íslendinga, að því er ég gat skynjað. Og þó. Eitthvað lá í loftinu.

Í ljós kom að þau höfðu alla tíð staðið í þeirri meiningu að íslenska ríkið stæði að baki Icesave, þetta hefði jú verið sjálfur Landsbankinn = The National Bank of Iceland. Gamalgróinn banki stofnaður árið 1885.    "Safe and secure", eins og stendur í auglýsingunni hér að ofan.

Ég sagði þeim í fáeinum orðum frá því hvernig í pottinn væri búið. Sagði þeim frá einkavæðingu bankanna árið 2003, eigendum bankanna og hvernig þeir hefðu gengið í sjóði bankanna og lánað sér og vildarvinum skefjalaust gegn ónýtum veðum. Sagði þeim frá því hvernig þessir sömu menn hefðu stofnað fjölmörg fyrirtæki hér á landi og erlendis, meðal   annars í skattaskjólum. Sagði frá krosstengdri eignaaðild. Sagði þeim frá því að um 30 þekktir Íslendingar ættu nánast alla sök á fjármálahruninu á Íslandi.

Þetta ágæta vel menntaða fólk kom af fjöllum.   Þessa hlið málsins hafði það aldrei heyrt um. Það stóð greinilega enn í þeirri trú að íslenska ríkið , og þar með íslenska þjóðin, ætti sök á Icesave hörmungunum. Nú vissu þau betur, en hvað um alla hina? Vita milljónir Hollendinga og Breta nokkuð um bakgrunn málsins?

Við skildum auðvitað mestu mátar, enda var umræðan um Icesave aðeins lítill hluti kaffispjallsins, en mér var brugðið. Eitthvað mikið var greinilega að.

 

Það er alveg kristaltært að Hollenskur og Breskur almenningur hefur ekki hugmynd um hvað gerðist á Íslandi. Það er mjög líklegt að sama gildi um þarlenda ráðamenn. Er það nokkur furða? Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkrar upplýsingar ætlaðar útlendingum um bankahrunið á íslandi og aðdraganda þess.  Það er örugglega ástæðan fyrir þessum mikla misskilningi um ábyrgð íslenska ríkisins. Þetta var jú sjálfur Landsbankinn - The National bank of Iceland sem stóð að Icesave.

Nú verður að eyða þessum misskilningi meðal útlendinga strax. Ekki seinna en strax. Það er nánast öruggt að misskilningurinn og vanþekkingin er ekki bundin við Englendinga og Hollendinga. Það þarf að koma réttum upplýsingum sem víðast. Það þarf að nota allar mögulegar fréttaveitur, og ekki síst netið. Það ætti að vera hægðarleikur að senda hæfilega langa fréttatilkynningu til helstu fréttastofa heimsins og stærstu fjölmiðla. Hafa fréttina þannig að fréttamenn geti birt hana óbreytta. Þetta er þó ekki nóg. Það þarf að nýta öll diplómatísk, persónuleg og viðskiptaleg sambönd til hins ýtrasta til að reyna að afla okkur skilnings og velvilja. Eyða misskilningi og vanþekkingu.  Það þarf að gerast strax.

 

Mikilvægast af öllu er þó að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Það er forsenda þess að þjóðarskútan komist á flot. Mörg arðbær og mannaflsfrek verkefni bíða þess að traust alþjóðasamfélagsins á Íslendingum komist í lag, en  nú er traustið á okkur ekkert. Jafnvel minna en ekkert. - Okkur er að blæða út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þennan fróðleik.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Athyglisvert, takk fyrir þetta Ágúst.

Ólafur Eiríksson, 29.7.2009 kl. 20:59

3 identicon

Þetta er svoooo satt !!

Ég er Í því að boða fagnaðarerindið hér í DK. Erlendir aðilar vita því miður ekkert um hvað málið snýst !! Aumingjarnir sem stýra okkar ágæta landi eru svo hrygglausir að merkilegt þykir að þeir geti gengið um óstuddir.

Að þessir djö.. aumingjar hafi ekki farið strax í ímyndunar-herferð í erlendum fjölmiðlum er ofar mínum skilningi, það að segja þegnum annarra landa frá sannleikanum, sama hvað það hefði kostað, væri þyngdar sinnar virði í gulli.

Íslenskir/ar póliTÍKUR eru svo brennimerktir af mútufé og viðbjóði að ALLT  er gert til að halda soranum í leyndum!!!

runar (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ágúst þú ert sennilega velmeinandi en þú áttar þig náttúrulega á því að beita puplic relations taktik núna er bara hugarfóstur. Það er náttúrulega ekki raunhæft er það? Ertu ekki bara að grínast með okkur? Heldurðu að aðalsamningarmenn Breta og Hollendinga hafi haft þetta kristaltært fyrir framan sig og ekki séð það af því að það var skrifað með svo máu letri að sjálfur Leeuwenhoek hefði yfirsést.? Þú ert menntamaður og talar við okkur óbreyttari einsog við séum krónidjótar. Það sem menn segja á blogginu er ábyggilega oft sett fram í hálfkæringi en ég er ekki viss um þinn ásetning hér: 'Mikilvægast af öllu er þó að fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Það er forsenda þess að þjóðarskútan komist á flot. Mörg arðbær og mannaflsfrek verkefni bíða þess að traust alþjóðasamfélagsins á Íslendingum komist í lag, en nú er traustið á okkur ekkert. Jafnvel minna en ekkert. - Okkur er að blæða út.' Og þú leggur til að við eigum að ganga í hús einsog mormónar og breiða út frelsunarboðskapinn: Fuck YOU þið voruð höfð að fíflum. Sorry en við eigum bara enga sök á þessu. Hvernig væri að alþingi kæmi saman í kvöld og samþykkti ríkisábyrgðina á Icesafe og fara síðan í það að endurreisa landið.

Gísli Ingvarsson, 29.7.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Fáfræðinn er styrkur poltíkusanna....

Sagði Andri snær í Draumalandinu. þarna kemur fáfræðin berlega fram. Ég held að það sé mikilvægt að við eignumst einhvern talsmann íslenskra stjórnvalda á erlendi grundu sem útskýrir okkar mál og hvernig er í pottinn brotið... 

ég hef sterklega á tilfinningunni að þetta sé ekki eina fólkiið sem veit ekki betur um þetta mál en raunin er.  

Brynjar Jóhannsson, 29.7.2009 kl. 22:01

6 identicon

Lenti í svipuðu á lestarstöð í Bretlandi, fór að spjalla við verkfræðing sem er alveg heillaður af Íslandi, hann stóð líka í þeirri meiningu að Landsbankinn hefði verið í ríkiseigu, og skildi ekkert í því að ekkert hafði komið fram um annað í þeim fjölmiðlum sem hann las. En hann ætlar að koma hér í ágúst og skoða Kárahnjúkavirkjun  sem var efst á dagskrá hjá honum og vera í heilan mánuð með fjölskyldu sinni hér á landi.

(IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er reyndar spurning, Ágúst, hvort það fylgdi ekki ríkisábyrgð með í sölu Landsbankans, líkt og öll listaverkin. Kannski er þetta eitt af því sem haldið er leyndu fyrir þjóðinni. Aulaháttur þeirra sem stóðu að einkavæðingunni hafa átt að sinna efnahagsstjórn og hagsmunum almennigs þessa lands virðast engin takmörk sett. Og því miður virðist þetta ekkert vera að breytast, heldur fer þetta bara úr einum hjólförum í önnur....

Ómar Bjarki Smárason, 30.7.2009 kl. 00:28

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef skrifað grein á sænsku sem ég reyni að koma að hvar sem ég get. Hvet þá sem hafa tök á erlendu tungumáli að gera hið sama.

Ef margir leggja sitt að mörkum þá hnikast kannski eitthvað.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.7.2009 kl. 00:40

9 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Fín grein Ágúst. Ef íslenskir ráðamenn hefðu haft vit á að vinna svona strax, þá værum við ekki í þessum sporum núna.

Magnús Óskar Ingvarsson, 30.7.2009 kl. 06:40

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það væri hollt fyrir Íslendinga að muna að "perception becomes reality"

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.7.2009 kl. 08:33

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef margoft talað bæði við breta og hollendinga í sumar í starfi mínu sem leiðsögumaður.. og þetta viðhorf er ríkjandi.. þeir halda bókstaflega að Landsbankinn sé National bank of Iceland í líkingu við Bank of england.. enda var Geir H Haarde og hans ríkisstjórn sennilega sú allra lélegasta frá upphafi lýðveldisins.. hvort sem var í kynningastarfi, samningagerð eða framkvæmdavaldi.. Takk sjálfstæðisflokkur og samfó.

Óskar Þorkelsson, 30.7.2009 kl. 08:49

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er fróðlegt að sjá að fleiri kannast við þetta viðhorf útlendinga, þ.e að standa í þeirri meiningu að Landsbankinn og Icesave hafi verið á vegum íslenska ríkisins.  Mér þykir næstum öruggt að margir erlendir ráðamenn standi í sömu trú.  Er það ekki skýringin á óskiljanlegri hörku þeirra gagnvart okkur?

Það er alveg makalaust  að engn tilraun skuli hafa verið gerð af íslenskum ráðamönnum til að leiðrétta þennan misskilning.  Svo skilja menn ekkert í því hvers vegna útlendingar eru svona vondir við okkur og vilja ekkert fyrir okkur gera!  

Ágúst H Bjarnason, 30.7.2009 kl. 09:58

13 identicon

Takk fyrir góða grein.

Ísland tapaði peningum á Hruninu en stærsta tapið er glataður orðstír.  Ríkisstjórnin og útrásarþjófarnir lögðu orðstír og ímynd Íslands að veði og töpuðu öllu.

Tækifæri Íslending til að koma okkar málstað á framfæri er farið.  Hrunið á Íslandi er "Yesterdays News" og það er búið að skrifa söguna og henni verður ekki breytt.  Staðreyndir skipta engu máli.  Þetta er tilfinningaþrungið mál á báða bóga og preception is reality eins og Andri bendi á hér fyrir ofan.

Við getum meðal annars þakkað Haarde fyrir þetta PR klúður.  Fréttaþátturinn Newsnight á BBC sem er einn vinsælasti og áhrifamesti fréttaskýringaþáttur Bretlands, reyndi ítrekað að fá talsmann ríkisstjórnarinnar í þátt sem sendur var út 9.október 2008, sem var að hluta til helgaður Hruninu.  Haarde kom því til leiðar að enginn fulltrúi Íslenskra stjórnvalda gaf kost á sér.  Í þessum þætti hefði t.d. Haarde getið komið því að framfæri að Darling og Brown hefðu farið með rangt mál þegar þeir sögðu að Ísland væri gjaldþrota (Brown) og að Ísland hefði sagst ekki ætla að standa við skuldbindingar vegna Icesave (Darling).

Eina tækifæri íslendinga er að hraða afgreiðslu á Icesave í gegnum þingið nota næstu 7 ár í að reyna bjarga því sem bjargað verður af þjóðinni og orðstír hennar - eftir 7 ár verða nýjir valdhafar í Bretlandi og Hollandi og auðveldara að fá breytingar á samningnum ef nauðsynlegt er.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 10:47

14 identicon

Það er óþarfi að leggjast í sagnfræði, eins og sumir kommentera hér að ofan. Aðalatriðið er það sem kemur fram í máli síðuhaldara - að gera eitthvað STRAX. Hef sjálfur orðið var við þetta sem Ágúst minnist á - hitti þó sjálfur tiltölulega fáa erlenda ferðamenn.

Smaladrengur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:08

15 identicon

Já, og varðandi "sagnfræðingana"; Ekki gleyma garminum honum Katli. Það voru framsóknarmenn, aðallega Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir, sem héldu á viðskipta- og bankamálum nær allan tímann, sem stjórnarsamstarf íhalds og framsóknar stóð.

Smaladrengur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:10

16 identicon

Tel að það ætti að banna bönkum að nota nafn Íslands í nafni sínu.

Doddi D (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:22

17 identicon

Já það hefur mörgu verið klúðrað. Ég get ekki séð að hægt veði að áfellast ráðamenn fyrir skort á PR-vörnum í hinum angistarfullu mánuðum fyrst eftir hrunið en nú er löngu tímabært að setja kraft í það eins og Ágúst bendir á.

Hins vegar er sérlega blóðugt að þurfa að horfa upp á vankunnáttuna og lágkúruna sem réði því að samninganefndin um eitt dýrasta og vandmeðfarnasta milliríkjamál Íslendinga fyrr og síðar var best hægt að lýsa sem brosleg.

Hún var án mikilvægs kunnáttufólks og sérfræðinga í slíkum efnum.

Íslendingar eiga sjálfir sérfræðinga með mikla kunnáttu og vana í samningatækni og milliríkjasamningum en kannski var enginn þeirra réttum megin í litrófinu?Sjálfsagt þykir að ráða erlenda sérfræðinga í slíkar nefndir þegar svo mikið liggur undir.

Bent hefur verið á ótal atriði sem sýna hvernig þessi sendinefnd lét undir höfuð leggjast lykilatriði eins og til dæmis það einfalda aðtriði að láta þýða skjöl og hafa samningaferlið títyngt til þess að minnka yfirburði mótaðilans.

Útkoman er okkur til skammar og ég sé ekki hvernig Forsetið getur skrifað undir ef Alþingi samþykkir þetta frumvarp. Djúp (ætluð?) gjá milli þess og þjóðarinnar hefur áður orðið til þess að Ólafur neitaði að skrifa undir.

Þá kem ég að lykilatriðinu. Ef Alþingi í umboði þjóðarinnar neitar að samþykkja þessa ríkisábyrgð, amk án verulegra breytinga, þá mundi það vekja mikla athygli sem hægt væri að nota til þess að kynna það fyrir umheiinum að íslenska þjóðin teldi sig ekki bera ábyrgð á einhverju sem fáeinir glæpamenn gerðu án vitundar og vilja hennar.

Þessa ákvörðun þarf einfaldlega að kynna á réttan hátt og láta vel stýrða PR-herferð fylgja.

Björn Geir Leifsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 14:38

18 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir að vekja athygli á þessu.

Marta B Helgadóttir, 30.7.2009 kl. 16:24

19 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gott innlegg Gústi og í fullu samræmi við umræðuna þarna.

Haukur Nikulásson, 30.7.2009 kl. 16:24

20 identicon

Það á að hafna icesavesamningi. Neita Ríkisábyrgð.

Samhliða því á að senda skýringar til Alheimsins um hversvegna íslendingar hafna. Almenningur leggur við hlustir þegar smáríki bjóða stórríkjum birginn.

Það er margbúið að bjóðast til þess að skýra fyrir alþjóð þennan rússibana, sem íslensk þjóð hefur lent í, en því hefur verið hafnað af Ríkisstjórn.  Hvers vegna?

Ég vil mynna á INDEFENCE hópinn sem hefur verið að tala máli íslendinga á erlendum vettfangi.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:27

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Meira að segja erlendir blaðamenn eru furðulostnir þegar þeim er gerð grein fyrir hvernig mál eru raunverulega hér og hafa margir hverjir staðið í þessari sömu trú. Við verðum að upplýsa hollendinga og breta um hvernig í pottinn er búið sem allar allra fyrst!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.7.2009 kl. 18:09

22 identicon

Ég held að svipaður skilningur sé hjá mörgum Bretum því vinkona mín sem er í heimsókn hjá vinafólki í Bretlandi sagði mér svipaða sögu af skilningi þeirra á Icesave.

Hvað er hægt að gera?

Ína (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 19:59

23 identicon

Það er sennilega ekki hægt að treysta stjórnvöldum fyrir þessu.  

En sjáið samt hvað Icesave hefur gert. 

Íslenskir pólitíkusar og embættismenn  hafa ekki sýnt minnsta frumkvæði í að koma okkar sjónarmiðum Íslendinga á framfæri erlendis.

Það lendir víst á þjóðinni, eins og venjulega, að verja hendur sínar sjálf á þessum vettvangi eins og flestum öðrum,  í stað þeirra sem voru kjörnir til að gæta hagsmuna hennar.

Frammistaða þingmanna fjórflokksins -og embættismanna er ekkert annað en skandall. en við hverju var svosem að búast.

GunnarS (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:32

24 identicon

Það er bara ekkert skrítið að útlendingar haldi að þetta hafi allt verið ríkinu að kenna, það er ekki búið að handtaka neinn!!!!

Ef búið væri að frysta eigur, hefja opinberar yfirheyrslur fyrir sannleiksnefnd sem væri opin almenningi og sjónvarpað frá að hætti ameríkana þá fyrst væri það vitað erlendis hvernig í pottinn er búið.

Með aðgerðaleysi gagnvart skúrkunum er ríkisstjórnin að taka abyrgð á hruninu.

Guðný (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 00:10

25 identicon

Það er einmitt mergurinn málsins. Á meðan stjórnvöld cóa með útrásarpakkinu og stjórnmálamönnunum sem sekir eru. Og enginn stendur upp og bendir á að þetta voru einkafyrirtæki. (Hvar er forseta fíflið núna? Og svikararnir Geir og Solla sem fóru um alla Evrópu mánuðum fyrir hrun og lugu að lýðnum þar, að bankarnir væru í fínu lagi, öll sek um að auglýsa skemmda vöru einkaaðila í opinberum embættum og ýja að Ríkisábyrgð )

Er furða að allar þjóðir í kringum okkur, forðast okkur sem verstu mafíósa? 

Stjórnvöld eru jú ekki enn búin að gera sér umfangið ljóst, að sögn þeirra. Og þess vegna er ekki búið að afgreiða fé til, og full manna í stöður hinna sérstöku saksóknara enn, á sama tíma, reynir Ríkisstjórnin  af fremsta megni að fá þjóðina til að samþykja að borga Icesafe hljóðalaust. Húmbukk og lygi segi ég, það vantar pólitískan vilja.

Nei og hér vantar sannarlega einn sérstakan saksóknara til, erlendis frá, með fult umboð til að kafa sem lengst niður í forarvað fjórflokka mafíunnar og forsetans og annarra embættismana eftir því sem þurfa þykir. Ef við eigum nokkurn tíma að öðlast traust og trú annarra þjóða aftur. Það er leitun að spilltara kerfi í allri Afríku og já á allri heimskringlunni, en okkar fjórflokka mafíu kerfi.

Þetta spillta pakk stal ekki eingöngu Icesafe peningunum, heldur  æru þjóðarinnar líka. Landráð í mínum huga og ekkert annað. Og sama gildir um núverandi yfirvöld ef þau draga það stundinni lengur að klófesta pakkið.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 03:57

26 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Við erum lítið og einangrað land og furðusögur af þjóð og landi hafa fylgt okkur frá upphafi.  Þetta er ekkert nýtt.  Eina leiðin sem myndi ná árangri er fyrir íslenska tónlistarmenn að semja gott Icesave lag og setja á Youtube.  Björk næði til fólks á hátt sem íslenskir stjórnmálamenn og blaðamenn hafa enga möguleika á.

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 06:53

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það kemur fram í nokkrum athugasemdum hér að ofan, að fleiri en ég hafa orðið varir við þennan mikla misskilning hjá erlendum almenningi og blaðamönnum. Hann virðist vera staðreynd.

Það þarf ekki að koma á óvart.   Nafn Landsbankans gefur það til kynna að hann sé ríkisbanki eins og hann var frá árinu 1885 þar til fyrir sárafáum árum. Nákvæmlega ekkert hefur verið gert til að kynna þá staðreynd fyrir útlendingum að ríkið átti ekki neitt í bankanum þegar hann fór yfirum. Þetta vitum við Íslendingar vel, en útlendingar hafa ekki hugmynd um það.

Líklega er það ekki aðeins almenningur erlendis sem þarf að uppfræða. Það er nánast víst að flestallir erlendir fréttamenn, stjórnmálamenn, bankamenn, o.s.frv. telji að Icesave hafi verið á vegum íslenska ríkisins. Ekki bara enskir og hollenskir, heldur allra þjóða. Norðurlöndin eru ekki undanskilin.  Mér kæmi jafnvel ekki á óvart þó starfsmenn AGS væru þar á meðal, svo fráleitt sem það virðist.

Er hægt að reikna með því að íslenskir ráðamenn muni hafa frumkvæði að því að reyna, þó seint sé, að eyða þessum misskilningi? Í hreinskilni sagt, þá efast ég um það. Engu líkara er að íslenskir ráðamenn hlaupi alltaf í felur þegar erlendir fréttamenn koma í heimsókn, í stað þess  að nota tækifærið sem býðst. Er það einhver feimni, vanmáttartilfinning vegna tungumálaerfiðleika, eða bara heimóttaskapur landans? Kunna menn ekki lengur að bera höfuðið hátt gagnvart útlendingum?

Hvað er þá til ráða?

Ágúst H Bjarnason, 31.7.2009 kl. 08:52

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað er þá til ráða? spyr Ágúst..

ja ég segi .. ég flyt bara af landinu :) nenni ekki að búa við svona fávitastjórnarhætti.

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 09:13

29 identicon

Sæll frændi,

þetta er fullkomlega rétt hjá þér að fólk erlendis hefur ekki hugmynd um þessi atriði. 

Þú veist líklega hvar ég er að vinna og meira að segja hérna þar sem maður hefði nú haldið að fólk væri upplýst um þessi atriði, þá verður fólk alltaf jafn hissa þegar ég segi þeim frá því hvernig Íslendingar blönduðu saman vina pólitík og fjármálakerfinu þannig að úr varð kerfi þar sem nokkrir einstaklingar gátu nokkurn vegin gert það sem þeim sýndist og gerðu það.

Meira að segja fólkið sem er hlauti af skrifstofu aðal ritarans og er hérna í 20 metra fjarlægð frá minni skrifstofu hafði ekki hugmynd um þetta.

Þetta er allt saman hámenntað fólk í sínu fagi "creme de la creme" af sérfræðingum, eins og Frakkarnir segja, og ef þeir og á þessum vinnustað hafa ekki hugmynd um hvað gerðist, þá er ekki nokkur einasta von að hinn almenni jón jónsson hafi nokkra glóru um það.

Það þarf einhver að setja upp Wiki kerfi þar sem Íslendingar geta útskýrt þessa hluti fyrir útlendingum. 

Fransman (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 14:12

30 identicon

Þráinn, það er ekki hægt að fara fram á það með nokkrum rökum að íslens aþýða í nokkrar kynslóðir borgi fyrir stórþjófnað nokkurra manna frá banka í EINKAEIGU.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband