Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe á Menningarnótt...

Ljósmyndasýningin From Earth to the Universe

 

Í tilefni Menningarnætur 2009 og Alþjóðlegs árs stjörnufræðinnar hefur ljósmyndasýningin
From Earth to the Universe
verið sett upp á Skólavörðuholti, fyrir framan Hallgrímskirkju.

Tuttugu og sex ljósmyndir eru á sýningunni sem er eitt af alþjóðlegum verkefnum stjörnufræðiársins og nýtur meðal annars stuðnings Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).


Sýningin stendur yfir í mánuð.

( Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Þess vegna skal hér á þessari síðu ítrekað það sem félagi minn hefur þegar fjallað um á Stjörnufræðivefnum. Þessi síða er í reynd afrit af þeirri ágætu síðu ).

Viðfangsefni stjörnufræðinnar koma oft mjög vel út á ljósmyndum og meðsýningunni eru nokkrar þeirra kynntar almenningi. Hinar glæsilegu ljósmyndir, sem floti geimsjónauka og stjörnusjónauka á jörðu niðri hafa tekið, sýna vel hvernig niðurstöður stjarnvísinda geta á stundum líkst listaverkum. Með fallegum ljósmyndum er auðvelt að ná til fjölda fólks sem hvorki hefur upplifað né séð undur alheimsins.

„Með sýningunni skapast tækifæri til að efla áhuga barna og unglinga á raunvísindum,” segir Sævar Helgi Bragason, einn aðstandandi sýningarinnar og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. „Sýningin stendur fram yfir upphaf skólaárs og eru kennarar hvattir til að skoða sýninguna með bekkjum sínum. Sýningin mun ekki aðeins höfða til Íslendinga, heldur líka þeirra þúsunda ferðamanna sem staddir verða hérlendis á meðan hún stendur yfir. Þess vegna er skýringartexti við allar myndirnar bæði á íslensku og ensku.”

Allar myndirnar eru í litum. Á mörgum þeirra eru litirnir um það bil eins og fólk sæi þá, væri það nógu nálægt og augun nógu næm. Með sjónaukum má sjá mun meira en augu okkar nema. Þeir eru miklu næmari og sjá daufara ljós, daufari liti og eru auk þess næmir fyrir ljósi utan hins sýnilega litrófs, m.a. útbláu ljósi, innrauðu ljósi, röntgengeislun, útvarpsbylgjum og gammageislun. Á myndum sem teknar eru í ósýnilega hluta litrófsins er litum oftast bætt við þannig að orkuminnsta geislunin er rauð og sú orkumesta blá. Á þennan hátt má kortleggja ósýnilegt ljós eins og röntgengeislun eða innrautt ljós og búa til myndir sem við getum séð.

Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Háskóla Íslands, segir stjarnvísindi leita svara við dýpstu spurningum mannkyns og tengjast líka menningu og menningararfi þjóða traustum böndum. „Löngu áður en stjörnusjónaukinn kom til sögunnar sáu menningarsamfélög fyrri tíma mynstur á stjörnuhimninum og nefndu þau eftir dýrum, hlutum, hetjum, guðum og kynjaverum,” segir Einar og bætir við: „Tímatalið, trúarhátíðir og ýmsar hefðir byggja enn á gömlum athugunum á göngu himintungla. Þetta eru aðeins örfá dæmi sem sýna þau nánu tengsl sem eru milli stjarnvísinda og menningar og menningararfleiðar þjóða.”

Sýningin hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir aðkomu góðra stuðningsaðila. Þeir eru:

# # #


Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 (The International Year of Astronomy 2009: IYA2009) er haldið að frumkvæði Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (the International Astronomical Union: IAU) og UNESCO (the United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) undir kjörorðinu Undur alheimsins.

Á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 eru liðin 400 ár frá því Galíleó Galíleí gerði sínar fyrstu stjörnuathuganir með aðstoð sjónauka. Árið er að grunni til alþjóðleg hátíð þar sem áhersla er lögð á stjarnvísindi og framlag þeirra til samfélags og menningar. Hátíðarhöldin endurspeglast í viðburðum í einstökum bæjum og byggðarlögum, á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi.

Á ári stjörnufræðinnar verður reynt að fá almenning til þess að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum. Í því átaki leika stjörnuáhugamenn stórt hlutverk og munu þeir skipuleggja og stjórna fjölda skemmtilegra viðburða. Nú þegar taka þúsundir þeirra þátt í undirbúningnum á alþjóðavettvangi og með þátttöku sinni mynda þeir stærsta tengslanet sem um getur í stjarnvísindum. Hér á landi er það fyrst og fremst Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness sem sér um þennan þátt.

Frekari upplýsingar veita:

Einar H. Guðmundsson
Formaður íslensku IYA2009-landsnefndarinnar
og formaður Stjarnvísindafélags Íslands

Raunvísindastofnun Háskólans
Dunhaga 3, 107 Reykjavík.
Símar: 5255800/4811 og 8626192
Tölvupóstfang: einar[hjá]raunvis.hi.is

Sævar Helgi Bragason
Formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness

Raunvísindastofnun Háskólans
Dunhaga 3, 107 Reykjavík.
Sími: 896-1984
Tölvupóstfang: saevar[hjá]stjornuskodun.is

Gagnlegar vefsíður

Nokkrar myndir sem sjá má á sýningunni

Satúrnus
Satúrnus
Sólblettir
Sólblettir
Kjalarþokan
Kjalarþokan
Riddaraþokan í Óríon
Riddaraþokan í Óríon

Andrómeduvetrarbrautin

 

Andrómeduvetrarbrautin

 

 

www.stjörnuskoðun.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega flottar myndir, veit ekki hvort ég kem í bæinn en gott að vita af þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 20:44

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ásdís.   Sýningin mun standa yfir í heilan mánuð

Ágúst H Bjarnason, 20.8.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eldflaugafélagið ætlar að skjóta upp eldflaug næstkomandi sunnudag ef veðu leyfir. Sjá vefsíðu þeirra http://www.eldflaug.com

"Eldflaugaskotið verður á sunnudaginn klukkan 13:00 á Höskuldarvöllum við Keili. Flaugin sem um ræðir er um 8 kg og þar af er drifefnið um 2 kg. Samkvæmt reikningum ætti flaugin að ná um 1000 km/klst og 3 km hæð en það tekur hana 25 sekúndur. Mesta hröðun er í kringum 17 g.... [meira]..."

Ágúst H Bjarnason, 21.8.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband